Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
61
Já frú, það er leikur að læra
Svar við grem frú Maríu E. Ingvadóttur
eftir Önnu S.
Björnsdóttur
Myndin sem fylgir þessu greinar-
komi er unnin af sex ára nemanda
mínum nú rétt fyrir páskahátíðina.
Hann hafði hlýtt á sögur um píslar-
göngu Jesú og við höfðum rætt
saman um efnið á eftir. Síðan dró
ég mig í hlé og börnin unnu frjálst
myndirnar. Þessi börn hafa leikið
sér að læra og lært að leika sér í
vetur, hvert á sinn hátt. Sum þeirra
voru engan veginn tilbúin til að
nema eða taka við fyrirmælum
kennara svo fljótt. Þau fengu þá
að leika sér meira en hin sem voru
tilbúin. Til þess verður að taka til-
lit þegar skólagangan hefst. Ég hef
einnig reynslu af leikskólum og álít
þá mjög góða og undirbúa skóla-
göngu elstu barnanna hveiju sinni.
Gott og þarft væri að fá samvinnu
milli fóstra elstu deilda leikskóla
og kennara yngstu deilda grunn-
skóla, en eins og gefur augaleið
krefst það tíma og fjármagns. Kröf-
ur á fóstrur og kennara aukast
stöðugt en skrýtið sem það er, okk-
ur er jafnan ætlað að vera fátækar
hugsjónamanneskjur.
Við frú Maríu E. Ingvadóttur vil
ég segja þetta:
Það er eitthvert tómahljóð í
greininni þinni allri. Eitthvert skiln-
ingsleysi sem knúði mig til að svara
henni sem ein af hugsjónamann-
eskjunum.
Þegar ég tek á móti börnunum
að hausti er það aðalatriði að þau
vilji og langi að koma í skólann
þegar þau hafa kynnst honum. Að
þau geti glaðst með mér yfir vinnu-
stað sínum, verið þau sjálf og
blómstrað þar. Þau verða sum dálít-
ið hissa og segja: „Það er svo gaman
í skólanum." Böm sem eru örugg
og ánægð hafa mikla námsgetu.
Aftur á móti ef krafist er of mikils
of fljótt verða þau vansæl, van-
Anna S. Björnsdóttir
máttug og geta fengið kvíðaein-
kenni sem lama námsgetu þeirra.
Þau þjást þá í skólanum.
Að lokum þetta: Ég tel að það
eigi að vera leikur að læra. Eigin
vilji barnsins sem sýnir að það er
fúst til samstarfs og sjálfsnám veg-
ur þyngst. Krefjandi verkefni því
aðeins að fyrri atriði séu í lagi.
Gerum börnin ekki að mikillátum
metorðastriturum sem stjómað er
af öðmm.
Mætur maður sagði: „Horfum á
bömin og reynum að líkjast þeim.“
Hvemig líst þér annars á það, frú
María?
Höfundur er grunnskólakennari.
„Ekki með valdi né krafti
heldur fyrir anda minnu
eftirÞorvald
Sigurðsson
Þessi þekktu orð úr gamla testa-
mentinu em án efa vel þekkt í
eyrum Einars J. Gíslasonar í Fíla-
delfíu.
Það vekur því furðu mína að
þessi ágæti vinur minn og frændi
skuli nú í pólitískum tilgangi reyna
að beita áhrifum sínum og valdi til
þess að fegra og bæta ódrengilega
aðför Þorsteins Pálssonar að æsku-
vini og velgjörðarmanni Einars, og
á ég þar að sjálfsögðu við Albert
Guðmundsson.
Ekki fer á milli mála að þessi
skrif Einars í Ffladelfíu em skrifuð
að undirlagi áhrifaafla innan Sjálf-
stæðisflokksins. Enda reynir Einar
eftir föngum að fara hjartnæmum
og hughreystandi orðum um Áma
„trúbador" Johnsen, sem beið lægri
hlut í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi, þegar umstriddur
Eggert Haukdal skaut honum ref
fýrir rass, þannig að Ámi hafnaði
í ömggu fallsæti.
Ég veit að þessi málalok særðu
mjög aðdáendur Áma Johnsen og
þar er Einar Gíslason framarlega í
flokki. í furðuskrifum sínum um
Tyrkjarán með fleim talar Einar
fjálglega um að Borgaraflokkurinn
skeytti í engu um vamir íslands.
Firrnr á borð við þessa og aðrar
Þorvaldur Sigurðsson
„En nú þegar þú tekur
afstöðu með og leggur
blessun þína yfir afglöp
Þorsteins Pálssonar get
ég ekki lengur litið á
þig sem sannan boðbera
fagnaðarerindisins.“
fullyrðingar em tæpast til annars
en upplýsa lesendur Morgunblaðs-
ins um vanþekkingu Einars á
stefnuskrá Borgaraflokksins, en
þar er afstaða flokksins ótvíræð og
fastmótuð. ísland skal svo sannar-
lega varið fyrir hverskyns ásæld
af hálfu erlendra afla og áfram-
haldandi samstarf við vestrænar
lýðræðisþjóðir mun eflaust eflast,
fái Borgaraflokkurinn aðstöðu til
að móta stefnu þessara mála.
Að lokum nokkur orð til Einars
persónulega. Einar minn, ég hefi í
gegnum tíðina litið á þig sem hjálp-
arhellu lítilmagnans og boðbera
hins sanna réttlætis, svo sem við
nemum það frá heilgari ritningu.
En nú þegar þú tekur afstöðu með
og leggur blessun þína yfir afglöp
Þorsteins Pálssonar get ég ekki
lengur litið á þig sem sannan boð-
bera fagnaðarerindisins. Trúað fólk
um allt land mun ekki aðgerðar-
laust una því að í skjóli valds og
hroka sé innleitt nýtt og fyrir ís-
lendingum framandi siðferðismat í
stærsta stjómmálaflokki landsins.
Hin almenni kjósandi mun fylkja
sér undir merki Borgaraflokksins
og á þann hátt lýsa vanþóknun sinni
á nýfrjálshyggjusiðferði því sem nú
stýrir athöfnum og gjörðum Val-
hallarsveina.
Með bróðurkveðju.
Höfundurhefursl. sex ár starfað
sem leiðbeinandi á kristilegri með-
ferðarstofnun fyrir alkóhólista og
eituriyfjaneytendur.
75ÁRA
VIGGSP
Á 75 áraferli sínum hefurTHORO fundið svarvið
nánast öllum vandamálum sem kunna að koma
upp, þegar um steypu er að ræða.
THORITE er eitt af undraefnunum frá THORO.
THORITE er fljótharðnandi viðgerðarefni sem ,
reynist framúrskarandi vel til viðgerða á sprung-
um og steypugöllum.
Eru sprungur eða aðrir §teypugallar á þínu húsi?
Hringdu i Steinprýði og við leysum vandann.
. *
steinprýði
Stangarhyl 7. s. 672777_
XAI C4