Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRlL 1987 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kosningahorfur ræddar í Valhöll Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa að undanförnu haldið fundi með trúnaðar- mönnum flokksins í hverfum borgarinnar, þar sem rætt hefur verið um ástand og horfur í stjórn- málum og skipulag kosningabaráttunnar. í gær áttu þeir fund með sjálfstæðismönnum í Háaleitis- hverfi í kosningamiðstöðinni í Valhöll og var þessi mynd þá tekin. F.v.: Þórarinn E. Sveinsson, yfirlæknir, frú Vala Thoroddsen, Hildur Bemhöft og Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. S/EÐURHORFUR Í DAG: VFIRLIT á hádegi í gær: Um 400 km norður af Jan Mayen er 968 millibara djúp og víðáttumikil lægð sem þokast norðaustur, en lægðardrag við suðurodda Grænlands hreyfist austur. SPÁ: Vestlæg og suðvestlæg átt um allt land, víðast stinningsgola eða stinningskaldi (4-6 vindstig)). Skúir eða ól um vestanvert iandið en þurrt austan til. Hiti á bilinu 0 til 5 stig. j VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: rÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Austlæg átt og hlýnandi veð- S ur. Víða skúrir eða slydduél, einkum um sunnan- og austanvert landið. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað % AlskÝÍað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 HKastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V EI — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tima Akureyri hiti 2 veður snjóél Reykjavik 3 naglél Bergen 9 skýjað Helsinki 8 alskýjað Jan Mayen -6 snjóél Kaupmannah. 7 skýjað Narssarssuaq -2 snjókoma Nuuk -4 snjókoma Osló Stokkhólmur 8 vantar alskýjað Pórshöfn 6 haglél Algarve Amsterdam 13 vantar akýjað Aþena 16 skýjað Barcelona 17 mistur Berlln 12 mistur Chicago 9 þokumóða Glasgow Feneyjar 14 vantar þokumóða Frankfurt 13 mistur Hamborg 9 skýjað Las Palmas 22 mistur London 13 mlstur Los Angeles 16 skýjað Lúxemborg 12 skýjað Madrid 17 heiðsklrt Malaga 17 skýjað Mallorca 20 léttskýjað Miami 26 skýjað Montreal 9 skýjað NewYork 8 alskýjað Parfs 14 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Vfn 11 hálfskýjað Washlngton 11 akúr Winnipeg 7 úrkoma I gr. Tæknigarðar rísa innan árs Hlutafé félagsins 5 milljónir STOFNAÐ hefur verið félag um að reisa og reka hús, Tæknigarðar hf., fyrir rafeinda-, tölvu- og upplýsingatækni. Hluthafar félagsins eru Þróunarfélag Islands hf., 2 milljónir, Reykjavíkurborg, 1 millj- ón, Háskóli íslands, 1 milljón, Tækniþróun hf., 750 þúsund, og Félag islenskra iðnrekenda, 250 þúsund krónur. Að auki samþykkti Reykjavíkurborg að lána allt að 49 milljónum króna til byggingar hússins en á móti munu aðilar atvinnulífsins leggja fram lánsfé allt að 16 milljónum króna. Framkvæmdir hefjast í sumar og er stefnt að því að húsið verði tekið í not „Ég tel þetta merkan atburð þar sem við höfum fengið Reykjavíkur- borg sem stærsta atvinnuveitand- ann og forsvarsmenn í atvinnulífinu til að mynda með okkur Tæknigarð sem á að skapa atvinnulífinu örvandi umhverfi i framtíðinni," sagði Sigmundur Guðbjarnason rektor Háskóla Islands þegar hann kynnti Tæknigarða hf. Hann sagð- ist ekki efast um að hér væri stigið skref fram á við og fagnaði væntan- legri samvinnu við aðila í atvinnulíf- inu sem myndu auka þekkingu Háskólans á atvinnulífmu og leiða þær rannsóknir sem unnið yrði að. „í atvinnulífínu er lagt hart fjár- hagslegt mat á það sem er að gerast í viðskiptaheiminum þar sem breytingar eru hraðar og því má búast við raunhæfum árangri af samstarfínu," sagði Sigmundur. Samstarf milli Háskóla íslands n innan árs. og atvinnulífsins hefur aukist á undanförnum árum og hefur há- skólinn meðal annars fengið heimild í lögum til að taka þátt í stofnun hlutafélaga, sem vinna að rann- sóknum og þróunarstarfsemi. Nýja fyrirtækið hefur meðal annars á stefnuskrá sinni að styrkja rann- sóknarverkefni við Háskólann þannig að þau verði að markaðs- vöru og skapi atvinnu. Öll aðstaða í húsinu, tæki, rann- sóknir, sérfræðiþjónusta og húsnæði verður leigt út til þeirra sem þangað leita. Væntanlegir leigjendur verða fyrirtæki sem sprottin eru af starfsemi Háskól- ans, fyrirtæki sem vilja nýta sér aðstöðu Háskólans við ný verkefni eða breytingar á starfssviði sínu og rannsóknar og þjónustustofnanir tengdar upplýsinga- og tölvutækni. Morgunblaðið/Júlíus Fulltrúar þeirra sem standa að stofnun Tæknigarða hf., frá vinstri Guðmundur Magnússon prófessor, Víglundur Þorsteinsson formaður Félags isl. iðnrekenda, Ólafur Davíðsson formaður Þrónurafélags íslands hf., Davíð Oddsson borgarstjóri og Sigmundur Guðbjarnason rektor Háskóla Islands. Borgara- flokkurinn kærir útgáfu dreifirits Borgaraflokkurinn sneri sér tíl ríkissaksóknara í gær og lagði fram kæru vegna útgáfu blaðs sem dreift hefur verið í hús í Reykjavik að undanförnu. Á blaði þessu, sem ber yfirskriftina „Stefnuskrá Borgarafiokksins" eru talin upp sjö atriði, sem fjalla um skattamál Alberts Guð- mundssonar og fleira. Á blaðinu er það sögð stefna Borgaraflokksins að ráðherralaun skuli ekki vera skattskyld ef ráð- herrann er jafnframt heildsali, vikið að fé því sem Albert afhenti Guð- mundi J. Guðmundssyni á sínum tíma, sögð stefna flokksins að að- eins skuli veita vín frá heildsölu Alberts í opinberum veislum og fleira tilgreint. í fréttatilkynningu frá Borgaraflokknum, sem Helena Albertsdóttir undirritar, segir að plaggið sé á lægsta plani mann- legra samskipta og hún harmi þá stefnu sem kosningabaráttan hafí tekið. Helena sagði í gær að hana grunaði hveijir stæðu fyrir útgáf- unni, en vildi ekki láta þær grun- semdir sínar uppi. Gunnar Jónasson. Röng mynd- birting Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að með viðtali við Gunnar Jón- asson höfund flugvélarinnar TF—ÖGN birtist mynd af Gunnari J. Möller. Um leið og rétt mynd er birt biður blaðið þá nafna velvirð- ingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.