Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1987
41
NAR VÍGÐ
vígði
efndi
nærstöddum, m.a. forsætisráð-
herra og eiginkonu hans og
samgönguráðherra og eiginkonu,
gekk Sverrir Haukur Gunnlaugs-
son formaður byggingarnefndar í
ræðustól og flutti ávarj). Næstur
honum talaði Matthías A. Mathies-
en utanríkisráðherra og því næst
tók til máls Matthías Bjarnason
samgönguráðherra. Þeir röktu
lítillega byggingarsögu hússins,
þökkuðu framlög starfsmanna og
óskuðu flugfarþegum og starfs-
mönnum allra heilla í framtíðinni.
Þá gaf utanríkisráðherra for-
seta Islands orðið. Hún ávarpaði
gesti, lýsti ánægju með nýju flug-
stöðina og óskaði þjóðinni til
hamirigju. Þá gaf hún stöðinni
nafn Leifs Eiríkssonar og afhjúp-
aði lágmynd rneð styttu hans á.
Biskupinn yfir íslandi, Pétur Sig-
urgeirsson kom næstur upp í
ræðustól. Hann flutti predikun og
blessaði gesti. Að því loknu söng
Karlakórinn Fóstbræður þjóðsöng-
inn við undirleik íslensku hljóm-
sveitarinnar.
Að þessu loknu kom utanríkis-
ráðherra á ný í ræðustól. Hann
afhenti Pétri Guðmundssyni flug-
vallarstjóra á Keflavíkuiflugvelli
innrammað bréf, sem hann las
upp, en í því tilkynntu ráðherrann
og Sverrir Haukur Gunnlaugsson
formaður varnarmálanefndar, að
stöðin væri formlega þann dag,
þ.e. í gær, afhent flugvallarstjóra,
Pétri Guðmundssyni, til rekstrar.
Að iokinni afhendingunni voru
síðan bornar fram léttar veitingar,
en velflestir gesta yfirgáfu flug-
stöðina iaust eftir kl. 20.
Matthías Á. Mathiesen, utanríkis-
ráðherra, afhendir Pétri
Guðmundssyni, flugvallarstjóra,
flugstöðina til notkunar.
Séð yfir efri hæð flugstöðvarinn-
ar. TF Ögn svífur yfir höfði
vígslugesta.
„Umhverfið glæsilegt
en um leið notalegt“
RÆÐUMENN við vígslu flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar lýstu
byggingu hennar, frágangi og
útliti sem miklu afreki. Þeir
3.000 gestir, sem við vígsluna
voru, virtust flestir sömu skoð-
unar. Viðbrigðin eru líka mikil
frá helmingi minni, áratuga
gamalli byggingu, sem hvergi
stóðst kröfur nútímans til þess-
arar 14.000 fermetra bygging-
ar, sem státar af helztu
nýjungum og nútímalegu útliti.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar er
meðal annars lýst á eftirfarandi
hátt í kynningarbæklingi: „Flug-
farþegar á leið um nýju flugstöð-
ina munu finna mikil viðbrigði frá
því, sem áður var. Umhverfið er
glæsilegt en um leið notalegt.
Rýmið er helmingi meira en í
gömlu flugstöðinni og öll aðstaða
betri. Líklegt verður að telja að
gróðurinn í biðsalnum veki hrifn-
ingu margra.
Farþegar á leið frá landihu
koma að nýju flugstöðinni að vest-
anverðu og ganga inn á neðri
hæðina. Þar er innritun og vega-
bréfsskoðun, ásamt veitingabúð
sem er opin öllum. Farþegar fara
síðan á efri hæðina, inn í biðsal-
inn. Landgangurinn út í flugvélar
er að sunnanverðu og ganga far-
þegar innandyra alla leið út í
vélarnar.
Komufarþegar fara einnig um
landganginn. Viðkomufarþegar
(transit) halda inn í biðsalinn, en
I farþegar til íslands fara um vega-
bréfsskoðun og síðan niður á neðri
hæðina. Þar er komufríhöfn, af-
hending farangurs og tollskoðun.
Góð aðstaða er fyrir þá sem koma
I til að taka á móti farþegum.“
Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir:
Fallegasta flugstöð
sem ég hef komið í
„ÞETTA er fallegasta flug-
stöð, sem ég hef komið í og
ég hef farið nokkuð víða.“
Þetta sagði Vigdís Finnboga-
dóttir, forseti íslands, er
Morgunblaðið náði tali af
henni að lokinni vígslu flug-
stöðvarinnar.
„Nú er það svo, að hveijum
þykir sinn fugl fagur, en engu
að síður fullyrði ég þetta án þess
að vera hlutdræg fyrir íslands
hönd. Það var að sjálfsögðu mjög
gaman að taka þátt í þessari
athöfn. Ég held að allir Islend-
ingar, sem hér eru staddir, séu
mjög stoltir af því afreki, sem
felst í byggingu þessarar flug-
stöðvar," sagði Vigdís Finn-
bogadóttir.
Vigdís Finnbogadóttir forseti
Islands í nýju fríhöfninni