Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 40
„ísálmum oghugvekjum
sr. Hallgríms Péturssonar er
hinn sanni kristindómur
boðaður hreint og
afdráttarlaust. “
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1987
3^ A
A DROITINSWGI
„Hví
efast þú?“
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Það er árlegur og ómissandi
viðburður að Ríkisútvarpið skuli
flytja Passíusálma séra Hallgríms
Péturssonar á föstunni. Þó sr.
Hallgrímur sé langþekktastur fyr-
ir ljóð sín birtist málsnilld hans
og andagift einnig í óbundnu máli.
Boðskapur sá er Hallgrímur
flutti var sannur á 17. öld og flyt-
ur mönnum blessun í dag. Fyrr á
tímum þörfnuðust menn gleði,
huggunar og friðar. Þarfnast
menn ekki hins sama í dag? Margt
er að ytra hætti gjörbreytt. Enn
í dag brosa menn á gleðistundum
og enn í dag iýsa tárin sorginni.
I sálmum Hailgríms Pétursson-
ar fundu menn svarið. Þar var
þeim boðaður hinn sanni kristin-
dómur hreint og afdráttarlaust.
Menn þreytast ekki á Hallgrími.
Liðin eru meira en 300 ár frá
fæðingu hans en við lesum ljóð
hans eins og þau séu nýskrifuð
og blekið varla þomað.
Þeir eru sjálfsagt ekki eins
margir sem lesið hafa hugvekjur
og bænir sr. Hallgríms. Hann
skrifaði t.d. rit um daglega and-
lega iðkun. Hverjum degi vikunn-
ar fylgir hugleiðing um skapandi
starf og mátt Drottins.
í einum kaflanum „Kvöldþenk-
ing á sunnudaginn" fjailar hann
um efasemdir lærisveina Krists
er hann birtist þeim eftir uppris-
una. Erum við, sem teljum okkur
lærisveina Krists á 20. öldinni,
ekki jafnmiklir efasemdamenn og
lærisveinamir forðum?
Lesum þanka séra Hallgríms
Péturssonar um hina vantrúuðu
lærisveina:
Kvöldþenking- á
sunnudaginn
Það er merkileg historía, sem
Johannes evangelisti fram setur í
tuttugasta eapítula, þar hann seg-
ir: Að á kvöldi þessa sama þvott-
dags, sem herrann reis upp frá
dauðum, hafi hann til iærisvein-
anna komið, hvetjir vegna
hræðslu fyrir Gyðingum höfðu
húsið að sér læst. Og þá hann var
inn kominn, standandi í miðið hjá
þeim, óskaði hann þeim friðar.
En þeir urðu fyrst hræddir, allt
þar til þeir skoðuðu hans hendur
og fætur, hveija hann fram bauð
sjálfur þeim til sýnis. Þá urðu
þeir giaðir. S. Lucas segir, að
þeir hafi verið að tala um herr-
ann, þá hann kom til þeirra.
Sála mín, áður en við leggjum
okkur til svefns, þá viljum við
með Guðs hjálp hugsa hér nokkuð
framar eftir.
Fyrst skulum við nú hugleiða,
að Jesús kom ekki til Pharisæ-
anna, kennimannahöfðingjanna
né þeirra rómversku stríðsmanna,
sem annaðhvort ekkert eða illa
um hann töluðu. Mín sál, Guð
láti okkur ekki sofna né vakna í
þeirra selskap. Guð forbjóði okkur
að trúa næturmyrkrunum svo um
okkur, að við höfum ekki herrann
Jesúm til okkar inn fengið og
hans friðarboðunar notið, sem
hefur myrkranna höfðingja sigr-
að, hvér einn, en enginn annar,
getur og má sannan frið og ró-
semi gefa bæði í vöku og svefni.
í öðru lagi merkjum, að herrann
Jesús kom inn til sinna læri-
sveina, sem voru fyrst hræddir
við Gyðingana, hveija þeir hugðu
úti að læsa.
I annan máta voru þeir hryggv-
ir, því þeir þóttust misst hafa sinn
elskulegasta herra frá sinni ná-
lægð og umgengni.
I þriðja máta voru þeir enn
vantrúaðir og vildu ekki trúa, að
Jesús væri upprisinn, þar þeir
höfðu þó áður fyrri af Jesú heyrt,
að á þriðja degi mundi hann upp
aftur rísa. Og þar að auki höfðu
þeir oftlega þann allan dag boð-
skap fengið, að Jesús væri eflaust
af dauða upprisinn, hvað þeim
kunngjörði bæði María Magda-
lena og konumar, sem Kristum
fundu á veginum og engilsins
ræðu heyrt höfðu, svo og líka
þeir tveir, sem til Emaus gengu
og þá voru nýkomnir heim aftur
úr þeirri ferð.
Merk þetta, sála mín, og fær
þér slíkt guðrækilega í nyt. Fyrst:
Svo sem þeir voru herrans Kristí
lærisveinar, svo ertu og fyrir hans
náð Jesú lærisveinn. Petmm,
Jacobum og Johannem kallaði
hann til að vera sína lærisveina
við vatnið í Galilæa, en þig hefur
hann þar til kallað við vatnið
skímarinnar eður í skíminni. Þeir
vom hryggvir, því þeir vom svipt-
ir síns elskulegasta meistara og
herra sýnilegri nærvem, frá hveij-
um þeir og flýðu í grasgarðinum.
Miklu hryggvari máttu vera, með
því þú hefur, æ því miður (í dag
svo sem oftar), snúið frá þínum
Drottni og elskulegasta herra með
þínum syndum.
Gyðingar tóku Jesúm frá læri-
sveinunum móti þeirra girnd og
vilja, en þú hefur Jesú frá þér
vísað eftir girnd og vilja þíns eig-
in holds, þar þú hefur því hlýðugri
verið að elska syndina en þínum
Guði að elska réttlætið.
Lærisveinamir Jesú höfðu lás
og hurð að læsa og lykja úti frá
sér sína óvini, Gyðingana. En með
hveiju kanntu og viltu þína óvini
úti lykja, sem em þín eigin sam-
vizka, hveija þú hefur flekkað,
Guðs reiði, hveija þú hefur for-
skuldað, þínar syndir, sem þú
hefur drýgt, og djöfullinn, sem
um þig situr að gjöra þér skaða.
Þeir vom breyskir ogtrúarveik-
ir,Jjó þeir heyrðu talað margt um
Kristí upprisu. Ó mín sál, er ekki
hið sama fyrir þér? Hversu margt
hefur þú mátt heyra, lesa og
hugsa um þinn herra Jesúm og
þín sálar efni í dag? En guð náði.
Hvar er ávöxturinn? Athuga þú
þar fyrir, sála mín, hvað margt
þú hefur af réttri og guðrækilegri
helgidagsiðju forsómað, og hvað
margt þú hefur óheilagt, heimsku-
legt, hégómlegt og holdlegt bæði
gjört og stundað, hugsað og tal-
að. Komum nú þar fyrir, sál mín,
og gefum okkur úr selskap Phar-
isæanna, sem ekkert hugsuðu né
töluðu um Jesúm, hvort hann
væri upprisinn eður ei, gefum
okkur í hóp herrans lærisveina.
Trúum við ekki myrkranna
hættu um okkur sofandi, nema
við höfum ljóssins herrann Jesúm
yfir okkur vakandi. Við komum
til Jesúm í vatni, eða fyrir vatn
skímarinnar. Komum nú aftur til
hans í vatni okkar iðrunartára.
Vemm hrygg, því við höfum því
góða tapað, en illu eftir fylgt. Við
getum ekki okkar óvini úti læst.
Biðjum nú þar fyrir herrann Jes-
úm að læsa þá og úti byrgja frá
okkur. Þreifum nú með hendi
réttrar trúar á píslarsárum okkar
endurlausnara, með hveijum hann
hefur allar okkar syndir, sem við
drýgt höfum, fullkomlega afmáð,
bætt og borgað. Ekki kunni lás
né hurð Jesúm frá sínum læri-
sveinum úti að lykja. Svo kunna
og ekki syndirnar hann frá okkur
úti að læsa né lykja, þá við hann
af hjarta girnumst. Því innilegar
sem við hugsum um Jesú for-
þénustu og hans miskunn, því
glaðari verðum við, því værara
sofum við, því óhræddari megum
við vera fyrir djöfli, synd, sam-
vizku, kvíða, Guðs reiði og öllu
illu.
Ó þú elskulegasti Jesú, mikill
er minn vanmáttur og veikleiki
minnar trúar, hver mig angrar
og á stríðir, en meiri er þinn kraft-
ur, sem mig styrkir og forsvarar.
Mikið hef eg sært mína sál með
syndunum, en miklu framar
kanntu hana að græða með þínum
píslarsárum. Eg hefi frá þér flúið
og þig yfirgefið með forsómun
góðrar og guðrækilegrar iðkunar
í dag. Nálægstu mig nú aftur í
þinni miskunnsemi og úti lyk frá
mér alla mína óvini, sýnilega og
ósýnilega, á þessari nóttu. Láttu
þínar blessaðar benjar og undir
vera sálu minni fyrir sjónum á
þessari nóttu henni til gleði og
fagnaðar. Láttu mig eignast þinn
frið. Unn þú mér í þínum friði að
sofa, í þínum friði að deyja, í
þínum friði upp að rísa og í þínum
friði eilíflega að gleðjast, þú sem
lifir og ríkir með föðurnum og
heilögum anda, lofaður, veg-
samaður og blessaður að eilífu.
Amen.
Alþjóðlegi dans-
flokkurínn frá New
York í Reykjavík
ALÞJÓÐLEGI dansflokkurinn,
Allnations Dance Company, frá
New York kemur til íslands 22.
apríl nk. og heldur hér eina dans-
sýningu daginn eftir, á sumar-
daginn fyrsta. Dansflokkurinn,
sem er átta dansarar af mörgu
þjóðerni, hefir aðsetur í Inter-
national House í New York, sem
er alþjóðlegt stúdentaheimili þar
sem m.a. margir íslendingar í
framhaldsnámi hafa dvalið. Auk
listamannanna eru tæknimenn
og stjórnandi með í förinni.
Alþjóðlegi dansflokkurinn sýnir
dansa frá mörgum löndum og lista-
mennimir sýna margir hveijir
dansa frá heimalöndum sínum.
Dagskráin er fjölbreytt, þar eru
m.a. dansar frá Indlandi, Mexíkó,
Rússlandi og Bandaríkjunum.
Síðast á dagskránni er dans frá
Filippseyjum, „Tinkling", sem Al-
þjóðlegi dansflokkurinn hefír gert
frægan viða um heim.
Stofnandi og stjómandi Alþjóð-
lega dansflokksins er Bandaríkja-
maðurinn Herman Rottenberg.
Hann segir dansinn, eins og tónlist-
ina, hafínn yfír landamæri og
tungumálaerfiðleika. Dansinn skilja
allir og þar sem þessi list hefír náð
Alþjóðlegi
dansflokkur-
inn, Allnations
Dance Comp-
any, frá New
York kemur til
íslands 22. apríl
nk. og heldur
hér danssýn-
ingu.
að þróast er hún engu öðm lík í
tjáningu.
Listamennirnir sem koma fram
á danssýningunni em frá Kína,
Filippseyjum, Mexíkó, Bandaríkjun-
um og Sovétríkjunum.
Alþjóðlegi dansflokkurinn er á
leið til Norðurlanda, þar sem hann
mun sýna í mörgum borgum og
bæjum í fjórar vikur. Að þessu sinni
verður aðeins ein sýning hér á
landi, í Islensku ópemnni á sumar-
daginn fyrsta kl. 17.00. Verð
aðgöngumiða er kr. 250. Miðar að
danssýningunni verða seldir í sölu-
skrifstofu Flugleiða, Lækjargötu 2,
þann 21. og 22. apríl og við inn-
ganginn.
(Fréttatilkynning)