Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
65
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Hvað um góðverkin
Ég veit að þú hefur sagt að góðverk okkar geti ekki hjálpað
okkur inní himininn og að eina von okkar sé að treysta Kristi.
En ef við eigum að treysta Kristi, hvers vegna ættum við þá
að hirða um að reyna að vera góð, úr því að það greiðir ekki
götu okkar til himins?
Þetta er mjög alvarleg spurning, enda varar Biblían okkur
við: Ef ekki veðrur nein breyting í lífi okkar þegar við höfum
komið til Krists getur skýringin verið sú að við höfum í raun
og veru ekki endurfæðst og séum ekki á leið til himins. Jak-
ob segir: „Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér vanti hana
verkin. Eins og líkaminn er dauður án anda eins er og trúin
dauð án verka“ (Jak. 1,17,26).
Hér er mergurinn málsins: Þegar við komum til Krists
erum við ekki aðeins að viðurkenna einhveijar trúarsetningar
um hann. Við erum að fela okkur honum á vald. Við treyst-
um því, að hann veiti okkur sáluhjálp og þess vegna vörpum
við því frá okkur, að góðverk geti rutt okkur braut til hjálp-
ræðis.
En hvað vill Guð gera í lífi okkar? Guð sendi ekki son sinn
í heiminn til þess eins að vð yrðum hólpin einhvem tíma í
framtíðinni, þó að það sé vissulega dásamlegur þáttur í verki
hans. Jesús Kristur kom til þess að ég og þú yrðum lærisvein-
ar hans, fylgjendur hans. Hann orðaði þetta á einfaldan hátt:
„Ef þér elskið mig, þá munuð þér halda boðorð mín“ (Jóh.
14,15).
Líttu á þetta frá öðru sjónarmiði. Svo mjög elskar Guð
þig, að sonur hans var fús til að deyja fyrir þig, svo að þú
mættir frelsast. Ef þú skynjaðir að einhveiju leyti hversu
innilega þú ert Guði hjartfólginn, gætir þú ekki látið þig það
einu gilda. Þú mundir vilja endurgjalda kærleika hans. Og
hvemig sýnir þú að þú elskar hann? Með því að reyna að
breyta í samræmi við vilja hans.
Nei, við verðum aldrei fullkomnir á þessar jörð og sá sem
veðru hólpinn á það einungis náð Guðs að þakka. Gleymdu
því aldrei. En þegar þú ferð að vaxa í elsku og þakklæti til
Guðs fyrir allt sem hann hefur gert fyrir þig vaknar hjá þér
löngun til að láta elsku þína í ljós, með því að lifa honum.
Lokað
Vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Tún-
götu 30, verður skrifstofu okkar og vörugeymslu lokað
eftir hádegi miðvikudaginn 15. apríl.
Eggert Kristjánsson hf.,
Sundagörðum 4.
Lokað
Vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Tún-
götu 30, verða skrifstofa okkar og vörugeymsla lokuð
eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 15. apríl.
Frón hf.,
Skúlagötu 28.
Lokað
Lokað verður eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 15.
apríl, vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Túngötu 30.
Gunnar Eggertsson hf,
Sundagörðum 6.
Lokað
Glerverksmiðjan Esja verður lokuð í dag, miðvikudag,
vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Thermopane á íslandi
Glerverksmiðjan Esja.
Bladió sem þú vakríar vió!
ILMVÖTN
Fræga fólkið og uppáhaldsilmur þess.
Caroline prinsessa í Monaco,
sem stöðugt er í heims-
pressunni, segir sitt uppáhalds-
ilmvatn vera „Dali" frá Dali.
Þetta ilmvatn er svo til óþekkt
hér á landi, og fæst reyndar
ekki hér. Af því er léttur blóma-
ilmur.
Tom Selleck leikari. Meðal
annars vel þekktur fyrir leik
sinn í sjónvarpsþáttunum
„Magnum", sem til skamms
tíma voru sýndir hér á Stöð 2.
Uppáhalds ilmvatn hans er
„Jules“ frá Christian Dior. Ilm-
urinn er talinn karlmannlegur,
aðeins þungur, en ekki væminn.
Yves Saint Laurent, hinn
þekkti tískukóngur Frakk-
lands, frægur fyrir samkvæmi-
skjóla sína og allskonar
snyrtivörur fyrir bæði konur og
karla.
Uppáhaldsilmur hans heitir
„Kouros“ og er auðvitað frá
honum sjálfum. Þetta er krydd-
ilmur, og er ilmvatnið unnið úr
tijám og jurtum, meðal annars
úr moskusjurtum og sandelviði.
Lauren Bacall, kvikmynda-
stjarnan fræga sem ver gift
Humphrey heitnum Bogart.
Uppáhaldsilmvatn hennar er
„Chloe" frá tízkukónginum Karli
Lagerfeld. Hreinn blómailmur
úr jasmínjurtum og rósum. Tæl-
andi og „holdlegur" ilmur.
Elizabeth Taylor, leikkonan
fræga, sem er einnig þekkt
fyrir sín mörgu hjónabönd!
Uppáhaldsilmvatnið er „Bal á
Versailles" frá Jean Desprez.
Þykir minna á leyndardóma
Austurlanda.
Roger Moore, leikarinn og
kvennagullið, sem frægur
er meðal annars fyrir leik sinn
sem James Bond og Dýrlingur-
inn með meiru.
Uppáhalds ilmurinn er „Brut“
frá Fabergé, ilmvatn sem meðal
annars er unnið úr kýprustrénu,
lofnarblómum (lavender) og
fleiri ilmjurtum. Rómantískur
ilmur, en dálítið „frekur“.
MALLORKA
Royal Jardin
del Mar
GististaÖur í sérflokki.
míwim
Ferðaskrilstola, Hallveigarstig 1 simar 28388 og 28580
MALLORKA
Royal Torrenova
Gististaður í sérflokki.
mXVTMC
Ferðaskrifstofa, Hallveigarstíg 1 slmar 28388 og 28580
Við lofum því
sem skiptir mestu
máli:
GÓÐRI
ÞJÓNUSTU
Og svo gerast
þeir vart fallegri
og vandaðri
Borgartúni 20
Sími 2-67-88