Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 59 Morgunblaðið/Einar Falur Ekki náðist að taka mynd af Bandormunum á sviðinu í Tónabæ. Tarkos í góðri keyrslu. Hljómsveit kvöldsins. Metan Músíktilraunir 1987: ANNAÐ KVÖLDIÐ Gjörningur Morgunbiaðið/Árni Matthiasson Hvítar reimar Ekki var aðsókn að öðru kvöldi Músíktilrauna Tónabæj- ar, 9. apríl síðastliðinn, eins mikil og að þvi fyrsta, 2. apríl, en þó var vel á fjórða hundrað áhorfenda mætt á staðinn til að fylgjast með. Það voru Bandormamir úr Kópa- vogi sem riðu á vaðið þetta kvöldið. Vel mátti sjá að það tekur á taug- amar að vera fyrstur á svona kvöldi. Einkum átti rythmagítar- leikari sveitarinnar í erfíðleikum með tækjabúnað. Annað gekk ágætlega upp. Næstir komu Mussolini með sitt framsækna niðurrifsrokk. Söngv- arinn var óvenjulegur að því leyti að hann söng ekki af miklum krafti, en röddin var einmitt vel fallin til niðurrifs. Einna helst minnti tón- listin á ýmislegt það nýjasta sem er að gerast í breska tónlistar- heiminum þessa dagana. Var þá komin röðin að Gjöm- ingi. Gjömingur hafði nokkra sérstöðu þetta kvöld, og reyndar í músíktilraununum almennt, að því leytinu að sveitin státar af söng- konu. Hún sýndi þó engin sérstök tilþrif, enda mátti sjá að taugamar voru eitthvað strekktar. Gítarleik- ari hljómsveitarinnar gerði góða hluti þá sjaldan hann gaf sér svig- rúm til. Keflvíkingamir úr Hvítum reim- ur vom næstir. Þeir státuðu af því að hafa engan gítarleikara innan- borðs, eingöngu bassa, hljómborð og trommur. Erfítt var að gera sér grein fyrir því hvaða tónlist það var sem þeir vom að spila, útkom- an var sem blanda af tölvupoppi, pönki og sykraðri danstónlist. Taktskiptingar vom ónákvæmar og það féll illa saman sem þeir voru að gera. Gítar gæti bætt úr og gefíð þéttari hljóm, en söngur- inn verður þó að teljast höfuðverk- ur. Þegar hér var komið sögu var stutt hlé á tónlistinni. Eftir hlé vom það Skagstrendingamir í Rocky sem vom næstir. Mikla at- hygli vakti þegar þeir komu inn á sviðið í einskonar einkennisbúning- um, appelsínugulum sjóbuxum. Þeir höfðu greinilega undirbúið sig vel fyrir kvöldið og náðu vel til áheyrenda. Söngvarinn var áber- andi góður og með æfða sviðs- framkomu en hljóðfæraleikarar skiluðu sínu líka vel. Næst var hljómsveitin Tarkos, sem hélt sig við þungarokk að sögn. Hljómsveitarmeðlimir vom mátu- lega þungarokkslegir útlits, nema söngvarinn sem var eins og hann ætti ekki heima í hljómsveitinni. Þeim mun meiri athygli vakti þeg- ar þeir félagar byijuðu að spila. Ekki var það bara hinn feiknagóði gítarleikari sem vakti athygli, held- ur var söngvarinn með óvenjulegri og sérstæðari söngvumm sem maður hefur heyrt í lengi. Að öðr- um ólöstuðum vom það gítarleikar- inn og söngvarinn sem gerðu hljómsveitina óvenjulega og stór- eftiilega. Hljómsveit kvöldsins að mínu mati. Á hæla Tarkos kom síðan hljóm- sveitin Metan frá Sauðárkróki. Þeir Sauðkrækingar státuðu af þremur hljómborðum og sólógítar- leikara í þokkabót. Allur ótti við að úr þessu yrði aðeins hljómborðs- grautur varð að engu þegar þeir byijuðu að spila. Söngvarinn var góður og hljómborðin vom nýtt vel án þess að þeim væri nokkum tímann ofaukið. Gítarleikarinn sýndi einnig tilþrif og trommarinn var traustur. Sigurvegarar kvöldsins vom Skagstrendingamir úr Rocky með 3103 stig og kom fáum á óvart, en Sauðkrækingamir í Metan vom skammt á eftir með 3009 stig. Dómnefnd sá ástæðu til þess að Gjömingur úr Reykjavík kæmist áfram í úrslitakeppni, enda vom þau í Gjömingi með 2969 stig, vart gat munað minna. Staðan er því þannig að af þeim fímm hljóm- sveitum sem þegar er búið að velja í úrslit er ein úr Reykjavík, Gjöm- ingur, en síðan koma Kvass frá Stykkishólmi, Illskársti kosturinn frá Laugarvatni, Rocky frá Skaga- strönd og Metan frá Sauðárkróki. Landsbyggðin stendur því vel að vígi í hljómsveitarmálum þótt yfir- leitt sé mest látið með hljómsveitir úr Reylqavík. Páskamir hafa þau áhrif að næsta tilraunakvöld verður ekki fyrr en 23. apríl og síðan úrslita- kvöldið þann 24. Árni Matthíasson Eftir þvi sem keppendur komu lengra að, voru þeir betri i tauinu, sagði einn við- staddra. Þeir í Metan voru engin undantekning. Morgunblaðið/Bjami Ekki náðist heldur að mynda Mussolinimenn, sem hér eru í niðurrifsstellingum. Skagstrendingar hinir vörpulegustu i einkennisbúningum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.