Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGÚR 15. APRÍL 1987
Æ
„Bíturinn í
Bændahöllinni“
Fyrrigrein
eftir Indriða
Aðalsteinsson
Bændum á býlunum fækkar.
Bömin í atvinnu send.
Jafhframt því hækkar og hækkar
höllin sem við þá er kennd.
Einhversstaðar verður að byrja.
Þessi kunna vísa er ekkert verra
greinarupphaf en hvað annað þar
sem Qalla á um landbúnaðarmál og
þá útrýmingarherferð á hendur
bændum, sem stjómvöld standa nú
í með dyggum stuðningi „hirðarinn-
ar“ við Hagatorg. Þrátt fyrir
samhljóma fordæmingu fjölda
bændafunda undanfarið á eyðibýla-
stefnu ríkisstjómarinnar, leyfir
landbúnaðarráðherra sér að líkja
andstæðingum hennar við strút sem
stingur höfðinu í sandinn til að sjá
ekki vandann.
Vegna þessara ummæla hef ég
heyrt bændur segja, sem til þessa
hafa stutt Framsóknarflokkinn, að
einn og einn strútur í bænda röðum
sé tæpast alvarlegt vandamál, en
ráðherrastrútur með höfuðið á kafi
í Meðallandssandi sé stórhættuleg-
ur bændastétt og þjóðarheild.
Ég vil andmæla þessari samlík-
ingu, því að í fyrsta lagi felur hún
það í sér að ráðherrann viti ekki
hvað hann er að gera með eyðibýla-
stefnunni.
Ég held að hann viti það mæta-
vel og enn betur aðstoðarmaður
hans svo og ráðuneytisstjóri, sem
báðir em þekktir af algem skiln-
ingsleysi, ef ekki nöktum illvilja í
garð jaðarbyggja og annarra þeirra
í bændastétt sem höllum fæti
standa. í öðm lagi sé ég enga
ástæðu tii að leita í aðrar heimsálf-
ur til að fínna viðeigandi nafn á
landbúnaðarráðherra og ráðgjafa
hans þegar nærtækt er þjóðlegt og
ennþá öllum skiljanlegt heiti yfir
fyrirbrigðið — nefnilega þursi, í
þessu tilviki þríhöfðaður.
Þó við vissan vanda sé að glíma
í framleiðslumálum, er hann létt-
vægur miðað við þá vá, sem
bændastéttinni stafar af óvætti
þessum og markmiðum hans, svo
og ónýtri bændaforustu.
Gamlar syndir varpa
löngtim skuggum
Rætur þess ástands sem nú er í
framleiðslumálum landbúnaðarins
liggja langt aftur í tímann og
spmttu fyrst og fremst af hógværð
og nægjusemi bændafomstunnar í
kjaramálum stéttarinnar á sjötta
og sjöunda áratugnum og stundum
algemm aumingjahætti, þannig að
10—17% vantaði flest ár upp á að
kaup bænda næði tekjum viðmiðun-
arstéttanna.
Til að slá á gagnrýnina vegna
eigin skussaskapar fann bændafor-
ystan upp kjörorðið „Stækkið búin
— aukið framleiðsluna". Og bændur
tóku þessum boðskap fagnandi,
héldu að þeir gætu aukið hreinar
tekjur og steyptu sér út í vinnu-
þrælkun og skuldasúpur, og fram-
leiðslan óx og óx.
Að vísu sátu útkjálkahémð eftir
vegna harðæris og erfíðra ræktun-
arskilyrða og bændum fækkaði þar
áfram. En það ömurlega við þessa
stórbúskapar- og ofQárfestingar-
stefnu var og er það, að samkvæmt
niðurstöðum búreikninga og skatt-
framtala er hún óhagkvæmari og
skilar lægra kaupi en hófleg fjöl-
skyldubú. Til að rökstyðja þetta ögn
nánar skulu hér tilfærðar niðurstöð-
ur byggðar á búreikningum 1982,
þar sem útkoman er miðuð við
ærgildi, hvort sem er búið með
nautgripi eða sauðfé, og búin flokk-
uð eftir stærð og stærðarmörk við
hver hundrað ærgildi. Býli með
101—300 ærgildi skiluðu kr. 678,50
launagreiðslugetu. Býli með
301—500 ærgildi skiluðu kr.
541,90. Býli með 501—800 ærgildi
skiluðu kr. 320,45 og stærstu býlin
með 800 ærgildi eða meira skiluðu
aðeins kr. 303,40. Sé skoðuð launa-
greiðslugeta á framlagða vinnu-
stund hjá sömu búum kemur fram
að hún er kr. 52,44 hjá 101—500
ærgilda búunum, en kr. 43,49 hjá
þeim sem eru 500 ærgildi og stærri.
1972, þegar stórbændastefnan
er farin að mynda mjólkurhöf og
kjötfjöll, fékkst ekki hjá alþingi
heimild til kjamfóðurgjalds eða
annarra framleiðsluletjandi aðgerða
og það var ekki fyrr en 1979 sem
ákvæði um framleiðsluviðmiðun,
búmark, var sett í lög og mögulegt
var að fara að stjóma framleiðslu
búvara. En sú stjómun fór nú hægt
af stað því stórbændahéruðin áttu
sterkust ítök á hærri stöðum og
„mikill vill meira“. Kvótanefnd var
sett á laggimar til að fjalla um
umsóknir vegna aukins búmarks
og sumir nefndarmanna gengu hart
fram í því að hvetja bændur í sínum
byggðarlögum til að fara út í bygg-
ingar nýrra og stærri gripahúsa —
það væri annaðhvort nú eða aldrei
— nefndin mundi sjá þeim fyrir
nægum kvóta.
Nefndarmenn bera auðvitað enga
ábyrgð þama, væntanlega vom
þeir aðeins að framfylgja stefnu
yfírboðara sinna í Bændahöllinni.
Sú búmarksaukning sem hver
fékk þama sem hafa vildi fór enda
mest í þau „góð“héruð sem búskap-
ur stóð hvað traustustum fótum
fyrir.
Þetta gerðist á sama tíma og það
var orðið mjög ákveðið á stefnuskrá
stjómvalda að draga úr framleiðslu
á kjöti og mjólk vegna offramboðs
og tapaðra markaða erlendis.
Á höggstokknum
Um langan aldur hefur sveitafólk
langflest stutt annaðhvort Fram-
sóknarflokk eða Sjálfstæðisflokk og
talið málefnum sínum best borgið
í þeirra höndum. Væri annar þess-
ara flokka í ríkisstjóm, en hinn
ekki, rak sá venjulega harða gagn-
rýni á gerðir ríkisstjómarinnar á
landbúnaðarmálum og hélt ríkis-
stjómarflokknum þannig við efnið
svo hann gat ekki níðst umtalsvert
á bændum án þess að eiga á hættu
að missa fylgi til hins.
Það er því það versta sem fyrir
sveitafólk getur komið að báðir
„bændavinirnir" séu saman í ríkis-
stjóm. Þá er svo sannarlega tími
til þess kominn að fara að biðja
Guð að hjálpa sér.
Enda hefur núverandi ríkisstjóm
svo sannarlega ekki brugðist vonum
Dagbiaðs-Jónasar í landbúnaðar-
málum og er engu líkara en
landbúnaðarráðherra sé.hans hand-
genginn lærisveinn. Bændur hafa
verið lítillækkaðir og rændir á hinn
fjölbreytilegasta máta, einkum
síðari hluta kjörtímabilsins og þeir
mest sem minnst mega sín efnalega
eða búsetulega. Með nýjum og
meingölluðum búvörulögum vorið
1985, sem Stéttarsambandið var
nánast neytt til að fallast á, var
bændastéttin lögð á höggstokkinn
og á það nú undir geðþótta ráð-
herra hvort hún lifír eða deyr.
Og þar sem það hefír nú sýnt
sig hér undanfarið að gjörsamlega
vanhæfír menn geta komist í ráð-
herrastól og setið þar sem fastast,
er auðvitað engin leið fyrir bændur
að una slíku fyrirkomulagi til lengd-
ar.
„ Stéttar samband
„stór“bænda“
Ég hef alltaf staðið í þeiiri
(kannski fávíslegu) meiningu að
Stéttarsambandi bænda bæri að
hafa hag stéttarheildarinnar að
leiðarljósi og þó allra helst þegar
að kreppti þá sem minnst mega sln
og við hvað erfíðastar aðstæður
búa, og veija þá fyrir illviljuðum
stjómvöldum í lengstu lög.
En aldeilis ekki.
Stéttarsambandsforustan leggur
þríhöfða þursum í ráðuneytinu
vopnin í hendur, enda segir hann
gjarnan: „Þetta er að ósk Stéttar-
sambandsins." „Þetta er stefna
Stéttarsambandsins". „Þetta eru
tilmæli Stéttarsambandsins." Og
mikið rétt. Niðurskurðar- og mis-
mununarstefnan er sú sama á
báðum stöðum, sami pólitískt illa
þefjandi stórbændarassinn undir
báðum. Og það er ekki svo undar-
legt þegar skoðað er hvemig þessi
forystuhjörð er tilkomin.
Langoftast veljast sem fulltrúar
á Stéttarsambandsþing efnabænd-
ur og málsmetandi í öðmm hvorum
„bændavinaflokknum“, jafnframt.
venjulega frammámenn í búnaðar-
sambandi og afurðarsölusamtökum
héraðsins.
Síðan er kosið í stjóm Stéttar-
sambandsins eftir hámákvæmum
línum svo valdahlutfall flokkanna
raskist ekki og landshlutaskipting
I heiðri höfð, s.s. framsóknarmaður
að austan, sjálfstæðismaður að
norðan. Baráttuvilji og forystu-
hæfni er aukaatriði. Útkoman —
hópur þægra og hálsliðamjúkra
vikapilta ákveðinna stjórnmála-
flokka og þeirra betur megandi í
sveitunum, oft orðnir lausir við
búskap eða hættir honum vegna
„mikilvægra" starfa í nefndum og
ráðum og þar sitja þeir venjulega
meðan þeir geta tuggið smjörið.
Svona forystu líkar pólitíkusun-
um vel við, þeir fara svo þægilega
I vasa.
En engin regla er án undantekn-
inga.
Einn skarpasti og harðduglegasti
forystumaður sem bændastéttin
hefur átt er Gunnar Guðbjartsson
frá Hjarðarfelli, núverandi fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins.
í seinna bindi æviminninga
Halldórs E. Sigurðssonar fyrrv.
landbúnaðarráðherra, sem út kom
nú fyrir jólin, segir Halldór frá ráð-
herraferli sínum og samskiptum við
mjög marga áhrifamenn í eigin
flokki og utan, og ber þeim vel
söguna — nema Gunnari sem var
þá formaður Stéttarsambandsins.
Halldór skilur ekkert í þessum
flokksbróður sínum og fyrrum sam-
starfsmanni, að vera með þessa
bölvaða heimtufrekju fyrir hönd
bænda, þó í ráðherratíð Halldórs
vantaði þá alltaf 11—17% af því
kaupi sem þeim bar lögum sam-
kvæmt. Gunnar hafði líka miklar
efasemdir um, ef hann var ekki
beinlínis andvígur búvörulögunum
1985, en þá var hann ekki lengur
í aðstöðu til að koma í veg fyrir
það feigðarflan.
Ekki sakar að minna á að stutt
er síðan ráðamenn Stéttarsam-
bandsins reyndu að færa fulltrúa
frá fámennari og harðbýlli lands-
hlutum til hinna „betri" héraða,
væntanlega til að draga úr uppi-
vöðslusemi jaðarbyggðafulltrúanna
og áhrifum á Stéttarsambands-
þingum.
Þetta mistókst að vísu, en aðrar
breytingar náðu fram svo sem aðild
sérgreinasambandanna, þannig að
nú ráða fulltrúar hrossa- og kjúkl-
inga miklu um verðlagningu
sauðfjárafurða.
Sérgreinasamböndin munu nú 10
talsins og flest sjálfsögð og eðlileg,
ég tek sem dæmi Æðarræktarfélag
íslands og Landssamband kartöflu-
bænda. Yngstu samtökin, Lands-
samband sauðfjárbænda og
Landssamband kúabænda, finnst
mér orka meira tvímælis. Til
Indríði Aðalsteinsson
„Það er því það versta
sem fyrir sveitafólk
getur komið að báðir
„bændavinirnir“ séu
saman í ríkisstjórn. Þá
er svo sannarlega tími
til þess kominn að fara
að biðja Guð að hjálpa
skamms tíma hefur allur þorri
bænda verið í þessum 2 búgreinum
og stéttarsambandsfulltrúar kúa-
eða fjárbændur, nema hvorttveggja
væri.
Stofnun þessara sérsambanda
með verulegri þátttöku bænda get-
ur því varla skoðast annað en
vantraust á Stéttarsambandið og
frammistöðu þess í hagsmunamál-
um nefndra greina.
Annars hefur nú sjaldnast verið
talið heppilegt fyrir þann sem verst
í vök, að beijast á mörgum
vígstöðvum samtímis. Þær vonir
sem ég og fleiri fjárbændur munu
þó hafa bundið við LS hafa nú mjög
dvínað eftir þær furðulegu kjöt-
verðshugmyndir sem þar var farið
á flot með í sumar.
Einnig hélt ég að völd og áhrif
Sunnlendinga í málefnum bænda
væru næg fyrir þó formaður LS
væri ekki þaðan líka. Mikið að þau
kusu sér ekki formann úr Vest-
mannaeyjum eða af Vatnsleysu-
strönd.
Nei, frumskógur af félögum og
samböndum í kringum sömu bú-
greinamar er ekki það sem okkur
vanhagar um, heldur forystumenn
sem hafna kjörorðinu: „Alútir skul-
um vér ganga og hoknir í hnjám.“
Eflum íslenskt —
eða hvað?
Nýju búvörulögin tóku gildi 1.
júlí 1985, og leið nú og beið þar
til mjólkurframleiðendur á áliðnum
síðasta vetri fengu hnífínn í bakið
með kveðju frá þursinum, þegar
langt var liðið á verðlagsárið. Það
háttalag vakti heiftarleg mótmæli,
enda blasti mismunun og órétti
milli bænda innbyrðis hvarvetna
við.
Kúabændur sneru sér vitanlega
að kálfaeldi til að láta annars verð-
lausa mjólk koma að einhveiju
gagni og nautakjötsfjall hóf að
hlaðast upp. Það er annars yfír-
gengilegt og undirstrikar eitt með
öðru, vanhæfni þursins og vikapilta
hans, að ekki skyldi vera tekin upp
stjómun á allri kjötframleiðslu
samtímis. Þegar þrengt er að einni
grein leitar framleiðslan í aðrar.
Afleiðingamar blasa nú við í nauta-
kjöts-, svínakjöts- og kjúklingafjöll-
um, en þau tvö síðastnefndu eru
algerlega risin af innfluttu fóðri á
meðan leikur einn er að framleiða
á innlendu fóðri allt kindakjöt í
venjulegu árferði.
Éf gömlu slagorðin um að „Efla
íslenskt" og „Kaupa íslenskt" em
enn í gildi, skýtur það nokkuð
skökku við að svína- og kjúklinga-
framleiðendur skulu nú vera taldir
hvað mestir þjóðþrifamenn af al-
menningsálitinu og gæludýr og
augasteinar kerfísins.
Nútíma sauðaþjófnaður
Áður en lengra er haldið, langar
mig til að fara fáeinum orðum um
nýjar matsreglur á lambakjöti, sem
fyrst var farið eftir á síðasta hausti
og áttu að sögn, að koma til móts
við kröfur neytenda um meiri vöru-
vöndun og nákvæmari flokkun
lambakjöts eftir fítuinnihaldi.
Helstu áhrif nýju reglanna urðu
þau, að 7,5% lamba sem slátrað var
í haust fóru í „fítuflokk" í stað 1,6%
árið 1985. Síst ætla ég að lasta
það, þó reynt sé að gera neytendum
til hæfís með því að sérflokka og
verðfella óhóflega feita skrokka.
En það hafa komið fram mjög alvar-
legir ágallar á hinu nýja mati, til
dæmis er mælistaður fítuþykktar
sá sami á 12 og 20 kg skrokki.
Hið fyrra er af vanþroska písl,
líklega „fjallalamb úr Flóanum", fer
í I flokk með 11 mm fituþykkt á
mælistað, hið síðara venjulegur
vestfírskur tvílembingur er verð-
fellt, fer í D II 0 fyrir 12 mm
fituþykkt. Með slíkri flokkun er
verið að ljúga að neytendum um
gæði kjötsins, því lambsfall undir
14 kg borið á eðlilegum tíma, er
afturkreistingur sem ekki hefur átt
við eðlileg vaxtarskilyrði að búa.
Kemur þá helst þrennt til greina,
lömbin veik, til dæmis með skitu,
æmar ekki mjólkað þeim nóg eða
haglendi það lélegt að tekið hefur
fyrir vöxt um mitt sumar.
Það eru þessir skitlingar sem
verið er að leiða til öndvegis á dilka-
kjötsmarkaðinum, bæði með hinu
nýja mati, svo og áróðri sölusam-
taka og hagsmunaaðila í héruðun-
um næst Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Jafnframt er reynt að ófrægja
eðlilega dilkaskrokka og setja
„samasemmerki" milli stærðar og
fitu sem er hin mesta fjarstæða.
Vel holdfylltir skrokkar, 16 kg eða
meira, með hvítri fituhulu, segja
þá sögu að lambið hefur verið heil-
brigt, búið við góð vaxtarskilyrði
og lífgrös íslenskra öræfa fram á
haust og kjötgæði þarf þá ekki að
efa.
Hið kolbrenglaða kjötmat er I
stíl við annað, því það kemur harð-
ast niður á bændum í þeim héruð-
um, sem best eru fallin til
sauðfjárræktar svo sem hér á Vest-
fjörðum.
Með þessum nútíma sauðaþjófn-
aði eru ófáar milljónir af kaupi
okkar látnar renna í vasa milliliða,
því neytendur fá varla D II 0 nema
rétt í sláturtíðinni.
Milliliðurinn grípur þetta ódýrara
en úrvalsgóða kjöt fegins hendi,
setur það í vinnslu og selur síðan
kúnnanum á I. flokks verði. Ef þú,
lesandi góður, trúir þessu ekki,
skalt þú spyija kaupmanninn þinn
eða kaupfélagið um D II 0.
Og ef þú trúir þá ekki enn, að
þjófar og bófar vaði upp í sölukerf-
inu ætti að vera nóg að minna á
Mjólkursamsöluna og „hina 40 ræn-
ingja" eða allt gamalbeljukjötið sem
verður að I. flokks nautakjöti á leið-
inni til neytenda.
Markaðsöflunum hefur, að sam-
þykki bændaforystunnar, verið
sleppt lausum í vinnslugreinum
landbúnaðarvara, og smásöluálagn-
ing á kjötvöru rokið upp úr öllu
valdi sem auðvitað dregur úr sölu.
Þó þessar staðreyndir liggi á borð-
inu, hreyfir þursinn né bændafor-
ystan ekki legg né lið. Og enn koma
stjórnmálatengslin til sögunnar.
Framsóknarmenn vilja ekki styggja
SÍS sem nú orðið hefur hámarks-
gróða að leiðarljósi og sjálfstæðis-
menn eru famir að líta á fijáls-
hyggjuglamrið sem sitt
sáluhjálparatriði, enda færir sú
óværa sig jafnt og þétt upp á skaft-
ið innan flokksins, og í komandi
kosningum er meira að segja grand-
vöm bændafólki í Skagafírði og
Húnaþingi boðið upp á að kjósa
einn höfuðpestarbera fijálshyggj-
unnar á þing.
í „Tímanum" nýlega ritar Bjöm
Pálsson fyrrv. alþingismaður á
Löngumýri mjög athyglisverða
grein um afurðasölumál og kemst
að þeirri niðurstöðu að við núver-
andi aðstæður, þar sem bændur eru
víðast orðnir í litlum minnihluta í
kaupfélögunum og hagsmunir
þeirra því víkjandi, verði ekki hjá
því komist að stofna sérstök félög
um slátrun, kjötvinnslu og sölu. Og
eins og einn nágranni minn sagði:
„Það er hart að þurfa að viður-