Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 31 Morgunblaðið/Þorkell Kristín Harðardóttir og Þráinn Jóhannsson ganga um borð í vél Arnarflugs, fyrst farþega úr Leifsstöð. Fillipus Pétursson ætlar að fylla Guðriður Hauksdóttir starfsmað- Leifsstöð erlendum ferðamönn- ur Fríhafnarinnar. um að eigin sögn. tilefni af vígslunni. „Þetta er sannarlega ánægjuleg og óvænt upplifun," sagði Kristján við blaðamann Morgunblaðsins. „Eg fór af landi brott á miðvikudag- inn var og bjóst satt að segja ekki við að búið væri að opna nýju flug- stöðina." Um borð í vélinni voru 134 far- þegar, hélt 121 áfram austur um haf til Luxemborgar en 13 höfðu viðdvöl hér á landi. Starfsemi enn í gömlu flugstöðinni í „gömlu flugstöðinn" var að vonum tómlegt um að lítast í gær- morgun. Landsbankaútibúið var þó opið og tollverðir gættu þess að óviðkomandi færu ekki inn í far- þegasal. Vörur voru í hillum fríhafnar og verslunar íslensks markaðar og í veitingasölunni var enn matur í hillum. Þessi bygging verður í umsjá íslendinga enn um sinn. Skrifstofur Flugleiða og flug- vallarstjóra á efri hæð þarf að nota þar til húsnæðið í Leifsstöð verður til reiðu. Einnig verður notast við flugeldhúsið í gömlu stöðinni þar til byggingin við hlið Leifsstöðvar er fullbúin. Stefnt er að því að flytja þessa starfsemi úr stöðinni í sumar og mun bandaríski herinn þá fá afnot af henni. Hjálparstarfið á hug minn allan - segir nýráðinn framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar NÝRÁÐINN framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar Kirkjunnar, Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrun- arfræðingur, starfaði við neyðar- og þróunaraðstoð á vegum Rauða Krossins í Thailandi, Sómalíu, Súd- an og Eþíópíu á árunum 1981-1986. Þar kynntist hún af eigin raun aðbúnaði flóttafólks og neyð þeirra er búa við hungur og þurrka. „Víst var þetta erfið ákvörðun að setjast i þennan stól. En hjálparstarfið á hug minn allan og þar tel ég mig geta samræmt starf og áhugamál," sagði Sigríður í samtali við blaðamann á föstu- dag, en hún tók formlega við starfinu tveimur dögum áður. Hjálparstofnun er nú að hefja störf að nýju eftir gagngera uppstokkun. Fyrsta verk Sigríðar er að gangast fýrir söfnun um páskana til þess að afla fjár til byggingar munaðarleys- ingjahælis í Eþíópíu. Þessu verkefni var hrint af stokkunum fyrir tveimur árum og tók stofnunin á sig skuld- bindingar sem brýnt er að standa við. Öllum undirbúningi byggingar hælisins er lokið. Að öllu jöfnu ættu framkvæmdir að geta hafist innan tveggja mánaða. Á hælinu verður hægt að hýsa og hjúkra 250 börnum en fullbúið kostar það rúmar níu milljónir króna. „Við förum hægt og hljóðlega af stað. Það er mikið verk fyrir höndum að vinna nafni Hjálparstofnunar traust meðal þjóðarinnar að nýju, en ég er sannfærð um að það takist," sagði Sigríður. „Við munum eiga samstarf við presta um land allt. Þeir taka við söfnunarfé í dimbilviku og um páskahelgina en í nokkrum sóknum ætla fermingarböm að ganga í hús. Þá er hægt að koma framlögum til skila um gíróreikning stofnunarinnar í öllum bönkum." Fyrstu afskipti sín af hjálparstarfi taldi Sigríður hafa ráðist af tilviljun. „Eftir að ég lauk námi hélt ég til Svíþjóðar og starfaði þar í þijú ár. Við komuna heim tók við óánægjutímabil, eins og oft vill verða þegar maður kemur til íslands eftir langa útiveru. Það var faðir minn sem benti mér á auglýsingu Rauða Kross- ins þar sem falast var eftir hjúkruna- rfræðingum til hjálparstarfa. Ég svaraði henni en var sett á biðlista. Það var ekki fyrr en mörgum mánuð- um seinna að haft var samband við mig og fjórum dögum síðar var ég á Sigríður Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar Kirkjunnar var við hjálparstörf í Eþíópíu fyrir þremur árum. Barnið sem hún stumrar yfir á myndinni var aðframkomið af næringarskorit og sjúkdómum. Lést það skömmu eftir að mynd- in var tekin. leiðinni til Thailands þar sem ég starf- aði í þijá mánuði í búðum flótta- manna frá Kamputseu." Fyrstu kynni Sigríðar af Afríku voru þegar hún var send til starfa í flóttamannabúðum í Ogadeneyði- mörkinni nálægt landamærum Sómalíu og Eþíópíu. Hún dvaldist þar í hálft ár en gerði þá tveggja ára hlé á hjálparstarfi. Á árinu 1984 starfaði Sigríður í rúmt ár í Eþíópíu, og á síðsta ári var hún við hjálparstörf í Súdan. Aðspurð sagðist Sigríður vera þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa séð árangur af hjálparstarfinu. „Við- brigðin geta verið ótrúleg, þegar aðstoðin berst. Eftir skamman tíma eru böm sem áður voru sinnulaus og veikburða farin að leika sér, en mæð- ur þeirra að snyrta sig og byggja upp fjölskyldulíf að nýju,“ sagði Sigríður. „Þótt fjölmiðlar hafí beint sjónum manna að neyðarástandi í þessum heimshluta með ógnvekjandi mynd- um, þá sakna ég þess oft að ekki sé gerð grein fyrir daglegu lífi fjöl- skyldna sem hafa nóg að bíta og brenna. Lífið í Eþíópíu hefur líka sínar fallegu hliðar," benti hún á. „Þörfín fyrir neyðarhjálp hefur til allrar hamingju minnkað á undanf- ömum missimm og eftirspumin eftir starfsliði að sama skapi. Hjálpar- stofnunum hefur fjölgað, aðstoð berst því fyrr og vegna betra skipulags og þekkingar er von til þess að við getum í framtíðinni, bægt frá þessum ægi- legu hörmungum sem gengið hafa yfir Afríku með reglulegu millibili," sagði Sigríður. Á meðan á samtalinu stóð bankaði formaður sóknarnefndar í einu borg- arhverfanna upp á og afhenti umslag með ótilgreindi fjárupphæð. Fylgdi sú skýring að á fundi nefndarinnar kvöldið áður hefði verið ákveðið að láta eitthvað af hendi rakna í tilefni þess að Hjálparstofnun væri að byrja störf að nýju. „Það er ótrúlegt hversu mikið berst inn á gíróreikning okkar og eftir öðmm leiðum, þótt ástandið hafí verið svona undanfama mán- uði,“ sagði Sigríður. „Við ætlum að fara af stað með páskasöfnunina og setjast síðan niður og ræða málin betur. Það er ljóst að brýnasta verkefnið er að koma fjár- málunum á réttan kjöl og til þess þarf að selja húsið að Engihlíð 9 eins fljótt og auðið er,“ sagði Sigríður þegar talinu var vikið að því sem væri framundan í starfi Hjálparstofn- unar. Hún mun verða eini starfsmaður stofnunarinnar til að byija með en taldi víst að nauðsynlegt yrði að ráða eina manneskju sér til aðstoðar. „Ég er enn að átta mig á hlutunum og á eftir að lesa mig í gegnum ósköpin öll af skjölum til þess að hafa betri yflrsýn yfir starfsemina," sagði Sigríður. „Eftir páska byija ég vænt- anlega á því að gera áætlun um starfsemi Hjálparstofnunar á árinu, sem lögð verður fyrir stjómina og þarf að hljóta samþykki hennar.“ Hnúfubak ekki rekið á land í all- mörg ár Vísindamenn rannsaka hræið MENN úr hvalrannsóknahópi Hafrannsóknastofnunar fóru í gærmorgun vestur að Görðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi til að rannsaka hnúfubakshræið sem þar rak á land í fyrradag. Jóhann Sigurjónsson sjávarlíf- fræðingur sagði að þetta væri kærkomið tækifæri til að safna upplýsingum um hnúfubak, þar sem þessi tegund hefði ekki verið veidd hér við land i meira en þrjá áratugi og ræki sjaldan á land. Sagðist hann ekki muna eftir að hnúfubak hefði rekið á land undanfarin 10 til 15 ár, að minnsta kosti. Jóhann sagði að Hafrannsókna- stofnun vildi fá fréttir af hvalrek- Hnúfubakshræið í fjörunni við Garða á Snæfellsnesi. Morgunbiaðia/Bjöm Guðmundsson Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson Símon Sigurmonsson bóndi í Görðum, sem fyrst- Séð framan á hvalshræið. Símon í Görðum held- ur sá hvalinn, heldur í netadræsu sem vafin er ur í skíðin. um sporð hvalsins. um til að geta gert sínar sagði að þeir tækju sýni úr hvaln- mældu hann og rannsökuðu á rannsóknir á dýrunum. Hann um sem rak á land á Snæfellsnesi, sama hátt og þeir rannsökuðu veidda hvali sem komið væri með í hvalstöðina í Hvalfirði. Hann sagði að allar upplýsingar sem hægt væri að safna um hnúfubak væru áhugaverðar vegna þess hvað vísindamenn hefðu sjaldan tækifæri til að rannsaka hann. Hnúfubakurinn á Snæfellsnesi er um 11 metrar að lengd, sam- kvæmt upplýsingum Símons Sigurmonssonar bónda í Görðum, en algengt er að hvalir af þessari tegund verði 14 metrar, að sögn Jóhanns Siguijónssonar. Er hnúfubakur almennt á milli san- dreyðar og langreyðar að stærð, svo notuð sé viðmiðun við þá hvali sem veiddir eru hér við land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.