Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 32
: hljómsveitinni Lovelight eru Ian Shears, Sharron Pearcy og Peter
Emberley.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
Morgunblaðið/Amór
Frá einum af vortónleikum Tónlistarskóla Gerðahrepps í Útskálakirkju. Ef til vill eiga þessar
ungu dömur eftir að koma fram sem listamenn á tónleikum hjá Tónlistarfélaginu — hver veit.
Garður:
> ________________________________
Arlegir tónleikar Tónlist-
arfélags Gerðahrepps
__ Garði.
ÁRLEGIR tónleikar Tónlistarfélags
Gerðahrepps verða á sunnudaginn
kemur í Utskálakirkju og hefjast
kl. 15.30. Þetta mun vera 7. árið
sem Tónlistarfélagið gengst fyrir
tónleikum sem þessum og ætíð ver-
ið þekktir listamenn sem koma
fram. Meðal annarra má nefna
Hamrahlíðarkórinn, Manuelu Wi-
esler og Helgu Ingólfsdóttur.
Að þessu sinni verða listamenn-
imir þrír: Ragnheiður Guðmunds-
dóttir, mezzo-sópran, Þórarinn
Guðbergsson gítarleikari og Jó-
hannes Georgsson Kontrabassaleik-
ari. Á efnisskránni kennir margra
grasa. Er hún að hluta til sú sama
og flutt var í Norræna húsinu 1.
apríl sl. M.a. verk eftir Pergolesi,
Mozart, John Duarte, Jón Nordal
og Jón Ásgeirsson.
Mikil gróska er í starfí Tónlistar-
skóla Gerðahrepps. Nemendur hafa
verið í kringum 90 í vetur og hefír
verið kennt í mörgum deildum. Má
þar nefna t.d. bamakór, bjöllukór,
forskóla, tvær deildir, píanó-, gítar
og þverflautukennslu ásamt því að
lúðrasveit hefir verið stofnuð.
Skólastjóri Tónlistarskóla Gerða-
hrepps er Jónína Guðmundsdóttir.
— Arnór
Hljómlist í kirkjum
á höfuðborgarsvæðinu
HLJÓMSVEITIN Lovelight kem-
ur fram á samkomu í Grensás-
kirkju, í kvöld kl. 20.30, í
Krossinum laugardagskvöld kl.
20.30, í Veginum sunnudag kl.
14.00 og í Völvufelli 11 sunnudag
kl. 16.30. Aðaltónleikar Loveligt
verða síðan í Fíladelfíu að Há-
túni 2 föstudaginn 1. maí kl.
21.00. Hljómsveitina Lovelight
skipa Ian Shears, Sharron Pe-
arcy og Peter Emberley og
blanda þau saman tónlist, kimni
og fagnaðarerindinu.
Lovelight hefur komið fram á
tónlistarhátíðum, í BBC, útvarps-
þáttum bæði í Bretlandi og megin-
landi Evrópu og ferðast víða til
tónleikahalds.
Á tónleikunum í Fíladelfíu 1. maí
koma auk þeirra fram innlendir
flytjendur trúartónlistar, m.a. Hjalti
Gunnlaugsson, Pétur Hrafnsson og
Ljósbrot.
Það er verslunin Jata sem stend-
ur að komu Lovelight hingað til
lands.
Tónlistarviðburður í sögu Húsavíkur
Forseti alheims Hvítaband-
sins heimsækir Reykjavík
Kaffisala í
Betaníu 1. maí
Húsavík.
ÞAÐ VAR sérstakur tónlistarvið-
burður á sumardaginn fyrsta
þegar Húsavíkurkórinn flutti
Messu I D-dúr op. 86 eftir Anton-
in Dvorák. Stjóraandi kórsins er
Ulrik Ólason og naut hann að-
stoðar aðkomumanna, einsöngv-
aranna Margrétar Bóasdóttur,
sópran, Þuríðar Baldursdóttur,
alt, Michaels Jon Clark, tenor,
Roberts Faulkner, bassa, og org-
anistans, Björas Steinars Sól-
bergssonar.
Kórinn hefur æft þetta verk í
vetur og kórfélagamir hafa lagt
mikið á sig vð æfíngar og sérstak-
lega þeir, sem æfa og syngja í
kirkjukómum.
Það má segja að mikið sé I fang
færst að' taka til flutnings tónverk
sem þetta. En árangurinn var von-
um framar og hinn fjölmenni hópur
FORSETI alheims Hvítabands-
ins, frú brigader Minnie Rawlins,
verður i heimsókn í Reykjavík
dagana 29. apríl til 4. maí. Hún
er á ferðalagi á vegum Hvíta-
bandsins til Norðurlandanna og
annarra Evrópulanda og byrjar
á þvi að heimsækja ísland. Hún
mun einnig tala á samkomum hjá
Hjálpræðishernum sunnudaginn
3. maí og hjá Heimilasambandinu
4. mai.
Frú brigader Minnie Rawlins
varð forseti alheims Hvítabandsins
1986 en hefur verið meðlimur þar
síðan 1938 og starfað í samtökun-
um í mörg ár.
Foringi í Hjálpræðishemum varð
hún 1932 og hefur starfað þar í
Qölda ára ásamt manni sínum og
dætrum. Hún hefur unnið í Afríku
um tíma og einnig í fangelsisstarfi
Hjálpræðishersins.
(Fréttatilkynning)
Frú brigader Minnie Rawlins
Morgunblaðið/SPB
Húsavíkurkórinn flytur Messu í D-dúr op. 86 eftir Antonin Dvorák.
áheyrenda naut flutningsins vel og viðstaddur merkan viðburð í tónlist-
var þakklátur fyrir að fá að heyra arsögu Húsavíkur.
og kynnast þessu verki og að vera Fréttaritari
SAMBAND íslenskra kristni-
boðsfélaga rekur öflugt starf í
Eþiópíu og Kenýu. Uppbygging-
in er boðun kristinnar trúar,
hjúkrunar- og skólastarf.
Þessum þremur þáttum tengjast
síðan verkefni sem miða að því að
létta byrðar hins minnsta bróður
og efla framfarir á ýmsum sviðum
mannlegs lífs. Ungar kristniboðs-
fjölskyldur eru að störfum og að
baki standa lítil sambandsfélög og
einstaklingar, sem afla íjármuna
og stunda fyrirbæn. Eitt þessara
félaga er Kristniboðsfélag kvenna,
sem verður með kaffísölu 1. maí í
Betaníu á Laufásvegi 13 í
Reykjavík frá kl. 14.00.
(Úr fréttatilkynningu)
dag
Haf narf irði
Tónleikar
með Rikshaw
í Evrópu
HUÓMSVEITIN Rikshaw held-
ur tónleika í veitingahúsinu
Evrópu, Borgartúni 32, í kvöld,
30. apríl.
Á efnisskránni eru lög sem ekki
hafa heyrst opinberlega áður ásamt
vinsælum eldri lögum hljómsveitar-
ínnar.
Rikshaw kom síðast fram á tón-
leikum í desember sl. í Laugardals-
höll, þegar söngkonan Bonnie Tyler
heimsótti Island. Þetta er því í
fyrsta skipti sem hljómsveitin kem-
ur fram á þessu ári.
Þessa tæpu fímm mánuði hafa
hljómsveitarmeðlimimir notað til að
æfa af kappi og koma nú fram með
glænýja dagskrá. Stíll hljómsveitar-
innar hefur breyst og á eflaust eftir
að koma mörgum á óvart, segir í
Hljómsveitin Rikshaw verður með tónleika i Evrópu í kvöld en þeir
hafa ekki komið fram síðan í desember sl.
frétt frá Evrópu.
Rikshaw skipa nú sem endranær
þeir Richard Scobie, Ingólfur Guð-
jónsson, Sigfús Öm Óttarsson,
Sigurður Gröndal og Dagur Hilm-
arsson.