Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987
<13
Þorsteinn og Ingibjörg heima i stofu með börnum sínum þremur, Aðalheiði Ingu, Páli Rafnari og Þórunni.
Morgunblaðið/Árni Sœberg
á sumrum á Akureyri — og svo
þurfti maður að breyta mállýskunni
í samræmi við það, vor og haust!
Enda þótt ekki hafi verið talað
öllum stundum um pólitík á heimil-
inu fann maður mikið fyrir henni.
Starf landsbyggðarþingmanna fór
mikið fram á heimilum þeirra, þar
voru t.d. oft haldnir fundir trúnað-
armanna og stundum komu for-
ystumenn flokksins að sunnan í
heimsókn. Þá sat maður álengdar,
fylgdist með og hlustaði ef maður
komst upp með það.
En fyrstu beinu afskipti mín af
pólitík voru á háskólaárunum þegar
ég var kosin í stjóm Vöku á fyrsta
eða öðru ári mínu í lögfræði. Seinna
var ég um skeið varaformaður
Varðar í Reykjavík og varaformað-
ur Sambands ungra sjálfstæðis-
manna, og það leiddi svo til þess
að ég fór í framboð til borgarstjóm-
arkosninga í Reykjavík og sat þar
í fjögur ár, 1982—86, og var um
tíma varaforseti borgarstjómar.
Eftir að Þorsteinn var kjörinn
formaður Sjálfstæðisflokksins og
varð ráðherra, var augljóst eins og
ég vék að áðan, að það myndi vera
allt of mikið álag fyrir fjölskylduna
ef ég væri líka á kafí í pólitík. Það
kallaði á mikla vinnu á daginn að
sitja í borgarráði og síðan fylgdu
því ýmsar félagslegar skyldur á
kvöldin, svo að það var ekki um
annað að ræða en að draga sig í
hlé. Það stóð hins vegar aldrei til
að ég hætti með öllu að starfa utan
heimilis — og nú höfum við Ásdís
systir mín opnað saman lögmanns-
stofu í Skeifunni í Reykjavík.
ÞAÐ BEYGÐIST SNEMMA
KRÓKURINN
Þorsteinn Pálsson er fæddur á
Selfossi 29. október 1947, sonur
hjónanna Ingigerðar N. Þorsteins-
dóttur, sem nú er látin, og Páls
Sigurðssonar, skrifstofumanns hjá
Framleiðsluráði landbúnaðarins.
Faðir minn er Eyrbekkingur, seg-
ir Þorsteinn, og föðurfólk mitt bjó
þar og á Selfossi. Móðir mín var
ættuð í annan liðinn úr Ánanaustum
en í hinn vestan af fjörðum. Ég hef
stundum þurft að bregða því fyrir
mig að ég væri Vestfírðingur að
einum fjórða!
Einn langafi Þorsteins var Ámi
Gíslason yfirfiskmatsmaður á
ísafírði sem árið 1902 setti vél í
fískibát, fyrstur manna hérlendis.
Báturinn hét Stanley og hefur Þor-
steinn mynd af honum upp á vegg
í skrifstofu sinni í Valhöll.
Já, ísfirðingar sendu mér hana
fyrir nokkrum árum og mér þykir
ákaflega vænt um að hafa hana
fyrir augunum svo til daglega. Hún
minnir mann óneitanlega á mikinn
framfara- og átakamann. Fyrir mér
er hún líka tákn um það hvemig
einstaklingar ryðja brautina. I
framtaki þeirra býr afl framfar-
anna.
Þorsteinn var tíu ára þegar for-
eldrar hans fluttu til Reykjavíkur
og hefur hann búið þar síðan. Hann
tók stúdentspróf frá Verzlunarskól-
anum og síðan lagapróf frá Háskóla
íslands. Þau Ingibjörg kynntust
þegar þau vom saman í stjóm Ora-
tors, félagi laganema.
Ég fékk mjög snemma áhuga á
pólitík, segir Þorsteinn, og las allt
sem ég komst yfir um stjórnmál í
blöðum og bókum. Á unglingsaldri
sótti ég fundi í Heimdalli og á
fyrstu ámm mínum í Verzlunar-
skólanum fór ég gjaman á þing-
pallana þegar kennslu lauk á
daginn. Strax á fyrsta ári í Háskól-
anum var ég kjörinn formaður Vöku
og það hefur eflaust hmndið manni
af stað að takast á við stærri verk-
efni í félagsstarfi. Þá var eins og
kunnugt er mikið umrót í Evrópu
og ég held að við höfum verið að
veija eina hægra vígið í öllum há-
skólum Evrópu. Baráttan var hörð
í stúdentaráðskosningunum haustið
1969 og það endaði með því að list-
amir fengu jafn mörg atkvæði,
Vaka og sameinaður listi vinstri
manna. Hlutkesti var því látið ráða
úrslitum og heppnin var með okk-
ur. Við drógum miða úr hvítu
koddaveri og ég á ennþá þennan
miða sem réð úrslitum.
ÁBYRGÐ FJÖLMIÐLA
OG VANDI STJÓRN-
MÁLAMANNA
Síðla vetrar 1970 var Þorsteinn
ráðinn til að skrifa um stjómmál í
Morgunblaðið og vann þar næstu
sumur og einnig talsvert á vetmm
meðfram námi sínu. Eftir að hann
lauk laganámi starfaði hann heilt
ár sem blaðamaður á Morgunblað-
inu en var þá ráðinn ritstjóri Vísis
1975. Þar var Þorsteinn við stjóm-
völinn til 1979 í harðri samkeppni
við hið nýstofnaða Dagblað. Hvað
fínnst honum sem gömlum blaða-
manni um þá íjölmiðlaveislu sem
landslýð hefiir verið boðið til á und-
anfömum vikum?
Sjálfur byrjaði ég nú mjög fljótt
að skrifa um nauðsyn þess að gefa
útvarpsrekstur fijálsan og þegar
ég kom á Vísi gerði ég það eitt af
baráttumálum blaðsins. Þau skrif
féllu hins vegar í grýttan jarðveg,
það fór lítið fyrir undirtektunum
og það er ekki síst í því ljósi sem
mér fínnst ánægjulegt að hafa átt
þátt í að setja lög um fijálsan út-
varpsrekstur á Alþingi og sjá þau
núna í framkvæmd.
Hins vegar leyni ég því ekki að
mér fínnst þessi mikla fjölmiðlaum-
ræða og umlj'öllun öll dálítið losara-
leg og ekki alltaf í nógu miklu
jafnvægi.
í gamla daga höfðu stjómmála-
flokkamir öll tök á íjölmiðlunum,
blöðin voru þeirra málgögn og rit-
stjórarnir sátu síðan í útvarpsráði
og höfðu stjóm á ríkisútvarpinu.
Þá komst engin önnur mynd af
pólitískri umræðu út til kjósenda
en sú sem flokksforingjamir
ákváðu. Núna er þetta gjörbreytt,
eins og allir vita, og það má segja
að þetta vald sé nú komið til hinna
ftjálsu fjölmiðla. Og það er hollt
fyrir lýðræðið í landinu. En um leið
hvílir mikil ábyrgð á þeim sem
starfa við fjölmiðlana. Þeim ber
einnig að viðhalda ákveðinni festu
í þjóðfélaginu og tryggja réttarör-
yggi borgaranna, vemda friðhelgi
einkalífsins og heimilanna. Mér
fínnst að fjölmiðlarnir eigi ekki að
vera undanskildir þessari ábyrgð,
enda þótt þeir takist nú á við nýtt
mikilvægt hlutverk með auknu
fijálsræði. Þvert á móti eykst
ábyrgð þeirra í krafti þessa mikla
valds sem þeir nú hafa fengið.
Ég hef það stundum á tilfínning-
unni að stjómmálamenn þori ekki
annað en að svara spumingum
blaðamanna, gefa þær upplýsingar
sem um er beðið, af ótta við að
styggja fjölmiðlana og fá þá upp á
móti sér. Þess vegna leiðast menn
stundum út í að ij'alla opinberlega
um mál löngu áður en það er tíma-
bært og er óþarft að fara orðum
um hversu varhugavert slíkt getur
verið. Þetta er vandi sem bæði
stjómmálamenn og _ blaðamenn
þurfa að átta sig á. Ég lít ekki á
fijálsa fjölmiðla sem hótun og bít
því blaðamenn af mér ef mér sýnist
svo. Slík viðhorf em ekki alltaf fall-
in til stundar vinsælda.
HVER TÍMI KALLAR
Á NÝJA MENN
Á ámnum 1979—83 gegndi Þor-
steinn störfum framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambands íslands, en
var þá kosinn á þing fyrir Suður-
landskjördæmi og nokkm síðar tók
hann við formennsku Sjálfstæðis-
flokksins af Geir Hallgrímssyni.
Já, það bar brátt að, en flest í
mínu lífí hefur nú gerst með skjót-
um hætti. Það bar að með skjótum
hætti að ég varð blaðamaður á
Morgunblaðinu, ritstjóri Vísis og
framkvæmdastjóri VSÍ. Geir
Hallgrímsson tilkynnti þá ákvörðun
sína að gefa ekki kost á sér aftur
til formennsku í Sjálfstæðisflokkn-
um síðla sumars 1983. Hann ræddi
þá ákvörðun sína meðal annars við
okkur Davíð Oddsson og eftir
nokkrar bollaleggingar var afráðið
að ég biði mig fram til starfans.
Jú, jú, mikil ósköp, það hvarflaði
að mér að ég væri ftill ungur til
að takast þetta á hendur, en eins
og raun ber vitni lét ég þær vanga-
veltur ekki hafa áhrif á mig.
Það var eitt sem ég einsetti mér
þegar þetta varð ofan á og það var
að reyna að vera ég sjálfur. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur átt mikil-
hæfa foringja sem vísuðu veginn
og enn eru margir í flokksstarfí sem
unnu með Ólafí, Bjama og Jó-
hanni, altur fjöldinn með Geir og
jafnvel enn í dag hittir maður menn
sem voru komnir til starfa á tíma
Jóns Þorlákssonar. Ég held hins
vegar að það væri fráleitt að reyna
að verða einhver eftirlíking þessara
forvera, þótt þeir hafi risið hátt.
Þeir nutu sín í sínum eigin samtíma
— en nú eru aðrir tímar og ég auð-
vitað öðruvísi maður en þeir.
Sérhver tími kallar á nýja menn og
SJÁ BLS. 15