Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 32
c 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987
Utlendingar í
Japan:
Breytingar
á lögum
harölega
gagnrýndar
Tókýó, Reuter.
TILLAGA um að breyta reglum
um skráningu útlendinga i Japan
væri skref aftur á bak í mannrétt-
indamálum, að þvi er andstæðing-
ar tillögunnar sögðu í gær.
Samkvæmt nýju lögunum þurfa
útlendingar búsettir í Japan enn að
láta taka af sér fingraför og sama
gildir um 700 þúsund manns af kór-
eskum uppruna, sem flestir eru
fæddir í Japan, segja trúarleiðtogar
og þingmenn.
Reglur um hvemig framfylgja
skuli lögunum verða hertar og einn-
ig verða strangari viðurlög við að
bijóta þau.
„Það misrétti, sem liggur í eðli
laganna, hefur að engu verið breytt
og í raun hefur það verið aukið,“
sagði In Ha Lee trúarleiðtogi við
blaðamenn.
Stjómvöld segja að frumvarpið,
sem nú liggur fyrir þingnefnd, muni
draga úr þeirri brennimerkingu, sem
í raun fylgir því að taka fingraför
útlendinga.
Lee segir að kerfíð jafnist nánast
á við aðskilnaðarstefnu suður-afrí-
skra stjórnvalda: „Nú verður
glæpsamlegt að ferðast án þess að
hafa skilríki."
Ólíklegt þykir að andstæðingum
fmmvarpsins takist að fella það.
Tillagan nýtur víðtæks stuðnings
þjóðarinnar.
Sundbolurá eina og
hálfa milljón dollara
Þessi íturvaxna stúlka klæðist hér dýrasta sundbol í heimi, en hann
var afhjúpaður á sýningu demantasala í Tokyo í gær. Bolurinn er
úr svörtu leðri - settu demöntum. Verð: 1,5 milljónir dollara.
Ítalía:
Fanfani fær umboð
til stjómarmyndunar
Kosningar óhjákvæmilegar
Róm, Reuter.
FRANCESCO Cossiga, forseti Ítalíu, bað i gfær kristilega demó-
kratann Amintore Fanfani, forseta öldungadeildar italska þingsins
um að reyna að mynda nýja rikissljórn. Tveir aðrir kristilegir demó-
kratar hafa gefist upp á stjórnarmyndun og bendir nú allt til þess
að Italar gangi til kosninga í júní.
Embættismenn sögðu að Fanfani inu. Scalfaro gat ekki einu sinni
hefði verið veitt mjög víðtækt um-
boð til stjórnarmyndunar. Stjórnar-
kreppan á Ítalíu hefur nú staðið í
sex vikur og er búist við því að
Fanfani veiti stjórn landsins aðeins
forystu fram að kosningum í júní,
ári á undan áætlun.
Oscar Luigi Scalfaro innanríkis-
ráðherra var veitt umboð til stjórn-
armyndunar á undan Fanfani. Gafst
hann upp á miðvikudag og bað
Cossiga að leysa sig undan umboð-
myndað minnihlutastjórn til bráða-
birgða.
Pólitískar heimildir herma að
Fanfani ætli að mynda stjóm, sem
aðeins kristilegir demókratar og
embættismenn munu sitja í. Fan-
fani gaf í skyn í stuttri yfirlýsingu,
sem hann gaf út í gær, að verkefni
sitt væri að mynda stjóm fram að
kosningum. Fanfani hefur fimm
sinnum gegnt embætti forsætisráð-
herra.
Efni úr síldar-
sviljum nothæft
gegn alnæmi?
TÍMARITIÐ Seafood Inter-
national skýrði nýlega frá því,
að efni unnið úr sviljum sildar
geti komið að notum í barát-
Tölvuviðskipti og gjaldeyrismál:
Japanar samþykkja sérstaka
GATT-nefnd um kvörtun EB
Genf, Tókýó, London, Reuter.
JAPANAR samþykktu með hægð
í gær að sett yrði á laggirnar
nefnd á vegum GATT til að fjalla
um kvörtun frá Evrópubandalag-
inu vegna sáttmála Bandaríkja-
manna og Japana um hálfleiðara,
sem notaðir eru í tölvukubba, að
því er Yoshio Hatano, sendiherra
Japana í verlunarmálum, sem
aðsetur hefur í Genf, sagði í
gær. Dollarinn hélt áfram að
falla gagnvart japanska jeninu
og kostaði um tíma 140,55 jen í
Tókýó, en hækkaði síðan aftur.
Gjaldeyriskaupmenn í Tókýó
sögðu að seljendur hefðu verið áfj-
áðir í að losna við dollara eftir að
Bandaríkjamenn tilkynntu að 15,1
milljarðs dollara halli hefði verið á
viðskiptum í febrúar. Búist hafði
verið við að hallinn yðri 12 til 13
milljarðar dollara.
Hatano sendiherra sagði eftir
fund í ráði GATT (samkomulag
umtolla og viðskipti): „Við höfum
með tregðu samþykkt umræðu-
nefndina. Við vildum ekki standa í
vegi fyrir þessari leið til að jafna
ágreining."
Þau tólf ríki, sem aðild eiga að
Evrópubandalaginu, segja að í sam-
komulaginu frá 1986 sé brotið í
bága við allar viðskiptareglur þar
sem Japönum sé leyft að setja upp
lægra verð en réttlátt teljist fyrir
.hálfleiðara, sem seldir eru í öðrum
ríkjum en Japan og Bandaríkjunum.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins í Brussel hefur gefið
nú fyrirskipun um að rannsakað
verði hvort Japanar hafi sett prent-
ara til notkunar með tölvum á
markað í Evrópu undir kostnaðar-
verði, að því er talsmaður fram-
kvæmdastjórnarinnar tilkynnti í
gær. Horfur á viðskiptastríði jukust
talsvert þegar aðildarríki Evrópu-
bandalagsins samþykktu fyrr í
vikunni að grípa til refsiaðgerða
gegn Japönum ef þeir opnuðu ekki
markað sinn fyrir innflutningi hið
snarasta.
Japanar eiga þegar yfir höfði sér
refsitolla á vörur, sem þeir flytja
til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn
saka Japana um að hafa skellt
tölvukubbum á markað undir kostn-
aðarverði í trássi við samkomulag
ríkjanna um verðlagningu.
í London kostaði sterlingspundið
1,6290 dollara á hádegi í gær.
Gengi annarra helstu gjaldmiðla var
á þann veg að dollarinn kostaði:
1,3175 kanadíska dollara,
1,8085 vestur-þýsk mörk,
2,0390 hollensk gyllini,
1,4900 svissneska franka,
37,43 belgíska franka,
6,0150 franska franka,
1289 ítalskar lírur,
142, japönsk jen,
6,3050 sænskar krónur,
6,7725 norskar krónur og
6,8250 danskar krónur.
Únsa af gulli kostaði 445,75 doll-
tunni gegn alnæmi. Efni þetta
nefnist thymidin og er mikil-
vægt hráefni í gerð lyfsins AZT
(azidotliymidin), sem talið er
lofa árangri í baráttunni gegn
Alnæmi.
Haraldur Briem, sérfræðingur í
smitsjúkdómum var inntur álits á
þessari frétt og mögulegri þýðingu
hennar. Hann sagðist kannast við
lyfið AZT og vita að thymidin
væri unnið úr sviljum síldar. Hins
vegar væri óljóst hvaða árangri lyf
þetta skilaði í baráttunni við al-
næmi. Hann vissi heldur ekki með
hvaða hætti thymidin væri unnið
úr síldinni og hvert verð fyrir það
væri, þannig að honum væri alls
óljóst hvaða möguleika við hefðum
á framleiðslu thymidins.
Hér fer á eftir stytt endursögn
úr greinarstúf blaðsins Seafood
International:
„Nú berast fregnir um að síldin
geti veitt þeim von, sem þjást af
einum hættulegasta veirusjúkdómi
vorra daga, alnæmi.
Greint hefur verið frá því að
eina lyfið, sem lofar árangri í bar-
áttunni gegn alnæmi, nefnist AZT
(azidothymidin). Mikilvægt hrá-
efni í þessu lyfi er thymidin. Erfitt
er að afla thymidins, en það er
þó hægt að vinna úr sviljum síldar
og af henni finnst gnótt á Norðurl-
öndum og í Vestur-Evrópu.“
Sovétríkin:
Endurmóta hugarfar
milljóna verkamanna
Moskvu, Reuter.
SOVÉZK yfirvöld skýrðu í gær
frá nýrri áætlun um að endur-
móta hugarfar milljóna verka-
manna þar í landi. Verða
verkamennirnir látnir setjast á
skólabekk til þess að tileinka
sér nútíma hugsun, sem sam-
ræmist umbótastefnu stjórnar
Mikhails Gorbachev.
Tilskipanir birtust í Prövdu,
málgagni Kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna, þar sem skýrt var frá
því að námskeiðahald í verksmiðj-
um og skrifstofum yrði endur-
skipulagt í því markmiði að auka
framlag verkamannanna til fé-
lags- og efnahagslegra umbóta.
„Það er lykilatriði að endur-
móta hugarfar milljóna verka-
manna, breyta hugarstarfsemi
þeirra og fá þá til að hugsa í
anda umbótanna," sagði í Prövdu.
Tilgangurinn með umbótastefnu
Gorbachevs er að bæta efnahags-
ástandið, auka lífsgæðin og auka
stjórnmálaþátttöku almennings.
Menntamenn hafa stutt stefnuna
en almenningur hefur látið sér
fátt um finnast og embættismenn
hafa lagst gegn henni af ótta við
að missa viss forréttindi.
Að sögn Prövdu einkennist hið
pólitíska fræðslukerfi af aftur-
haldssemi og ekki í takt við
raunveruleikann. Hefði mistekist
að koma mönnum í skilning um
umbótatilraunir stjórnarinnar.
Öllum embættismönnum, verka-
mönnum og unglingum er skylt
að sækja pólitíska kennslutíma í
hveijum mánuði, burtséð frá því
hvort þeir eru félagar í kommúni-
staflokknum eða ekki. Kennsla
snýst um stefnu stjómarinnar,
hugmyndafræði kommúnista og
kenningar Marx og Lenins.