Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 79

Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 79 Pressuliðið þjarmaði að landsliðshópnum LANDSLIÐIÐ í körfubolta náði að sigra Pressuliðið í leik liðanna í Njarðvíkum í gœrkvöldi með 101 stigi gegn 92 I nokkuð jöfnum og skemmtilegum leik. Mikið var í húfi fyrir flesta strákana því til stóð að velja landslið það sem fer á Norðurlandamótið i Dan- mörku eftir tœpa viku eftir leik- inn. Valið virðist samt standa eitt- hvað í landsliðþjálfurunum því Einar Bolason sagði eftir leikinn að landsliðið yrði ekki endanlega valið fyrr en á föstudaginn. „Eg er mjög ánægður með þennan leik og það sýnir breiddina sem er að verða hér að við getum stillt upp tveimur svo jörnum liðum. Það eru nokkrir úr Pressuliðinu sem banka á landsliðsdyrnar og það er tals- verð barátta um þau sæti sem enn eru ekki setinn," sagði Einar eftir leikinn. Það virtist allt útlit fyrir að lands- liðið ætlaði að stinga af strax í upphafi því þeir náðu strax 13 stiga Morgunblaöiö/Júlíus • Sigurður Þráinsson, besti maður íslenska iiðsins skellir hér fram- hjá slakri hávörn Færeyinganna Heri Eltor og Ib Mohr Olsen. Létt hjá íslenska karlalandsliðinu ÍSLENSKA karlalandsliðið í blaki þurfti ekki að taka mikið á þegar þeir unnu Færeyinga í landsleik i gærkvöldi í Hagaskóla. ísland vann í þremur hrinum og var leik- urinn vægast sagt leyðinlegur. Byrjunin lofaði ekki góðu. Fær- eyingar komust í 4:0 en íslenska liðinu tókst að jafna 5:5 og eftirleik- urinn var auðveldur. Lokatölur urðu 15:7 en það var ekki fyrir neinn stjörnuleik sem okkar strák- um tókst að sigra, það var fyrst og fremst lélegur leikur færeyska liðsins. í annari hrinunni var það sama uppi á teningnum. íslenska liðið lélegt en það færeyska enn slak- ara. Mótatkan var í molum hjá þeim, hávörn lítil sem enginn og baráttan í gólfinu, sem þeir hafa verið þekktir fyrir, var ekki fyrir hendi. ísland vann 15:7. Þriðja hrinan var best þó hún væri ekki góð. Það má eiginlega segja að það hafi verið laumuhrina því lítið var um seklli í henni, menn laumuðu frekar en að skella í gólf mótherjans. Sóknirnar voru hægar og það kom Færeyingum greini- lega vel. Jafnræði var með liðunum allan tímann og höfðu Færeyingar 12:11 yfir um tíma en island vann hrin- una 15:12ogleikinnþarmeð3:0. Sigurður Þráinsson var eini íslenski leikmaðurinn sem lék af eðlilegri getu. Allir aðrir voru slak- ir og það sem kom einna mest á óvart var hversu erfiðlega fyrirlið- anum Leifi Harðarsyni gekk að hitta á strákana í uppspilinu. Nokk- uð sem ekki kemur oft fyrir okkar besta uppspilara. Færeyska liðið er það slakasta sem hingað hefur komið. Hin geysilega barátta sem einkennt hefur þau lið sem hingað hafa komið var ekki með í þessari ferð ef marka má leikinn í gær. Einn áhorfendanna orðaði það svo að meðalhæðin hjá liðinu væri nú mun meiri en áður og svo virtist sem baráttan færi með „stubbunum". Á eftir karla leiknum áttu kvennalandslið þjóðanna að leika en hluti stúlknanna komst ekki til landsins í tíma þannig að ekkert varð úr leiknum. í dag leika stúlk- urnar klukkan 19 og strákarnir klukkan 20.30 og verða báðir leik- irnir í Hagaskóla. -sus Frá Bob Honnessy á Englandi. ARSENAL virðist nú algjöriega heiilum horfið hvað varðar deild- arkeppnina. í gærkvöldi töpuðu þeir á heimavelli sínum, High- bury, fyrir Newcastle með einu marki gegn engu og skoraði Paul Goddard eina mark leiksins. Þrír aðrir leikir voru í 1. deild. Sheffield lék heima gegn Forest og unnu strákarnir hans Clough 3:2. Sonur framkvæmdastjórans, Nigel Clough skoraði tvö marka Forest. Watford vann Chelsea 3:1 en West Ham og Manchester United skildu án þess leikmönnum tækist að skora. í 2. deildinni voru þrír leikir. Leeds krækti sér í þrjú stig á úti- velli með því að vinna Shrewsbury Trevor Francis á leið til Birmingham Fengi þá hærri laun en Robson hjá United Arsenal heillum horfið 2:0, Hull vann Millwall 2:1 og Blackburn og Readlng gerðu markalaust jafntefli. í Skotlandi vann Rangers lið Dundee 2:0 að viðstöddum 43.000 áhorfendum og skoruðu þeir Coo- per og McCoist mörkin. Þegar þrjár umferðir eru eftir hefur Ran- gers tveggja stiga forystu á Celtic. Frá Bob Hennesty á Englandi. FORRÁÐAMENN Chelsea vinna nú að því að koma í veg fyrir að byggingafyrirtæki f Englandi kaupi land það sem knattspyrnu- völlur fólagsins, Stanford Bridge, stendur á. Ken Beats stjóri þeirra hefur safnað 40 milljónum punda til þess að freysta þess að tryggja Chelsea afnot af svæðinu. Birmingham er eitt þeirra liða sem mikinn áhuga hefur á að fá Trevor Francis til liðs við sig en samningur hans við Atlanta á ít- alíu rennur út í vor. Francis hóf feril sinn hjá Birm- ingham en var síðan keyptur fyrir eina milljón punda til Forest árið 1979 og var fyrsti milljón punda leikmaðurinn. Þaðan fór hann til Manchester City og síðan til Samdori á Ítalíu. Birmingham hefur boðið honum 2000 pund á leik og ef hann sam- þyggir má reikna með að hann hafi um 4000 pund á viku en það yrði hæstu laun knattspyrnu- forystu. Pressustrákarnir voru þó ekki á því að láta þá stinga sig af og með samstilltu átaki tókst þeim smám saman að saxa á forskotið og þegar flautað var til leikhlés var staðan 46:45 fyrir landsliöið. í síðari hálfleik hélst leikurinn jafn og spennandi allan tímann, eða allt þar til undir lokinn að landsliðið náði að breikka bilið. Um tíma var Pressuliðið yfir, 69:73, en landsliðsmönnunum tókst að setja undir lekann og unnu sanngjarnan sigur. Það eru sjálfsagt mörg ár síðan Pálmar Sigurðsson hefur aðeins skoraði tvö stig í körfuboltaleik. í gær lék hann mikið með en skor- aði aðeins einu sinni. Hann var samt alls ekki slakur, heldur lék mikið fyrir félaga sína og skaut lítið. ívar Webster skoraöi 19 stig í fyrri hálfleik en aðeins þrjú í þeim síðari. Valur Ingimundarson skor- aði 15 stig í síðari hálfleik, en þeir Jóhannes Kristjbörnsson og Guð- mundur Bragason gerðu þá 12 stig hvor. I Pressunni skoraði Teitur mest og Guðjón Skúlason er örugglega einn þeirra sem bankar á landsliðs- dyrnar. Annars einkenndi það leikinn að allir leikmennirnir sem tóku þátt í honum skoruðu. Tíu hjá landsliðinu en ellefu hjá hinum. Landsliðið virtist dálítið þungt á sér enda hafa þeir verið í ströngum æfingum að undanförnu. Stig Landsliðsins: Valur Ingimundarson 23, Ivar Webster 22, Jóhannes Krist- björnsson 17, Guðmundur Bragason 14, Ármann vann ÁRMANN vann ÍR 2:0 í Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu í gær- kvöldi. Smári Jónsson skoraði fyrra markið í fyrri hálfleik en Brynjar Jóhannesson bætti örðu við í síðari háifleik. Hann gerði þó meira þvi skömmu síðar var honum vikið af leikvelli fyrir að mótmæla dómi all harkalega. Guðni Guðnason 8, Jón Kr. Gíslason 7, Hreinn Þorkelsson 4, Pálmar Sigurðsson 2, Gylfi Þorkelsson 2, Kristinn Einarsson 2. Stig Pressunnar: Teitur Örlygsson 14, Guðjón Skúlason 13, Ólafur Gottskálks- son 11, Jón Örn Guðmundsson 10, Símon Ólafsson 10, Sigurður Ingimundarson 9, Þorvaldur Geirsson 6, Brapi Reynisson 6, Henning Henningsson 4, Ivar Ásgríms- son 4, (sak Tómasson 4. B.B./SUS Bikarmótá skíðum: Akureyr- ingar sigur- sælastir BIKARMÓT Visa í skíðaíþróttum var haldið i Bláfjöllum um helgina og keppt í stórsvigi og svigi. 4%^ keppendur voru skráðir, en 33 luku keppni. í stórsvigi karla sigraði Guð- mundur Sigurjónsson, Akureyri á 1.20.42 mínútum samanlagt, en annar var Daniel Hilmarsson, Dalvík á samanlögðu 1.21.67. Þriðji varð Valdemar Valdemars- son, Akureyri á 1.22.67 mínútum samanlagt. í stórsvigi kvenna sigr- aði Guðrún H. Kristjánsdóttir, Akureyri á samanlagt 1.23.99, önnur varð Ingigeröur Júlíusdóttir, Dalvík á 1.25.00 samanlagt og þriðja Anna María Malmquist, Ak- ureyri á 1.26.10 samanlagt. í svigi kvenna sigraöi Guðrún H. Kristj- ánsdóttir, Akureyri með 2.28.71 samanlagt, önnur varð Anna Maria Malmquist, Akureyri á 2.35.45 og þriðja Þórdís hjörleifsdóttir, Vík á 2.36.38. Keppt var í 700 metra braut og var mótstjóri Helgi Hallgrímsson. manns á Englandi. Robson er með 2500 pund á viku hjá United og Shilton 1.900 hjá Southampton. Souness flaug til Ítlaíu fyrir hálf- um mánuði til að sjá Francis leika og hefur mikinn áhuga á að fá hann til Rangers og einnig hefur QPR áhuga á þessum 33 ára snjalla knattspyrnumanni. Leeds hefur boðið Billy Bremner framkvæmdastjór sínum tveggja ára samning og er fastlega búist við að hann taki boðinu enda mik- ill Leedsari í sér. getrluna- VINNINGAR! 34. leikvika -11. apríl 1987 Vinningsröð: 221-X21-XXX-X21 1. vinningur: 11 röttir, kr. 71.745,- 14420(1/10) 127202(6/10)+ 127205(6/10)+ 223542(14/10) 125252(6/10) 127204(6/10)+ 127706(6/10) 2. vinningur: 10 réttir, kr. 2.089,- 1142 47631* 96358 125254 223659* Úr 33. viku: _ 8486 49573 97970 126001+ 223797 9725+ 12983 50571*+ 98713+ 126002+ 594067 53155+ 14419 53834 98719+ 126168 594078 *=2/10 42351+ 53845 98722+ 127611 594079 **=4/10 43686+ 55966 101121 129618** 622385 45353 58145 125051+ 215393 622622* 45374+ 58470 125078 218286*+ 654497 46382** 96299 125253 218298* Kærufrestur er til mánudagsins 4. maf 1987 kl. 12:00 á hádegi. Kasrur skutu vsra skrtflogar. Ksrueyóublöó fást hjá umboðamðnnum og á akrtfstofunni f Raykjavfk Vtnningnipphtoðir gata Iskkað, ef ksrur verðe toknar tH greina Handhafar nafnlausra aoðU (+) verða að framvfsa stofni aða senda atofninn og fuNar upplýaingar um nafn og heknHisfang til Islehakra Getrauna fyrir lok ksrutrosts tslenskar Getraunir, Iþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.