Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 31
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
31
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Margir kostir
Þegar litið er til þeirra kosta,
sem fyrir hendi eru í stjóm-
armyndun, má segja, að fræði-
lega séu þeir fjölmargir. Menn
geta sest niður og raðað saman
flokkum og mönnum og stað-
næmst við töluna 33 og sagt,
að tekist hafí að beija saman
meirihluta á þingi. Raunar dugar
sumum að staðnæmast við
töluna 32 og segja, að ríkisstjóm
með þann fjölda þingmanna að
baki gæti að minnsta kosti feng-
ið fjárlög samþykkt í sameinuðu
þingi. Hún gæti einnig samið við
einn og einn þingmann í deildum
um stuðning við einstök laga-
frumvörp.
Vangaveltur af þessu tagi
eiga fyllilega rétt á sér eins og
annað í þeirri óvissu, sem nú
ríkir. Með atkvæðaseðilinn að
vopni felldu kjósendur fráfarandi
ríkisstjóm. Hvemig sem úrslitin
á laugardaginn em skýrð segir
tala þingmanna, að ríkisstjóm
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks hafí ekki starfhæfan
meirihluta. Straumurinn lá til
annarra flokka; Borgaraflokks-
ins annars vegar og Kvennalist-
ans hins vegar.
í þeim óformlegu viðræðum,
sem nú fara fram, hefur borið
einna hæst, að Alþýðuflokkur,
Kvennalisti og Sjálfstæðisflokk-
ur taki höndum saman. Strax
er orðið ljóst, að óvissan er í
kringum Kvennalistann. Eftir
fundi í þingflokki og miðstjóm
Sjálfstæðisflokksins þarf enginn
að fara í grafgötur um_að Þor-
steinn Pálsson nýtur óskorað
trausts þessara lykilstofnana
flokksins til að ræða við forystu-
menn annarra flokka um
myndun ríkisstjómar. Annað em
pólitískar gróusögur eða órök-
studdir sleggjudómar fjölmiðla-
manna, en hvort tveggja sýnist
nú óhjákvæmilegur liður í um-
ræðum um íslensk stjómmál.
Óvissan vegna Kvennalistans á
einkum rætur að rekja til spum-
inga um hvaða mál fulltrúar
hans setja fram og hvemig þær
halda á þessum málum. Ætlar
Kvennalistinn að setja ófrávíkj-
anleg skilyrði? Ætla kvenna-
listakonur að halda þannig á
málum, að vegna þessara skil-
yrða hljóti þær að sitja utan
stjómar? Ætla þær að koma í
veg fyrir, að þeim séu gerð til-
boð, sem þær geta ekki hafnað?
Þessum spumingum verða full-
trúar Kvennalistans að svara.
Fulltrúum Kvennalistans hefur
gefíst vel til þessa að vera í hlut-
verki spyijandans. Nú er tíma-
bært að þær sitji fyrir svörum.
Morgunblaðið hefur oft varað
við hættunum af margflokka-
stjómum. Enn skal ítrekað, að
þjóðinni famast áreiðanlega bet-
ur undir stjóm þriggja flokka
við núverandi aðstæður en fjög-
urra. Af þessari skoðun leiðir,
að Sjálfstæðisflokkurinn kemur
óhjákvæmilega til álita sem
stjómarflokkur. Hann er ásinn,
sem viðræður þeirra hljóta að
snúast um, er vilja þriggja flokka
stjóm. Þótt flokkurinn hafí farið
illa út úr kosningunum, er hann
fjölmennasti þingflokkurinn og
burðarás á Alþingi.
Eftir fjögurra ára tveggja
flokka stjóm hafa framsóknar-
menn og sjálfstæðismenn ekki
lengur meirihluta á Alþingi. Þótt
framsóknarmenn virðist hafa
-gert það að einskonar trúarat-
riði, að Steingrímur Hermanns-
son verði áfram forsætisráð-
herra gerist það ekki nema með
samþykki annarra og ekki nema
Framsóknarflokkurinn eigi aðild
að ríkisstjóm. Hvomgt er nauð-
synlegt, ef menn vilja þriggja
flokka stjóm, og það er hægt
að mynda slíka stjóm án fram-
sóknarmanna. Sjálfstæðisflokk-
ur, Kvennalisti og Alþýðuflokkur
geta myndað meirihlutastjóm og
sömu sögu er að segja um Sjálf-
stæðisflokk, Alþýðubandalag og
Alþýðuflokk. Það er vart hægt
að gera kröfu til þess að Al-
þýðuflokkurinn gangi inn í
ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar eins og varaskeifa.
Við núverandi aðstæður
myndi það einfalda hina flóknu
mynd, ef unnt yrði að átta sig
nákvæmlega á stefnumálum
Kvennalistans og fá svar við
því, hvort flokkar kjósa stjóm
þriggja flokka eða fjögurra.
Samningar
samþykktir
Iþriðju atrennu tókst að binda
enda á óvissu í kjaramálum
starfsmanna Reykjavíkurborg-
ar. Þeir samþykktu samninga
sína með ömggum meirihluta.
Hljóta allir að fagna þeirri niður-
stöðu.
Löng samningalota við opin-
bera starfsmenn er nú svo að
segja að baki. Á hinn bóginn er
óvíst, hvort þær þúsundir
manna, sem nýta sér þjónustu
bamaheimila í Reykjavík, geta
gengið að henni eftir helgina.
Fóstmr hafa sagt upp störfum
frá og með 1. maí. Önnur tilraun
borgarstarfsmanna til að sam-
þykkja samninga sína rann út í
sandinn, þegar borgarráð sam-
þykkti að hækka fóstmr meira
í launum en aðra. Því verður
ekki trúað að óreyndu, að ekki
verði unnt að koma í veg fyrir
það ófremdarástand, sem leiðir
af Iokun bamaheimila.
Morgunblaðið/Emilía
Frá fundi forseta Alþingis með þingflokksformönnunum. Frá vinstri: Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokks, Ragnar Am-
alds, formaður þingflokks Alþýðubandalags, Salóme Þorkelsdóttir, forseti Efri deildar, Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, Ingvar Gislason, forseti Neðri deildar, Albert Guðmundsson, formaður
þingflokks Borgaraflokks, Guðrún Agnarsdóttir, formaður þingflokks Kvennalista og Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins.
Forsetar Alþingis funduðu með þingflokksf ormönnum:
Ræddu skiptiugn hús-
næðis á þingflokka
Albert Guðmundsson vildi fá húsnæði í Kirkjuhvoli fyrir Borgaraflokk en fékk synjun forseta
FORSETAR Alþingis, þeir Þor-
valdur Garðar Kristjánsson,
Salóme Þorkelsdóttir og Ingvar
Gíslason, funduðu í gærmorgun
með formönnum þingflokkanna
og þar var rætt hvemig skrif-
stofuhúsnæði Alþingis verði
skipt á milli þingflokkanna. Sam-
kvæmt heimOdum Morgunblaðs-
ins fór Albert Guðmundsson,
formaður þingflokks Borgara-
flokksins fram á það að hæð sú
í Kirkjuhvoli, sem nú er verið
að gera upp, komi f hlut þing-
flokks Borgaraflokksins. Þessu
munu forsetar þingsins hafa
synjað og greint Albert frá því
að Borgaraflokkurinn fengi þar
fundaaðstöðu, en að öðm leyti
yrði skrifstofuhúsnæði til ein-
stakra þingmanna ekki úthlutað
Lokasýníngar
á Uppreisninni
NÚ ERU síðustu forvöð að sjá
leikrit Ragnars Araalds, Upp-
reisn á Isafirði, í leikstjórn
Bryiyu Benediktsdóttur. Næst-
síðasta sýning verður föstudag-
inn 1. maí og sú allra síðasta
laugardaginn 9. maí. Leikritið
var fmmsýnt í Þjóðleikhúsinu á
liðnu hausti og hlaut bestu við-
tökur gagnrýnenda og áhorf-
enda. Jafnt ungir sem gamlir
hafa notið þessarar rammís-
lensku sýningar og mikið hefur
verið um að hópar víðsvegar af
landinu komi á sýningar. Alls
verða 36 sýningar á verkinu, sem
verið hefur á fjölunum mun leng-
ur en ráðgert var í upphafi.
Á fímmta tug leikara bregða sér
í gervi sögufrægra og skáldaðra
persóna í Reykjavík, Kaupmanna-
höfn og á Isafirði í lok síðustu
aldar. í leiknum er fjallað á litríkan
og oft gamansaman hátt um Skúla-
málin svokölluðu, þegar Skúli
Thoroddsen var sviptur sýslumann-
sembætti á ísafírði fyrir tilstilli
Magnúsar Stephensen landshöfð-
ingja, Lárusar H. Bjamasonar og
fleiri aðila. Fleiri sagnapersónur
koma við sögu og má þar nefna
konunga og keisara Evrópu, skáldið
Grím Thomsen, Theodóru Thor-
oddsen, Neileman dómsmálaráð-
herra, séra Sigurð, Þorvarð lækni,
Sigga skurð, Baujii ráðskonu, Skúla
ofl.
í Uppreisn á ísafirði era margar
litríkar smámyndir úr mannlífinu
fyrir tæpri öld, sem einvalaliði leik-
ara tekst að bregða upp á eftir-
minnilegan hátt. I helstu hlutverk-
um era Róbert Amfinnsson,
Randver Þorláksson, Kjartan
Bjargmundsson, Lilja Þórisdóttir,
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúrik
Haraldsson, Amar Jónsson og Erl-
ingur Gíslason.
Leikmynd og búningar era eftir
Siguijón Jóhannsson og tónlistina
samdi ísfirska' tónskáldið Hjálmar
H. Ragnars.
(Fréttatilkynnning)
Lilja Þórisdóttir og Kjartan
Bjargmundsson í hlutverkum
sínum í Uppreisn á ísafirði.
að sinni.
Ef miðað er við skrifstofuhús-
næði það sem einstakir þingmenn
hafa á Alþingi verður besta aðstað-
an fyrir þingmenn í framtíðinni í
Kirkjuhvoli. Þar er fundarherbergi,
sjö góðar skrifstofur, eldhús og tvö
snyrtiherbergi.
Forsetar munu hafa greint frá
því á þessum fundi að Borgara-
flokknum hefði verið úthlutað
fundarherbergi í Kirkjuhvoli, jafn-
framt því sem formaðr flokksins
fengi þar skrifstofu. Að öðra leyti
vora forsetar og aðrir þingflokks-
formenn andvígir því að einstökum
herbergjum yrði úthlutað til þing-
manna, áður en ríkisstjóm hefur
verið mynduð.
Sú regla hefur ævinlega verið
viðhöfð varðandi úthlutun skrif-
stofa á Alþingi, að þeir sem setið
hafa lengst á þingi og þeir sem
koma úr ráðherrastólum, fái þau
herbergi sem hvað veglegust era.
Því mun það sjónarmið hafa ráðið
ferðinni hjá forsetum ogþingflokks-
formönnum, að ekki kæmi til greina
að úthluta bestu aðstöðunni áður
én ný ríkisstjóm hefur verið mynd-
uð.
Skoðanakönnun
Stöðvar 2:
Mikill meiri-
hluti kjósenda
vill bjórinn
Flutningsmenn síð-
asta bjórfrumvarps
farnir af þinginu
MIKILL meirihlutin þátttakenda
í skoðanakönnun, sem Stöð 2
gerði á kjördag í Reykjavík og á
Akranesi, var fylgjandi _því að
sala á bjór yrði leyfð á Islandi.
Alls náði könnunin til um 1200
manna og vora 78% fylgjandi
bjóraum.
Síðasta tilraun á Alþingi til að
lögleyfa bjór var gerð vorið 1986
en þá lögðu Bjöm Dagbjartsson og
Stefán Benediktsson fram fram-
varp til laga um slíka breytingu á
áfengislögunum. Framvarpið var
fellt í efri deild og kom því aldrei
til kasta neðri deildar. Árið áður
var svipað framvarp, sem flutt var
af Jóni Baldvin Hannibalssyni og
fleiram, samþykkt í neðri deild en
í efri deild var málinu vísað til neðri
deildar aftur með ákvæðum um
þjóðaratkvæðagreiðslu um efni
þess. í þeim búningi var fram-
varpið síðan fellt.
Hvoragur flutningsmanna
síðasta bjórframvarps hefur nú
sæti á Alþingi. Morgunblaðið spurði
Jón Baldvin Hannibalsson, sem áð-
ur flutti framvarp til laga um að
bjór yrði leyfður, hvort hann hugs-
aði sér að leggja fram nýtt fram-
varp nú á þessu þingi. Jón sagði
að sín afstaða til bjórmálsins væri
óbreytt, en hann hefði ekki hugleitt
enn hvort hann myndi taka þetta
mál upp á næsta þingi.
Enginn bauð
í Barðann GK
ENGIN tilboð bárast í flak Barð-
ans GK á strandstað á Snæfells-
nesi en tryggingafélag skipsins
auglýsti flakið til sölu fyrir
nokkru. Flakið er nú horfið eins
og komið hefur fram í Morgun-
blaðiðnu.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Páll Sigurðsson forstjóri Sam-
ábyrgðar íslands. á fiskiskipum, að
flakið hefði verið auglýst eftir að
tryggingafélagið hefði fengið
óformlegar fyrirspumir um hugsan-
leg kaup. Eftir að flakið var auglýst
til sölu í því ástandi sem það var á
strandstað barst aðeins ein fýrir-
spum símleiðis þar sem spurst var
fyrir um hvort fiskveiðikvóti fylgdi
með. Svo var ekki og missti fyrir-
spyijandinn þá áhugann.
Samningar ríkissjóðs við opinbera starfsmenn:
imi ■ — ■■■ —— ■ *
Kostnaðarauki einn milli-
arður umfram fjárlög
REIKNA má með að samningar ríkisvaldsins við opinbera
starfsmenn, þegar samist hefur við velflest félög þeirra,
kosti ríkissjóð einn milljarð króna umfram það sem gert
er ráð fyrir í fjárlögum, samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið aflaði sér hjá Indriða H. Þorlákssyni, form-
anni samninganefndar fjármálaráðuneytisins.
í forsendum flárlaga er gert ráð hækkanir, sem koma til fram-
fyrir 9,6% hækkun launa á þessu
ári, en í þeim samningum, sem
gerðir hafa verið til þessa, hefur
verið samið um launahækkanir á
bilinu 18 til 24%, sem komatii fram-
kvæmda á þessu og næsta ári.
7-14% koma til framkvæmda strax
við gildistöku samninganna, 7% era
bundin við hækkanir á næsta ári
og það sem á vantar era áfanga-
kvæmda síðar á þessu ári.
Meðalútgjaldaaukning ríkissjóðs á
þessu ári gæti þannig verið um
15%. Samkvæmt fjárlögum fara
20-25 milljarðar króna til launa og
launatengdra gjalda og því gætu
útgjöld ríkissjóðs vegna samning-
anna aukist um einn miiljarð króna
á þessu ári umfram fjárlög, sam-
kvæmt upplýsingum Indriða. Hins
vegar má gera ráð fyrir að auknar
tekjur fólks skili sér að nokkra í
formi óbeinna skatta aftur í ríkis-
sjóð.
í samningum ASÍ, VSÍ og VMS
í desember í vetur var gert ráð fyr-
ir að samningamir kostuðu atvinnu-
vegina um 3,5% í byrjun. Þá var
kveðið á um þijár áfangahækkanir
á árinu, einu sinni 2% og tvisvar
sinnum 1,5%. Samtals era þetta
8,5%. Indriði sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann teldi kostn:
aðarauka samninga ASÍ og VSÍ
veralega vanmetinn. Hann benti á
að fastlaunasamningar, sem ákvæði
era um í samningnum að gerðir
verði á árinu, mætti að minnsta
kosti meta til 3% kostnaðarauka til
viðbótar. Þá sýndi reynslan það að
launaskrið ætti sér stað á almenn-
um vinnumarkaði, en um það væri
ekki að ræða hjá opinberam starfs-
mönnum, og mætti gera ráð fyrir
að það jafngilti 3-5% á árinu. Sam-
kvæmt þessu megi ætla að launa-
hækkanir á almennum vinnumark-
aði á árinu verði nálægt 16%.
ASÍ og verkamannafélagið Dags-
brún hafa farið fram á það við
vinnuveitendur að samningar verði
endurskoðaðir vegna þeirra launa-
hækkana, sem ríkið hefur samið
um við starfsmenn sína.
AF ERLENDUM VETTVANGt
eftir NIGEL HAWKES
Játningar Klaus Fuchs
„Segðu mér, svo ég fái betra heildaryfirlit,“ sagði spyrjandinn
rólega, „hveijar voru mikilvægustu upplýsingarnar sem þú útveg-
aðir þeim?“
„Sennilega hefur það mikilvægasta verið fullkomnar vinnu-
teikningar af atómsprengjunni,“ svaraði Klaus Fuchs. Þessi
játning var fyrsta vísbendingin sem vestrænar leyniþjónustur
fengu um að mesti leyndardómur þeirra hafði verið afhentur
Rússum.
Um þessar mundir þegar þing
og ríkisstjóm Bandaríkjanna
þykjast stórmóðguð vegna
meintra hleranartækja í nýbygg-
ingu sendiráðs Bandaríkjanna í
Moskvu minnir mál Klaus Fuchs
okkur á að það þarf sjaldnast að
beita hátækni við að fremja gróf
landráð.
Það vora hvorki falin senditæki
né lokkandi rússneskar konur
tengd Fuchs-málinu. Þar kom
aðeins við sögu þekktur stuðn-
ingsmaður kommúnisma, sem
starfaði í innsta hring við tilraun-
ir Bandamanna til að smíða
atómsprengju. Maður sem sá ekk-
ert athugavert við að afhenda
milligöngumanni sínum, sem
hann hitti öðra hveiju, upplýsing-
ar í venjulegu brúnu umslagi. Það
var síðan sent áfram til yfirvalda
í Sovétríkjunum.
í nýútkominni ævisögu Fuchs
Klaus Fuchs: The Man Who Stole
the Atom Bomb eftir Norman
Moss (útg. Gafton Books, London)
birtist áhrifamikil lýsing á því
hvemig þessi flóttamaður frá
Þýzkalandi nazismans varð ein
aðalpersónan, fyrst í Manhattan-
áætluninni í Bandaríkjunum,
síðan við rannsóknir Breta í Har-
well-kjamorkustofnuninni. Allan
tímann, sem hann vann að þessum
viðkvæmu rannsóknum vegna
smíði kjamorkusprengjunnar, út-
vegaði hann Rússum ómetaniegar
upplýsingar.
Játning’ Fuchs
í bókinni birtist í fyrsta sinn
játning Fuchs í heild. Henni er
enn haldið leyndri í Bretlandi, en
fékkst uppgefin í Bandaríkjunum
á grandvelli bandarískra laga um
upplýsingaskyldu stjómvalda
(Freedom of Information Act).
Fuchs er ekki kynntur sem sam-
særismaður er tekur að sér að
blekkja og svíkja. Hann fær á sig
yfirbragð manns án sterkra per-
sónulegra tengsla er leggur
kommúnistaflokknum lið á þeirri
forsendu að það sé bezta leiðin
til að sigrast á nazismanum.
Að þessu leyti svipaði honum
til þúsunda annarra manna er 61-
ust upp í Evrópu á fjórða áratugn-
um. En ólíkt flestum þeirra skorti
hann þau hollustutengsl við fíöl-
skyldu og vini, eða þjóð, sem
fyrirbyggja landráð. „Eg varð að
horfast í augu við þá staðreynd,"
segir hann í játningu sinni, „að
ég gat hvort tveggja í senn verið
vingjamlegur við aðra, átt góða
vini, en jafnfram blekkt þá, stofn-
að þeim í hættu.“
Fuchs heldur því fram að hann
hafi lifað í tveimur heimum, sem
hann gat haldið aðskildum. Ann-
ars vegar hafi hann getað eignazt
vini og komið eðlilega fram, þó
ef til vili verið nokkuð hlédrægur.
Hins vegar var hann tryggur
flokksfélagi, sem trúði því að rúss-
neskir kommúnistar „gætu
skapað nýjan heim og sá dagur
kæmi að ég yrði hlutgengur í
þessum heimi, en þann dag yrði
ég einnig að standa upp og segja
þeim að sumt færi úrskeiðis hjá
þeim.“
Einfeldni
Þessi ummæli bera vott um þá
einfeldni sem fram kom hjá Fuchs
gagnvart kommúnisma og á fleiri
sviðum. Þegar Jim Skardon, hinn
frægi yfírheyrslumaður hjá
bresku leyniþjónustunni, MI5, var
smátt og smátt að knýja fram
játninguna, sagði hann að Fuchs
yrði að skýra nákvæmlega frá því
hvaða upplýsingar hann hefði
gefið Rússum. „Það get ég ekki
sagt þér,“ svaraði Fuchs.
„Hvers vegna ekki?“, spurði
Skardon.
„Af því þér er ekki heimilt að
fíalla um ríkisleyndarmál," svar-
aði Fuchs — og þetta kom frá
manni sem hafði afhent Rússum
ítarlega uppdrætti af því hvemig
áætlunina vora flestir þeir Eng-
lendingar, sem ég átti persónuleg
samskipti við, vinstri sinnaðir og
á einn eða annan hátt undir áhrif-
um þess konar viðhorfa," sagði
hann.
„Eftir að ég kom til Harwell
hef ég hitt Englendinga úr ölium
stéttum, og hjá mörgum þeirra
hef ég fundið djúpstæða staðfestu
sem gerir þeim kleift að lifa heið-
arlegu lífi. Ég veit ekki hvaðan
þessi festa kemur og ég held ekki
að þeim sé það ljóst, en hún er
fyrir hendi."
Enn á lífi
Eftir að hafa gert játr gu sína
hélt Fuchs að hann yrði dæmdur
til dauða. Það liðu nokkrar vikur
áður en veijandi hans benti hon-
Franski teiknarinn Tim lýsir
því með þessum hætti hvernig
aðstæður voru fyrir George
Shultz, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, þegar hann
gekk inn í bandaríska sendiráð-
ið i Moskvu á dögunum; það var
eitt eyra KGB fyrir tilstilli
bandarískra landgönguliða. f
þeirri frásögn, sem hér birtist,
er skýrt frá nýrri bók um Klaus
Fuchs; manninn sem stal kjarn-
orkuleyndarmálum Vestur-
landa og afhenti þau
Sovétmönnum.
plútóníumsprengja verkaði. Að
lokum fékk Skardon til liðs við
sig Michael Perrin, einn af stjóm-
endum lq'amorkurannsóknanna,
til að hlusta á tæknilegar lýsingar
í játningu Fuchs.
Fuchs virðist sjálfur hafa talið
sig haldinn einskonar geðklofa,
þótt efast megi um að sálfræðing-
ar væra því sammála. En sumir
af hans nánustu höfðu átt við
geðtraflanir að stríða. Bæði móðir
hans og systir, og amman í móð-
urætt, höfðu framið sjálfsmorð,
þrír ættliðir kvenna sem fyrirfóra
sér.
Fuchs lauk játningu sinni með
þessum einlægu orðum: „Áður en
ég hóf störf við (atóm-sprengju)
um á að hámarksrefsing væri
aðeins 14 ára fangeisi, þar sem
hann hafði ekki látið fíandmönn-
um í té upplýsingar, heldur
bandamönnum. Hann hlaut svo
hámarksdóm og var sviptur þeim
brezka borgararétti sem honum
hafði verið veittur.
Hann afplánaði dóm sinn —
sem var styttur vegna góðrar
hegðunar — og fluttist síðan frá
Bretlandi til Austur-Þýzkalands
þar sem hann hóf störf hjá opin-
berri kjamorkustofnun. Þar
gerðist hann einlægur kommún-
isti, jafnan reiðubúinn til að verja
flokkslínuna. Hann hætti störfum
og var heiðraður á margan hátt
árið 1979 og er enn við góða
heilsu.
Aðstoð hans við Rússa gerði
þeim fært að smíða atómsprengju
tveimur áram fyrr en ella. Þetta
vora afdrifaríkustu landráð aldar-
innar — þótt ekki sé rétt að segja
að þau hafí breytt gangi mann
kynssögunnar — og þau kunna
að hafa flýtt fyrir þeim tímamót-
um að friður varð tryggður með
fælingarmætti kjamorkuvopna,
ógnarjafnvæginu svonefnda á
milli risaveldanna.
Höfundur er blaðamaður hjá
brezka blaðinu The Observer.