Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 29 Kammerkór Hallgrímskirkju: Hallgiimspassía eft- ir Atla Heimi Sveins- son flutt á morgun KAMMERKÓR Hallgrímskirkju flytur Hallgrímspassíu, eftir Atla Heimi Sveinsson á föstudaginn langa klukkan 17. Stjómandi er Hörður Áskelsson orgelleikari kirkjunnar og kórsljóri Mótettu- kórs Hallgrímskirkju. Hörður var spurður hvort kammerkórinn væri nýr kór við kirkjuna. „Nei, 4 rauninni köllum við þetta bara kammerkór, kannski til aðgreiningar frá hinum Mót- ettukórnum, og vegna þess hvernig hann er í laginu. Þetta er hópur einsöngsnema. Þau eru öll að læra söng, ýmist í Söngskól- anum eða í Tónlistarskólanum. Þau eru öll tengd Hallgrímskirkju að því leyti að þau hafa öll sung- ið eða syngja með Mótettukóm- um. Við erum búin að æfa þetta verk hans Atla í nokkrar vikur. Þetta eru níu krakkar og þau syngja bæði kórinn og einsöngs- strófurnar. Þau taka þær til skiptis, þótt vissulega mæði mismikið á þeim. Mótettukór Hallgrímskirkju er aðalkór kirkjunnar. Hann telur um 50 manns og það er allt fólk í yngri kantinum, eiginlega allt undir fertugu. Við æfum á fullu tvisvar í viku og síðan skiptist kórinn á að syngja við guðsþjón- ustur. Síðan kemur hann saman sem heild á hátíðum og á tónleik- um. Þessi kór er ekki nema fimm ára gamall en hefur ráðist í mörg stór verkefni. Stærsti viðburður- inn hjá kómum upp á síðkastið var vígsla kirkjunnar og flutning- ur á Sálumessu Mozarts." Hvað er framundan? Frá æfingu Kammerkórs Hallgrímskirkju. „Framundan er mjög mikið hjá kómum. Hann kemur fram í báð- um messunum á páskadag. { vor verður síðan listahátíð hér í Hallgrímskirkju. Þetta verður tónlistarhátíð sem stendur í sam- bandi við vígsluár Hallgrímskirkju og þá verður viku músíkveisla. Við fáum meðal annars mjög stór- an kór í heimsókn frá útlöndum, sem mun bæði syngja með okkar kór og með Sinfóníuhljómsveit íslands. Mótettukór Hallgríms- kirkju verður með tvenna tónleika á þessari hátíð. Nú svo em það utanferðimar. í fyrra fómm við til Noregs, áður höfðum við farið til Þýskalands og á næsta ári stefnum við á Frakkland." sagði Hörður Áskelsson, kórstjóri í Hallgrímskirkju. Hannes H. Garðarsson sem byggir á trúnni á manninn, trúnni á þroskamöguleika hans, hæfni mannsins til að stjóma sér sjálfur, hæfni mannsins til að velja og hafna. Sjálfstæðisflokkurinn sameinar fólk sem trúir á hæfni mannsins til að leita að eigin lífshamingju án þess að troða öðmm um tær eða þurfa á fyrirsögn eða handleiðslu annarra manna að halda um eigin mál. Sjálfstæðisflokkurinn boðar ekki himnaríki á jörðu eða þúsund ára draumaríki. Markmið Sjálfstæðis- flokksins er að vinna að þjóðlegum umbótum með réttlæti, umburðar- lyndi og víðsýni að leiðarljósi og á þann hátt skapa velferðarþjóðfélag sem getur veitt öllum þegnum um- hyggju og öryggi. Af þeim ástæðum, sem ég hef rakið hér á undan, er Sjálfstæðis- flokkurinn kjölfestan í íslenskum stjórnmálum. Af þessum ástæðum er Sjálfstæðisflokkurinn sterkasta forystuaflið í íslenskum stjórn- málum. Af þessum ástæðum er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti verkalýðsflokkur á íslandi og af þessum ástæðum finn ég skoðunum mínum bestan farveg með starfi í Sjálfstæðisflokknum ásamt þús- undum annarra manna og kvenna. Oft hefur verið þörf, en aldrei sem nú, að við, sjálfstæðismenn, stöndum saman um þá mannúðar- stefnu sem sameinar okkur í Sjálf- stæðisflokknum. Látum ekki tilfínningar eða dægurþras leiða okkur af þeirri leið sem við höfum markað undanfarið kjörtímabil, því að sú leið er rétta leiðin til framtíð- ar og velsældar íslensku þjóðarinn- ar. X-D. Höfundur er formaður Málfunda- félagsins Óðins ogskipar 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins íRvík. eftir Hannes H. Garðarsson Stundum er ég spurður að því hvað ég, verkamaðurinn, sé að gera í Sjálfstæðisflokknum. Þessi spurning og margar aðrar gefa mér kærkomið tækifæri til að staldra við og ræða málin, skiptast á skoðunum við fólk og á þann hátt vinna skoðunum okkar, sjálf- stæðismanna, fylgi í málefnalegum rökræðum en i þeim höfum við, sjálfstæðismenn, góðan málstað að veija. En af hverju ég er í Sjálfstæðis- flokknum? Því ætla ég að svara í stuttu máli. í fyrsta lagi er Sjálf- stæðisflokkurinn ekki flokkur neinna ákveðinna stétta eða hópa. Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylk- ing mynduð af fólki sem kemur úr öllum stéttum þjóðfélagsins, fólki sem býr við mismunandi efnahag, mismunandi menntun, hefur mis- jafna heilsu o.s.frv., en allt á þetta fólk það sameiginlegt að það vill búa í réttlátu og sanngjörnu þjóð- félagi, þjóðfélagi þar sem allir hafa jafnan rétt til menntunar, embætta og atvinnurekstrar. Þjóðfélagi, þar sem enginn er fæddur til neinna réttinda fram yfir aðra. Þjóðfélagi, þar sem hinir minni máttar og þeir sem verða fyrir áföllum á lífsleið- inni eiga fullan rétt til félagslegrar samhjálpar. Þjóðfélagi, þar sem all- ar stéttir eiga fullan rétt á því að lifa mannsæmandi lífi af tekjum sínum. Sjálfstæðisstefnan hefur þá sér- stöðu í íslenskum stjórnmálum að boðskapur hennar miðar að því að allir öðlist skilning á þeirri stað- reynd að þjóðfélag okkar er samansafn sjálfstæðra einstakl- inga, samansafn sem verður að vera órofa heild til að geta haldið áfram að vera þjóðfélag. Sjálfstæð- isstefnan álítur að rísi hver höndin upp á móti annarri þá rofni félags- böndin og þjóðfélagið sundrist. Ef stéttir þjóðfélagsins rísi upp hver gegn annarri hrynji þjóðfélagið til grunna. Sjálfstæðisstefnan telur að hagur einnar stéttar sé hagur heild- arinnar og hrun einnar stéttar sé skaði eða hrun heildarinnar. Þess vegna er eitt af kjörorðum hennar „Stétt með stétt“. Kjörorð, sem aðskilur sjálfstæðisstefnuna frá Oft hefur verið þörf, en aldrei sem nú, að við, sjálfstæðismenn, stöndum saman um þá mannúðarstefnu sem sameinar okkur í Sjálf- stæðisflokknum. Látum ekki tilf inningar eða dægrirþras leiða okkur af þeirri leið sem við höfum markað undan- farið kjörtímabil. stefnum annarra stjórnmálaflokka, sem allir beijast fyrir sérhagsmun- um ákveðinna stétta eða hópa. „Stétt með stétt“ er kjörorð sem sameinar atvinnurekandann, verka- manninn, heildsalann og kennarann í sama stjórnmálaflokknum. Kjör- orð, sem lýsir á einfaldan hátt þeirri mannúð og því raunsæi sem ein- kennir viðhorf sjálfstæðismanna til stéttanna í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn sameinar fólk sem lítur á hvern einstakling sem verðmætustu einingu þjóðfé- lagsins, einingu sem þjóðfélaginu ber skylda til að hlúa að á sem bestan hátt og draga þannig fram það besta í fari hvers einstaklings, honum sjálfum og þjóðinni til heilla. Sjálfstæðisflokkurinn sameinar fólk, sem telur að ríkið hafi ekki tilgang í sjálfu sér, heldur að það sé aðeins rammi utan um þjóðfélag- ið. Ríkið sé til vegna þjóðarinnar en ekki þjóðin fyrir ríkið, að ríkið sé aðeins tæki sem hafi fjölbreyti- legu hlutverki að gegna í þágu þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn sameinar fólk sem hefur viðhorf WILLIAM HURT Guð gaf mér eyra Chitdren lessee goU Frábær mynd með frábærum leikurum Mynd sem I enginn má ! missa af. < Gleðilega páska. Fáir sýningardagar eftir. MARLEE MATLIN Ástin, eina tungumálið sem þau þurftu að skilja SÝND í háskólabíói „Þess vegna er ég sj álfstæðismaður “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.