Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 32
: hljómsveitinni Lovelight eru Ian Shears, Sharron Pearcy og Peter Emberley. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Amór Frá einum af vortónleikum Tónlistarskóla Gerðahrepps í Útskálakirkju. Ef til vill eiga þessar ungu dömur eftir að koma fram sem listamenn á tónleikum hjá Tónlistarfélaginu — hver veit. Garður: > ________________________________ Arlegir tónleikar Tónlist- arfélags Gerðahrepps __ Garði. ÁRLEGIR tónleikar Tónlistarfélags Gerðahrepps verða á sunnudaginn kemur í Utskálakirkju og hefjast kl. 15.30. Þetta mun vera 7. árið sem Tónlistarfélagið gengst fyrir tónleikum sem þessum og ætíð ver- ið þekktir listamenn sem koma fram. Meðal annarra má nefna Hamrahlíðarkórinn, Manuelu Wi- esler og Helgu Ingólfsdóttur. Að þessu sinni verða listamenn- imir þrír: Ragnheiður Guðmunds- dóttir, mezzo-sópran, Þórarinn Guðbergsson gítarleikari og Jó- hannes Georgsson Kontrabassaleik- ari. Á efnisskránni kennir margra grasa. Er hún að hluta til sú sama og flutt var í Norræna húsinu 1. apríl sl. M.a. verk eftir Pergolesi, Mozart, John Duarte, Jón Nordal og Jón Ásgeirsson. Mikil gróska er í starfí Tónlistar- skóla Gerðahrepps. Nemendur hafa verið í kringum 90 í vetur og hefír verið kennt í mörgum deildum. Má þar nefna t.d. bamakór, bjöllukór, forskóla, tvær deildir, píanó-, gítar og þverflautukennslu ásamt því að lúðrasveit hefir verið stofnuð. Skólastjóri Tónlistarskóla Gerða- hrepps er Jónína Guðmundsdóttir. — Arnór Hljómlist í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu HLJÓMSVEITIN Lovelight kem- ur fram á samkomu í Grensás- kirkju, í kvöld kl. 20.30, í Krossinum laugardagskvöld kl. 20.30, í Veginum sunnudag kl. 14.00 og í Völvufelli 11 sunnudag kl. 16.30. Aðaltónleikar Loveligt verða síðan í Fíladelfíu að Há- túni 2 föstudaginn 1. maí kl. 21.00. Hljómsveitina Lovelight skipa Ian Shears, Sharron Pe- arcy og Peter Emberley og blanda þau saman tónlist, kimni og fagnaðarerindinu. Lovelight hefur komið fram á tónlistarhátíðum, í BBC, útvarps- þáttum bæði í Bretlandi og megin- landi Evrópu og ferðast víða til tónleikahalds. Á tónleikunum í Fíladelfíu 1. maí koma auk þeirra fram innlendir flytjendur trúartónlistar, m.a. Hjalti Gunnlaugsson, Pétur Hrafnsson og Ljósbrot. Það er verslunin Jata sem stend- ur að komu Lovelight hingað til lands. Tónlistarviðburður í sögu Húsavíkur Forseti alheims Hvítaband- sins heimsækir Reykjavík Kaffisala í Betaníu 1. maí Húsavík. ÞAÐ VAR sérstakur tónlistarvið- burður á sumardaginn fyrsta þegar Húsavíkurkórinn flutti Messu I D-dúr op. 86 eftir Anton- in Dvorák. Stjóraandi kórsins er Ulrik Ólason og naut hann að- stoðar aðkomumanna, einsöngv- aranna Margrétar Bóasdóttur, sópran, Þuríðar Baldursdóttur, alt, Michaels Jon Clark, tenor, Roberts Faulkner, bassa, og org- anistans, Björas Steinars Sól- bergssonar. Kórinn hefur æft þetta verk í vetur og kórfélagamir hafa lagt mikið á sig vð æfíngar og sérstak- lega þeir, sem æfa og syngja í kirkjukómum. Það má segja að mikið sé I fang færst að' taka til flutnings tónverk sem þetta. En árangurinn var von- um framar og hinn fjölmenni hópur FORSETI alheims Hvítabands- ins, frú brigader Minnie Rawlins, verður i heimsókn í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí. Hún er á ferðalagi á vegum Hvíta- bandsins til Norðurlandanna og annarra Evrópulanda og byrjar á þvi að heimsækja ísland. Hún mun einnig tala á samkomum hjá Hjálpræðishernum sunnudaginn 3. maí og hjá Heimilasambandinu 4. mai. Frú brigader Minnie Rawlins varð forseti alheims Hvítabandsins 1986 en hefur verið meðlimur þar síðan 1938 og starfað í samtökun- um í mörg ár. Foringi í Hjálpræðishemum varð hún 1932 og hefur starfað þar í Qölda ára ásamt manni sínum og dætrum. Hún hefur unnið í Afríku um tíma og einnig í fangelsisstarfi Hjálpræðishersins. (Fréttatilkynning) Frú brigader Minnie Rawlins Morgunblaðið/SPB Húsavíkurkórinn flytur Messu í D-dúr op. 86 eftir Antonin Dvorák. áheyrenda naut flutningsins vel og viðstaddur merkan viðburð í tónlist- var þakklátur fyrir að fá að heyra arsögu Húsavíkur. og kynnast þessu verki og að vera Fréttaritari SAMBAND íslenskra kristni- boðsfélaga rekur öflugt starf í Eþiópíu og Kenýu. Uppbygging- in er boðun kristinnar trúar, hjúkrunar- og skólastarf. Þessum þremur þáttum tengjast síðan verkefni sem miða að því að létta byrðar hins minnsta bróður og efla framfarir á ýmsum sviðum mannlegs lífs. Ungar kristniboðs- fjölskyldur eru að störfum og að baki standa lítil sambandsfélög og einstaklingar, sem afla íjármuna og stunda fyrirbæn. Eitt þessara félaga er Kristniboðsfélag kvenna, sem verður með kaffísölu 1. maí í Betaníu á Laufásvegi 13 í Reykjavík frá kl. 14.00. (Úr fréttatilkynningu) dag Haf narf irði Tónleikar með Rikshaw í Evrópu HUÓMSVEITIN Rikshaw held- ur tónleika í veitingahúsinu Evrópu, Borgartúni 32, í kvöld, 30. apríl. Á efnisskránni eru lög sem ekki hafa heyrst opinberlega áður ásamt vinsælum eldri lögum hljómsveitar- ínnar. Rikshaw kom síðast fram á tón- leikum í desember sl. í Laugardals- höll, þegar söngkonan Bonnie Tyler heimsótti Island. Þetta er því í fyrsta skipti sem hljómsveitin kem- ur fram á þessu ári. Þessa tæpu fímm mánuði hafa hljómsveitarmeðlimimir notað til að æfa af kappi og koma nú fram með glænýja dagskrá. Stíll hljómsveitar- innar hefur breyst og á eflaust eftir að koma mörgum á óvart, segir í Hljómsveitin Rikshaw verður með tónleika i Evrópu í kvöld en þeir hafa ekki komið fram síðan í desember sl. frétt frá Evrópu. Rikshaw skipa nú sem endranær þeir Richard Scobie, Ingólfur Guð- jónsson, Sigfús Öm Óttarsson, Sigurður Gröndal og Dagur Hilm- arsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.