Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
55
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir STEVE VINES
Plóttamenn frá Víetnam bíða þess að fá að fara í land í Hong Kong.
Offjölgun flóttafólks
frá Norður-Víetnam
Hong Kong:
ÞEIR lánsömu ná landi hungraðir, sjóblautir og útkeyrðir eftir
margra vikna siglingu í smábátum frá Víetnam í von um að kom-
ast til Hong Kong, eina staðarins á þessum slóðum þar sem
flóttafólkið getur gert sér vonir um að fá hæli.
eir óheppnu geta lent í klóm
sjóræningja sem ræna þá,
nauðga konunum eða jafnvel
myrða flóttafólkið. Engu að síður
er ekkert lát á flóttamanna-
straumnum. Reyndar fer flótta-
mönnum heldur íjölgandi, ef
eitthvað er, og nú koma þeir ekki
frá „nýfrelsuðu" héruðunum í
Suður-Víetnam, heldur frá Norð-
ur-Víetnam , sem hefur verið
undir stjórn kommúnista frá árinu
1945.
Umdeildar aðgerðir
Yfirvöld í Hong Kong eiga
erfítt með að sætta sig við þennan
straum flóttamanna og eru nú að
íhuga aðgerðir til að greina á
milli þeirra sem sækja um hæli
af efnahagsástæðum og hinna,
sem eru að flýja pólitískar, trúar-
legar eða kynþáttalegar ofsóknir.
Vilja yfirvöld senda þá sem flýja
af efnahagsástæðum til baka til
Víetnam.
Ljóst er að þessi stefna á eftir
að mæta harðri andstöðu frá
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna, og frá yfirvöldum í
Víetnam, sem hafa gefíð í skyn
að þau kæri sig ekki um að fá til
baka þá sem kosið hafa að flýja
land. Og það sem meira er, Víet-
namar verða að bíða þess að
Bretar hefji samningaviðræður
um heimsendingu flóttamanna
þar sem Hong Kong er enn brezk
nýlenda og getur því ekki rekið
eigin utanríkisstefnu. Bretar hafa
hinsvegar ekki sýnt neinn áhuga
á að hefja þær viðræður.
Reyndar eru Hong Kong búar
sjálfir nokkuð tregir til að taka
svona afdrifaríka ákvörðun. í rit-
stjómargrein í Hong Kong blaðinu
„South China Moming Post“, sem
talið er íhaldssamt í skoðunum,
er varað við því að ekki sé hlaup-
ið að því að senda flóttamennina
til baka til Víetnams: „Svona
nauðungarflutningar geta leitt af
sér illyndi og átök og vakið minn-
ingamar um það sem Bandamenn
gerðu við rússneska fanga í
Vínarborg og víðar í lok síðari
heimsstyijaldarinnar," segir blað-
ið.
Tregða annarra ríkja
Alls hafa rúmlega 100.000
flóttamenn - svonefnt bátafólk -
komið til Hong Kong, og hafa
14.500 þeirra fengið þar dvalar-
leyfí til frambúðar. Eru það mun
fleiri dvalarleyfí en mörg iðn-
væddu ríkin hafa samþykkt að
veita. En þótt unnið hafi verið
kappsamlega að því að reyna að
fá önnur lönd til að taka við þeim
flóttamönnum sem ekki var unnt
að veita hæli í Hong Kong, em
enn um 8.000 manns frá Víetnam
í flóttamannabúðum þar.
Sameinuðu þjóðirnar hafa stað-
fastlega hvatt yfirvöld í Hong
Kong til að halda áfram að taka
við bátafólkinu. Á ráðstefnu sem
haldin var á vegum SÞ árið 1979
var því heitið að önnur lönd skyldu
síðar taka flóttamennina að sér
ef Hong Kong tæki við þeim til
bráðabirgða. Það hefur bersýni-
lega ekki verið staðið við það
fyrirheit.
Það sem verra er, að því er
Hong Kong varðar, þá virðist nú
ganga hægar að koma flóttafólk-
inu fyrir í öðmm löndum. Sérstak-
lega hefur það vakið gremju að
ekki hefur fleiri flóttamönnum
verið veitt hæli í Bretlandi. í fyrra
gáfu brezk yfirvöld berlega í skyn
að þau væm reiðubúin til að taka
við auknum fjölda flóttamanna,
en síðan hefur fátt frá þeim
heyrzt.
Þetta hefur hinsvegar gefið
öðmm löndum góða afsökun fyrir
því að taka ekki á móti fleiri nýj-
um flóttamönnum frá Víetnam.
Stjómvöld í öðmm löndum segja
sem svo að úr því Bretar, sem
ráða ríkjum í Hong Kong, séu
ekki reiðubúnir til að taka við
fleiri flóttamönnum, því ættu þá
önnur lönd að gera það.
Fátækt og skortur
Árið 1982 gripu yfírvöld í Hong
Kong til nýrra aðgerða til að reyna
að draga úr flóttamannastraumn-
um frá Víetnam og komu öllum
nýjum flóttamönnum fyrir f lokuð-
um búðum, sem minna óhugnan-
lega á búðir stríðsfanga. Fram til
þess tíma gátu flóttamennimir
starfað að vild í nýlendunni og
farið þar ftjálsir ferða sinna.
Þessi nýja stefna virtist í fyrstu
ætla að bera árangur, en nú fer
bátafólkinu fjölgandi á ný. Stað-
reyndin er sú að það er erfitt að
halda aftur af fólki sem fínnst það
sitja í sjálfheldu skorts og fátækt-
ar sem hijá almenning í Víetnam.
Víetnamamir eru eins og aðrir
afkomendur flóttamanna í Hong
Kong að sækjast eftir betri
lífskjörum í brezku nýlendunni.
Ólöglegir innflytjendur frá meg-
inlandi Kína reyna daglega að
feta í fótspor þeirra, en yfirvöld
í Hong Kong framfylgja ákveðið
þeirri stefnu sinni að senda þá til
baka til Kína strax og til þeirra
næst.
Flestir kínverskir íbúar Hong
Kong eiga erfítt með að skilja
þessa stefnu sem virðist taka af-
stöðu gegn Kínveijum, en sýnir
hinsvegar Vietnömum umburðar-
lyndi. Er þetta undirrót vaxandi
gremju í nýlendunni.
Höfundur er blaðamaður þjá
brezka blaðinu The Observer.
Indíána-
stígvél
með
sebraskinni
toppM
«*5»®^SK0RIM
VELTUSUND11
21212
Litur: Natur
Stærð: 36-40.
Efni: Leður
VerA kr. 3*290
Póstsendum
ATH: Einnig væntanlegar
nokkrar aðrar tegundir af
indíánastígvélum
Skíðadeild KR
Skíðaskólinn
Snæfríður
Skíðanámskeið um páskana fimmtudag,
föstudag, laugardag og sunnudag frá kl.
11.00-13.00 og 14.00-16.00 alla dagana.
Pantanir í síma 351 1 6.
Einnig er hægt að mæta við þjónustumið-
stöðina Skálafelli kl. 11.00 alla dagana.
Verð: 2 dagar kr. 1600, 1 dagur kr. 1000,
2 tímar kr. 500. Barnakennsla 4ra ára og
eldri.
Skíðakennarar: Einar Úlfsson, Hafliði B.
Harðarson og Jónas Valdimarsson.
Sjáumst á skíöum í Skálafelli um páskana!
Bladburöarfólk
óskast!
AUSTURBÆR
Grettisgata 2-63 o.fl.
Lindargata 1-38o.fl
Hverfisgata 4-62 o.fl.
Hverfisgata 63-115 o.fl
Síðumúli
mmtsíuTAu
er haegt að breyta innheimtuað-
ferðinni. Eftir það verða áskrift-
argjöldin skuldfærð á
viðkomandi greíðslukortareikn-
ing mánaðarlega.
SÍMINNER
691140
691141