Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 ~+ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Kjarasamningar og valddreifing Nú er útlit fyrir að erfiðri lotu kjarasamninga milli ríkisins og opinberra starfs- manna sé að ljúka. Þær launa- hækkanir sem fylgja í kjölfarið munu vísast valda núverandi ríkisstjórn — og þeirri sem við tekur eftir kosningar — miklum erfiðleikum við að halda verð- bólgu í skefjum. Því hefur verið spáð að samningunum muni fylgja launaskrið á almennum vinnumarkaði og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa krafist þess að kjarasamning- arnir frá því í desember verði endurskoðaðir. Stjórnvöldum er því mikill vandi á höndum og þessi vandi verður ekki viðráð- anlegri ef sú staða kemur upp að kosningum loknum, eins og horfur eru því miður á, að ekki verði unnt að mynda starfhæfa ríkisstjórn nema með þátttöku þriggja eða fjögurra stjórn- málaflokka. Oft hefur verið þörf á sterkum og samhentum for- ystuflokki í stjórnmálum, en líklega sjaldan meiri en nú. Kjarasamningar ríkisins voni að þessu sinni gerðir á grund- velli nýrra laga um samnings- og verkfallsrétt opinberra starfsmanna. Samkvæmt þess- um lögum, sem samþykkt voru á Alþingi í vetur að frumkvæði Þorsteins Pálssonar fjármála- ráðherra, hefur Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) ekki lengur samnings- og verkfallsrétt fyrir opinbera starfsmenn, heldur er hvort tveggja í höndum einstakra stéttarfélaga ríkisstarfsmanna. í nýju lögunum eru að auki skýr ákvæði þess efnis að þeim sem starfa við nauðsynlegustu ör- yggisgæslu og heilbrigðisþjón- ustu skuli ekki heimilt að taka þátt í verkfalli. Þetta þýðir að kjaradeilunefnd þarf ekki lengur að úrskurða um slíka hluti með- an á verkföllum stendur. I þessu tvennu er óneitanlega fólgin mikil bót, jafnt fyrir ríkisstarfs- menn, sem fá aukin réttindi, og almenning, sem ekki þarf að velkjast í óvissu um það hvaða þættir í starfi ríkisins lamast þegar verkfall skellur á. Nú þegar reynsla er komin á framkvæmd hinna nýju laga er eðlilegt að reynt sé að meta hvort lögin uppfylli þær vonir sem við þau voru bundin. Enn fremur er mikilvægt að velta því fyrir sér hvort ef til vill þurfi að ganga enn lengra í umbóta- átt. Hvað fyrra atriðið áhrærir er augljóst að samninganefnd ríkisins stendur frammi fyrir óvenju viðamiklu verkefni þegar semja þarf við hvert félag ríkis- starfsmanna fyrir sig. Sú staða kom a.m.k. einu sinni upp að ekki var unnt að finna tíma fyr- ir viðræður við félag í verkfalli vegna anna. Getur ekki verið að þetta kerfi sé of þunglama- legt? Eru það eðlileg eða skynsamleg vinnubrögð að ætla fámennri samninganefnd ríkis- ins að ræða á stuttum tíma við hundruð launþegaforingja með ólíkar kröfur og ólíka hagsmuni? Nýju lögin færðu einstökum félögum ríkisstarfsmanna rétt og vald sem þau höfðu ekki haft áður. Þau tóku á öðrum enda málsins ef svo má komast að orði. Hvað þá um hinn end- ann? Er ekki orðið tímabært að endurskoða þá miðstýringu sem einkennir fjármálastjórn ríkis- ins? Er ekki kominn tími til þess að bylgja fijálsræðisins nái inn á þetta svið sem önnur? Er með öðrum orðum sú stund ekki að renna upp að sjálfsagt þyki að einstakar ríkisstofnanir semji sjálfar við starfsmenn sína um kaup og kjör? Eflaust er þessi hugmynd of róttæk nýjung fyrir ýmsa en hún er í senn rökrétt framhald af nýju samningsrétt- arlögunum og í samræmi við nútímaleg valddreifingarviðhorf í efnahags- og fjármálum. Hér er verið að hreyfa máli sem snertir grundvallaratriði stjórnmála og stjórnsýslu. Al- kunna er og óumdeilt að menn fara betur með eigið fé en ann- arra. Það er þess vegna sem einkarekstur er að jafnaði hag- kvæmari en ríkisrekstur. Sú regla gildir líka að menn fara betur með það fé sem þeir bera ábyrgð á, þótt það sé ekki þeirra eigið, en fé sem þeir eru ábyrgð- arlausir um. Af þessum sökum getur fjárhagslegt sjálfstæði einstakra ríkisstofnana ger- breytt rekstri þeirra og skapað nýtt og betra hugarfar starfs- fólks til verka sinna eins og dæmin sanna raunar. Auðvitað hefur víðtæk breyting af þessu tagi í för með sér að endurskoða þarf alla fjármálastjórn og fjár- lagagerð ríkisins. En hér er líka mikið í húfi og í því sambandi ber að minnast þess að einn erfiðasti vandi nútímastjórn- mála snýr að umsvifum og útgjöldum ríkisins. Verkefnið sem við er að glíma er sannar- lega ekki auðleyst en það hlýtur að vera í senn heillandi og ögrandi fyrir kjarkmikla stjórn- málaforingja, FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSOl Forseti íslands1 flugstöðina og n< FORSETI íslands, Vigdís.Finn- bogadóttir, vígði og gaf Flug- stöð Leifs Eiríkssonar nafn við hátíðlega athöfn í nýju flugstöð- inni á Keflavíkurflugvelli í gær að viðstöddum um 3.000 manns. Afhjúpaði hún við það tækifæri lágmynd af styttu Leifs Eiríks- sonar, en á steini þeim sem lágmyndin er á stendur ritað: „Leifur Eiríksson landkönnuð- um fann Norður-Ameríku árið 1000“. í lok hátíðardagskrár- innar afhenti utanríkisráð- herra, Matthías Á. Mathiesen, flugvallarsljóranum á Keflavík- urflugvelli, Pétri Guðmunds- syni, flugstöðina til rekstrar og færði honum innrammað bréf þess efnis. Fyrstu flugvélarnar voru væntanlegar árdegis í nýju flugstöðina. Gestirnir, um 3.000 talsins, byrjuðu að streyma inn í nýju bygginguna laust fyrir kl. 18, en þar lék þá Lúðrasveit verkalýðsins þjóðlega tónlist. Ráðherrar og eig- inkonur þeirra og aðrir tignir gestir, innlendir og erlendir, gengu til sæta laust fyrir kl. 18 og gekk forseti íslands í salinn rétt um kl. 18.30 og var þá verið að spila lag- ið „Hver á sér fegurra föðurland“. I fylgd með forsetanum var ut- anríkisráðherra, Matthías Á. Mathiesen, og eiginkona hans Sig- rún Mathiesen. Eftir að forsetinn hafði heilsað Biskupinn yfir íslandi herra Pétur Sigurgeirsson blessar bygginguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.