Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1987 35 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Páskahátíðin Kristur, sem er Guðssonur, reis upp frá dauðum á páskunum en hann var kross- festur á föstudaginn langa og þess vegna eru páskar haldnir hátíðlegir," segir hann Þor- steinn Baldur þegar hann er spurður hvers vegna páskarnir séu haldnir hátíðlegir. „Ég hef ekki hugsað mjög mikið um þetta, en hann afí minn kenndi mér þetta allt saman, hann vinnur hjá bókaútgáfu og skrifaði einu sinni Biblíuna.“ „Jesús reis upp frá dauðum á páskadag en hann var kross- festur á föstudaginn langa. Hann var góður maður sem vildi allt fyrir alla gera og lækna sjúka,“ segir Auður Magnúsdóttir þegar blaða- maður biður hana að segja sér dálítið frá því sem forðum gerðist um páskana. Þessar tilvitnanir eru úr Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag, þegar blaðamaður leitaði álits nokkurra barna úr 7 ára bekk í Melaskólanum í Reykjavík á páskahátíðinni, sem nú er að heijast. Eins og bömum er einum lagið segja þau í fáum orðum allt það, sem segja þarf, þegar rætt er um kjamann í helgi páskanna. Við minnumst dauða Jesú Krists á krossinum og fögnum upp: risu hans á páskadag. I hverfulleik lífsins getum við leitað trausts og halds í uppris- unni og þeirri vissu, að Jesús lét lífíð á krossinum fyrir okk- ur öll, sem á hann trúum. í píslarsögunni er brugðið birtu á mannlegan breyskleika í öllum myndum. Lærisveinar Krists eru þar fulltrúar alls þess, sem fyrir okkur sjálf kemur í daglegu lífi. Dómar- amir og höfðingjamir, sem dæmdu hann, og hermennim- ir, sem pyntuðu hann, og lýðurinn, sem hrópaði: Barra- bas, Barrabas; alls staðar eru skírskotanir til þess, sem við höfum sjálf kynnst. Mannlegt eðli hefur ekki breyst, þótt kjör okkar séu önnur nú en þá. Sá er þó hinn mikli munur fyrir okkur og þá, sem kross- festu frelsarann, að við höfum haft tæp tvö þúsund ár til að tileinka okkur boðskap Jesú. Við höfum verið alin upp í kærleiksboðskap hans og eig- um að átta okkur á því umburðarlyndi og þeirri ábyrgð, sem í honum felst. Kenning Krists leysir okkur ekki undan neinum skyldum, þvert á móti á hún að vera okkur brýning í daglegu lífemi og leiðarljós í störfum, leik og samskiptum við aðra. Þótt páskaboðskapurinn hafi verið kynntur mannkyni með jafn miklum þrótti og sagan sýnir og efni hans sé jafn mikilfenglegt og allir kristnir menn vita, vantar því miður enn mikið á, að allar þjóðir hafi tileinkað sér hann og þær, sem það hafa gert, skipi honum þann sess, sem ber. í nýju tölublaði af Víðförla ræðir biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, um hinn grimmdarlega sjúkdóm alnæmi eða eyðni og segir: „Ég get ekki tekið undir það álit, að þessi sjúkdómur sé refsing frá Guði, eins og eitt sinn var talið að holdsveiki væri. Hér er miklu fremur um afleiðingu að ræða af röngu lífemi og aðvörun til réttrar lífsstefnu. Hvort tveggja vek- ur okkur til endurmats á kristinni trú og lífsskoðun. Þar er lækningin, sem við þurfum helst á að halda.“ Snúist hefur verið gegn al- næmi með sameinuðu átaki allrar þjóðarinnar undir mark- vissri forystu heilbrigðisyfir- valda. Enginn dregur í efa nauðsyn þess að stemma stigu við þeim vágesti og finna leið- ir til að frelsa mannkyn undan ógn hans. Biskupinn yfír Is- landi bendir réttilega á, að lífemi og rétt lífsstefna getur skipt sköpum fyrir einstakl- inga í vöm þeirra gegn þessum banvæna smitsjúkdómi. Þann- ig er það um fleiri ógnir, sem að okkur steðja, þótt ekki séu þær banvænar í orðsins fyllstu merkingu. Það er ekki síður undir okkur sjálfum komið en öðmm að verjast þeim. Og haldbesta vopnið í því stríði er að fínna í þeim styrk, er felst í kristinni trú og lífsskoð- un. Páskahátíðina nota flestir til að rækta sinn eigin mann með einhverjum hætti. Utivist, ferðalög og skemmtanir setja æ meiri ytri svip á hátíðar- haldið. En allt þetta og flest annað geta menn lagt stund á af meiri ánægju og fögnuði en ella, ef þeir minnast jafn- framt páskaboðskaparins. SJALFSTÆÐISFLX3KKS- INS ER ENN ÞÖRF OG KANNSKIALDREISEMNÚ eftirDavíð Oddsson borgarsljóra Það gaf sig á tal við mig maður, á dögunum og vildi hann ólmur fá að ræða við mig um pólitík. Þetta hlýtur að vera afar sérkennileg og skemmtileg kosningabarátta, sagði hann. Nú kjósa menn eftir nýjum kosningalögum, sem ekki er vitað til, að nokkur maður skilji til fulls, menn fá að kjósa utan kjörstaða, löngu áður en listar eru komnir fram, og við þær aðstæður gefst ákjósanlegt tækifæri að breyta röð frambjóðenda sem enn eru ekki komnir í framboð, og jafnvel kjósa flokka, sem ekki eru til. Og hann bætti við. Og síðast en ekki síst hefur sú skemmtilega venja skap- ast, að ríkissaksóknari tekur orðið virkan þátt í kosningabaráttunni, án þess að hafa sérstakan listabók- staf, svo vitað sé, eða að vera í kjöri að öðru leyti. Eg verð að viðurkenna, að mér fannst þessi inngangur ekki gefa tilefni til þess, að ég ræddi meira við þennan mann og gerði það því ekki. Að vísu verð ég að kannast við, að kannski er eitthvað til í því, sem hann var að gjálma um, og ég get a.m.k. verið honum sam- mála um, að kosningabaráttan hefur verið sérstæð, jafnvel stund- um fast að því að vera ógeðfelld, og þá ekki síst fyrir okkur Sjálf- stæðismenn, sem þurfum að horfa á nokkra félaga okkar hlaupast á örlagastundu undan merkjum, kaln- ir á hjarta. Afar góð málefnastaða Þessi breyting kemur að sumu leyti illa við okkur, ekki síst vegna þess að ljóst var, að allur okkar málatilbúnaður er einkar öflugur og málefnastaðan afar góð. Þess vegna gengum við öll, hvar sem á landinu vorum, glaðbeitt til þessar- ar baráttu og töldum með nokkuð öruggri vissu, að horfur fyrir flokk- inn væru góðar í þessum kosning- um, enda hníga margvísleg rök til þess, að allar kosningahorfur séu okkur hagfelldar um þessar mundir. Hver fagnar því ekki hér á landi, að óðaverðbólgan er loks öll. Og vita ekki flestir, að Sjálfstæðis- flokkurinn réði mestu um þau úrræði, sem dugðu til að koma á hana böndum. Vissulega kostaði það nokkur átök, og flokkurinn og forustumenn hans gerðu miklar kröfur til þeirra, sem þiggja laun í landinu. Þeir brugðust ekki í neinu, og því má ekki gleyma, að þjóðin sýndi þá brot af sínu mik<a þol- gæði, sem hún býr yfir, þegar nokkuð liggur við. Nú eru þær fómir allar að baki, og fómarkostnaðurinn hefur ríkan ávöxt borið. Verðbólgan er í viðráð- anlegu fari, kaupmáttur vex jafnt og þétt og hefur nú hin síðustu misseri verið hærri en nokkru sinni fyrr í sögunni. Skilyrði eiga að vera til þess, að hann geti enn vaxið, kjör manna enn batnað, ef sæmi- lega er á haldið. Þeir, sem gleggst þóttust mega vita, fullyrtu fýrir- fram, að slíkum árangri mundi ekki verða náð, nema annað yrði gefíð eftir í staðinn, og þá ekki síst, að atvinnuöryggi yrði í mikla tvísýnu teflt. Þeir spámenn eru heldur fá- orðir um þessar mundir. Ég vil halda því fram, að jafnvel þó að flokkurinn okkar hefði ekki haft neitt annað í farteski sínu en þennan mikla árangur, hefði hann verið vel að heiman búinn í kosn- ingaslaginn. En þess utan kom margt fleira til, sem við eðlilegar aðstæður ætti að gera róðurinn miklu léttari, ætti að gefa byr í segl flokksins okkar. Fulltrúum flokksins á Alþingi og í ríkisstjóm hefur tekist betur en mjög oft áður að þoka hugðarefnum okkar áleiðis á þessu kjörtímabili. Sums staðar hefur hreinlega verið brotið í blað, svo sem í útvarps- og sjónvarpsmál- um og auknu viðskiptafrelsi, svo talandi dæmi séu nefnd. Skelkaðir andstæðingar Þessi árangur efldi okkur bjart- sýni og landsfundurinn, sem hald- inn var í vor, endurspeglaði hana í hvívetna, styrkur hans og ein- drægni var til þess fallinn að skjóta andstæðingum flokksins verulegan skelk í bringu. Að vísu var það ekki fallega gert, því andstæðinga- hjörðin var ekki sérlega beisin fyrir, þótt nokkur völlur væri á Jónum Alþýðuflokksins framan af, en þeir gerðu þau mistök meðal margra annarra mistaka að taka út sigur- laun sín fýrirfram í skoðanakönnun- um og byijuðu á að búa til ríkisstjómir í tímaritum og sjón- varpsþáttum. Nú er svo af þeim dregið, að ekki er vitað, hvort þeir muni nokkum tíma mynda ríkis- stjómir annars staðar en á þeim stöðum, og er það bættur skaðinn. Við vitum, að Framsóknarflokkur- inn hefur víðast hvar staðið höllum fæti, þrátt fyrir guðdómlegan for- sætisráðherra sinn, sem iðulega hefur verið staddur hér á landi í lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrir mitt leyti sannfærður um það, að ekki hefúr verið til stjómmála- leiðtogi í heiminum, sem betur væri til þess fallinn að rökstyðja fyrir hinum rússneska Gorbachev nauð- syn óhefts og taumlauss ferðafrelsis en einmitt Steingrímur Hermanns- son. Við vitum líka, að Alþýðubanda- lagið er að ganga í gegnum sitt versta niðurlægingartímabil, sem enn sér ekki fyrir endann á sem betur fer. Það bandalag stendur nú á krossgötum og getur hvoruga leiðina farið, nema skipta liðinu því sem næst í jafna helminga, annars vegar þann helminginn, sem undir forystu Svavars Gestssonar blótar Moskvu enn á laun og heldur dauða- haldi í forræðishyggju fortíðarinnar og ábyrgðarleysi í öiyggismálum þjóðarinnar og aðra þá skavanka, sem gerir þá ekki marktæka í stjómmálum nútímans. Hinn hóp- inn leiðir Ólafur Ragnar Grímsson, sem er eins og vitað er rétt eins og gangandi tollvörugeymsla, sem hann tekur nýjar pólitískar skoðan- ir úr eftir því sem hann skiptir um flokka. Hann vill gera Alþýðu- bandalagið boðlegt íyrir enn eina sameiningartilraun allra vinstri manna í einum flokki undir forystu þess manns, sem hann treystir best og þarf ekki að nefna, svo þekktur sem sá er fyrir friðarverðlaun, sem hann hefur hlotið um heim allan. Við tökum þessari hugmynd um sameiningu vinstrimanna með vin- semd og velvild, því að við vitum að ekkert hefur komið Sjálfstæðis- flokknum betur í gegnum sína pólitísku tíð en einmitt slíkar sam- einingarviðræður vinstribrotanna með öllum þeim ósköpum, sem þeim hafa fýlgt, kokteili af dylgjum, róg- burði og svívirðingum. Þegar þetta allt var virt og er virt ætti staða Sjálfstæðisflokksins að geta veríð afar sterk. Og það var og er verkefni okkar allra, jafnt talsmanna flokksins sem annarra stuðningsmanna hans, að koma þessari stöðu til skila. Henni má ekki glutra niður. Þetta tækifæri má ekki kastast á glæ. Brotthlaup úr flokknum En nú er tíminn naumur og umræðan er skyndilega orðin okkur erfið, þótt málstaðurinn sé góður. Sumir segja, að flokkurinn sé skyndilega klofinn í herðar niður. Það er eins og hver önnur vitleysa. Líkara er það því, að kartnögl hafi kvamast af fæti en að klofinn sé hann í herðar niður. Auðvitað er það dapurlegt, þegar tveir af rúm- lega hundrað frambjóðendum flokksins um landið allt stökkva af listum sínum í nýstofnaðan flokk, en það er þó huggun harmi gegn, að það em eingöngu tveir af rúm- lega hundrað. Það má ekki misskilja mig, að ég sé að gera lítið úr þeim tilfínningahita og öldum, sem gripu um sig á þessum vordögum og margt er sjálfsagt umdeilanlegt í þeim aðdraganda öllum. En eftir stendur að stofnaður hefur verið flokkur. Það fór ekki á milli mála, að forsvarsmenn hans hugðu hann settan til höfuðs Sjálfstæðisflokkn- um. Nú þegar stefnuskráin, hrað- soðin, hefur verið kynnt og frambjóðendur hafa tekið til máls fyrir þann flokk, þá undrast maður mest, að þeir, sem að slíkt bera á torg fyrir kjósendur, skuli nokkru sinni hafa verið í Sjálfstæðisflokkn- um og a.m.k. ekki verið fyrir löngu famir úr honum. Menn láta í veðri vaka, að ástæðan fyrir brotthlaup- inu hafí verið sú, að á hafí skort um hina sönnu sjálfstæðisstefnu. En um leið er tekið undir undan- slátt Alþýðubandalagsins í öryggis- málum þjóðarinnar. Undanslátt, sem það eitt hefur hingað til staðið fyrir. Reykjavík og hefndarþorstinn Og ég vona að mér fyrirgefist að telja, að steininn taki úr, þegar fram kemur, að helsta markmið Borgaraflokksins f náinni framtíð sé að leiða kommúnista til öndvegis við stjómvöl höfuðborgar landsins. Þar með var endanlega ljóst, að til þessa stjómmálaflokks er stofnað í reiðikasti og staða hans er byggð á hugmyndafræði hefndarinnar. Löngum hafa menn vitað, að reiðin er vondur ráðgjafi, en hefndar- þorstinn er þó sýnu verri. Stjóm- málasamtök, sem styðja sig eingöngu við slíka ráðgjöf, er í raun með ólæknandi innanmein, og væm betur andvana fædd. Davíð Oddsson „Og- ég vona að mér fyrirgefist að telja, að steininn taki úr, þegar fram kemur, að helsta markmið Borgara- f lokksins í náinni framtíð sé að leiða kommúnista til öndveg- is við stjórnvöl höfuð- borgar landsins. Þar með var endanlega ljóst, að til þessa stjórn- málaflokks er stofnað í reiðikasti og staða hans er byggð á hugmynda- fræði hefndarinnar.“ Mér er minnisstæð saga, sem gerðist fyrir nokkrum árum. Menn vom á ftindi í félagi einu og þar var hart ráðist að Sjálfstæðis- flokknum eins og stundum endra nær. Einn af stuðningsmönnum hans brást hinn versti við, kom í ræðustól og sagði: Já, þið skuluð ráðast á Sjálfstæðisflokkinn, en það tjóar ekki neitt, því að þegar til stykkisins kemur er það eini flokk- urinn, sem þorir að vera á móti staðreyndum. Þessi maður skipar nú einn af listum Borgaraflokksins. Auðvitað geta menn farið fram undir því flaggi að vera á móti stað- reyndum, en þær blasa þó eftir sem áður við hveijum manni. Ég vil ekki halda því fram, að þá atburði, sem nú hafa gerst, hafi nokkur maður getað í öllum atriðum séð fyrir. Ekki einu sinni með hvaða hætti yrði spilað á tilfínningalíf manna og hina jákvæðu íslensku samúðarkennd. En þó fannst mér sláandi að lesa stuttan kafla úr ræðu fyrrum foringja okkar, Bjama Benediktssonar, en hann sagði: „I lýðfijálsu landi eiga þeir að ráða, sem kjósendur hafa í senn falið vegsemd og vanda. Síðan er það kjósenda á degi reikningsskil- anna að gera upp á milli frambjóð- enda eftir því, sem þeir telja. verðleika standa til. Almenningur á mest í húfi. Þess vegna mega menn aldrei greiða atkvæði í þeirri veru, að þeir séu að gera það fyrir þennan eða hinn frambjóðandann. Allir þurfa raunar á góðvild að halda, en sá, sem gef- ur kost á sér til þings, vill einmitt sjálfur, að mat sé lagt á skoðanir hans og stjómarhæfileika almenn- ingi til heilla." Veijumst af full- kominni hörku Ég hef verið stoltur yfír því að eiga samleið með því góða fólki, sem stutt hefur Sjálfstæðisflokkinn og þeim flokki hefur treyst. Sumum fínnst kannski styrkur og öryggi stafa af þessum stærsta flokki þjóð- arinnar og því afli, sem í honum býr. Öryggi, sem veitir því atbeina til að takast á við erfiðleika dagsins. Aðrir þykjast glöggt mega sjá, að þá hafi þessari þjóð miðað mest fram og hennar framfaraöld verið ljósust, þegar áhrif Sjálfstæðis- flokksins hafa verið afgerandi. Ég býst við því, að þegar unga fólkið horfir til framtíðar, sér það strax í hendi sinni, að flokkar kreddu- og kennisetninga em ekki líklegir til að veita hugsjónum þess verðugan farveg og fylgja þeim fram. Allt em þetta fyrir hvem og einn verðug rök fyrir stuðningi við Sjálf- stæðisflokkinn. Við emm þó ekki þannig vaxin, að við höldum að þetta séu einhver eilífðarrök. Að okkar fyrstu foringjar hafi í eitt skipti fyrir öll fundið upp flokk, sem sé ómissandi fyrir íslenska þjóð í lengd og í bráð. Það má vel vera, að sá dagur komi, að svo vel hafi verið starfað, að Sjálfstæðisflokks- ins sé ekki Iengur þörf, ellegar hann verði ekki lengur talinn standa nægilegan vörð um sjálfstæðis- stefnuna og annar flokkur eða önnur samtök geti við því verki tekið. Allt er í heiminum hverfult. En þótt við séum meðvituð um þetta, þá eram við jafnviss, svo viss, að ekki skeikar neinu nú, að Sjálf- stæðisflokksins er enn þörf og kannski aldrei sem nú. Því munum við af fullkominni hörku og ein- beitni hrinda þeirri atlögu, sem nú er að þessum flokki gerð, og við skulum vinna sigur. Kannski ekki þann stóra sigur, sem við bjugg- umst við í vor, en í það minnsta góðan vamarsigur. Og eftir skal standa flokkur, styrktur af þeirri eldskírn, sem hann hefur gengið í gegnum, efldur til átaka í þágu íslenskrar þjóðar. Og andstæðing- um okkar, hvaðan sem þeir koma, skulum við kenna lexíu svo vel, að hún gleymist ekki. Þá lexíu, að stærsti og sterkasti flokkur þjóðar- innar lætur ekki knésetja sig á þeirri stundu, þegar hans er mest þörf. Á þeirri stundu, þegar ferðin er mörkuð og stefnan og leiðin er rétt. Úr Valkyrjunni. Donald Mclntyre og Gwyneth Jones í hlutverki Óðins og Brynhildar. Styrktarfélag ísiensku óperunnar: Sýnir Niflungahringinn eftir Richard Wagner STYRKTARFÉLAG íslensku óperunnar sýnir Niflungahringinn eftir Wagner af myndbandi, í Gamla bíói, um páskahelgina. Að sögn Þorsteins Blöndal, eins af forsvarsmönnum styrktarfélagsins, er til- gangurinn með þessari sýningu að veita styrktarfélögunum þjónustu með því að sýna verk sem er svo stórt í sniðunum að lítil von er til að hægt verði að færa það upp á sviði hér í náinni framtið. „Þetta er gríðarlega mikið verk,“ sagði Þorsteinn, „I rauninni em þetta fíórar ópemr sem Wagner samdi á tæplega 20 ámm og var verkið fmmflutt árið 1876 í Bayre- uth í Þýskalandi. Fyrsta óperan nefnist Rínargullið. Hún er venju- lega flutt sem forleikur, en tekur 2—3 tíma í flutningi. Hinar þijár, Valkyijan, Siegfried og það sem kallað er Götterd“ammemng, sem við getum kallað Ragnarök, taka 4 1/2 tíma í fluntningi hver. Þannig að lengdin á verkinu er um 16 klukkustundir. Þessi uppfærsla er frá Bayreuth, en þar er haldin Wagnerhátíð á hveiju sumri. Þetta er uppfærslan frá 1976, sem var undir stjóm Patrice Chéreau og hljómsveitar- stjóri var Pierre Boulez. Þessi uppfærsla var síðan sýnd á Bayre- uthhátíðinni þar til árið 1981, en árið 1982 tók við ný uppfærsla sem Georg Solti og Peter Hall stjóm- uðu. Hún hefur gengið fram til þessa árs og næsta sumar fáum við svo þriðju uppfærsluna. Við flytjum þetta af myndbandi í Gamla bíói núna um páskahelg- ina. Við vörpum þessu á stóran skerm á hliðarsvölunum í Gamla bíói og síðan er tónlistin flutt af Quad—hljómflutningstækjum, þannig að hljómburðurinn er eins góður og kostur er á. Við sýndum Rínargullið í gærkvöldi. í kvöld klukkan 19 sýnum við svo Valkyij- umar, Siegfried sýnum við á laugardaginn klukkan 19 og Ragnarökin á páskadag klukkan 14. Við komum 60 manns í sæti og þetta er fyrst og fremst ætlað fyrir styrktarmeðlimi íslensku ópemnn- ar. Hinsvegar er öllum velkomið að koma, en þá yrðu menn að skrá sig sem styrktarmeðlimi um leið og þeir koma því það er enginn að- gangseyrir. Óperan er textuð. Hún hefur verið flutt í sjónvarpi um alla Evr- ópu, meðal annars alls staðar á Norðurlöndum. Einhverra hluta vegna hefur hún ekki verið flutt í íslenska sjónvarpinu, en vonandi stendur það til bóta. Þessi sýning er bara byijunin hjá okkur í styrkt- arfélaginu, því næsta vetur hyggst styrktarfélagið gangast fyrir reglu- legum sýningum af myndböndum í Gamla bíói.“ sagði Þorsteinn Blönd- al að lokum. Sóknog samhugnr eftírFriðjón Þórðarson Það var mikið gæfuspor, þegar Fijálslyndi flokkurinn og íhalds- flokkurinn vom sameinaðir árið 1929. Frá þeim tíma hefur Sjálf- stæðisflokkurinn verið meginafl og kjölfesta í íslenskum stjómmálum. Stofnendur hans settu sér í önd- verðu það háleita mark og mið að vinna að víðsýnni og þjóðlegri um- bótastefnu með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Þessi stefnukjami hefur alla tíð fundið góðan hljómgmnn í hjörtum landsmanna. í flokknum hefur frá öndverðu starfað fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins og unnið að áhugamálum sínum. Þetta hefur gert flokkinn fjölmennan og sterk- an. Á hinn bóginn hlýtur svo stóran hóp manna að greina á um margvísleg málefni. Ólíkir hags- munir og fíölbreytt sjónarmið hafa oft rekist á og valdið deilum innan flokksins, sem þó hefur yfirleitt tekist að sætta, þó að öldur hafí risið hátt. Alkunna er, að í ríkisstjóm þeirri, sem var við völd á ámnum 1980 til 1983, áttu sæti þrír sjálfstæðis- menn. Þingflokkurinn var í stjóm- arandstöðu. Þetta vsir að sjálfsögðu mikil þolraun fyrir flokkinn. Deilur urðu miklar og mörg þung orð látin falla. Sú saga verður ekki sögð hér. Ýmsir höfðu orð á því við okk- ur þremenningana, að nú væri kjörið tækifæri til þess að stofna nýjan flokk. Það gæti orðið nýr og öflugur fijálslyndur flokkur. Þó að enginn okkar vissi fyrir örlög sín né hvað okkar biði, ef við héldum áfram afskiptum af stjómmálum, vomm við allir sammála um eitt: Við gátum ekki hugsað okkur að halda áfram í stjómmálabaráttunni undir öðm flokksmerki en fána Sjálfstæðisflokksins. I frábærri ræðu, sem dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, flutti á Alþingi vorið 1983, og vera mun síðasta þingræða hans, segir svo m.a.: „í Sjálfstæðisflokknum hef ég starfað frá stofnun hans. Á ungum aldri vann ég að því ásamt félögum mínum að flokkurinn yrði víðsýnn fijálslyndur flokkur með hagsmuni allra stétta fyrir augum og með fullum skilningi á félagslegum þörf- um fólksins. En ekki síður var okkur það hugleikið að flokkurinn yrði umburðarlyndur flokkur í samræmi við þann kjarna sjálfstæðisstefn- unnar að sérhver maður ætti rétt á að vera sjálfstæður í hugsun, orði og verki og hefði rétt til að fylgja samvisku sinni og sannfæringu eins og stjómarskráin býður þingmanni að gera.“ Enn á ný standa alþingiskosning- ar fyrir dymm. Enn hafa orðið átök í röðum Sjálfstæðismanna. Þau hörmulegu tíðindi hafa gerst, að Friðjón Þórðarson einn af samheijum okkar og flokks- bræðmm, Albert Guðmundsson, hefur stofnað nýjan flokk, Borgara- flokkinn. Þessa nýju sögu þekkja allir. Þar með hefur einn andstöðu- flokkur bæst í hópinn, sem leitar fast eftir fylgi ekki síst meðal stuðn- ingsmanna Sjálfsstæðisflokksins. I stjómmálum sjá menn aldrei alla drauma sína rætast. Þar verða menn oft og iðulega fyrir vonbrigð- um. En sannfæring mín er sú, að það skipti meginmáli fyrir okkur öll að halda hópinn í Sjálfstæðis- flokknum og efla hann. Flokkurinn er og verður það sem við viljum, að hann verði. Þar gefst öllum, ungum sem öldnum, kostur á að leggja fram krafta sína og móta störf og stefnu flokksins til heilla landi og þjóð. Höfundur skipar efsta sætiá framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Vesturlandskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.