Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1987
75
Aulaháttur hjá útvarpsstöðvum
Til Velvakanda.
Kristinn Snæland skrifar:
Ég get ekki látið lengur vera
að finna að lélegu lagavali næturút-
varps rásar 2 og hroðalegu lagavali
næturútvarps Bylgjunnar. Fyrst vil
ég finna að rás 2, en lagaval þeirr-
ar stöðvar er, þótt slæmt sé, stórum
skárra en Bylgjunnar. Þeir eru
hvimleiðir aulabrandarar þularins
t.d. þegar hann er að kynna gömul
og góð lög sem „ellismelli". Það
væri þó samræmi ef önnur lög
væru kynnt sem „dauðasmellir“,
„þularsmellir", unglingasmellir“ og
svo framvegis. Fyrir utan það, að
kalla vinsælt lag „smell“ er vitan-
lega einfeldningslegur aulaháttur.
Varðandi rás 2 vil ég einnig geta
þess að aldrei hefi ég heyrt í ríkisút-
varpinu þátt á jafn lágu plani og
þátt sem kallaður er „Unga'ði". Sá
þáttur er slíkt endemis rugl að eft-
ir hann bjóst ég við því að rás 2
afsakaði þáttinn með því að biðjast
afsökunar, þátturinn hefði fyrir
slysni verið sendur út af biluðu fólki
með biluðum tækjum. Og svo hótar
stöðin því að þvælan verði endurtek-
in. Þvílíkt og annað eins.
Eins og áður sagði er lagaval
Bylgjunnar (næturútvarps) enn
verra en rásar 2. Uppistaðan eru
10 ára lög og yngri, aðallega á
popp- og diskó-línu. Þetta lagaval
virðist sniðið að óskum hlustenda 5
til 15 ára og einnig að einföldum
smekk viðkomandi þular. Þulirnir
virðast vera fyrrverandi plötusnúð-
ar af diskótekum boi'garinnar og
gera sér greinilega enga grein fyrir
því að hlustendur á næturútvarpi
eru ekki nema að örlitlu leyti ungl-
ingarnir í frumskóginum. Hlustend-
ur næturútvarps eru ámóta
þverskurður landsmanna og sá hóp-
ur er valdi vinsælasta lagið til
söngvakeppni sjónvan>sstöðva. Það
lag og vinsældir þess ættu að gefa
uppgjafaplötusnúðum rásar 2 og
Bylgjunnar vísbendingu um hvað
fólk vill hlusta á í næturútvarpi.
Loks má benda þessu fólki á að til
er önnur létt tónlist en ])opp og
diskó. Ég ætti ekki að þurfa að
nefna t.d. suður-öameríska tónlist,
dixieland, kúreka-, harmoníku- og
létta jasstónlist. Þá má einnig nefna
valsa, ræl, polka og jafnvel marsa.
Með þessu fordæmi ég ekki alfarið
popp eða diskótónlist, en bendi
ráðamönnum rásar 2 og Bylgjunnar
á þann tónlistarsmekk sem valdi
Hægt og hljótt í fyrsta sæti. Sá
hópur er hinn þögli meirihluti. Tak-
ið tillit til hans.
Er forsenda til málshöfð-
unar vegna okurvaxta?
Til Velvakanda.
Getur einhver í dómkerfinu svar-
að þvi, hvort ekki sé komin forsenda
fyrir að höfða mál á hendur fjár-
málaráðherra vegna okurvaxta sem
fólk hefur þurft að greiða fyrir
bankalán, lífeyrissjóðslán og hús-
næðismálalá.i undanfarin ár. Sum
þessara lána er fólk búið að greiða
tvöfalt og samt er ekkert lát á
skuldahalanum. Við, sem ekki vilj-
um fljóta sofandi að feigðarósi,
Um smáflokka
og sérframboð
Til Velvakanda.
Nú um stundir er mikið spurt og
spjallað um smáflokka og sérfram-
boð. Ti! að mynda talar Jón krata-
formaður mikið um smáflokka-
kraðak og þá með tilheyrandi
yfirlæti, sem manninum er ekki
ótamt. Hann hefur líklega gleymt
því, að ekki eru ýkjamörg ár síðan
flokkur hans var smáflokkur og
minnstu munaði að hann geispaði
golunni.
Málglaðir (kjaftagleiðir) tals-
menn gömlu kerfisflokkanna ættu
að hugleiða obboðlítið hversvegna
smáflokkar verða til. Það skyldi þó
ekki vera að einhveiju leyti vegna
þess að foringjaklíkur gömlu flokk-
anna eru ekki í kallfæri við kjósend-
ur almennt. Smáflokkur gæti e.t.v.
átt meira erindi við fólkið í landinu
en stór flokkur sem hefur það helst
sér til „ágætis" að vera gamall.
Þetta málæði um sérframboð er
um sérframboð er frasi sem hver
étur eftir öðrum. Framboð er fram-
boð hvort sem það er fyrir stóran
flokk, lítinn flokk eða öngvan flokk.
Það er bágur vitnisburður um lýð-
ræði, að menn skuli þurfa að vera
í flokki og helst stórum að eigin
sögn. Þingmenn eru öngvu háðir
nema samvisku sinni, eða svo segir
stjórnarskráin.
Ef vel á að vera þurfa foringjarn-
ir að læra að brosa fallega. Sjón-
varpsbros er áhrifaríkast. Og svo
heilsíðubros í blöðum. Jafnvel
Steingrímur, sem oft er heldur
þungbúinn á svip, hefur komið sér
upp blíðu brosi og er það vel. En
hann má gæta sín á Ólafi Ragnari,
þó hann sé ekki í lit. Nóg um sér-
framboð og sjónvarpsbros að sinni.
En meðal annara orða: Það fór
báglega þegar fjórflokkarnir sam-
einuðust um þingmál í einingu
andans og friðarbandi. Hér er vita-
skuld átt við kosningalögin nýju,
sem þingmenn skilja ekki sjálfir,
enda er þetta afkvæmi þeirra viðr-
ini.
Nú er skammt í kosningar og
nú er bara að vona að menn verði
ekki á valdi bölvaðra ekkisen tilfinn-
inganna þegar þar að kemur.
Má ég svo í lokin minna á, að
fólk talar oft um sértrúarflokka
(aðra en þá pólitísku). Ekki kann
ég við það þó ég sé ekki sérlegur
áhugamaður um trúmál. Er eitt trú-
félag öðru æðra og hver dæmir þar?
Haraldur Guðnason
krefjumst þess að höggvið verði í
þennan skuldahlekk áður en í meira
óefni er komið. Lítilsháttar launa-
hækkun, sem fólk er að fá þessa
dagana með neyðai-verkföllum, hef-
ur ekkert að segja. Hver einasti
unninn eyrir fer í þessa vaxta-,
verðbóta- og vísitöluhít, eða hvað
þetta heitir nú alltsaman, sem
reyndar er ekkert annað enn lög-
verndaður þjófnaður!
Meðal annarra orða — eru
kannski allir stjórnmálaforkólfarn-
ir, sem þegja þunnu hljóði um þetta
mál málanna í framboðsræðunum
sínum, samábyrgir?
Ætla allir kerfiskallarnir sem
settu núverandi vaxtastefnu á
spena varnarlausra borgara að þvo
hendur sínar eins og Pílatus? Eða
hveija er verið að fóðra á þessum
blóð])eningum, „Gullbókaeigend-
Vilja svo ekki fleiri skrúfa fyrir
velmegunarkjaftæði og vitna um
fátækramannasögur af sér og
sínum.
Guðrún Jacobsen
Spilling og brot á heið-
arlegum leikreglum
Kæri Velvakandi.
Ég get ekki annað en tekið und-
ir með þeim Einari Hálfdanarsyni
endurskoðanda og Jóni Sigurðs-
syni, forstjóra Járnblendifélagsins,
um, að skýringar Alberts Guð-
mundssonar á skattamáli sínu eru
með öllu haldlausar og ekki bjóð-
andi sæmilega skynsömu fólki.
Hvernig í ósköpunum dettur fólki
í hug að taka sæti á framboðslistum
Albertsflokksins og ganga fram
undir merkjum rangra skattfram-
tala og fyrirgreiðslu sem er ekkert
annað en spilling og brot á heiðar-
legum leikreglum?
Eina leiðin til að mótmæla þess-
um vinnubrögðum er að mínum
dómi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
sem kallaði Albert til ábyrgðar á
eigin verkum, en sýndi um leið það
umburðarlyndi að leyfa honum að
vera áfram á listanum í Reykjavík
þótt hann endurgildi það með því
að stofna sérstakan flokk til höfuðs
Sjálfstæðisflokknum.
Kópavogsbúi
HEILRÆÐI
Ferðafólk
Gætið varúðar og fyrirhyggju á ferðum ykkar. Á þessum árstíma
er allra veðra von og færð fljót að spillast. Varist að vera einsömul
á ferð á hættulegum stöðum. Gerið öðrum grein fyrir ferðum
ykkar og áætluðum komutíma. Látið ekki óaðgætni og slys spilla
gleði ykkar á þessum hátíðisdögum.
Heilnudd, partanudd, bjúg-
nudd, heitir leirbakstrar,
hitalampi.
Sjúkranuddstofa
Hilke Hubert,
Hverfisgötu 46, sími 13680.
:-4
Salon a París
Haf narstræti 20,
sími 17840
Höfum opið til kl. 19.00 miðvikudaginn 15. apríl.
Einnig höfum við opið laugardag fyrir páska og
annan í páskum frá kl. 10.00.
Bridgemót
Vals
Knattspyrnufélagið Valur gengst
fyrir bridgemóti miðvikudagana
22. og 29. apríl nk. kl 20.00.
Keppnisformið verður tvímenningskeppni
og spilað verður í félagsheimili Vals að
Hlíðarenda.
Upplýsingar og skráning eru á skrifstofu
Vals í síma 12187 og hjá Haraldi í síma
12307.
Allir velkomnir.
Knattspyrnufélagið Valur
KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR
T.d. vatnslímdur og T.d. spónlagðar, plast-
vatnsheldur - úr greni, húðaðar eða tilbúnar
birki eða furu. undir málningu.
Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket.
Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu
Verðl‘ SPARIÐ PENINGA!
- Smíðið og sagið sjálf!
Pið fáið að sníða niður allt plötuefnl
hja okkur í stórri sög
- ykkur að kostnaðarlausu.
BJOKNINN
Við erum í Borgartúni 28