Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 68
VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. 50 milljónír í flugvöll á Egilsstöðum SEÐLABANKI íslands hefur rTwamþykkt að útveg-a lán allt að 50 milljónum, sem varið verði til flugvallargerðar á EgUsstöðum. Að sögn samgönguráðherra, Matthíasar Bjamasonar, er þessi lánveiting í samræmi við samþykkt Alþingis á þingsályktunartillögu um framkvæmdir við nýjan flugvöll á Egilsstöðum. „Samgönguráðuneyt- ið óskaði eftir því í samráði við fjármálaráðherra, að Seðlabankinn hefði milligöngu um ^árútvegun allt að 50 milljónum króna," sagði Matthías. „Nú hefur Seðlabankinn orðið við þeirri beiðni, en lagaheim- ildar verður aflað við afgreiðslu næstu fjárlaga og lánsfjárlaga. Ég ^•^geri ráð fyrir því að heimildin verði notuð að fullu. Nú þarf að semja við þá sem eiga land þar sem leggja á flugbrautina og ég á von á að framkvæmdir geti hafíst um leið og slíkur samningur er kominn á,“ sagði samgönguráðherra. „Elstu leigu- ^bílstjórar muna ekki ann- að eins álag“ MIKLAR annir voru þjá leigubíl- stjórum í Reykjavík í gær, en vagnstjórar SVR lögðu þá niður vinnu. Á sumum bifreiðastöðv- unum voru kallaðar út auka- vaktir og á einni stöðinni fengust þær upplýsingar að elstu menn myndu ekki annað eins álag. „Síminn hefur ekki stansað ',"’"'*síðan klukkan níu í morgun", sagði símastúlka á einni stöðinni, er Morgunblaðið leitaði upplýsinga þar síðdegis í gær. Kvaðst hún hafa verið lengi í starfínu og ekki muna sambærilega örtröð. „Þetta hefur þó allt gengið vel og okkur hefur tekist að afgreiða flesta sem hringt hafa án þess að fólk hafi þurft að bíða lengi,“ bætti hún við. Mikil umferð var í Reykjavík í gær en að sögn lögreglu gekk hún þó áfallalítið fyrir sig. Morgunblaðið/Helgi Benediktsson A FJOLLUMIFOGRU VEÐRI Á Tindfjallajökli, Vestmannaeyjar í baksýn, en margir munu eflaust leggja land undir fót um páskahelgina nú sem endranær. Skoðanakönnun Félagsví sindastofnunar fyrir Morgnnblaðið: Sjálfstæðisflokkur 29,6% — Borgaraflokkur 12,2% - Kvennalistinn hefur jafn mikið fylgi og Alþýðubandalagið 13* Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 22. apríl. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið dagana 10. til 14. apríl ætla 29,6% kjósenda, sem afstöðu hafa tekið, að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði í alþingiskosningunum 25. apríl nk. Alþýðuflokkurinn nýtur fyig- is 15,5% kjósenda, Framsóknar- flokkurinn 14,6%, Alþýðubanda- lagið 11,9%, Kvennalistinn 12,1% og Borgaraflokkurinn 12,2% Aðrir flokkar hafa innan við 2% í Reykjavík nýtur Sjálfstæðis- flokkurinn stuðnings 31,9% kjós- enda, Alþýðuflokkurinn 16,2%, Framsóknarflokkurinn 6,7%, Al- þýðubandalagið 12,3%, Kvennalist- inn 16,2% og Borgaraflokkurinn 14%. í Reykjanesi nýtur Sjálfstæð- isflokkurinn stuðnings 31% kjós- enda, Alþýðuflokkurinn 19%, Framsóknarflokkurinn 13,4%, Al- þýðubandalagið 8,2%, Kvennalist- inn 11,2% og Borgaraflokkurinn 15sl%. í könnun DV sem birt var á Líffræðingar í Blóðbank- anum ráða sig til 1. júní LÍFFRÆÐINGAR, sem störfuðu i Blóðbankanum, en sögðu upp störfum frá og með 1. apríl, hafa ráðið sig aftur til starfa til 1. júní næstkomandi, en þá á að vera lokið röðun starfsmanna í launaflokka samkvæmt nýjum kjarasamningi Félags íslenskra náttúrufræðinga og ríkisvalds- jns. Ólafur Jensson, yfírlæknir í Blóð- bankanum, sagðist búast við að starfsemi Blóðbankans yrði með eðlilegum hætti strax eftir páska- helgina og hann vissi ekki annað en að allt það starfsfólk, sem sagt hefði upp þar, kæmi aftur til starfa. Hann sagði að mjög mikið yrði að gera, þar sem verkefni hefðu hlað- ist upp að undanfömu og stórum skurðaðgerðum verið slegið á frest. Hluti sjö starfsstétta háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna á ríkisspítölunum sagði upp störfum 1. apríl og hyggjast aðrir starfs- hópar athuga sinn gang yfír páskana og hyggja að því hvað felst í nýgerðum kjarasamningum. mánudaginn fékk Sjálfstæðisflokk- urinn 30,9% atkvæða, Alþýðuflokk- urinn 14,3%, Framsóknarflokkur- inn 17,2%, Alþýðubandalagið 12,9%, Kvennalistinn 9,5% ogBorg- araflokkurinn 11,7%. Samkvæmt því hafa Framsóknarflokkurinn og Kvennalistinn styrkt stöðu sína, en lítillega dregið úr fylgi annarra flokka. Ef miðað er við fyrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morg- unblaðið hefur fylgi Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista aukist, en fylgi Al- þýðubandalags og Borgaraflokks minnkað talsvert. í kosningunum 1983 fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 38,7% atkvæða, Alþýðuflokkurinn 11,7%, Fram- sóknarflokkurinn 19%, Alþýðu- bandalagið 17,3%, Bandalag jafnaðarmanna 7,3% og Kvennalist- inn 5,5%. Ef þau úrslit eru borin saman við hina nýju könnun Fé- lagsvísindastofnunar hafa Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðubanda- lagið tapað umtalsverðu fylgi, en Alþýðuflokkurinn og Kvennalistinn bætt verulega við sig. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað fylgi, en Borgaraflokkurinn bauð ekki fram í kosningunum 1983. Úrtakið í könnuninni var 1.500 manns á aldrinum 18 til 75 ára um land allt. Svör fengust frá 1.069 eða 71,3% þátttakenda. 2,7% ætl- uðu ekki að kjósa, 1,6% ætluðu að skila auðu, 4,7% neituðu að svara og 5,2% sögðust ekki vita hvað þeir kysu. Sjá nánar á bls. 36. Kennarar sam- þykktu FÉLAGAR í Hinu íslenska kenn- arafélagi hafa samþykkt ný- gerða kjarasamninga við ríkisvaldið í almennri atkvæða- greiðslu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eða yfir 80% atkvæða. Niðurstaða talningar lá fyrir í gærdag. Á kjörskrá voru 1125 og atkvæði greiddu 950 eða 84% fé- laga. Já sögðu 791 eða 83% og nei 121 eða 13%. Auðir seðla og ógild- ir voru 38 eða 4%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.