Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 66
I
TB
66
vfier jííha .ðj jiuoAaujnvQiM ,GiGAjaviuD5ioM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Guðrún Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 29. maí 1901
Dáin 8. apríl 1987
Hún amma mín á Túngötu er
dáin. Það er ótrúlegt, því að hún
var þannig kona að maður hugsaði
aldrei út í að hún ætti eftir að deyja.
Hún var homsteinn í mínu lífi,
alveg frá því að ég fæddist. Ég
fæddist í rúminu hennar á Túngöt-
unni og á mínum uppvaxtarárum
voru amma og afi á Túngötu mikil-
vægur þáttur í lífi mínu. Ég var
í mikið á þeirra heimili í bemsku og
öll sumur var ég ásamt foreldrum
mínum hjá ömmu og afa í sumar-
húsi þeirra, Ámesi í Kjós.
Amma ólst upp á Vindheimum í
Ölfusi og á hennar bemskuheimili
vom ekki mikil efni. Þótt hún yrði
síðar í lífinu vel efnum búin minnist
ég þess vel að hún gleymdi aldrei
uppruna sínum og aldrei var bruðl-
að með hlutina á hennar heimili.
Amma var sterk og mikil kona.
Hennar mörgu kostir eru eiginlega
ólýsanlegir. Hún var einstaklega
örlát og ekki hvað síst gagnvart
þeim sem minna máttu sín. Mér er
minnisstæður sá mikli fjöldi jóla-
pakka sem sendir voru út um jólin.
í Þar gleymdist enginn og sérstak-
lega var munað eftir þeim sem áttu
minna og voru í erfiðleikum.
Amma var mikilhæf kona. Hún
hefur örugglega átt stóran þátt í
þeirri miklu velgengni sem afi naut
í heimi viðskiptanna. Hjónaband
þeirra var einstaklega gott. Þar
skorti hvorki ást né gagnkvæma
virðingu. Það dó ákveðinn hluti af
ömmu þegar hún missti afa og þá
gerði ég mér best grein fyrir hversu
gott hjónaband þeirra hafði verið.
I Amma var forkur dugleg til allra
hluta. Hún var glöð kona og með
eindæmum hress og það geislaði
af henni þegar sá gállinn var á
henni.
Það er mér mikil gæfa að hafa
átt slíka ömmu og fá að njóta sam-
vista við hana í heil 40 ár. Ég veit
að konan mín virti hana og dáði
og þótti frá fyrstu tíð innilega vænt
um hana. Slík kona var hún amma.
Ég þakka ömmu minni fyrir allt
sem hún hefur verið mér frá því
ég fæddist. Ég veit að elsku ömmu
minni líður vel núna við hlið afa.
Þar þótti henni ætíð best að vera.
Eggert Árni Magnússon
l' Þann 8. apríl sl. andaðist Guðrún
Þórðardóttir, Túngötu 30,
Reykjavík. Guðrún fæddist í Vogs-
ósum, Selvogi, árið 1901 og voru
foreldrar hennar hjónin Guðrún
Sæmundsdóttir og Þórður Eyjólfs-
son.
Árið 1922 giftist Guðrún Eggerti
Kristjánssyni ættuðum úr Hnappa-
dalssýslu og oftast kenndur við
Dalsmynni í Eyjahreppi. Þau hjónin
eignuðust 4 böm, þau Gunnar,
Kristjönu, Aðalstein og Eddu, sem
öll komust til manns. Að auki ólu
þau upp frá unga aldri sonardóttur
sína, Guðrúnu Eddu.
Sama ár og þau giftu sig stofn-
aði Eggert heildsölufýrirtæki, sem
fljótlega varð eitt af stærri heild-
sölufýrirtækjum landsins. Snemma
byggðu þau Guðrún og Eggert sér
stórt og veglegt hús við Túngötu
30. Þar réði Guðrún ríkjum, enda
eiginmaðurinn oftast önnum kafinn
við fyrirtæki sitt. Þrátt fyrir mikið
annríki gaf Eggert sér tíma til að
aðstoða konu sína við að gera heim-
ili þeirra þannig úr garði að til
fyrirmyndar var. Leit var að eins
fögru og smekklegu heimili eins og
þau höfðu búið sér.
Það var í byijun ársins 1952, sem
undirritaður, þá nýráðinn verkstjóri
hjá fyrirtæki þeirra hjóna, kvaddi
dyra á Túngötu 30. Út kom frú
Guðrún og heilsaði hlýlega og bauð
mig velkominn til starfa. Ég reyndi
að þéra hana, en hún sagði, að ég
skyldi sleppa öllum þéringum, því
að við ættum eftir að starfa mikið
saman. Erindið var að beiðni Egg-
erts að lagfæra eitthvað, sem hafði
farið úrskeiðis á heimilinu. Þegar
því var lokið, bauð húsfreyjan upp
á kaffi og spurði um ætt mína og
uppruna eins og íslendinga er
vandi.
Spá Guðrúnar um langt samstarf
okkar reyndist rétt, því að það hef-
ur varað í rúma þijá áratugi.
Þremur dögum fyrir andlát Guð-
rúnar hitti ég hana á heimili hennar
og var hún ótrúlega hress í bragði.
Eins og að líkum lætur voru
umsvif mikil á Túngötunni. Heimil-
ið stórt og mikill gestagangur.
Eggert átti tíð viðskipti við erlenda
kaupsýslumenn og þurfti oft að
bjóða þeim út að borða. Bauð hann
þeim gjarnan til veizlu á sínu eigin
heimili, sem hann var stoltur af.
Það kom því oft til kasta Guðrúnar
að taka á móti þessum gestum og
tilreiða veizluföng fyrir þá. Þann
vanda leysti hún með mikilli prýði
og hafði þá venjulega fólk sér til
aðstoðar. Minnist ég þar sérstak-
lega Guðríðar Nikulásdóttur, sem
staðið hefur við hlið húsfreyjunnar
við heimilisstörf um áratugaskeið.
Þegar mikið var um að vera,
klæddist frú Guðrún gjaman
íslenzkum þjóðbúningi, sem fór
henni mjög vel. Hún var hávaxin
og grönn og hafði mikið og fallegt
hár. Þar sem hún fór svona klædd,
leyndist engum, að þama fór kona,
sem átti rætur sínar að rekja úr
rammíslenzkum jarðvegi.
Þau hjónin áttu stóran sumarbú-
stað við Laxá í Kjós. Þar dvöldu
þau meira og minna öll sumur með
bömum sínum í faðmi íslenskrar
náttúm. Var þar oft mikið um að
vera, því að gestagangur var oft
mikill. Þangað þótti mér gaman að
koma og taka til hendinni, þar sem
með þurfti. Ég naut þess að vera
með fjölskyldunni, sem alltaf tók
mér eins og ég væri einn úr þeirra
hópi. Eggert Kristjánsson lézt 69
ára gamall árið 1967 og var öllum
harmdauði, er til hans þekktu.
Nú þegar ég lít til baka eftir 35
ára samskipti við Guðrúnu og henn-
ar fólk, er mér efst í huga þakklæti
fyrir samferðina.
Ég sendi bömunum hennar,
tengdabömum svo og öðmm ætt-
ingjum mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og bið þeim allrar
guðsblessunar.
Gísli Kristjánsson
Þann 8. apríl síðastliðinn lést í
Reykjavík frú Guðrún Þórðardóttir.
í dag verður hún til moldar borin
við hlið ástríks eiginmanns síns,
Eggerts Kristjánssonar, í kirkju-
garðinum við Suðurgötu. Er það
aðeins nokkmm skrefum frá fyrrum
heimili séra Jóhanns heitins Þor-
kelssonar, dómkirkjuprests, en þar
gengu Guðrún og Eggert í hjóna-
band 65 ámin fyrir dánardag
hennar.
Guðrún var fædd í Vogsósum í
Selvogi þann 29. maí 1901. Foreldr-
ar hennar vom Guðrún Sæmunds-
dóttir og Þórður Eyjólfsson. Árið
1912 fluttist fjölskyldan að Vind-
heimum í Ölfusi.
Guðrún kom til Reykjavíkur sem
ung stúlka. Þó svo hún hafi jafnan
átt heimili í Reykjavík upp frá því
bar hún glögg merki af heimaslóð-
um. í orðfæri var hún aldamótakyn-
slóðar Ölfyssingur. Þegar hún talaði
vora ekki notuð nein limpulýsingar-
orð og allt látbragðið gaf til kynna
um hvað var rætt. Þær Vindheima-
systur töluðu til að mynda um að
stökkva út í búð, það var ekki farið
út í búð. Fasið var hressilegt og
stutt í glettni.
Guðrún og Eggert byggðu Tún-
götu 30 árið 1929 og þar bjó hún
fjölskyldu sinni glæsilegt rausnar-
heimili. Sumarhús áttu þau hjón í
Ámesi í Kjós og þar var nú gaman
að vera. Böm áttu þau fjögur,
Gunnar Þórð (f. 1922), Kristjönu
Guðnýju (f. 1923), Aðalstein (f.
1925) og Eddu Ingibjörgu (f. 1931).
Heimilishaldið var sköralegt og
veisluhöld tíð. Varð heimili þeirra
miðpunktur allrar fjölskyldunnar.
Missir Eggerts árið 1966 reyndist
Guðrúnu þungbær. En á milli nokk-
urra dökkra tímabila kom gamli
krafturinn upp í henni og þegar hún
lék á als oddi var enginn skemmti-
legri.
Þessi myndarkona, sem ég minn-
ist nú, hafði allt að því feimnislegt
bros, mikið og fallegt hár og uppá-
búin var hún kvenna glæsilegust.
Hún hafði yndi af því að ferðast
og þegar heim var komið hafði hún
ekki aðeins gjafir í farangrinum,
heldur og skemmtilegar og Iifandi
lýsingar á því, sem fyrir augu hafði
borið. Hún spilaði reglulega bridge
við mágkonu sína og vinkonu, Lóu
Kristjánsdóttur, og vinkonur sínar,
þær Ingibjörgu Bjamadóttur og
Vilhelmínu heitna Vilhelmsdóttur.
Auk þess hafði hún gaman af sögu-
legum fróðleik og gat þrasað fram
og aftur um ættfræði, ef svo bar
undir. Þegar aldurinn færðist yfir
hana vildi hún vera viss um að
barnabömin minntust sín og hún
gaf okkur fallega muni, sem hún
hafði saumað út og pijónað. En það
er víst engin hætta á því að per-
sóna gædd hennar eiginleikum
gleymist skjótt. Við eigum dýrmæt-
an sjóð minninga frá Túngötunni
og úr Kjósinni.
Guðrún Þórðardóttir var sann-
kölluð „grande dame". Blessuð sé
minning hennar.
Guðrún Magnúsdóttir
í dag verður tengdamóðir mín,
Guðrún Þórðardóttir, kvödd hinstu
kveðju. Hún var af hinni kunnu
Víkingslækjarætt, fædd 29. maí
1901 í Vogsósum í Selvogshreppi,
dóttir hjónanna Þórðar Eyjólfssonar
bónda þar og seinni konu hans,
Guðrúnar Sæmundsdóttur. Guðrún
lést á Landspítalanum að kvöldi
dags þann 8. apríl. Það er einkenni-
leg tilviljun, en kannski táknræn,
að einmitt þennan dag vom 65 ár
síðan hún gekk í hjónaband.
Um tvítugsaldur hélt Guðrún til
Reykjavíkur. Þar kynntist hún
mannsefni sínu, Eggert Kristjáns-
syni frá Dalsmynni, síðar stórkaup-
manni sem var mikill athafnamaður
á sinni tíð. Þeim hjónum varð fjög-
urra bama auðið. Þau em: Gunnar
kvæntur Valdísi Halldórsdóttur,
Kristjana Guðný gift Magnúsi Ingi-
mundarsyni, Aðalsteinn kvæntur
undirritaðri og Edda Ingibjörg gift
Gísla V. Einarssyni. Einnig ólu þau
að mestu leyti upp sonardóttur sína,
Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, sem
gift er Einari Sigurbjömssyni.
Heimili þeirra Guðrúnar og Egg-
erts á Túngötu 30 var rómað
myndarheimili og ófáir em þeir
gestir bæði íslenskir og erlendir sem
notið hafa rausnar og gestrisni
þeirra hjóna bæði þar og í sumarbú-
stað þeirra hjóna, Ámesi, sem
stendur á bökkum Laxár í Kjós.
Gestrisni var Guðrúnu í blóð bor-
in og naut hún þess að veita vinum
og vandamönnum af sinni miklu
rausn og myndarskap. Á sínum
yngri ámm var Guðrún glæsileg
kona og sópaði af henni, ekki síst
þegar hún á hátíðastundum klædd-
ist skautbúningi sínum, sem fór
henni sérlega vel, þá fékk óvenju
mikið og fallegt hár hennar að njóta
sín til fulls. Það var ótrúlegt að sjá
þessa 85 ára gömlu konu með tvær
þykkar fléttur, sem náðu niður í
hnésbætur, ef þær vom leystar úr
myndarlegum hnút, en þannig bar
hún þær daglega, og fram á síðasta
dag héldu þær sínum gullgyllta lit.
Guðrún var um margt sérstök
kona. Hún var hreinskilin og sagði
jafnan meiningu sína umbúðalaust.
Mjög var hún örlát og hafði gaman
af að gefa og nutum við tengda-
böm og böm hennar þess í ríkum
mæli. Hún var ótrúlega minnug
alveg fram á síðasta dag, ættfróð
og ættrækin og kom það sér þá oft
vel hve minnið var gott. Éinnig
hafði hún lag á að segja mjög
skemmtilega frá. Þannig lifði mað-
ur oft með henni löngu liðna atburði
úr lífi hennar, vegna þess hve frá-
sögnin var lifandi og nákvæm.
Ekki er hægt að minnast Guð-
rúnar án þess að nefna Guðríði
Nikulásdóttur sem réðst til hennar
árið 1931, þá ung stúlka, og hefur
lengst af síðan dvalið á heimili
hennar og reynst henni alla tíð
mjög vel — ekki síst þessa síðustu
mánuði, þegar heilsu Guðrúnar
hrakaði ört — þá var Guðríður
ómetanleg stoð, alltaf reiðubúin að
gera henni allt til hæfis, þó hún
gengi ekki heil til skógar sjálf —
enda mat Guðrún hana mikils.
Lokið er löngum, farsælum og
viðburðaríkum ævidegi. — Lífið var
Guðrúnu gott. Hún bjó í farsælu
hjónabandi í 44 ár, eignaðist mann-
vænleg börn og bamaböm. — Hún
ferðaðist mikið bæði innanlands og
utan og naut þess í ríkum mæli.
Og á síðustu ámm þegar heilsa og
þrek þvarr, naut hún umönnunar
og ástríkis bama sinna og bama-
bama, sem allt gerðu til að láta
henni líða sem best.
En hún fór heldur ekki varhluta
af sorgum og raunum frekar en
önnur mannanna böm. Sárast var
þó fyrir hana að missa mann sinn
Eggert, en hann lést 28. september
1966, 69 ára að aldri, og hafði þá
átt við talsverða vanheilsu að stríða.
í veikindum hans sýndi Guðrún
Ingibjörg Stefáns-
dóttir Minning
. Fædd 18. nóvember 1915
Dáin 9. apríl 1987
Hún Ingibjörg er dáin.
Það er svo skrýtið að heyra þessi
orð. Jafnvel þó að hún hafi legið
svo lengi veik, jafnvel þó að e.t.v.
megi segja-að hvíldin hljóti að hafa
verið henni kærkomin, þá er samt
skrýtið að komið skuli að því að
hún hverfi okkur sjónum. Hún var
svo kjarkmikil og þolgóð. Hún
barmaði sér aldrei, en hafði alltaf
meiri áhuga á því að vita hvað aðr-
ir væm að gera, utan sjúkrahússins.
í- Hún spurði, og gladdist yfir því að
fá fréttir af vinafólki og frænd-
fólki. Til hennar mátti sækja
sérstakan kraft.
Ingibjörg var mjög sérstök kona.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að búa hjá henni í eitt og hálft ár,
tvö síðustu menntaskólaárin og
L sumarið þar á milli. Þama bjuggum
við tvær í stórri og fallegri íbúð í
Eskihlíðinni og urðum mjög góðar
vinkonur. Oft þegar ég kom heim
seint að kvöldi beið mín kaffi og
spjall um lífið og tilvemna. Hún las
huga minn, stundum jafnvel betur
en ég sjálf og gat oft gefið mér
góðar ráðleggingar. Alltaf tók hún
vel á móti vinum mínum og ég man
margar kvöldstundirnar þegar við
sátum öll inni í eldhúsinu við rauð-
an bjarma gluggatjaldanna og
Ieystum lífsgátuna í sameiningu.
í Eskihlíðinni áttu margir at-
hvarf. Gestir af Suðumesjum, jafnt
sem fjörðum austanlands og vestan,
og um tíma einnig gestir utan úr
heimi. Aldrei hef ég vitað til þess
að meira hafi verið stjanað við gesti
en sumarið sem ég dvaldi hjá Ingi-
björgu. Hún fór á fætur eldsnemma
og lagði á borð, á veisluborð. Þar
var ýmiss konar morgungull og
meðlæti, brauð (sem hún sótti
stundum bæinn á enda), ostar,
ávaxtamauk og dýrindis kaffi.
Hvergi hef ég fengið jafn gott kaffi
og hjá henni. Ég hélt einu sinni að
það væri kaffikönnunni að þakka
en nú held ég að þar hafi annað
komið til.
Það er svo ótal margt sem kem-
ur upp í hugann þegar sest er niður
til að hugsa um Ingibjörgu. Myndin
af henni er skýr. Hún horfir á mig
ákveðnu en blíðlegu augnaráði, og
ég fínn að hún sér allt, veit allt,
skilur allt. Og hún segir: Ég verð
með ykkur alla daga. Við verðum
með ykkur áfram.
Nú legg ég augun aftur.
Ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vðm í nótt.
Æ virzt mig að þér taka.
Mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Margrét Pálsdóttir
Af samferðamönnum mínum á
lífsleiðinni hafa fáir verið mér ná-
komnari eða kærari en tengdamóðir
mín, Ingibjörg Stefánsdóttir, sem í
dag er til moldar borin.
Leiðir okkar lágu saman frá ár-
inu 1966, og allt frá fyrstu kynnum
reyndist hún mér sem önnur móðir.
Það var í senn sérstök reisn og
hlýja sem einkenndi heimili þeirra
Ingibjargar og Andrésar Andrés-
sonar, klæðskerameistara, á
Suðurgötu 24, eins og ég kynntist
því. Þar ríktu glaðværð og notaleg-
heit, sem ótrúlega margir nutu.
' Böm þeirra hjóna, Sigrún, Berg-
lind, Andrés og Stefán, vom öll enn
á heimilinu og þar var einnig öldruð
móðir Ingibjargar, Ólafía Ólafs-
dóttir. Faðir hennar, Stefán Bald-
vinsson, var þá látinn, en hann
hafði líka dvalið síðustu æviárin á
heimilinu og notið aðhlynningar
dóttur sinnar.
Þegar ég lít til baka finnst mér
eins og Ingibjörg hafí á þessum
ámm alla tíð, frá morgni til kvölds,
verið að taka á móti gestum og
gangandi, brosandi og elskuleg að
bjóða til stofu eða eldhúss upp á
kaffi og meðlæti eða til matar-
borðs, ef ekki ættingjum eða vinum
utan af landi til lengri eða skemmri
dvalar á heimilinu. Það var alltaf
fullt hús og þannig kunnu húsráð-
endur því best. Starfsþrek Ingi-
bjargar virtist óþijótandi, hún var
á undan öllum öðmm á fætur og
gekk síðust til svefns, alla tíð hress
og kát öðmm til uppörvunar. Þeir
sem litu inn úr amstri hversdags-
ins, fengu kaffi og spjölluðu um
daginn og veginn, fóm léttstígari
út.
En ég minnist Ingibjargar ekki
síður sem mikillar móður. Hún
fylgdist með velferð fjölskyldunnar
af einstöku innsæi. Hvort sem var
á stundum gleði eða sorgar var hún
hin styrka stoð, sem allir gátu reitt
sig á. Hún skipulagði fjölskyldu-
veislumar, hún tók að sér barna-
bömin, þegar þannig stóð á, hún
huggaði og hún miðlaði málum ef
ósættir urðu. Hún var mjög kraft-