Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 Sjötugur: Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi Haustið 1956 urðu straumhvörf í kennslu nemenda með sérþarfir á íslandi, þegar Magnús Magnússon kennari kom heim frá framhalds- námi í sérkennslufræðum við Heilpadagogische Seminar í Zurich ogr almennri uppeldisfræði við Há- skólann í Munchen. Jónas B. Jónsson, sá framsýni stjómandi fræðslumála í Reykjavík, réð Magn- ús umsvifalaust til námstjórar í skólum Reylqavíkur, en að hálfu kenndi hann bekk tomæmra nem- enda í Miðbæjarskólanum. Fyrsta starfsárinu varði Magnús til að sannfæra skólastjómendur um nauðsyn sérstakra aðgerða í málum seinfærra nemenda, t.d. myndunar fámennra sérbekkja þar sem unnt væri að sinna hveijum einstaklingi í samræmi við þarfir hans. Þá ræddi Magnús við kennara svokallaðra tossabekkja, reyndi að uppfræða þá og styðja í starfi. Haustið eftir varð árangurinn af þessari byijun sá að í 6 skólum vom seinfæmstu nemendumir í 8 ára árganginum valdir saman í fá- menna bekki, sem nefndir vom „hjálparbekkir". í upphafí starfsins hélt Magnús námskeið fyrir kennar- ana sex og í framhaldi af því hittust þeir reglulega til samráðs og sam- vinnu út skólaárið. í þessum hjálparbekkjum var nú gerbreytt um kennsluhætti, reynt var að velja viðfangsefni í samræmi við getu og áhuga nemenda, létt af þeim óhóflegri námspressu og samstarf við foreldra stóraukið. Enn var hert á klónni haustið 1958, en þá efndi Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur til mánaðamámskeiðs. Tuttugu kennarar frá tíu skólum vom leystir undan kennsluskyldu allan septembermánuð og sóttu í þess stað fyrirlestra og fylgdust með daglegri sýnikennslu hjá Magnúsi. Þetta var upphaf aðgerða í mál- um nemenda með sérþarfir í bamaskólum landsins, sem verður minnst að verðleikum í skólasög- unni. Þroskaheft böm áttu ekki kost á skólavist á þessum tíma og var Magnúsi mjög umhugað að bæta úr því, enda var sérmenntun hans á því sviði. Hann linnti ekki iátum fyir en Reykjavíkurborg setti á stofn sérskóla fyrir þroskahefta, Höfðaskólann, árið 1961. Þar hóf Magnús brautryðjandastarf, í fyrstu með einn kennara sér við wmM HarðUr„dSÍ^25rnSekði Meða"e-tartf^ nnsluhraði mm SiSt#. Harður disKU <3o msek- - , ,-rna skjðr, texti 9 ♦C' - . OG MARGAR AÐRAR GERÐIR NOVELL NeíWare: Nethugbúnaður og tengibúnaður. margar gerðir. Net sem virkar og ekki brotnar niður við mikið áiag. Frábœr reynsia. íslenskur hugbúnaður. WordPerfect ritvinnsla, LAUN launabókhald, OPUS fjárhags-. viðskiptamanna- og birgðabókhald. Sólukerfi, tollskýrslugerð og endurskoðendakerfi. Hugbúnaður og vélbúnaður fyrir hótel. Tœkniiegir yfirburðir, samhœfni, hraði, gœði og áreiðanleiki. hlið, en fljótlega óx starfsemin uns ríkið tók við rekstrinum og hafin var bygging Öskjuhlíðarskóla, sem brátt varð öflug fagstofnun undir styrkri stjóm þessa fyrsta íslenska sérfræðings í kennslu vangefinna. Með lögum um gmnnskóla frá 1974 fengust víðtækar heimildir tii sérkennslu og var þar gert ráð fyr- ir samningu reglugerðar ásamt áætlun um framkvæmdir á þessu sviði. Hér var mikið stjómunarstarf á ráðuneytisplani framundan, brautryðjandastarf. Árið 1976 var leitað til Magnúsar um að taka það að sér, og lét hann þá af skóla- stjóm Öskjuhlíðarskóla og hóf starf í menntamálaráðuneytinu sem sér- kennslufulltrúi. Setning reglugerðar um sér- kennslu frá 1977 er tvímælalaust stærsta framfaraspor sem stigið hefur verið í sérkennslú hér á landi. Ég tel víst að Magnús hafí átt veru- legan þátt í mótun hennar, og víst er um að framkvæmdin hefði ekki orðið sú sem raun er á ef Magnús- ar hefði ekki notið þar við. Það lætur að líkum að áhrif Magnúsar hafa orðið sterkust á kennara sem fengist hafa við sér- kennslu. Hann átti fmmkvæði að stofnun „Félags kennara til hjálpar afbrigðilegum börnum" árið 1960 sem starfaði af krafti í rúman ára- tug, svo og stofnun „Félags ís- lenskra sérkennara“ árið 1971, en Magnús var gerður að heiðursfé- laga þess á 15 ára afmælinu, og gefur það til kynna hvers álits hann nýtur hjá þeim sem dómbærastir em um störf hans. Það er ekki tilgangurinn að rekja hér frekar afskipti Magnúsar af skólamálum, enda yrði sú upptaln- ing allt of löng á þessum stað. Ferill hans almennt og margþættar athafnir á öðmm sviðum verða heldur ekki tíundaðar, þó vissulega væri full ástæða til þess, því maður- inn hefur vítt áhugasvið og gengur hart fram í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Þó skal þess getið í framhjáhlaupi að Magnús flytur ætíð með sér ferskan blæ, örvar og gleður hvar sem hann kemur og við hvem sem hann á sam- skipti. Sjálfsagt hefði honum ekki orðið jafn vel ágengt og raun ber vitni ef geðslag hans og framkoma væri með öðmm hætti. Sakií þess að ég undirritaður þekkti aðstæður fatlaðra og nem- enda með sérþarfir fyrir 1956 og hefí átt betri kost á því en flestir aðrir að fylgjast með þróuninni í sérkennslumálum frá því Magnús hóf hið merka brautryðjandastarf sitt þykir mér hlýða að votta honum þakkir fyrir ómetanleg störf að veigamiklum þætti íslenskra skóla- mála og óska honum allra heilla á þessum tímamótum. Þorsteinn Sigurðsson, skólastjóri. P.S.: Magnús dvelur á afmælis- daginn, 18. apríl, laugardaginn kemur, í Gasthof am See, Forgen- sestrasse 81, 8959 Schwangau- Waltenhofen, Bundesrepublik, Deutschland. meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.