Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 3 Hljómsveitin Europe heldur tónleika í Laugardalshðll 6. júli næst- komandi. Hljómsveitin Eur- ope til íslands Ágóði rennur til baráttu gegn eyðni og eyturlyfjum SÆNSKA hljómsveitin Europe er væntanleg til íslands í sumar og mun halda tónleika f Laugar- dalshöll 6. júlí næstkomandi. Það er umboðsfyrirtækið „Split Pro- motions" sem hefur haft milli- göngu um komu hyómsveitar- innar hingað til lands og munu forsvarsmenn þess, Bobby Harrison og Tony Sandy, annast framkvæmd og skipulagningu tónleikanna. Europe er í hópi vinsælustu og virtustu rokkhljómsveita heims um þessar mundir, eftir að lag þeirra „The Final Countdown" náði efsta sæti vinsældalista víða um heim á siðasta ári og í kjölfarið hafa fylgt fleiri lög sem náð hafa miklum vin- sældum svo sem „Rock The Night“. Þá hefur nýjasta lag þeirra „Carrie", verið ofarlega á vinsæld- arlistum að undanfömu. Europe er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin þar sem hljómsveit- in á vaxandi fylgi að fagna. Hingað til lands koma þeir félagar á leið f sína aðra hljómleikaferð til Bandaríkjanna. Að sögn þeirra Bobby Harrison og Tony Sandy hefur verið unnið að því í sex mánuði að fá hljóm- sveitina til íslands og ekki auð- hlaupið að koma þvi í kring enda hefur Europe verið ein eftirsóttasta tónleikahljómsveit heims frá þvi hún sló í gegn með „The Final Countdown". Samningar hafa nú tekist og ákveðið að hljómsveitin komi til tónleikahalds í byijun júli. Þá er einnig unnið að því að fá norsku hljómsveitina A-ha til landsins i kjölfarið af komu Europe, en samningar þar að lútandi era ófrágengnir. Ef ágóði verður af tónleikum Europe er fyrirhugað að gefa hluta hans til embættis Land- læknis, til styrktar baráttunni gegn eyðni og eiturljfyaneyslu. Forsala aðgöngumiða mun væntanlega heflast um miðjan maí næstkom- andi. Hjálparstofnun kirkjunnar: Milljón safnaðist í páskasöfnun PÁSKASÖFNUN Hjálparstofnun- ar kirkjunnar gekk vonum framar, að sögn Sigríðar Guð- mundsdóttur, framkvæmdastjóra, og hefur tæp milljón borist stofn- uninni nú þegar. Sú tala á eftir að hækka þegar gíróseðlar hafa Reykjavík: Vill reka tívolí í Laugardal JÖRUNDUR Guðmundsson hefur sótt um leyfi til borgarráðs til að reka tívolí í Laugardal. í skipulagstillögu að útivistarsvæði í Laugardal er gert ráð fyrir skemmti- garði og á þeirri forsendu er sótt um leyfið. I garðinum er fyrirhugað að reka tívolí og reisa sirkustjald sem rúmar 1.000 til 1.200 manns. Þá er gert ráð fyrir að veitingarekstri í tengslum við starfsemina. Fyrirhugað er að stofna fyrirtæki um rekstur skemmtigarðsins. Erindinu var vísað til borgarverk- fræðings. allir skilað sér. Sigriður sagðist túlka þessar niðurstöður sem vilja- yfirlýsingu almennings um að Hjálparstofnunin héldi áfram starfi sínu. „Viðbrögðin hafa verið betri en ég bjóst við í upphafi og þess vegna er ég ánægð með þessa útkomu. Það var sama og ekkert lagt í söfnunina, tilkostnaði var haldið í algera lág- marki og söfnunin fór af stað með lítilli skipulagningu," sagði Sigríður. Sóknarprestar og söfnuðir sáu víðast um söfnunina, en Hjálpar- stofnunin hefur ekki áður safnað fé með þeim hætti. Sigríður sagði að sú leið hefði verið kosin vegna þess hve tími til undirbúnings var Iftill. „Við voram í miklu tímahraki og ég er viss um að ástæðan fyrir því hversu vel gekk er sú að prestamir töluðu fyrir söfnuninni í guðsþjón- ustum um páskana. Það hafði mjög mikið að segja og margir prestar hafa unnið virkilega vel og lagt í þetta töluverða vinnu. Sú vinna hefur skilað sér.“ Hjálparstofnun kirkjunnar er kom- in í mikil vanskil vegna hússins að Engihlíð 9 og sagði Sigríður mjög brýnt að reyna að selja það sem fyrst til þess að koma fjármálum stofnun- arinnar á réttan kjöl. Hún sagði einnig að fljótlega yrði farið að vinna að því að safna styrktarmönnum og reyna á þann hátt að afla peninga i rekstrarsjóð. Bankamenn sömdu í gærmorgun: Hluti fastrar yfirvinnu settur inn í grunnlaun S AMB AND íslenskra bankamanna undirritaði nýjan kjarasamning við vinnuveitendur sina klukkan 17 f gærdag en samningar tókust klukkan 8 um morguninn eftir næturfund lyá ríkissáttasemjara. Samningarnir eru til tveggja ára og svipaðir og opinberir starfs- menn hafa gert undanfarið. Aðalkrafa bankamanna var um endurskoðun launakerfrsins og í sam- tali við Morgunblaðið sagði Hinrik Greipsson formaður Sambands bankamanna að áfangi hefði náðst að því þannig að einhver hluti fastr- ar yfirvinnu verður færður inn í grunnkaup. Ekki væri gott að meta hvað sá hluti væri stór en heildar- launahækkun samningsins er metin á 23-24% á samningstímabilinu og miðað er við að 14% hækkun komi strax við undiritun. Hinrik sagði tvénns konar endur- skoðunarákvæði væra í samningnum svipað og hefur verið í samningum opinberra starfsmanna undanfarið. Áfangahækkanir era í júní og októ- ber á þessu ári og í janúar, febrúar og júlí á næsta ári. Hinrik sagði að boðað hefði verið til félagsfundur um samningiiin í Reykjavík á laugardag en ekki væri búið að ákveða fundartíma í félögum úti á landi. Hann sagðist vona áð þessi samningur yrði samþykktur enda stæði sljóm, varastjóm og for- menn allra aðildarfélaga einhuga að baki samninga- nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.