Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 54

Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 + Sænsk blöð vegna Atómstöðvarinnar: Einstakt magn af j*öngum upplýsingum um Island - segirBene- dikt Gröndal sendiherra í Stokkhólmi „Að loknum lestri fjörutíu til fimmtíu blaðagreina ályktaði ég að varla hefði annað eins magn ♦ af röngum upplýsingum um ísland nokkum tíma verið borið á borð fyrir sænska blaðalesendur og aldrei hefðu verið dregnar svo fráleitar ályktanir um íslenzk málefni. Skrif þessi eru í flestum tilvikum á þann veg að ætla má að áköf ádeila og skopstæling sjónleiksins eigi að veita sanna og nákvæma lýsingu á íslandi nútímans." Þetta er kjarninn í grein sem íslenzki sendiherrann í Svíþjóð, Benedikt Gröndal, ritar í Svenska dagbladet 4. marz sl. í framhaldi af skrifum um söngleik Hans Alf- redson, Lítil eyja í hafínu, en leikurinn er sem kunnugt er byggður á Atómstöð Halldórs Laxness. í Svíþjóð hefur sviðs- verkið vakið mikla athygli og orðið tilefni greinaskrifa um Is- land og efni leiksins í blöðum um endilanga Svíþjóð. Morgunblaðinu hafa borizt úr- klippur úr sænskum blöðum og birtast hér nokkrar tilvitnanir í þau. Grein frá TT-fréttastofunni birtist í fjölmörgum blöðum. Eftir aðfinnslur Benedikts Gröndal, sendiherra, sagði TT að greinin byggðist á misskilningi. I TT-greininni er þetta haft eftir Hans Alfredson sem auk þess að skrifa leikritið hannaði leikmynd og búninga og leikstýrði sýningunni í Dramaeten, þjóðleik- húsi Svía: „Þetta ijallar um allar smáþjóðir sem eru undirokaðar af þeim stóru. Það verður að sýna mótþróa áður en þær gleypa okk- ur. Það er mikilvægt að við verðum ekki öll eins fyrir tilstilli Sky Channel, Rambo og andskot- ans og ömmu hans. Það er verið að útýma tungumálinu. En Íslend- ingar hafa þó verið svo viti bornir að þeir hafa afþakkað fimmtán sjónvarpsrásir um gervihnött." Síðar í greininni er haft eftir hon- um: „Það má líka túlka leikinn sem andóf gegn allri kjam- orku ... Víglínan liggur um öll lönd, öll höf, allt loft, en fyrst og fremst um meðvitund okkar sjálfra. Heimurinn er ein allsheij- ar atómstöð." í Nerikes Altehanda sem út kemur daglega í Örebro í 68 þús- und eintökum segir í leikdómi eftir Mats Hörmöark: „Sósíalistinn Laxness var meðal þeirra sem andæfðu íhlutun Ameríkana í íslenzk stjórnmál. Af hernaðará- stæðum vildu Ameríkanar hafa herstöðvar sínar áfram á eynni og í október 1946 varð klofið Al- þingi við þessum kröfum Banda- rílcjastjómar. Andstæðingar töluðu um svik og álitu að eyja þeirra hefði verið seld Ameríkön- um — til þess að verða í framtíð- inni skotmark í kjarnorkustyijöld milli austurs og vesturs. Bók Lax- ness fjallar fyrst og fremst um rétt þessa litla lands til frelsis og einingar og vitaskuld ér auðvelt að finna samsvörunina í ástandinu í Svíþjóð í dag og baráttunni fyr- ir kjarnorkuvopnalausum Norð- urlöndilm. í annan stað flallar skáldsagan líka um þann vanda smáþjóðar að halda til streitu menningarlegum sérkennum sínum og ástandið á íslandi líkist greinilega því sem við eigum við að etja um þessar mundir — þeg- ar sjónvarpsgervihnettir em að hellast yfir okkur." I framhaldi af þessari frásögn birtast tvær greinar í sama blaði og í annarri er þetta haft eftir Hans Alfredson: „Bókin [Atóm- stöðin] á líka erindi hingað — tunga okkar er líka í bráðri hættu. Og sjónvarpið reynir að keppa við Dallas með dagskrárgerð á sömu nótum. Gegn slíku verður að vinna. Við megum ekki selja menningu okkar." Greinarhöfund- ur, Lennart Jöralv, heldur því fram að þetta sé ekki einungis áhætta sem íslendingar hafi tekið og taki enn heldur eigi aðvörunin um glötun þjóðlegra hefða, sér- kenna, tungumáls og menningar líka erindi til Svía hér og nú. I Nerikes Allehanda skrifar líka Lennart Bergh sem ræðir um landsölu íslendinga sem stað- reynd og heldur því fram að stjómmálamenn eftirstríðsáranna á Islandi hafi verið raunsæis- sinnar sem hafi tekið efnahags- legan ávinning í bráð og lengd fram yfir heiður, sannleika og hefð. „Enn nota Ameríkanar Keflavíkurstöðina," segir þessi greinarhöfundur, „og nýlega upp- hófst ný umræða þegar sú hætta varð yfirvofandi að amerískar sjónvarpssendingar frá Keflavík hefðu það í för með sér að sápuó- perur tækju við af hinni fomu sagnamenningu." Síðar í sömu grein segir af því atriði í Atóm- stöðinni er jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar voru fluttar til íslands: „Hann hafði hvílt í danskri mold í heila öld en með tilliti til Keflavíkurmálsins var greinilega þörf á því að draga fram hið þjóðlega. Herstöðvamál- ið og beinamálið, að selja land og grafa bein, urðu tvær hliðar á sama máli — svikin við fortíðina og ráðaleysið gagnvart nútíðinni.“ „Að selja land og grafa bein,“ er fyrirsögn þessarar greinar. I Vásterbottens Folkblad sem út kemur daglega í 25 þúsund eintökum í Umeá, skrifar Karl- Axel Lindholm að Atómstöðin sé um vanmátt manneskjunnar gagnvart stjómmálamönnum sem misnoti vald sitt, og sýningin í Dramaten sé „framúrskarandi afþreying með hæfilegu ívafi af félagslegum vangaveltum". Dagblaðið Kvállsposten kemur út í Malmö í 103 þúsund eintökum og grein eftir Bertil Behring hefst þar á þessum orðum: „Strangt tekið stóð sjálfstæði íslands að- éins í rúm tvö ár: Frá því í júní 1944 þar til í október 1946. Þeg- ar þjóð hefur ekki lengur fulla sjálfstjóm yfir umráðasvæði sínu er ekki hægt að segja að hún stjómi sér sjálf samkvæmt við- miðun þjóðarréttar." Dala-Demokraten kemur út í 30 þúsund eintökum í Falun og þar segir Gerth Ekstrand: „Atóm- stöðin er frásögn af ógnun, raunverulegri ógnun við sjálfstæði smáþjóðar." Síðar í greininni seg- ir svo: „í menningarlegu tilliti er ógnunin fólgin í vaxandi amerík- aníseringu. Hvað verður um íslenzk sérkenni ef Bandaríkin fá að viðhalda áhrifum sínum í landinu eða auka enn á þau? Freistingamar eru miklar, einkum meðal æskunnar." Uppsala Nya Tidning er dag- blað í rúmlega 60 þúsund eintaka upplagi og jiar segir frá stofnun lýðveldis á Islandi og síðan: „Eft- ir aðeins tvö ár missti landið nýfengið sjálfstæði sitt er Alþingi lét undan kröfum Bandaríkjanna í október 1946 og herstöðinni í Keflavík var komið á fót.“ Samband sænsku samvinnufé- laganna gefur út vikuritið Vi sem dreift er í 274 þúsund eintökum um allt landið og þar segir Christ- ina Palmgren Rosenquist um skáldsöguna og söngleikinn að efnið eigi enn meira „erindi nú en fyrir fjörutíu árum þar sem það felur í sér spádóm um það hvemig fer fyrir smáríkjum sem háð verða risaveldum. Það sýnir okkur hvemig eðli okkar er ógn- að, hvemig sjálfsmynd okkar getur farið til fjandans á tímum gervihnatta, á öld myndskjánna. Ugla lætur ekki kaupa sig, hún selur ekki innra frelsi sitt. Hún bendir á nokkuð sem er mjög mikilvægt en nútímamanneskjan hefur gleymt að hún á.“ í Hufvudstadsbladet sem út kemur í Helsinki þar sem Jolin Boldt segir að þegar hann sá leik- ritið hafi leikhúsgestir virzt óvenjulega lítið hrifnæmir, en ef til vill hafi það beinlínis stafað af því að leiknum sé í senn ætlað að vera afþreying og áróðursverk. Helsingborgs Dagblad segir að söngleikurinn sé liður í baráttunni gegn kjamorku og í sama streng taka hin ýmsu blöð víðsvegar um Svíþjoð, en auk íslenzka sendi- herrans hafa vart aðrir orðið til þess að leiðrétta þessi furðuskrif um íslenzk málefni en Carl-Otto von Sydow sem skrifar grein í Uppsala Nya Tidning 11. febrúar en niðurlagið er á þessa leið: „Breytingin úr konungsríki í lýð- veldi 1944 átti sér ekki aðdrag- anda í dönskum yfirráðum og ísland glataði ekki sjálfstæði sínu 1946 og hvorki þá né síðar. Þessi norræna frændþjóð okkar er enn sjálfstæð." Benedikt Gröndal, sendiherra, skrifaði TT-fréttastofunni bréf og mótmælti rangfærslunni í frétt hennar, sem birtist ipjög víða. Fréttastofan gerði ekkert nema tala um „misskilning". Var þá athugasemd sendiherrans send yfir 20 blöðum, sem birtu TT- skeytið, og hafa flest þeirra birt mótmælin. Síðan ritaði Benedikt Gröndal fyrmefnda grein í Svenska Dagbladet. Þar er rætt um utanríkis- og vamarmál ís- lands og andmælt þeirri hugmynd, að íslendingar lifi á amerísku fé. í samtali við Morgunblaðið sagði Benedikt Gröndal, að rang- hugmyndir Svía um tengsl íslands og Bandaríkjanna vegna vamar- liðsins væri erfíðasta mál varðandi almenningstengsl, sem ísland ætti við að etja í Svíþjóð. Svíar væru ákaflega vinveittir okkur en skammt væri yfír í vorkunnsemi hjá þeim. Svíar kenndu í bijósti um okkur af því að við erum að þeirra mati undirtroðnir af amerísku valdi, herbækistöð og kjarorkuvopnaskaki og ameríkan- iseraðir fram úr hófí að sumra mati. Sagði Benedikt, að það væri erfítt að koma við mótmæl- um gegn þessum skoðunum, sem Svíar, líklega af kurteisi, hefðu ekki í hámæli við íslendinga sjálfa. Þórlaug og Kristín Ragnarsdætur, nýir eigendur snyrtivöruversl- unarinnar Parísar. Eigendaskipti á snyrtivöruverslun EIGENDASKIPTI hafa farið París verslar nú með ný vöru- fram á snyrtivöruversluninni merki fyrir dömur og herra, auk París á Laugavegi 61 í þeirra sem fyrir voru. Kristín er Reykjavík. Hinir nýju eigendur snyrtifræðingur og mun hún veita eru Þórlaug og Kristín Ragn- viðskiptavinum faglega ráðgiöf. arsdætur. Dalvík: Tólf kílómetra neyslu- vatnslögn frá Ytra-Hvarfi Dalvík. Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæj- ar var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn fimmtudaginn 8. apríl, þegar fram fór síðari um- ræða um áætlunina. Frá fyrri umræðu höfðu orðið á nokkrar breytingar, einkum er varðaði launaliði, en nýgerðir kjara- samningar bæjarstarfsmanna fóru nokkuð fram úr því sem ráðgert var í fyrstu. Almennar forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 1987 eru að verð- lag hækki að meðaltali um 20% milli áranna 1986—87. Heildartekj- ur bæjarsjóðs eru áætlaðar 70,1 milljón króna og er það 41,5% hærri upphæð en var á áætlun ársins 1986. Útsvarsprósenta er óbreytt eða 10,4%, en reiknað er með hækk- un á útsvarsstofni um 38% milli ára. Fasteignagjöld hækka milli áranna 1986—87 um 37,6% og staf- ar sú hækkun af því að mörg hús voru tekin til endurmats á síðasta ári. Útgjöld til rekstrar eru áætluð kr. 56 millj., sem samsvarar 79,8% af áætluðum tekjum bæjarsjóðs. Eftir standa því 20,2% til eigna- breytinga eða kr. 14,1 milljón. Áætlað er að veita 23 milljónum kr. til fjárfestingar á ýmsum svið- um. Stærstu verkefnin eru bygging leikskóla 4,9 milljónir kr., gatna- framkvæmdir 5,5 millj. kr. og áhaldahús bæjarins 2,5 millj. kr. Þá eru fyrirhugaðar miklar fram- kvæmdir hjá fyrirtækjum bæjarins nú í ár. Ákveðið er að hefja kostnað- arsama vatnsveituframkvæmd. Lögð verður 10—12 km löng neyslu- vatnslögn í bæinn framan frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal. Áætlað er að þessi framkvæmd kosti um 27 millj. kr., en þar að auki er reikn- að með framkvæmdum við nýlagnir í bænum að upphæð 2,5 millj. kr. Þá er ráðgert að bora varaholu hjá Hitaveitu Dalvíkur á Hamri og er kostnaður áætlaður kr. 10,1 millj. Á vegum hafnarsjóðs eru fyrir- hugaðar framkvæmdir að upphæð kr. 5 millj. Viðamest er vegagerð með bundnu slitlagi milli hafnar- garðanna. Fréttaritarar +

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.