Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 46
46
T8ei JÍÍHA .51 HUOAdimvaiM ,aiQAJHVIUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Hver er réttur bamanna?
Hver nemandi fær tæpar tvær mínútur af
tíma kennarans í hverri kennslustund
eftirRósu
Eggertsdóttur
Fyrir skömmu sendi Kennara-
samband íslands út foreldrabréf er
nefnist Réttur nemandans. Með
þessu riti er vakin athygli á ýmsum
atriðum er varða heill bamsins í
skólanum s.s.:
— hvort sérhvetju barni sé sinnt
sem einstaklingi,
— hvort nemendur eigi kost á
að ljúka vinnu sinni í skólanum,
— hvort bömum sé tryggt ör-
yggi og aðhlynning fyrir og eftir
skólatíma,
— hvort skólalóðin sé æskilegt
og ömggt leiksvæði og
— hvort öllu námi sé gert jafn-
hátt undir höfði.
Kennarasamband íslands er með
þessu móti að reyna að ná til for-
eldra og minna á að sameiginlega
verða foreldrar, kennarar og skóla-
stjómendur að standa vörð um
hagsmuni og rétt bama í skóla.
Lengi hefur verið Ijóst að kenn-
arastéttin vill breytta skóla og betri
aðstöðu til að geta unnið starf sitt
betur. Við höfum lög um skólahald.
Sumir segja þau vera með bestu
lögum í heimi um þessi mál. Ættum
við ekki að vera full af stolti? Hæng-
urinn er bara sá að lögum þessum
er ekki framfylgt nema að nokkm
leyti. í 2. grein segir m.a.: ...
„Gmnnskólinn skal leitast við að
haga störfum sínum í sem fyllstu
samræmi við eðli og þarfir nem-
enda og stuðla að alhliða þroska,
heilbrigði og menntun hvers og
eins.“ Vissulega em markmiðin
háleit, þannig eiga þau einmitt að
vera. En lög þessi em ekki galla-
laus, í þeim segir í grein 46 að
miða eigi við 28 nemendur í bekk,
hámark 30. Reyndar er leitast við
að hafa færri nemendur í hverri
bekkjardeild sé þess nokkur kostur.
Flestir geta sagt sér það sjálfir hve
vonlaust verk það er að kanna eðli
og þarfir 25 til 30 nemenda í hóp
og í framhaldi af því, að finna við-
fangsefni við hæfi hvers og eins
nemanda.
Menntamálaráðherra skipaði á
sl. ári nefnd til að endurskoða
gmnnskólalögin frá 1974. Nefndin
skilaði af sér skömmu eftir sl. ára-
mót. Er rétt að geta þess hér að
nefndin leitaði ekki til Kennarasam-
bands Islands meðan á endurskoðun
stóð. Skyldi maður ætla að augljóst
atriði eins og uemendaijöldi í bekk
yrði lagfært. Einhveijum kann e.t.v.
að virðast það lagfæring, að leggja
til að meðaltal nemenda verði 24 í
bekkjardeild, en megi fara upp í
29 þegar um 6—9 ára börn er að
ræða og 30 nemendur þegar um
eldri börn er að ræða. Verður manni
á að spyija: Hagsmunir hverra vom
hafðir að leiðarljósi við þessa endur-
skoðun — varla hagsmunir er varða
eðli og þarfir nemenda. Hér er e.t.
v. rétt að benda á þá augljósu i
staðreynd að það er mun ódýrara
að hafa stórar bekkjardeildir en litl-
ar.
í drögum að almennum hluta
aðalnámskrár segir m.a. á bls. 15
og 16: „Vitsmunaþroskinn örvast
þegar það tekst að skipuleggja við-
fangsefnin við hæfi nemenda
þannig að þeir beiti sér í glímu sinni
við þau.“
Um þetta er ekki ágreiningur.
Hins vegar fullyrðum við kennarar
og skólastjórnendur að það sé
m
Rósa Eggertsdóttir
„Leng-i hefur verið ljóst
að kennarastéttin vill
breytta skóla og betri
aðstöðu til að geta unn-
ið starf sitt betur.“
ógerningur að framfylgja þessari
stefnu við núverandi aðstæður —
þær verða að breytast.
Með fyrrnefndu foreldrabréfi er
Kennarasamband íslands að hvetja
foreldra til að krefjast sjálfsagðs
réttar fyrir börn sín. Það geta for-
eldrar gert með því að:
— vekja athygli á og betjast fyr-
ir þessum málum í þeim stjórn-
málasamtökum sem þeir starfa í,
— lofa þeim stjórnmálasamtök-
um atkvæðum sínum sem beijast
fyrir þessu,
— efla starf foreldrafélaga og
innan þeirra ræða þessi mál og
senda frá sér kröfugerðir fyrir hönd
barna sinna,
— skrifa blaðagreinar,
— þrýsta á skólanefndir á hvetj-
um stað,
— með bréfum og samtölum við
alþingismenn.
Nú kann vel að vera að foreldrar
teli sig of ókunnuga innri málefnum
skólanna og telji sig ekki í stakk
búna til að rökstyðja kröfur sem
þessar. Bendi ég þeim foreldrum á
þá einu færu leið, sem tiltæk er,
og hún er sú að koma í heimsóknir
í skólana. Komið og skoðið aðstöð-
una, skólastofurnar, skólabóka-
safnið, tækjakostinn, matar- og
hvíldarsvæði nemenda, námsgögn-
in, útivistarsvæðið og vinnuaðstöðu
þá sem kennarar hafa til að und-
irbúa verkefnin sem eiga að vera
við hæfi hvers og eins. Komið í
kennslustundirnar og sjáið hve mik-
inn tíma hvert barn fær. Ef miðað
er við meðaltal fær hvert barn í
24ra manna bekkjardeild tæpar
tvær mínútur af tíma kennarans í
hverri kennslustund. Finnst foreldr-
um það sæmandi?
Foreldrar! Gerið eitthvað í málun-
um núna, áður en barnið er vaxið
úr grasi. Ykkur er málið skyldast.
Höfundur er foreldri og kennari
við grunnskóla Saurbæjarhrepps,
Eyjafirði.
Félag leiðsögumanna:
Verkfallsbrot
Landssamband hjálparsveita skáta hvetur alla ferðalanga til að hafa lágmarksbúnað með sér. Hlý
klæði, skjólfatnað, áttavita, landakort, flautu, álpoka og sólgleraugu til vamar snjóbirtu.
STJÓRN og launaráð Félags leið-
sögumanna biður yður að birta
eftirfarandi ályktun, sem sam-
þykkt var á fundi ofangreindra
aðila vegna auglýstrar skemmti-
ferðar Sjálfstæðisflokksins hinn
4. apríl 1987:
„Félag leiðsögumanna hefur
staðið í kjarabaráttu frá því í des-
ember 1986 og boðaði í kjölfar
margra árangurslausra samninga-
funda vinnustöðvun, sem hófst hinn
25. marz sl. Síðan hefur sáttasemj-
ari reynt án árangurs að boða
deiluaðila til fundar.
Hinn 4. apríl sl. fóru frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins í árlega
skemmtiferð með almenna borgara.
Að þessu sinni var ekið um höfuð-
borgina. Ferð þessi var rækilega
auglýst og þess sérstaklega getið,
að frambjóðendurnir önnuðust leið-
sögn. Hinn 10. apríl sl. birtist síðan
myndsyrpa á bls. 32 í Morgun-
blaðinu úr ferðinni. í texta með
myndunum var þess getið, að fram-
bjóðendur hefðu brugðið sér í
hlutverk leiðsögumanna.
Stjórn og launaráð Félags leið-
sögumanna lýsir undrun sinni og
vanþóknun á þessu smekklausa at-
hæfi. Á meðan stéttarfélag okkar
stendur í kjarabaráttu og er í verk-
falli er ekki hægt að líta það öðrum
augum en verkfallsbrot og ögrun
eins og að því var staðið.“
• •
Oryggisþjónusta ferðamanna;
Reyndra ferðalangasiður að
láta vita af ferðum sinum
Ketill Larsen ásamt nokkrum verka sinna.
Sýnir á Fríkirkjuvegi 11
Það hefur löngum verið aðal
góðra íjalla- og ferðamanna að láta
vita af ferðum sínum. Með því að
skilja eftir ferðaáætlun hjá öðni
ferðavönu fólki tryggja ferðalangar
öryggi sitt og firra aðstandendur
sína óþarfa kvíða. Landssamband
hjálparsveita skáta og Landssam-
band flugbjörgunarsveita bjóða
ferðamönnum ókeypis þjónustu í
þessum efnum. Ferðafólk getur
hringt og látið vita um ferðatil-
högun, Qölda ferðalanga, áætlaða
heimkomu og hvernig farartækjum
ferðast er á.
Tekið er með í reikninginn að
tafir geta alltaf orðið og því ekki
rokið af stað í leit sé hópurinn ekki
kominn til byggða nákvæmlega á
þeim tíma sem ákveðið var. Hins
vegar styttist viðbragðstíminn til
muna og aðgerðir verða markviss-
ari er til þarf að taka.
Ferðafólk getur haft samband
allan sólarhringinn í síma
91-686068, en það er jafnframt
neyðarnúmer fyrir leit og björgun.
Sólarhringsvaktin er í höndum
Seeuritas, sem annast útköll leitar-
stjórnar.
Rík ástæða er til að hvetja ferða-
menn til að notfæra sér þessa
þjónustu, sem er þeim að kostnaðar-
lausu, því ef til Ieitar kemur geta
slíkar lágmarksupplýsingar, sem
beðið er um, skipt sköpum. Leggj-
um því númerið á minnið: 686068
— leit og björgun — á vakt allan
sólarhringinn.
Fyrirhyggja er besta tryggingin
sem ferðalangar geta gefið sér fyr-
ir farsælum ferðalokum. Þeir sem
ætla í ferð — hvort heldur stutta
eða langa — ættu að hyggja að
nokkrum atriðum til að vera við-
búnir óvæntum skakkaföllum. Auk
hlýrra klæða og litriks skjólfatnaðar
ættu allir ferðamenn að hafa í far-
teskinu landabréf, áttavita, flautu
og/eða pennaneyðarbyssu, sólgler-
augu til að veijast snjóblindu,
álteppi og orkuríkt neyðarsnarl, s.s.
súkkulaði, hnetur og rúsínur. Sól-
gleraugu eru einnig nauðsynleg til
að veijast snjóblindu. Eins og sjá
má er þetta hvorki þungt né fyrir-
ferðamikið, en getur skipt sköpum.
Venjum okkur á góða siði á ferða-
lögum — verum viðbúin því óvænta.
Áður er lagt er af stað ætti skil-
yrðislaust að setja ferðaáætlun
niður á blað og skilja eftir hjá ein-
hverjum ábyrgum. Hvert á að fara
og hvenær er ætlunin að koma aft-
ur? Slíkar lágmarksupplýsingar
gera allar aðgerðir markvissari ef
til leitar kemur. Enginn ætti að
telja sig of góðan og yfir það hafinn
að segja hvert hann ætlar, jafnvel
reyndir fjallamenn geta farið villur
vegar og tafist á leið sinni.
Góða ferð og farsæl ferðalok.
Landssamband hjálpar-
svcita skáta.
DAGANA 15.-25. apríl heldur
Ketill Larsen málverkasýningu á
Fríkirkjuvegi 11. Sýninguna
nefnir hann „Vor frá öðrum
heimi“. Þetta er sautjánda einka-
sýning hans.
Á sýningunni eru um sjötíu olíu-
og aeryl-myndir. Flestar myndirnar
eru nýjar af nálinni.
Ketill málar aðallega blóma- og
landslagsmyndir en einnig myndir
sem lýsa hugmyndum hans um
annan heim. Á sýningunni verður
leikin tónlist eftir Ketil.
Sýningin verður opin alla dagana
frá kl. 14.00 til 22.00.
Á sama tíma sýnir Ketill fljót-
andi myndverk á Reykjavíkurtjörn
fyrir framan Fríkirkjuveg 11, ef
veður leyfir.