Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 60

Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 Borgaraflokkurinn, Alberts mál o.fl. eftir Guðmund Jóhannsson Pólitík er undarlega skrítin tík. Á Qögurra ára fresti eru landsmenn háttvirtir kjósendur í munni þeirra, sem eru á biðilsbuxunum og at- kvæðaveiðum sér til framdráttar í valdabaráttunni, en þess á milli ’j^mur pólitíkusunum vel að vera ekki ónáðaðir að óþörfu. En hvem- ig er þetta vald svo notað, sem þeim er veitt á fjögurra ára fresti? Það er fróðlegt að lita þar um garða, og hræddur er ég um að þar sé ekki allt sem sýnist, og ýmislegt fljóti þar með af hinum verri gróðri, og er í augum hins háttvirta kjós- anda á ýmsan hátt óhollur. Af mörgu er að taka en fátt eitt nefnt. Mikið hefur verið rætt og ritað um tap Útvegsbankans. Ég verð að játa skilningsleysi mitt í þeim efnum, að ég kem ekki auga á hver mismunur er á gjaldþroti banka og annarra fyrirtækja eða stofnana og því var þetta mál ekki ^teðhöndlað á sama hátt og önur slík sem hlotið hafa þau örlög? Bankar og útibú þeirra hafa sprott- ið upp eins og gorkúlur á haug undanfarin ár og með tilheyrandi fjárfestingu og annarri yfirbygg- ingu og í sumum bæjarfélögum úti á landi eru 4—5 bankaútibú. Er við góðu að búast með svona ráðleysi og óráðsíu. Var ekki kjörið tæki- færi með þessu Útvegsbanka-óláni að leggja hann niður og öll hans útibú? Þetta hefði að sjálfsögðu . ekki verið sársaukalaust fyrir ýmsa aðila. En það merkilegasta við af- greiðslu þessa máls var það, að blessaðir stjórnmálamennimir voru sammála um eitt, og það var það, að þeir hefðu valið vitlausustu leið- ina af mörgum vitlausum sem fram hefðu komið til lausnar á málinu. En því miður er þetta mál ekkert einsdæmi þar sem vitlausasta af- staða er tekin, þjóðinni til óheilla. Spuija má hver nauð hafí verið til að fjölga þingmönnum frá því sem nú er? Er ekki yfirbygging þjóð- félagsins meiri en næg og hefði ekki verið viti nær að fækka þeim, þ.e. þingmönnunum, um nokkra, en hér er um viðamikið mál að ræða sem ekki verða gerð skil í stuttri blaðagrein. Bent hér á tvö atriði sem sýnishom á því hve stjómmálamennimir geta orðið þjóðfélaginu dýrir. Margt hefur verið ritað og rætt undanfama daga og verður ömgg- lega fram til 25. þ.m. um stofnun Borgaraflokksins og mál Alberts Guðmundssonar og hafa skrifaram- ir á missmekklegan hátt velt sér upp úr því máli og ekki sparað stóm lýsingarorðin í þeim efnum. Nú er það svo að Albert hefur viðurkennt mistök sín og er eflaust maður til að taka þeim afleiðingum sem þeim fylgja, en það nægir ekki hinum „syndlausu", sem beija sér á bijóst og þakka Guði sínum fyrir að vera ekki eins og hinir. Við búum í réttarríki, þar sem dómstólar fjalla um misgerðir þegn- anna, og væri ekki ráð að spara frekar hin stóm orð og bíða þess tíma að hinir réttu dómstólar kveði upp sinn dóm, því dómur götunnar getur stundum verið varhugaverður og vafasamur. Mikið hefur því ver- ið haldið á loft að allar fyrirgreiðslur sem Albert Guðmundsson hafi veitt skjólstæðingum sínum hafi verið á kostnað ríkis, borgar eða einstakl- inga. Það er ekki mikil víðsýni í svona röksemd, og vil ég benda á að það em til fýrirgreiðslur af ann- arri gerð en að það þurfi að vera á kostnað einhvers. Hef ég dæmi af slíku, þar sem ég leitaði til Al- berts með góðum árangri án þess að það kostaði einn eða neinn fjár- útlát. Það er íhugunarefni hvernig Guðmundur Jóhannsson „Það er íhugnnarefni hvernig þetta mál kom á yfirborðið og sá tíma- punktur sem valinn var til að kasta sprengj- unni. Var þetta tilviljun ein?“ þetta mál kom á yfirborðið og sá tímapunktur sem valinn var til að kasta sprengjunni. Var þetta tilvilj- un ein? Ymsar spurningar vakna í þessu sambandi, þegar það er haft í huga að fjármálaráðherra (form. Sjálfstfl.) segist hafa fyrir löngu fengið upplýsingar frá skattalög- reglunni um þetta misferli Alberts, (er það hlutverk form. Sjálfstfl. að fylgjast með lögreglumálum?) en geymir þær niðri í skúffu svo mán- uðum skiptir, en dregur þær upp úr pússi sínu þegar grein í Helgar- póstinum birtist um þetta mál. Er þetta einhver siðfræði? Illar hugs- anir eru áleitnar, svo sem eru einhver tengsl milli vitneskju form. Sjálfstfl. og Helgarpóstsgreinarinn- ar um þetta mál? En því miður verður þetta hvorki sannað né af- sannað, vegna hins undarlega réttarfars og „réttlætis" sem fjöl- miðlar skjóta sér á bak við með nafnleynd á heimildum. En hratt flýgur stund og það eru ýmsar rós- ir, sem formaður Sjálfstfl. safnar í hnappagat sitt um þessar mundir. Það var undarlega staðið að lausn kjaradeildu sjúkraliða við ríkið. Að sjálfsögðu eru sjúkraliðar ekki ofsælir af kjörum sínum, síður en svo. Tilgangurinn helgar meðalið og eru vinnubrögð þau sem fjár- málaráðh. viðhafði í þessu máli ekki óþarflega áberandi sem kosn- ingarós. Treysti ráðherrann ekki samninganefndinni til að færa sjúkraliðum tilboðið, eða var hann bara að sýna hver færi með valdið? Spuming er svo í framhaldi þessa, hvort ráðherrann hafí ekki dregið loku frá hurð og opnað í hálfa gátt fyrir verðbólgunni, en það hefur verið hans stærsta skrautfjöður að hafa haldið verðbólgunni niðri á kjörtímabilinu. 8. þ.m skrifar Jón Sigurðsson lögfræðingur og fyrrv. ráðuneyt- isstj. grein í Morgunbl. og dregur hvergi af stóryrðunum. Ég held að þetta sé sami Jón, sem nú er for- stjóri Jámblendiverksmiðjunnar með 212 millj. krónatapið á síðasta ári, en eftir efni greinarinnar hefur fyrrverandi titill þótt áhrifameiri. Ég held líka að þetta sé sami mað- urinn, sem eitt sinn var kallaður „maðurinn með stálhnefana". Hvort hann fékk „virðingartitilinn" vegna þess að hann hafi beitt hnefum ótæpilega og ekki fengið samúð annarra, það læt ég ósagt. Fyrrver- andi ráðuneytisstj. veltir sér vel upp úr máli Alberts Guðmundssonar, en hann gerir miklu betur, því hann heggur ótt og títt á báðar hendur og telur flesta þá sem hallast að Borgaraflokknum vera með brengl- aða siðferðiskennd og að hans mati halda þeir einir áttum sem eru úr fremstu forustusveitum, en það er ekki frekar skilgreint hveijir það eru. Það er gott að eiga svona landsfeður og forustumenn að, sem telja sig þess umkomna að segja borgurum sínum til syndanna, en einhvem veginn finnst mér að svona fallbyssuskot og stóryrði eins og fram koma í umræddri grein hitti ekki í mark og fari því fyrir ofan og neðan garð. Kannski er að finna hina fremstu forustumenn, sem Jón S. talar um í grein sinni í súluriti því sem Morgunbl. birti sama dag- inn, þar sem fólki er raðað á bás eftir menntun og stöðu í þjóðfélag- inu. Samkvæmt þessu súluriti standa að Sjálfstæðisfl. mennta- menn og mennirnir með stóru stöðurnar en að Borgarafl. „lág- stéttarfólkið" með litlu tekjurnar og litlu stöðumar. Um það bil í 50 ár eða frá því ég fór að leiða hugann að þjóðmál- um hefi ég fýlgt Sjálfstfl. að málum og taldi hann leiðandi afl og kjöl- festu í ísl. stjómmálum og ég vil trúa því að svo hafi verið lengi fram- an af, en á seinni ámm ca. 10—15 sýnist mér á öllu að fomstan hafí bmgðið af leið og lokast í fílabeins- tumi í sínu eigin ágæti og einangr- ast frá hinum almenna borgara, en ekki hefði ég trúað að óreyndu að málgagn Sjálfstæðisfl. afhjúpaði sig svo rækilega sem það gerði með umræddu súluriti og undirstrikaði það, sem vinstrimenn hafa löngum núið þeim um nasir að hann væri fl. forstjóra og menntamanna. Undir lok þessara lína varpa ég fram þeirri spurningu hvort sem menn þurfi að undrast þó bresti í flokksböndum og hlekkir slitni? Og að öllu samanlögðu getur formaður Sjálfstæðisfl. þakkað sér og sínum ráðgjöfum að spmnga sú sem lengi hefur verið til staðar inn- an fl. er nú að fullu opnuð, sem gæti leitt til þess að flokkurinn klofnaði í herðar niður. En blessað- ir, ef þið þurfið að losna við fleiri atkvæði en þið hafið þegar losað ykkur við, þá haldið áfram á sömu braut, þ.e. með skammir og svívirð- ingar á Borgaraflokkinn og Albert Guðmundsson, þá mun ykkur vel famast, eða er ekki svo? Höfundur er fyrrverandi fulltrúi, nú eftirlaunamaður. Kjósandi, líttu um öxl jiftir Eðvarð Arnason Þegar þetta er skrifað er skammt til næstu alþingiskosninga. Flestir kjósendur sem vilja vera ábyrgir og sjálfum sér samkvæmir, em þessa dagana að gera upp við sig hvar heppilegast er nú að setja X á kjörseðilinn þegar í kjördeildina er komið þann 25. apríl nk. Til að vega og meta það sem okkur „hæstvirtum kjósen3um“ býðst nú, verðum við að líta um öxl, að leiða hugann að liðnum tíma. Þeir sem nú em á miðjum aldri muna t.d. eftir ýmsum ríkisstjóm- um liðins tíma, sumar vom ágætar, aðrar lakarí. Sú ríkisstjóm sem eflaust er minnisstæðust, var sú “#jóm sem sat næst á undan þeirri er nú situr, ríkisstjórn Gunnars Thorodsen. Að margra dómi var það versta ríkisstjóm sem ríkt hefur á íslandi frá lýðveldisstofnun. Til þessarar ríkisstjórnar var stofnað af óheilindum og ódrengskap, og famaðist henni stjómun eftir því. Hver man ekki eftir síðustu stjóm- armánuðum þeirrar ríkisstjómar, þegar öll atvinnustarfsemi í landinu var að lamast og við það að stöðv- ast? Hver man ekki eftir skrifum Þjóðviljans, með breiðsíðufyrirsögn- mn: „Neyðarráðstafanir til fjögurra ára.“? í dag er núverandi ríkisstjóm ásökuð af Alþýðubandalaginu fyrir að gera ekkert fyrir fólkið sem lenti f „misgenginu", þar er átt við fólk sem stóð í byggingaframkvæmdum á árunum 1980 til 1983 og fékk yfir sig verðbólgu og vexti, sem fæstir fengu við ráðið, og eru að súpa seyðið af enn í dag. Eðvarð Árnason „Þeir kjósendur sem í dag eru algáðir, ekki undir áhrifum huldu- hers, meta ástand og stöðu þjóðmála nú, og bera saman fyrri kjörtímabil, og greiða atkvæði eftir mati sínu.“ Hvaða kjósandi vill nú í dag stuðla að því með atkvæði sínu, að slík óstjórn kæmist til valda á ný? Gætu verið einhverjir finnanlegir? Jú, svo undarlegt sem það má nú vera. Þetta er hópur fólks sem er undir áhrifum fólks sem kallar sig hulduher. Hvaða fólk er það sem er í þessum hulduher? Þegar það er skoðað kemur í ljós að þarna er að finna sama fólkið sem gekk harðast fram í því með þekktum vinnu- brögðum að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen varð til. Þetta er fólk sem hefur viljað kalla sig sjálfstæð- isfólk, en hefur samt oftast verið upp á kant við flokkinn eða frammámenn hans. Þetta fólk hefur gripið hvert tækifæri sem hefur gefist til að skapa glundroða. Sumt af þessu fólki hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess að komast til áhrifa innan Sjálfstæðisflokksins, og eytt til þess miklum flármunum s.s. vegna framboðs í prófkjörum flokksins. Allt hefur komið fyrir ekki, hjá flestu af þessu fólki. Kjós- endur í prófkjörum Sjálfstæðis- flokksins hafa ekki veitt því brautargengi. Eftir á hefur þetta sama fólk hrópað á torgum og vara- mannabekkjum, „flokksræði, flokksræði, flokkseigendafélag" o.fl. o.fl. Ef litið er yfir sögu Sjálfstæðis- flokksins sl. 15 ár kemur í ljós, að það fólk sem fremst er í flokki hulduhers hefur oft orðið vel ágengt í niðurrifsstarfsemi sinni innan Sjálfstæðisflokksins, eins og dæmin sýna frá árinu 1979, þegar þáver- andi formanni flokksins, Geir Hallgrímssyni, var falin stjórnar- myndun fann þetta fólk sér skoð- anabræður úr Alþýðubandalaginu og framsókn og tókst að koma hlut- unum svo fyrir að Geir Hallgríms- syni gat ekkert orðið ágengt í stjórnarmyndunartilraunum sínum. Þetta fólk í hulduher, sem vildi kalla sig sjálfstæðisfólk, var ekki búið að Ijúka sér af, næst skyldi tekið til við formanninn, Geir Hallgrímsson, sem stundum var umdeildur en að flestra dómi stað- fastur sjálfstæðismaður og heiðar- legur í störfum sínum. Framámönn- um hulduhersins fannst heppilegast að koma honum úr öruggu þing- sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar 1983. Fyrirmenn úr hulduher gátu með starfsaðferðum sínum komið formanni Sjálfstæðis- flokks í 7. sæti framboðslistans í Reykjavík með samsæri. Hefði ekki einhver sagt að mælir- inn væri fullur? Eflaust, en svo var ekki. Enn skal höggva. Nú er síðast högg þessa fólks sem hefur viljað kalla sig sjálfstæðisfólk, hulduher, fallið, og um leið aðskilst þetta fólk frá Sjálfstæðisflokknum. Eftir verð- ur kannski eitthvað minni flokkur, nú fyrst um sinn, en samstæðari og heilsteyptari. Þeir kjósendur sem í dag eru algáðir, ekki undir áhrifum huldu- hers, meta ástand og stöðu þjóð- mála nú, og bera saman fyrri kjörtímabil, og greiða atkvæði eftir mati sínu. Það verður víst staðreynd að margir kjósendur sem eru undir áhrifum vakna upp eftir að talið hefur verið upp úr kjörkössunum 26. apríl nk. með pólitíska timbur- menn. Það verður ekki tryggt eftirá. Höfundur er yfirlögregluþjónn í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu. Brids Arnór Ragnarsson Daihatsu-mótið Opna Daihatsu-stórmótið hefst kl. 13 á skírdag á Hótel Loftleiðum. 42 pör taka þátt í þessu vegleg- asta bridsmóti sem ha'idið hefir verið á Norðurlöndum til þessa. Getraunaspá verður í gangi og eru velunnarar bridsíþróttarinnar hvattir til að íjölmenna. I. verðlaun eru bifreið frá Daihatsu-umboðinu. Bridsfélag Tálknafjarðar Lokið er tveimur kvöldum af þremur í einmenningskeppni félags- ins, sem jafnframt er firmakeppni. Staða efstu spilara/firma, erþessi: Vélsmiðja TálknaQarðar — Stefán Haukur Ólafsson 205 Bókhaldsstofan — Haukur Árnason 199 Landsbankinn — Jón H. Gíslason 190 Esso-nesti — ÆvarJónasson 189 Trésmiðjan Eik — Ólöf Ólafsdóttir 188 Bridsfélag Pat- reksfjarðar Aðalsveitakeppni félagsins er lokið. Sveit Rafns Hafliðasonar sigraði, en með honum eru í sveit- inni: Snorri Gunnlaugsson, Aðal- steinn Sveinsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Röð efstu sveita varð annars þessi: Sveit Rafns Hafliðasonar 105 Sveit Ingvelds Magnússonar 99 Sveit Ágústs Péturssonar 91

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.