Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 80

Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 80
wónustö SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. ffgtmdafrifr ALHLIÐA PRENTWÓNUSTA ÍGuðjónÓ.hf. I 91-27233 MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. 18% hækkun vísitölu á árs- grundvelli VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 1,39% frá Í. mars til 1. apríl. Hækkunin í marsmánuði '^■“"svarar til þess að vísitalan hækk- aði um 18% á einu ári. Sfðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækk- að um 16,2%. Kauplagsnefnd reiknast til að vísitalan sé nú 193,20 stig. Miðað er við að vísitalan hafi verið 100 stig í febrúar árið 1984. Af hækkuninni frá marsbyijun má rekja 0,3% til hækkunar á verði matvöru, 0,2% til hækkunar á verði fatnaðar, 0,2% til breytinga á verði bensíns, 0,1% til þáttar húsnæðis í vístölunni og 0,6% eru tilkomin vegna hækkunar á verði ýmissa vöru og þjónustu. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,4% og jafn- áK flífildir það 18,8% verðbólgu á einu ári. Borgin kaupir hús SÍS við Tryggvagötu BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa hús Sam- bands íslenskra samvinnufélaga við Tryggvagötu 15. Kaupverðið er 82 milljónir og greiðist á 8 árum. Að sögn Hjörleifs Kvaran skrif- stofustjóra borgarverkfræðings er fyrirhugað að nýta miðju hússins undirv bifreiðastæði en við norður- og suðurhlið er gert ráð fyrir ann- arri starfsemi. Húsið er fimm hæðir og 5000 fermetrar að stærð. Reykjavíkurborg á aðliggjandi lóð númmer 13 við Tryggvagötu og hef- ur þar verið teiknað nokkurra hæða bifreiðageymslu hús. „Þar er gert ráð fyrir 200 bifreiðastæðum en með því að tengja húsin saman fjölgar stæð- unum um 100,“ sagði Hjörleifur. Morgunblaðið/Páll Stefánsson Mikill mannfjöldi var við vígslu flugstöðvarinnar. Hér sést yfir efri hæð hússins frá norðri til suðurs, garðskálinn og TF Ögn fjær. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKS- SONAR TEKIN í NOTKUN Flugstöð Leifs Eiríkssonar var formlega vígð í gærkvöldi og tekin i noktun í morgun. Flug 620 frá Chicago var þá væntan- legt til landsins klukkan 6.30. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, vígði flugstöðina og gaf henni nafn Leifs Eiríksson- ar. Að lokinni vígslunni sagði forsetinn í samtali við Morgun- blaðið, að þetta væri fallegasta flugstöð, sem hún hefði komið í. Um 3.000 gestir voru við- staddir vigsluna. Vígslan hófst klukkan 18.30 með ávörpum formanns bygging- arnefndar, utanríkisráðherra og samgönguráðherra, en að því lo- knu vígði forsetinn flugstöðina og afhjúpaði lágmynd af Leifi Eiríks- syni. Að því loknu blessaði biskupinn yfir íslandi herra Pétur Sigurgeirsson flugstöðina og þá sem þar munu fara um. Að síðustu afhenti utanríkisráðherra Pétri Guðmundssyni, flugvallarstjóra, húsið til notkunar. Sjá ræður fluttar við vígslu- athöfnina í gær á bls. 28 og 29 og frásagnir og myndir á miðopnu og bls. 42. Morgunblaðiðp/Björn Guðmundsson Símon Sigurmonsson við hvalhræið í fjörunni í gær Snæfellsnes: Hnúfubak rak á fjörur HVAL rak á fjörur rétt neðan , við gistihúsið Langholt í Stað- arsveit á Snæfellsnesi í gær. Netadræsa er vafin um sporð hans og í henni hryggjarliður úr öðrum hval að sögn Símons Sigurmonsson bónda í Görðum sem kom fyrst auga á hvalinn. „Þegar ég leit út um gluggann í morgun sá ég stóra svarta þúst bera í hvítt brimið í fjörunni," sagði Símon. „Þetta er stór og fallegur 11 metra langur hnúfu- bakur, sem reglulega gaman er að skoða. Hann sagði að hvali, hákarla og seli hefði áður rekið á fjörurnar en þeir hefðu ekki verið heilir eins og þessi sem virtist vera ný dauður. „Hefði hvalinn rekið á land fyr- ir 200 árum þá hefði hann líklega verið étinn en núna er ekkert hægt að gera við hann. Þetta er allt annað að sjá en sundurtætta hvali í hvalstöðinni. Mér finnst alltaf hvalir vera glæsilegar skepnur og það hefði verið gaman ef hann hefði rekið á land að sunt- arlagi þegar útlendingar eru hér á ferð,“ sagði Símon. Þrítugur Reykvíkingur dæmdur í Sakadómi: Atta ára fangelsi fyrir að vera vald- ur að dauða konu ÞRÍTUGUR Reykvíkingur, Arni Óli Friðriksson, var í gær dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að vera valdur að dauða fatlaðrar konu, Kristinu Halldórsdóttur, á heimili hennar í Hátúni 12 aðfaranótt laug- ardagsins 13. september 1986. Árni Óli játaði að hafa reynt að þvinga konuna til samræðis, þrátt fyrir óvilja hennar og kröftuga mót- spyrnu. Hann kvaðst hafa fellt kónuna í gólfið og barið höfði henn- ar nokkrum sinnum við það, en eftir það lá hún hreyfingarlaus. Hann féll síðan frá ætlun sinni og segir, að Kristín hefði eftir þetta staðið upp, gengið á eftir honum og ýtt við honum, þegar hann var á leið- inni út, en hann þá hrint henni kylliflatri. I niðurstöðum dómsins segir að þessi frásögn hans þyki ótrúverðug í ljósi þess sem á undan var gengið og þess hvar lík konunn- ar fannst. í niðurstöðum sakadóms Reykja- víkur segir að ekki þyki sannað að það hafi verið ásetningur mannsins að svipta konuna lífi, eða að honum hafi mátt vera ljóst að yfírgnæfandi líkur væru á því að bani hlytist af verknaði hans. Afleiðingar hinnar stórhættulegu árásar hans á varnar- lausa fatlaða konuna verði hins vegar metnar honum til gáleysis. I niðurstöðum dómsins segir enn fremur að Árni Óli hafi gerst brot- legur með því að skilja stúlkuna eftir stórslasaða og varnarlausa og aðhafast ekkert hvorki þá né síðar. Refsing Árna Óla Friðrikssonar þótti hæfilega ákveðin 8 ára fang- elsi. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhaldsvist hans í 208 daga. Þá var honum einnig gert að gi-eiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknaralaun í ríkis- sjóð, 60 þúsund krónur, og réttar- gæsluþóknun og málsvarnarlaun veijanda síns, 100 þúsund krónur. Ingibjörg Benediktsdóttir, saka- dómari, kvað upp dóminn. Ákæru- valdi er skylt að áfrýja til Hæstaréttar þar sem refsing fer yfir 5 ára fangelsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.