Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 Festa eða lausung — um þaö er kosið HEIMA HJÁINGIBJÖRGU RAFNAR OG ÞORSTEINIPÁLSSYNI Engin ríkisstjórn nær ár- angri ef þjóðin er ekki tilbúin að fylgja henni í aðgerðum, segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í kosn- ingasamtali við Morgun- blaðið. Ríkisstjórnin breytti efnahagsstefnunni í grundvallaratriðum og þjóðin, langþreytt á verð- bólgu, var reiðubúin að leggja sitt af mörkum við að kveða hana niður og jafnframt að fara nýjar leiðir við gerð kjarasamn- inga. Ríkisstjórnin getur stært sig af því sem mestu varðar í þjóðlífinu að hafa fundið farveg þar sem þjóðin gat staðið saman um að vinna að mikilvægum verkefnum — og mér finnst að þessar kosningar snúist um það að skapa áfram skilyrði fyrir því að þjóðin geti sýnt samstöðu. Margt er ógert, við þurfum að glíma við stórverkefni í atvinnumálum, lands- byggðarmálum, velferðar- málum af ýmsu tagi. Ef við brjótum niður þennan grundvöll samtöðunnar sem nú hefur myndast meðal þjóðarinnar er allt okkar starf á þessu kjörtímabili unnið fyrir gýg. Það hefur margsýnt sig að okkar litla þjóð nær ekki árangri nema með mikilli samstöðu. una með yngstu dóttur okkar í fanginu, spurði hún allt í einu: Pabbi, hvaða dagur er í dag? Sunnu- dagur, svaraði hann. Þá leit hún á hann hissa og sagði: Áttu frí í vinn- unni á sunnudögum? En það koma sem betur fer næðisstundir á milli annanna og Þorsteinn grípur hvert tækifæri sem honum gefst til að sinna heimil- inu. Hann er heimakær að eðlisfari. Samt fínnst mér að ég sjái alltof lítið af honum og vildi gjaman vinna með honum svo við gætum verið saman öllum stundum! Ég ræð tíma mínum aftur á móti meira en hann, þó ég vinni utan heimilis, en það gat ekki geng- ið bamanna vegna að við væmm bæði á kafí í stjómmálum. Á sumrin reynum við að vera mikið útivið, förum á fjöll, í göngu- ferðir og jafnvel stundum í fótbolta ef enginn sér til okkar. En ég hlýt náttúrlega að gera mér það ljóst að maðurinn minn hafí ekki mikinn tíma aflögu og geti ekki verið af vettvangi svo dögum skiptir, nýtekinn við for- mennsku Sjálfstæðisflokksins og ráðherra í ríkisstjóm sem staðið hefur að stórfelldri stefnubreytingu í efnahagsmálum. MYNDIR OG BÆKUR TALA Við sitjum í stofunni á notalegu og íburðarlausu heimili þeirra hjóna. Einhvers staðar stendur: Skoðaðu myndir á veggjum og bækur í hillum og þú veist meira um húsráðendur en þeir kunna að segja þér af sjálfum sér. Ég spyr Þorstein hver hafi málað stóra mynd sem hangir yfír borðstofu- borðinu. Karólína Lárusdóttir. Hún er mjög skemmtilegur og frísklegur málari, það er mikil stemmning í myndum hennar. Hún er ólík Ein- ari Hákonarsyni, en þú sérð að ég er hrifínn af báðum. En hver gerði þessar tvær litlu vatnslitamyndir héma? Það er faðir Þorsteins, segir Ingi- björg. Hann er virkilega flínkur, en hefur gert alltof lítið af því að mála. En Þorsteinn — málar hann eitt- hvað? Ja, hann teiknaði einu sinni, og mér er ekki grunlaust um að hann hafí jafnvel einhvem tíma haft hug á því að verða listamaður. Þorsteinn gerir lítið úr þeim fyrir- ætlunum. Dóttir okkar tólf ára hefur þetta dálítið í sér, segir hann. Og hún hefur það áreiðanlega ekki frá mér, bætir Ingibjörg við. Inn af stofunni er bókaherbergi og tveir veggir þaktir bókum. Það gefst sífellt minni tími til lestrar, segir Þorsteinn. Hér áður fyrr las ég all mikið, en þá var áhugi minn fyrst og fremst bundinn pólitík og persónusögu. Núorðið hef ég gamán af að glugga í bækur PABBI, HVAÐA DAGUR ER í DAG? Brúnaland 3. Það er snoturt rað- hús í Fossvogi. Þau Ingibjörg og Þorsteinn fluttu þangað 1978. Og hér unum við okkur vel, seg- ir Ingibjörg. Hér er friðsælt og skjólgott, nema hvað pólitískir vind- ar næða hér um gáttir. Bitnar pólitíkin mikið á heimil- islífínu? Auðvitað gerir hún það, svarar frúin. Ekki síst í kosningabaráttu. En við reynum að byrgja hana úti eftir megni og láta hana trufla sem minnst heimilislífið. Ég held það sé ekki ofmælt hjá mér að við séum mjög samrýnd fjölskylda og við þurfum oft á því að halda, eins og allar fjölskyldur eflaust. En það hafa komið tímar þar sem börnin hafa séð lítið af pabba sínum, t.d. í kosningabaráttunni núna þegar Þorsteinn er mjög lítið heima, kem- ur seint á kvöldum og fer snemma á morgnana. Við reynum þó að gera börnunum einhvern dagamun, förum t.d. á skíði saman á vetuma; við höfum öll gaman af því, bæði við hjónin og krakkamir. En í vetur hefur því miður ekki gefíst neinn tími til þess að komast á skíði og það var svo sem lítið skárra í fyrravetur. Einn sunnudag komumst við þó á skíði saman síðastliðið vor, en þegar Þorsteinn var á leið upp skíðalyft- Viðtal: JAKOB F. ÁSGEIRSSON af ýmsu tagi, en eftir að fór að þrengjast vemlega um tíma minn geri ég mest af því að taka mér ljóðabók í hönd. Það hentar vel í tímaskorti að lesa ljóð og það er ákaflega hollur lestur; það hefur góð áhrif á mann að lesa ljóð. Ég man alltaf eftir því að þegar ég var þrettán ára spurði pabbi mig hvort ég væri byijaður að lesa Kiljan. Ég sagði nei og þá varð honum að orði: Mikið áttu gott. Ég varð eitt spum- ingarmerki og þá bætti hann við: Að eiga þetta allt eftir. — Og sem betur fer á ég mikið eftir af góðum bókum. HÉLT AÐ ÞETTA VÆRI LIÐIN TÍÐ Börn þeirra hjóna em þijú: Aðal- heiður Inga 12 ára, Páll Rafnar tæpt 9 ára og Þómnn 7 ára. Ég spyr Ingibjörgu hvort nokkuð hafi borið á því að bömin hafi goldið þess, t.d. í skólanum, að foreldram- ir hafa verið á oddinum í pólitík. Það er ekki gott að segja, svarar hún. Börn em nú þannig að þau geyma oft svoleiðis með sér og það kemur kannski ekki upg á yfirborð- ið fyrr en löngu síðar. Ég veit ekki til að þau hafí nokkm sinni orðið fyrir aðkasti eða neinu slíku í skóla. Þvert á móti hafa þau stundum komið heim í sjöunda himni og sagt að þessi og hinn standi með pabba! Þau tvö eldri fylgjast orðið talsvert með pólitík og það var meira að segja svo á tímabili að Aðalheiður Inga og pabbi hennar kepptust um að vera fyrst fram úr á morgnana að ná í Moggann. Nú hefur hann vinninginn. En upp á síðkastið hafa þau hins- vegar fengið að heyra sitt af hveiju sem þau hafa tekið nærri sér. Þessi nýju öfl sem þykjast ætla að færa nýja strauma inn í íslenska pólitík virðast hingað til hafa einbeitt sér að því að gera pólitíkina persónu- lega og rætna. Maður hélt nú að það væri liðin tíð að slíkum brögðum væri beitt í íslenskum stjómmálum, en það er eins og þessi nýju öfl treysti sér ekki að taka þátt í þeirri málefnalegu umræðu sem Alþingis- kosningar eiga auðvitað að snúast um. VARAFORSETI BORGARSTJÓRNAR Þorsteinn segir að sín fyrsta pólitíska bemskuminning sé frá kosningum austur á Selfossi. Þá fengu krakkar stundum að sitja í bílunum sem notaðir vom til að sækja fólk á kjörstað í gamla Iðn- skólanum. Flokkunum var heimilt að hafa áróðursmiða í gluggum bflanna og Þorsteini er það minnis- stætt að hann valdi bflana með bláu merkjunum, því að honum fundust þau vera fallegust. — En hvenær fór fyrrverandi borgarráðsmaður að skipta sér af stjómmálum? Ja, það má kannski fremur spyija hvenær stjómmálin hafi farið að skipta sér af mér, segir Ingibjörg. Ég ólst upp í pólitísku umhverfi og man eiginlega ekki eftir mér nema mjög pólitískri. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Bjamardóttir Rafnar, hjúkmnar- fræðingur, og Jónas Rafnar, fyrr- verandi alþingismaður og síðar bankastjóri. Ég er fædd á Akur- eyri, en eftir að faðir minn var kjörinn á þing upplifði ég dálítið sérstaka æsku að því leyti að við bjuggum á vetuma í Reykjavík en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.