Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 Fríkirkjan í Hafnarfirði: Kvöldvaka við krossinn Á föstudaginn langa verður að venju kvöldvaka í Fríklrkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20.30. Þessi samverustund í kirkjunni hefur verið nefnd kvöldvaka við krossinn enda tengist efni hennar atburðum föstudagsins langa og er flutt í tali og tónum undir stórum krossi í kórdyrum. Hildigunnur Halldórsdottir flytur tvö einleiksverk á fiðlu og að venju munu fermingarböm lesa síðustu orð Krists á krossinum. Lesinn verð- ur passíusálmur og kór safnaðarins syngur sálma sem tengjast efni dagsins. I lok samverustundarinnar verða ljós kirkjunnar slökkt og kirkjan yfírgefin myrkvuð. Páskavaka í Laugar- neskirkju í ÖNDVERÐU var páskahátíðin höfuðhátíð kristinna manna. Á þeirri hátíð minntust þeir og end- urlifðu að vissu marki í guðs- þjónustunum upprisu Jesú Krists frá dauðum og fögnuðu jafnframt þeirri von um nýtt upphaf, sem upprisan boðaði hijáðum heimi. Þungamiðja guðsþjónustidífsins á páskum var löngum páskavaka á aðfaranótt páskadagsins, þar sem söfnuðurinn kom saman og hyllti hinn upprisa Krist sem ljós lifsins, hlýddi á helgitexta páskanna og sýndi samstöðu sina með gjör- vallri kristninni með þvi að endurnýja skirnarheit sitt og neyta hinnar heilögu kvöldmáltíð- ar, sem Kristur stofnaði til á síðustu páskahátíðinni, sem hann átti með lærisveinum sinum. Hér á landi hefur það einkum ver- ið kaþólska kirkjan, sem varðveitt hefur helgihaldið á páskanótt, eins og svo margt annað úr hinu sameig- inlega guðsþjónustustarfi kirkjunn- ar. I ár gefst hins vegar kostur á að taka þátt í páskavöku í Laugar- neskirkju í Reykjavík og hefst hún kl. 23.00 laugardagskvöldið fyrir páska og stendur nokkuð fram yfir miðnætti. Er fólk hvatt til þátttöku til að endurlífga leyndardóm páskanætur- innar og sýna samstöðu sína með þeim mörgu meðal annarra kirkju- deilda og þjóða, sem vaka á páska- nótt. (Frá Laugarneskirkju.) A'' 09 '?A Skirdag^nu V\.£ a°a9o9 ^-3° 'SS^sWda9'o0ognp^Kada9> Gledilega páska Khiklii^aslaðurínn SOUTHERN FRIED CHICKEN SVAKIA PAI>!\An Hraöréttá veitingastaöur í hjarta bongarinnar O ahorm Tryggvagötu og Pöslhusstrætis Simi 16480 • • Oxnadalsheiði ófær, en fjallvegir færir víðast annars staðar SLÆMT veður var á norðvestan- verður landinu í gær og Óxna- dalsheiði ófær og illfært um Holtavörðuheiði af þeim sökum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins var sæmileg færð annars staðar á landinu og fjallvegir víðast hvar opnir. í gær var fært um suðurströnd landsins og austur á firði, þrátt fyrir nokkra hálku á Hellisheiði og víðar. Austanlands var víðast góð færð og fjallvegir færir svo sem Vatnsskarð, Fjarðarheiði, Odds- skarð, Fagridalur og vegurinn um Möðrudalsöræfí var fær bæði að austan og norður í Mývatnssveit og niður í Vopnaflörð. Ágæt færð var einnig um austanvert Norður- land í gær, frá Akureyri til Ólafs- fjarðar, um Þingeyjarsýslur og strandveginn til VopnaQarðar. Hins vegar var mikið hríðarveður á Öxnadalsheiði í gær og hún koló- fær. Vegargerðin fékk ekki að gert í gær vegna veðurs og var norður- leiðin því ófær af þeim sökum. Hins vegar var fært um Skagafjörð út á SigluQörð og um vestanvert Norð- urland og stórir bílar og jeppar komust norður Strandir til Hómavíkur og Drangsnes. Á Holta- vörðuheiði var hins vegar þæfíngsó- færð. Ágæt færð var á Vesturlandi í gær, um Borgarfjröð, Snæfellsnes, Dalina austur í Saurbæ í Dalasýslu, en þar þyngdist færðin nokkuð og aðeins fært jeppum og stórum bílum fyrir Gilsfjörð í Reykhólasveit. Brattabrekka var ófær í gær, en mokað var á milli Þingeyrar og Flateyrar. Hins vegar var hætt við mokstur á Botnsheiði og Breiða- dalsheiði vegna veðurs. Fært var frá Isafírði til Bolungarvíkur og inn í Djúp. Ráðgert er að moka flesta vegi í dag, skírdag, og eins verður mok- að á laugardag og á annan í páskum eftir því sem þurfa þykir. Mokstur á vegum Vegagerðarinnar fellur hins vegar niður á föstudaginn langa og páskadag. Islendingar á faraldsfæti: Um 10 þúsund manns hafa bókað far með Flugleiðum Mikil aðsókn í fjallaferðir LANDSMENN verða á faralds- fæti hér innanlands nú um páskahelgina svo sem endranær. Um 10 þúsund manns hafa bókað far með Flugleiðum fram á mánudag og á annamestu dögun- um verður þotuflug til Akur- eyrar til að anna eftirspurninni. Þá hefur verið mikil aðsókn i fjalla- og óbyggðaferðir á vegum Ferðafélags Islands og Útivistar nú um páskahelgina. Annamesti dagurinn hjá Flug- leiðum verður næstkomandi mánudag, annan í páskum, en þá eru fyrirhuguð 28 flug auk einnrar ferðar með Boeing-þotu til Akur- eyrar. Til samanburðar má nefna að á venjulegum mánudegi eru að jafnaði 14 flug innanlands. í gær voru fyrirhugaðar 24 flugferðir, en einhveijar tafír urðu á þeim vegna ófærðar. Ekkert verður flogið inn- anlands á föstudaginn langa og páskadag. Utivist verður með tvær ferðir í Þórsmörk, fímm daga ferð sem hefst í dag og þriggja daga ferð sem hefst á laugardag. Þá verður fímm daga ferð í Öræfi, Skaftafell og Kálfafellsdal. Fimm daga gönguskíðaferð verður farin á Esju- §öll í Vatnajökli. Þá verða tvær ferðir, fímm daga og þriggja daga, á Snæfellsnes og Snæfellsjökul þar sem einnig verður boðið upp á sigl- ingu um Breiðafjarðareyjar. Útivist býður einnig upp á dagsferðir alla bænadagana. Á vegum Ferðafélagsins verða famar tvær ferðir í Þórsmörk, fimm daga og þriggja daga. Þá verður í dag farið í Landmannalaugar í fímm daga ferð, þar sem ekið verð- ur í Sigöldu og gengið þaðan á skíðum í Landmannalaugar. Fjög- urra daga ferð verður á Snæfells- nes, þar sem gengið verður á Snæfellsjökul. Auk þess býður Ferðafélagið upp á dagsferðir alla dagana yfir páskahelgina. Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillög- um Sigtúnshópsins: Aðeins Fram- sókn svaraði ekki ÁHUGAMENN um úrbætur í húsnæðismálum, Sigtúnshópur- inn svokallaði, kynnti í gær viðbrögð flokkanna við tillögum þeirra um meðferð áfallinna verðbóta í staðgreiðslu skatta. í tillögum hópsins, sem birtar Yfirlýsing að gefnu tilefni Herra Pétur Sigurgeirsson biskup íslands var ekki meðal þeirra sem skrifuðu undir undir- skriftaskjal til Alberts Guð- mundssonar alþingismanns og fv. ráðherra, eins og látið var að liggja í Helgarpósti í liðinni viku og tekið var upp í grein í Morgunblaðinu í gær, 15.4. Helgi Vigfússon bókaútgefandi. voru í heild í Morgunblaðinu 31. mars, er bent á leið sem ætti að geta jafnað hag þess fólks sem illa hefur komið út úr misgengi launa og lánskjaravísitölu, en hún felst í því að í stað gjaldfallinna verðbóta sem nú er heimilt að nýta til frá- dráttar verði áfallnar verðbætur frádráttarbærar og mætti jafna þeim niður á næstu 6 ár í stað- greiðslukerfi skatta. Viðbrögð flokkanna voru þau að svör bárust frá öllum flokkum, nema Framsóknarflokknum. Al- þýðuflokkurinn lýsir yfir vilja sínum til að skoða nánar hugmyndir hóps- ins, en telur tillögu sína um jöfnun húsnæðiskostnaðar afdráttar- lausari og líklegri til að gagnast betur þeim sem verst hafa orðið úti við öflun íbúðarhúsnæðis á árun- um 1980-85. Þjóðarflokkurinn bendir á að stór hluti af vanda landsbyggðarinnar sé vegna greiðsluerfiðleika hús- næðiskaupenda sem tafarlaust verði að leysa. Friðrik Sophusson.Sjálfstæðis- flokk, lýsir vantrausti á tillögn hópsins, en vísar til samþykktar Landsfundar Sjálfstæðisflokks þar sem segir að gefa þurfí þeim hópum sem lent hafi í verulegum greiðslu- erfíðleikum kost á að sameina Byggingarsjóðslán sín og skuld- breyta þeim til lengri tíma. Alþýðubandalagið bendir á að í stefnuskrá þess sé gert ráð fyrir að framkvæmd verði leiðrétting vegna misgengis launa og lána 1983-84 og fellst á það sem grund- vallarsjónarmið að eðlilegt sé að greiða skaðabætur fyrir misgengið á þeim árum. Bandalag jafnaðarmanna er einnig með leiðréttingu þessara mála á stefnuskrá sinni og hefur eindregið tekið undir sjónarmið hópsins. Flokkur mannsins hefur einnig lýst stuðningi við tillögumar. Borgaraflokkurinn telur að allar tillögur um úrbætur séu athugunar- verðar, að engri undanskilinni. Kvennalistinn, sem telur að leið- rétta beri misgengið, lýsir yfír stuðningi við tillögumar. Kvenna- listinn hefur fjallað um tillögumar í umræðum á Alþingi og lagt fram tillögur um skattaafslátt vegna öfl- unar íbúðarhúsnæðis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.