Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 21
1
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987
21
augað eygir þegar það drekkur í sig yndi
þess og unað. Minnir á að náttúran er ekki
leikfang vitrum manni, minnir á skáldskap
hennar og hvemig hún kallar fram skáldið
í okkur. Minnir á muninn á dauðum greinum
skógarhöggsmannsins og grænu tré skálds-
ins. Gleymir þá ekki að setja ofaní við okkur
með þessum hætti:
í sannleika sagt getur fátt fullorðið fólk
séð náttúruna. Fæstir sjá sólina. Að minnsta
kosti sjá flestir hana með yfirborðslegum
hætti. Hún lýsir einungis upp fullorðins
auga, en skín inní auga og hjarta bamsins.
Samskipti náttúmunnandans við himin
og jörð verða hluti af daglegri fæðu hans,
segir Emerson. í skauti náttúmnnar fyllist
hann villtri gleði.
Svo bætir hann þessu við um skógana:
í skóginum varpar maðurinn af sér ámn-
um eins og snákur kasti af sér hamnum og
er ávallt eins og bam, hversu gamall sem
hann er ... í skógunum er að fínna eilífa
æsku ... í skógunum hverfum við aftur til
trúar og skynsemi ...
Og ég þekki ekki betri boðskap til þeirra
sem unna náttúmnni, hlú að tijám og plönt-
um, rækta með sjálfum sér hugmyndir sem
þeir breyta í vemleika í lífí og umhverfí,
en ábendingar Thoreaus í Walden, eina
mannsins sem ég veit til hafí horfið að náttú-
mnni og uppfyllt drauma Rousseaus með
þeim hætti, sem til var stofnað í ritum hans.
Draumur Thoreaus um óspillt líf manns-
ins á jörðinni, uppfylltur í vemleika
Walden-skógar, var svo magnaður, svo
þmnginn innblæstri og miskunnarlausri
sjálfsskoðun, að hann gat jafnvel fullyrt til-
gerðarlaust að sólin væri einungis morgun-
stjama á himninum.
Svo mikil em fyrirheit þeirra hugsjóna,
sem skógurinn blæs honum í bijóst. Og það
er í Walden-skógi sem hann fínnur hug-
myndum sínum um manninn og lífíð á
jörðinni farveg og fyllingu. Og þessi fylling
er ekki fólgin i því að æða til Suðurskauts-
ins né Norðurpólsins, til tunglsins eða
kringum hnöttinn að telja kettina í Zansibar!
Skordýrið maður, segir hann, hlýtur að
styrkjast í trú sinni á upprisu og eilífíð,
þegar hann heyrir söguna af skordýrinu
fallega,' sem kom úr þurru laufí eldgamals
borðs úr eplaviði, en þar hafði fræið verið
frá því tréð var enn með grænu laufí.
Thoreau lýsti vandkvæðum ræktunar-
mannsins sem eyðir ævinni í að breyta
draumi { vemleika með dálítilli sögu, sem
er að fínna í riti hans um Walden:
Ferðamaður kom að síki og spurði dreng
sem þar stóð, hvort það væri fastur botn í
síkinu. Já, sagði drengurinn. En hestur
ferðalangsins kviðsökk í síkið. Ég hélt, sagði
maðurinn, að þú hefðir sagt það væri fastur
botn í síkinu. Já, kallaði drengurinn, en þú
ert ekki kominn hálfa leið að þessum harða
botni!
Þannig emm við sem trúum á skógrækt
á íslandi einnig í miðju síkinu. En við emm
að koma að hörðum botni. Draumurinn,
hugsjónin í gervi drengsins leiðir okkur á
bakkann hinumegin. Við eigum einungis að
halda áfram. Hesturinn sem ber okkur fylgdi
okkur úr aldingarðinum forðum daga. Hann
kann að fóta sig.
Og veganestið sem Thoreau hefur látið
okkur í té dugar vel.
Reynslan hefur kennt mér, segir hann,
að ef við stefnum ákveðið að takmarki
drauma okkar og þomm að lifa því lífi sem
við höfum ímyndað okkur, þá náum við
óvæntum árangri.. . komumst yfír ósýnileg
mörk . .. kynnumst nýrri veröld með fijáls-
legri lögum innan okkar og utan við okkur
. .. eða þá eldri reglur verða sveigjanlegri,
þær verða okkur hagkvæmari og fijálslegri
og við náum æðri stigum í lífínu ... því
einfaldara líf, því óflóknari veröld og ein-
veran verður ekki einvera né fátæktin
fátækt né verður hið veika veikt ...
„Ef þú,“ segir Thoreau, „hefur byggt
kastala í loftinu, þarf það ekki að vera til
einskis. Þar eiga þeir að vera. Og þú skalt
setja undirstöður undir þá.“
Við emm efni sem draumar em gerðir
af, segir Shakespeare í The Tempest. Skóg-
rækt á íslandi er slíkur draumur. Þess vegna
er hún jafn mikilvægur vemleiki og við.
Vemleiki sprottinn úr draumi um garðinn
þar sem á okkur var lagt að kunna skil á
röngu og réttu.
Þessi draumur er skáldskapur í fram-
kvæmd. Um hann hef ég rætt. Um Jörðina
og okkur. Trén og skógana, þennan draum
sem er vemleiki í lífí ykkar og starfi. ísland
á þennan vemleika skilið.
(Erindi flutt á Skógræktarþingi, marz 1987).
ur, sem fyrir era, eins og varð þegar
risaeðlumar liðu undir lok. Hið nýja lífríki
yrði saman sett í samræmi við nýtt um-
hverfí. „En ég efast um að við föllum inní
það umhverfi," segir Loveloek. Við emm
að auka hitastig á jörðinni umfram það sem
við þolum.
Það þarf engan spámann til að segja
fyrir um örlög mannsins á jörðinni, ef hann
tekur fram fyrir hendur náttúmnnar sjálfrar
með svo drastískum hætti.
Skógamir tryggja það bezt að lífríkið
fari ekki úr skorðum og okkur verði áfram
vært á jörðinni.
Svo mikilvægt er hlutverk þeirra. Og svo
samofið er líf mannsins lífi og velferð skóg-
anna.
World Watch Institute er merk stofnun,
sem fylgist rækilega með þróun lífs á jörð-
unni, offjölgun, hungri, mengun og við-
brögðum við þeim plágum, sem vel gætu
gert jörðina óbyggilega. í nýlegri skýrslu
eða úttekt þessarar merku stofnunar, State
of the World, 1987, segir Lester R. Brown,
forseti hennar og aðalhöfúndur skýrslunnar,
að fyrri kynslóðir hafí ávallt haft hugann
við framtíðina, en okkar kynslóð sé sú
fyrsta, sem þurfí að glíma við vandamál,
sem skipt geti sköpum um það, hvort sú
jörð sem böm okkar erfa verður byggileg
eða ekki, eins og hann kemst að orði. Svo
mjög hafí gengið á ósonlagið yfír gufu-
hvolfí Suðurskautsins, líklega vegna út-
streymis freon-efna, að útfjólubláir geislar
geti aukið húðkrabba, sett ónæmiskerfí
mannsins úr skorðum og skemmt uppskera.
Jörðin sé byijuð að ofhitna vegna ofnotkun-
ar jarðefnaeldsneytis, kola, olíu ogjarðgass,
og það muni breyta henni í eins konar gróð-
urhús og allt hitakerfí geti farið úr skorðum
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, svo að
jöklar bráðni og lönd eins og Holland og
Bangladesh og stórborgir eins og London,
Shanghai og Washington geti átt undir
högg að sækja eins og Feneyjar nú. Og
hann bendir á, að vísindamenn séu famir
að óttast að jarðarbúa bíði sömu örlög,
vegna þess að allt náttúmjafnvægi fari úr
skorðum, og risaeðlanna og helmings ann-
arra dýrategunda jarðar fyrir 65 milljónum
ára. Brown leggur áherzlu á að súrt regn
og mengun alls konar sé við blasandi og
nærtækt vandamál, sem leysa verði sem
fyrst, ef við eigum að komast hjá náttúm-
slysi og heimssögulegri ógæfti af þess
völdum á næstu öld eða áratugum. Skóga-
skemmdir sem fyrst varð vart við í Þýzkal-
andi breiðast út um alla Mið- og
Norður-Evrópu. Tré, sem þekja 20 milljónir
hektara — eða landssvæði álíka stórt og
Austurríki og Austur-Þýzkaland til samans
— em sjúk, deyjandi eða dauð. Svissnesk
stjómvöld tilkynntu í desember sl., að skóga-
skemmdir í Zúrich-kantónu hefðu aukizt úr
14% í 65% á sl. ári. Þau em nú að undirbúa
brottflutning íbúa úr smáþorpum, sem liggja
við eyðilagða fjallaskóga, segir Brown.
Astæðan er jarðvegseyðing og hætta á
skriðuföllum. Verst sé þó e.t.v. síaukin
ásókn þriðja heimsins í eldivið. Hún gangi
nú þegar svo nærri skóglendi jarðar, að
hættulegt megi teljast. Það muni ekki sízt
hafa áhrif á veðráttu og geti jafnvel ger-
breytt uppskemhorfum í síhungmðum
heimi, þar sem fólksfjöldi hefur tvöfaldazt
frá 1950, fæðuframleiðsla nær þrefaldazt
og notkun jarðefnaeldsneytis meira en fjór-
faldazt á þessu sama tímabili. Gervihnatta-
myndir sýna, að skóglendi á Indlandi hefur
minnkað um 22% á átta undanfömum ámm.
Fmmskógar Brazilíu, Zaire og Indónesíu,
sem em um helmingur ailra regnskóga jarð-
ar, em einnig í stórhættu. Án þeirra færi
gróðurkerfíð allt úr skorðum og náttúmleg
hrynjandi hafs og himins, sem allt er undir
komið, ekki sízt líf mannsins á jörðinni.
Regnskógabelti Amazon-svæðisins eitt hef-
ur gífurleg áhrif á veðurlag og skýjafar, svo
að dæmi sé tekið. Nýlega las ég í banda-
rísku blaði, að regnskógamir minnkuðu um
nær fímmtíu ekmr á hverri mínútu og mun
það víst ekki dregið í efa af þeim, sem til
þekkja.
Lester R. Brown bendir á, að ríkisstjóm-
ir fyrmefndra regnskógalanda hafi engar
áætlanir á pijónunum til vemdar þessum
mikilvægustu landssvæðum jarðar til varð-
veizlu lífs og jafnvægis í umhverfí okkar.
Þetta er enginn gleðiboðskapur, elckert
fagnaðarerindi úr Walden-skógi, enda hefði
Thoreau ekki komið það á óvart eins raun-
sær og hann var á hugsunarlausa umgengni
mannsins við umhverfi sitt og næsta ná-
grenni.
En þetta er sú veröld sem við blasir.
Undan því verður ekki vikizt. Allra sízt með
því að setja upp sakleysissvip og umbreyt-
ast í strút.
Við þurfum nú sem aldrei fyrr að horfast
með móður Jörð í augu við fleiri vandamál
en kjamorkuplágu og nýja hryllilega drep-
sótt, sem gæti orðið mannkyninu dýrkeypt-
ari en nokkur sjúkdómur annar, sem við
höfum spumir af. Það er mikið á manninn
lagt. Spumingar hrannast upp sem aldrei
fyrr, jafnvel fáránlegustu spumingar eins
og: gæti verið að umgengni okkar við jörð-
ina sé jafnvel meira sjálfskaparvíti en
Morgunblaðið/RAX
nokkum gat órað fyrir? Eða: að eitthvert
samband sé milli ósonlags og ónæmissjúk-
dóma?!
Við hljótum að spyija. Án spuminga eng-
in svör. Án þekkingar, án miskunnarlauss
raunsæis, án þess að bijóta vandamálin til
mergjar, án þess að skoða þann heim, sem
mikilvægastur er, eigin hug og heila, og
víkjast allra sízt undan grimmilegri sjálfs-
könnun, mun sú harmageddon óhjákvæmi-
lega blasa við, sem við ætlum okkur að
sneiða hjá á þessari löngu leið inn í þann
grasgarð, sem öllum ævintýmm er eftir-
sóknarverðari.
Það væm erkibýsn eins og komizt er að
orði í prestssögu Guðmundar góða, ef illa
tækist til.
Á sjöunda áratugnum kom ég í hús
bandaríska skáldsins Emersons í Nýja-
Englandi og hafði þá einnig verið i Walden,
þar sem Thoreau dvaldist og skrifaði sín
sígildu verk, þessi mesti náttúmdýrkandi
bandarískrar sögu.
Það var ógleymanlegt að vitja þessara
tveggja höfuðsnillinga á heimavígstöðvum
þeirra þama í nágrenni við Longfellow sem
mest og bezt kynnti íslenzka bókmenningu
og andlega arfleifð vestan hafs með allt að
því ólæknandi ást á hvomtveggja eins og
fram kemur í ljóðum hans.
Þessi kynni vom mér ungum ógleymanleg
reynsla, vinnuherbergi skáldanna mettuð
þessu þunga andrúmi sem fylgir gömlum
skógi í skorpnuðum bókum, skógurinn með
höfgan ilm af eik og aski og þá ekki sízt
hvemig líf þessara andlegu risa fléttaðist
saman í verkum þeirra og daglegum önnum.
Thoreau talar um að jörðin sé ekki brot
af dauðri sögu, ekki blöð bókar handa jarð-
fræðingum og grúskumm einkum og sér í
lagi, heldur lifandi skáldskapur eins og blöð
trésins sem em undanfari blóma og ávaxta,
ekki steingervingur, heldur lifandi jörð.
Og í Náttúranni talar Emerson um að
hún fullnægi göfugri þörf mannsins, þ.e.
ást hans á fegurð. Fegurðin verður allt að
því sannleikurinn sjálfur eins og í frægu
ljóði Keats. Og skáldið minnir á að Fom-
Grikkir hafi notað þetta orð, fegurð, yfír
veröldina. I hugum þeirra var jörðin fegurð-
in sjálf í allri sinni nöktu og hamslausu
dýrð, sem þó lýtur reglum og lögmálum
ofar okkar skilningi eins og þegar vor vex
úr vetri, þá er eins og sköpun verði úr
óskapnaði, segir Thoreau.
Öll eðlileg hreyfíng er tiginmannleg, seg-
ir Emerson sem talaði um gult síðdegi
októbers. Hann minnir okkur á að eitt er
jörð sem bændur eiga, en annað það sem