Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1987
Askilti við
innganginn
að brott-
fararsal
Leifsstöðv-
ar blasir
eftirfarandi við farþeg-
um: „Brosið - það er
léttara.“ Öll slík skilaboð
virtust blaðamanni óþörf
er hann fylgdist með
starfsemi stöðvarinnar í
gærmorgun, en þá létu
fyrstu farþegarnir úr
flughöfninni og gengu á
land.
Hluti nýju Fríhafnarinnar.
Fyrstu farþegarnir um
Leifsstöð í gærmorgun
Kristján Heimir Lárusson sem gekk fyrstur í land í Leifsstöð tekur
við kveðju utanríkisráðherra úr hendi Péturs Guðmundssonar vallar-
stjóra.
Það var létt yfir starfsmönnum
þrátt fyrir að margir þeirra hefðu
lagt nótt við dag til að geta boðið
farþegum upp á þá þjónustu sem
þykir nauðsynleg á slíkum stað.
Farþegamir, sem flestir voru
snemma á ferðinni, virtu fyrir sér
blómum skrýddan salinn, en gegn-
um stóru glerveggina mátti sjá að
útifyrir ríkti norðan garri og skóf
í flughlaðið.
Vél Arnarflugs lagði
fyrst af stað
Töf Flugleiðavéla frá Banda-
ríkjunum, vegna bilana og óveðurs
olli því að vél Amarflugs IS-422, á
leið til Amsterdam, varð fyrst til
að leggja af stað frá Leifsstöð. Kom
í hlut Kristínar Harðardóttur og
Þráins Jóhannssonar að stíga fyrst
farþega um borð í vélina og heiðr-
uðu forráðamenn flugfélagsins þau
með blómvendi.
Þótt farþegar um Leifsstöð þurfi
að öllu jöfnu ekki að ganga út und-
ir bert loft til þess að komast að
flugvélunum heldur muni nota land-
göngubrýr, varð það þó hlutskipti
þessara fyrstu ferðalanga um flug-
höfnina. Landgöngubrýmar eru
þannig gerðar að þær geta ekki
lagst upp að flugvélum sem hafa
fraktrými að framanverðu. Vél Am-
arflugs var þannig skipt í þessari
ferð.
Uppljómuð stöðin
glæsileg
„Við hringdum nokkmm sinnum
í gærkvöldi til að vera viss um að
vélin færi héðan, það höfðu verið
einhveijar sögusagnir í gangi um
að ekki væri búið að ganga frá
öllu,“ sagði Þráinn þegar blaðamað-
ur ræddi við hann fyrir brottförina.
„Við vomm síðan fullvissuð um að
allt væri í lagi og það reyndist
rétt.“ Hann sagðist ákaflega hrifinn
af aðstöðunni í hinni nýju flugstöð
og tók Kristín undir það.
„Aðkoman hér í morgun var stór-
kostleg, flugstöðin er glæsileg á að
líta svona uppljómuð í ljósaskiptun-
um,“ sagði Kristín. „Það var komin
tími til að við byggja nýja flugstöð,
því aðkoman í hinni gömlu var
hræðileg. Flugstöðin hlýtur að vera
andlit þjóðarinnar og vegna þeirrar
uppbyggingar ferþamannaþjónustu
sem nú er lögð áhersla á þurfti að
vanda til þess.“
Ætla að fylla Leifsstöð
Fillipus Pétursson hafði fengið
sér sæti á barnum og virti fyrir sér
salarkynni. Honum taldist til að
hann hefði verið fyrstur farþega til
þess að fara í gegnum tollhliðið þá
um morguninn. „Ég gisti nefnilega
í Keflavík í nótt og var því fljótur
í fömm. Ég hef nú oft verið fyrst-
ur, en þetta er í fyrsta sinn sem
ég sé ástæðu til þess að segja frá
því,“ sagði Fillipus. Til útskýringar
sagðist hann hafa rekið ferðaskrif-
stofu fyrir erlenda ijallamenn hér
á landi í áratug, en væri nú á leið
til Parísar þar sem hann hygðist
opna ferðaskrifstofu til að sinna
þessum málum.
„Ég ætla að reyna að fylla þessa
flugstöð," sagði Fillipus og bætti
við að Leifsstöð væri eitt margra
skrefa sem auðvelduðu sölu
íslenskrar ferðaþjónustu erlendis.
„Það var nú eiginlega dálítill
„sjarmi“ yfir gömlu flugstöðinni.
Mínir viðskiptavinir sem em með
allan hugann við fjöll og firnindi
leggja kannski ekki svo mikla
áherslu á flugstöðina, en hún skipt-
ir samt máli. Mér finnst mikilvægt
að aldrei verði byggt í kringum
Leifsstöð. Þannig á aðkoman að
vera fyrir útlendinga þegar þeir
lenda hér á Suðurnesjum - auðn.
Það á að vera skrítin reynsla að
lenda á íslandi," sagði Fillipus.
Unnu tvo sólahringa
samfleytt
Þegar blaðamaður innti Guðríði
Hauksdóttur starfsmann Fríhafnar-
innar álits á flugstöðinni sagðist
hún ekki hafa haft tíma til að
mynda sér skoðun. „Við emm búin
að vinna í tvo sólarhringa sam-
fleytt til að geta haft verslunina
tilbúna, þannig að maður hefur
ekki getað litið í kringum sig,“ sagði
hún. Hún sagði að tvær vaktir
væm að störfum þennan morgun
þar sem ekki væri vitað hversu
marga starfsmenn þyrfti til að anna
eftirspurn.
„Fríliöfnin stækkar mikið, sem
þýðir að við getum bætt við ýmsum
vömm sem mikið er beðið um,“
sagði Guðríður. „Hér er allt eins
og það á að vera, nema að aðstaða
starfsfólks er enn óklámð. Við verð-
um bara að dúsa á kössum á
lagemum þar til hún verður tilbúin,
sem vonandi verður fljótlega."
Fyrsta farþeganum af-
hent árituð mynd
Rumum þremur klukkutímum
seinna en áætlað var renndi DC-8
þota Flugleiða að Leifsstöð með
fyrstu farþegana sem stigu þar á
land. Nú komu landgöngubrýmar
að góðum notum. Fyrsti farþeginn
frá borði, Kristján Heimir Lámsson,
reyndist vera á heimleið eftir viku-
dvöl í San Fransisco. Pétur
Guðmundsson flugvallarstjóri bauð
hann velkominn til landsins og
færði honum kveðju utanríkisráð-
herra, áritaða mynd af flugstöðinni
og frímerkjum sem gefin vom út í
Knud Heinesen forstjóri Kastrupflugvallar í Kaupmannahöfn:
Fór fyrstu flugferð sína
frá Keflavíkurflugvelli
„MÉR finnst nýja flugstöðvarbyggingin á Keflavíkurflugvelli
sérlega falleg og áhrifamikil. Þar hefur tekist að gera glæsi-
lega byggingu á alþjóðamælikvarða sem endurspeglar samt
íslensk sérkenni í byggingarstíl og efnisvali auk þess sem allt
skipulag er mjög gott,“ sagði Knud Heinesen forsljori Kast-
rupflugvallar í Kaupmannahöfn og fyrrverandi fjármálaráð-
herra Dana í samtali við Morgunblaðið, en hann var viðstaddur
vígslu Leifsstöðvar á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag.
Knud Heinesen hefur verið Is-
lendingum innan handar við bygg-
ingu Leifsstöðvar og meðal annars
sendi hann sérfræðinga sína til Is-
lands til ráðgjafar um ýmis málefni
varðandi rekstur flughafnarinnar.
íslensku vandamálin em sjálfsagt
smá í augum Dananna því Kastmp-
flugvöllur er ein stærsta flughöfn
í Evrópu. Þar fóm 10,9 milljónir
farþega um á síðasta ári og þar
vinna um 12000 manns á stærsta
vinnustað landsins.
„Það hefur verið ótrúleg aukning
á umferð um Kastmp, meðal ann-
ars varð 6% aukning á farþegum á
síðasta ári,“ sagði Heinesen.
„Aukningin hefur sérstaklega verið
í innanlandsfluginu eða 13% árið
1986 og í mars í ár hefur aukning-
in verið 23% miðað við sama mánuð
í fyrra. Kastrupflugvöllur var
byggður 1925 og var fyrsti flugvöll-
urinn í heiminum sem gerður var
sérstaklega fyrir farþegaflutninga.
Síðan hafa tækniframfarir orðið
miklar en okkar aðalstyrkur er
reynslan.
Flugstöð er andlit hvers lands
og það er ekki hvað síst ástædan
fyrir að við byggjum mikið upp í
Kastup. Þar er stærsti flugvöllur á,
Norðurlöndum og ef við við ætlum
að halda okkar stöðu verðum við
helst að stefna að því að vera besta
flughöfn í Evrópu sem ferðafólk
vill hafa viðkomu á. Vð emm þar
að keppa um viðkomufarþega við
flughafnimar í Amsterdam, Lon-
don, og Frankfurt, og einnig við
París, Madrid, Munchen og fleiri
borgir og eyðum um það bil 1 millj-
ón danskra króna á dag til að
byggja við og endurbæta aðstöð-
una.“
Heinesen sagði að lögum sam-
kvæmt væri Kastmpflugvöllur
rekinn eins og venjulegt fyrirtæki
Morgunblaðið/Emilía.
Knud Heinesen forstjóri Kas-
trupflugvallar.
sem þýddi að reksturinn verður að
skila hagnaði. Reksturinn væri
síðan mjög góður og hagnaður árið
1986 var til dæmis 88 milljónir
danskra króna sem var 16,4% af
fjárfestingu ársins.
Heinesen sagði að svo mikil þró-
un hefði orðið í flugsamgöngum
undanfarin ár að íslendingar þyrftu
ekki að óttast það að flugstöðin í
Keflavík væri of stór. Þar væri einn-
ig nægt rými til að byggja við ef
með þurfti í framtíðinni. Því væri
hinsvegar ekki að heilsa í Kastmp
þar sem allt land sem mögulegt er
hefur verið nýtt og því verður ýmist
að byggja ofan a það sem fyrir er
eða undir. Heinesen sagði einnig
að ömgglega væri hægt að hafa
náið samstarf milli Leifsstöðvar og
Kastmp því þrátt fyrir heilbrigða
samkeppni væri samvinna alþjóða-
flugvallanna í Evrópu sífellt að
aukast, sérstaklega við upplýsinga-
gjöf. Og samvinna milli Norðurland-
anna ætti að vera eins mikil og
mögulegt er.
Knud Heinesen sagði að lokum
að Keflavíkurflugvöllur skipaði allt-
af sérstakan sess í huga sínum: „Ég
sigldi sem messagutti á skipinu
Alexandrína drottning árið 1952.
Eitt sinn komum við til Reykjavíkur
og áttum þá frí í heilan sólarhring.
Við ókum þá nokkrir til Keflavíkur
og þar flugu Ameríkanamir með
okkur í miðnætursólinni yfir Suð-
vesturlandið fyrir 60 krónur. Ég
man að þetta var mjög fallegt þótt
við sæjum lítið annað af landslaginu
en græna, bláa og brúna liti. En
þetta var fyrsta flugferðin sem ég
fór á ævinni!"