Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1987 49 kenna, að það er meira vit í litla- fingri á Birni á Löngumýri, en í samanlögðu heilabúi bændaforyst- unnar. Kauprán Það var svo á haustdögum, sem ríkisstjóm og Stéttarsamband tóku alveg af sér grímuna gagnvart bændastéttinni. Fyrst var það afsal 12,4% af verðlagsgrundvelli sauð- fjárafurða sem þýðir um 197.000 af launalið verðlagsgrundvallarbús- ins. Þetta heitir á máli samninga- manna „frestun" til næsta hausts, en hver trúir því að tvöföld hækkun nái þá fram að ganga nema með vinveittri ríkisstjórn og skeleggari bændaforystu en nú er. Og hver gaf stjórn Stéttarsambandsins. heimild til þessarar ósvinnu? Er hrokinn og valdníðslan orðin svo alger, eða réði takmarkalaus þjóns- lund við ríkisvaldið? Vita þessir menn ekki að bændur eru tekju- lægsta stétt landsins og bilið breikkar jafnt og þétt? Víst er, að forsætisráðherra var fljótur að klappa góðu drengjunum sínum í 6 manna nefndinni á kollinn og hrósa þeim fyrir „hófsemi" og „raunsæi". Bændaþingmenn stjóm- arflokkanna hafa þagað þunnu hljóði yfír þessu kaupráni enda heldur litlir bógar. Kemur mér jafn- an í hug þegar menn eins og Eggert Haukdal og Egill Jónsson era að mæra núverandi landbúnaðarstefnu þingvísan eftir Eirík Einarsson frá Hæli: Man ég svona brækur bezt blásnar í ijáfri hanga. Nú hafa þær á þingi sézt þótzt vera menn og ganga. Eyðibýlastef nan Bændum er síðan í fersku minni „septemberáhlaupið" í haust þegar sá boðskapur helltist yfír þá úr flöl- miðlum, að fækka þyrfti á fóðram í landinu um 40.000 íjár og draga saman í mjólk um 3 milljónir lítra. Framleiðnisjóð, sem haldið var að mundi styrkja byggð, en ekki eyða, ætti síðan að nota í skítverk- in með því að kaupa eða leigja fullvirðisrétt, sem aftur skerti verð- mæti jarða sem fyrir slíkri hremmingu yrði eða gerði þær jafn- vel verðlausar með öllu, væra þar engar landsnytjar sem peninga- menn þéttbýlisins ágimtust. Til að slá ryki í augu bænda og almenn- ing^s, var fundið upp snoturt nafn, „búháttabreyting" og markmiðið sagt að gera bændum á litlu búun- um auðveldara að breyta úr hefðbundnum búskap — eða hætta alveg. „Þetta er skynsamlegt sjónarmið og hlýtur að vera öllum er vilja styrkja stöðu landbúnaðarins, fagn- aðarefni," segir í forystugrein Morgunblaðsins 28. sept. sl. Síðan hélt „fjórmenningaklíkan" svokall- aða ftmdaherferð um sveitir lands- ins til að boða fagnaðarerindið. Bændur kunnu þó hvorki að meta boðskapinn, sem þeir skýrðu eyðibýlastefnu, eða prédikarana, höfðu í flimtingum að bolabíturinn úr fjármálaráðuneytinu þekkti ekki kind frá kú og framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins sem frægastur hefur orðið á að éta upp heilt hótel og 20 milljónum betur á einu ári, væri varla fær um að annast ráð- gjöf í búskap eða búháttabreyting- um. Lögðu fjórmenningamir ekki í að funda nema í hinum „betri" hér- uðum og snera til síns heima erindi ófegnir. En vissulega vora þeir heppnir hvað reisn og karlmennsku bænda í viðskiptum við yfírgangsmenn hefur hrakað síðan á dögum Jóns biskups Gerrekssonar og sveina hans. Sömuleiðis var formaður Fram- leiðnisjóðs hrakinn í umræðum á búnaðarsambandsfundi í A-Hún. og fékk inni í ríkisútvarpinu til að barma sér yfír vanþakklæti og skilningsleysi bænda. Líkti hann stéttinni við fárveikan sjúkling sem ekki vildi læknishjálp. Læknisráðið virðist þá „aflimun" til að auka svigrúm Jóhannesar á Torfalæk og hans líka, sem virðist þó nóg fyrir, þar sem formaðurinn er einn stærsti mjólkurframleiðandi í Húnaþingi, með fullvirðisrétt á við heilar sveit- ir á Vestfjörðum og ekki meira krenktur af Framleiðsluráðsbréfum en svo, að í haust bætti hann við sig kúm, frá bónda sem var að bregða búi. Engu er líkara en frammámenn bænda séu á valdi vímugjafa, svífandi fjarri öllum raunveraleika, þegar þeir era að tala um nýbú- greinamar og halda því fram að sá helmingur bænda sem samkvæmt eyðibýlastefnunni á að hrekja úr mjólkur- og dilkakjötsframleiðslu muni geta haft framfæri sitt af þeim innan örfárra ára. Þó fískirækt, loðdýrabú, ferða- þjónusta og skógrækt séu góðra gjalda verðar eigar þessar greinar sér ekki möguleika nema sums staðar og uppbygging þeirra tekur langan tíma, þannig að hafa aðlög- unartíma til 1990 er fásinna. Til aldamóta væri nær lagi. En þar sem 3/4 hlutar þjóðarinnar era, sam- kvæmt skoðanakönnunum, fylgj- andi byggðastefnu í þeirri mynd sem hún hefur verið skilgreind og framfylgt þar til síga fór á ógæfu- hliðina undir núverandi ríkisstjóm, er ekkert til sparað að telja þjóð- inni trú um að bændur eigi ótal kosta völ þó mest sé þar um svipað „efni“ að ræða og í „Nýju fötum keisarans". Af hlunnindum Hér er við hæfi að staldra ögn við og víkja að hlunnindum, en það er sá stóri póstur í afkomu margra bænda sem varast hefur verið eins og heitan eldinn að láta koma inn í kvótareikning. Það ættu þau þó skilyrðislaust að gera, en er vand- kvæðum bundið fyrr en ítarleg búrekstrarkönnun hefur verið gerð. Veralegur hópur bænda við bestu laxveiðiámar er með 1—2 vísitölubú til viðbótar hlunnindatekjum sem einar duga langleiðina til fram- færslu, eiga eina eða fleiri íbúðir í Reykjavík og lifa eins og furstar og barónar á öldum áður. Samkvæmt blaðafregnum munu veiðiréttareigendur sem að lang- stærstum hluta era bændur, hafa fengið a.m.k. 260 milljónir í sinn hlut vegna leigutekna af lax- og silungsveiði á síðasta sumri, og er þá hvorki gisting, fæði, leiðsögn, veiðivarsla né aðrar mögulegar sporslur meðtaldar. Þama tekur stór hópur bænda að mestu í „góð“-héraðum ansi margar ær- gildisafurðir á „þurra“. Margskonar önnur hlunnindi eiga að koma inn í kvótadæmið, svo sem not af jarðhita, dúntekja, reki, hrognkelsi o.fl. o.fl. Það er líka ómælt hagræði og spamaður hjá þeim bændum sem geta farið allra sinna ferða á vegum með bundnu slitlagi eða sótt vinnu um skamman veg í kaupstað eða þéttbýliskjama og bætt sér þannig oft á tíðum tekjumissi vegna fram- leiðslusamdráttar. Vissulega geta sumar hlunninda- nytjar kostað ómælda vinnu og erfíði og verið áraskipti hvort þær bjóðast. Af eigin reynslu get ég nefnt ijúpnaveiðar sem geta verið meira en lítið torsóttar ef einhver árangur á að nást, við þær kringum- stæður sem vestfirskt landslag og veðurfar skapar. Mér er minnis- stætt frá síðasta ijúpnatíma, þegar verið var að klifrast í snarbröttum, svelluðum hamrahlíðum, þar sem naumast var stætt á mannbroddum eða syndandi áfram í lausamjöll kjarrskógarins. Vinnumenn okkar suður í Bændahöll era líka önnum kafnir, milli þess sem þeir era að hýra- draga okkur eða svipta framleiðslu- rétti, við að skemmta þjóðinni með allskonar nýbúgreinahugmyndum, svo sem hreindýramosa og gras- atínslu, sölvatekju, ánamaðkarækt og minjagripaframleiðslu. Þó herma fregnir, að síðasttöldu hugmyndina hafi Strandamenn hent á lofti, enda er þar gnótt rekaviðar til útskurðar. Er þess því að vænta, að á kom- andi sumri geti ferðafólk, sem leið á um Strandir, keypt sér styttu af Steingrími í þremur verðflokkum eftir því hvað góður viður er í hon- um. Samkvæmt vinnuteikningu sem ég hef séð, er forsætisráðherra hannaður í hríðarúlpu og á leið suður, með broddstaf í hægri hendi og lamb fátæka bóndans undir þeirri vinstri. Lamb fátæka bóndans En áfram með raunasöguna. í byijun nóvember, þegar §ár- bændur fengu bréf Framleiðsluráðs um fullvirðisrétt sinn fyrir yfír- standandi ár, tók þó fyrst steininn úr. Búmarkið sem forystumenn bænda höfðu svarið og sáit við lagt að væri ósnertanleg eign viðkom- Bændahöllin við Hagatorg á efri mynd og Skjaldfönn á neðri mynd. andi lögbýla, var nú skert með einu pennastriki og því meir sem búið var smærra, samkvæmt þeirri stefnu þursins, að frá þeim sem lítið hafa skal tekið verða. Reglugerð þursins, sem lögfróðir menn telja raunar stjómarskrárbrot og farið verður með fyrir dómstóla, tók að- eins mið af innlögðu kjötmagni 1984 eða 1986, þess ársins sem það var meira. Þannig era þeir bændur sem drógu úr framleiðslu af þegnskap og stéttvisi upp úr 1980 samkvæmt beiðni bændafoiystunnar, nú húð- flettir og sviptir veralegum hluta síns búmarks, en hinir sem óðu áfram á bæxlunum, Qölguðu fé og juku framleiðslu, verðlaunaðir að sama skapi. Þessu til sönnunar er hér eitt innansveitardæmi, en vafalaust fínnast þau svipuð, landið um kring. Féáfóðrum Búmarks- 1980 1985 skerðing '86 Bóndi A 702 803 8% Bóndi B 358 354 16X Bóndi C 201 211 26% Ekki skal lagt mat á hvort held- ur var af úthugsaðri þrælmennsku hjá þursinum, eða skussaskap I út- reikningum þjá Framleiðsluráði, að sláturtíð var lokið þegar flárbændur fengu vitneskju um, að miðað við svo skertan fullvirðisrétt voru þeir margir með allt of margt fé á fóðr- um í vetur, til þess að venjulegar afurðir, hvað þá fækkun ásetts fjé.r að hausti, rúmist innan hans. Þetta hefur því einfaldlega í för með sér geysilega heimaslátran og hundrað toppa af „svörtu" kjöti sem koma Jiarf í verð framhjá sölukerf- inu. I bréfí Framleiðsluráðs var bændum sem gera vildu athuga- semdir við útreikning síns fullvirðis- réttar gefinn frestur til 10. des. að sækja um leiðréttingu suður. Um 1.000 athugasemdir og leið- réttingabeiðnir munu hafa borist, en fyrirhyggjan syðra var ekki meiri en svo, að aðeins 1.000 ær- gildi eða 1 á umsókn var þar til skipta. Mun því flestum umsóknum hafa verið vísað heim til búnaðarsam- banda eða búmarksnefnda þeirra, í von um að þau 3% af svæðis- búmarkinu, sem þeim var eftir látið, gæti hjálpað. Hér í Norður-ísafjarðarsýslu era frambýlingar sem fengu á siðustu 2 áram grænt ljós og bústofns- kaupalán hjá kerfinu. Sveitungi minn sem þannig er ástatt um og býr með fé eingöngu, fékk Fram- leiðsluráðsbréf upp á 1,2 ærgildi í fullvirðisrétt næsta haust og þar sem 1 ærgildi er 16,8 kg af kjöti, era honum tryggt fullt verð fyrir 20 kg eða innan við 1% af eðlilegri framleiðslu. Það er því ljóst að þau 3% sem til úthlutunar eru hér í sýslu, duga ekki einu sinni til að bjarga þeim sem Framleiðsluráð skilur þannig eftir á köldum klaka, hvað þá þeim öðram sem leiðrétt- ingu æskja, hvað sjálfsagt réttlætis- mál sem þær annars era. Bíturinn í Bænda- höllinni Það segir sig sjálft, að m&rgt getur haft áhrif á framleiðslumagn viðmiðunaráranna hjá fjárbændum. Nokkrir drógu heldur úr framleiðsl- unni og meðferðinni á þeim hef ég lýst hér áður. Aðrir vora að færa sig milli bú- greina eða þurftu að ganga á stofninn fyrir 1984 til að standa undir vöxtum og afborgunum af nýbyggingum. Ennfremur kom líflambasala til á viðmiðunaráran- um. Mig langar til að nefna hér býsna hlálegt dæmi, sem þætti þó vart í frásögur færandi í íslenskri sveit undir venjulegum kringumstæðum. Hér á bæjunum Skjaldfönn og Ár- múla afmarkast beitilönd jarðanna af tveimur, að mestu fjárheldum jökulám, síðan Drangajökli bak við og Djúpinu framundan. Lambfé ekki sleppt fyrr en 2—3 vikum eftir burð, svo vanhöld verða lítil snemmsumars og hin afmörk- uðu lönd auðveld yfírferðar og fljótleituð á haustin. Lambavanheimtur venjulegast 1—1,2%. En bæði viðmiðunarárin ’84 og ’85 voru haustheimtur með eindæmum slæmar eða um 6% vönt- un af fjalli. Líka sögu var að segja frá Armúla, nema þar vantaði 9% haustið 1985. Engin viðhlítandi skýring fannst á þessu nema að tófa hlyti að hafa verið í fénu, þó venjubundin grenja- leit hefði farið fram á svæðinu bæði vorin. í nóvember 1985, er ég var á ijúpu, rakst ég svo af til- viljun á nýtt grenisstæði í lqarri hulinni stórgrýtisurð og sýndu verksummerki að þar hafði dýrbítur haldið heimili a.m.k. 2 undanfarin sumur. En allt er þegar þrennt er, og í vor um svipað leyti og lambfé var sleppt var þetta nýja grenið unnið af refaskyttu sveitarinnar og var rebbi að koma heim með hluta af nýdrepnu lambi, er hann var skotinn, enda brá nú svo við að hér vora í haust eðlilegar heimtur og kollheimtur lamba á Armúla. Þegar svo kom á daginn að fullvirðisréttur minn miðaðist við kjötinnlegg ár- anna '84 og ’85 þegar 18—20 dilka vantaði á eðlilegar heimtur, rann sá nöturlegi sannleikur upp fyrir mér að dýrbíturinn var genginn aftur á bakvið skrifborð suður í Bændahöll og mundi þar halda áfram að valda okkur búsiflum um ókomin ár. Höfundur er bóadi i Skjsddfötm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.