Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 57 Golf: Opið mót GOLFKLÚBBUR Hellu heldur fyrsta opna golfmótiA á árinu á morgun. Ræst verður út klukkan níu og síðan eftir því sem þátttak- endur mæta. Keppt verður með og án forgjafar og eru góð verð- laun í boði. Átján holu völlur þeirra Hellumanna er í góðu standi og er gert ráð fyrir fjöl- menni. Móti frestað FYRSTA opna golfmótið á kappleikjaskrá Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði er Kays- mótið, sem samkvæmt skránni á að vera laugardag- inn 2. maí. Vegna óviðráðan- legra orsaka verður að fresta mótinu til laugardagsins 16. maí. Keila: íslands- mótið hefst á morgun íslandsmótið í einstaklings- keppni i keilu hefst í Keilusaln- um við Öskjuhlíð í fyrramálið, en úrslit í mótinu verða 16. mai. í tilefni mótsins mun Júlíus Hafstein, formaður ÍBR, veita Keilufólagi Reykjavíkur form- lega aðild að ÍBR, en hann setur mótið og kastar fyrstu kúlunni klukkan 11. Fólagið var stofnað árið 1985 og félagar eru um 300 manns. 60 keppendur taka þátt, en íslandsmeistarar í fyrra urðu Dóra Sigurðardóttir og Alois Rachosser. Skíði: Firmakeppni HIN árlega firmakeppní Skíða- ráðs Reykjavíkur verður haldin í Bláfjöllum á morgun og sér skíðadeild Fram um fram- kvæmdina. Keppt verður í samhliða svigi með útsláttar- fyrirkomulagi í Eldborgargili við Fram-skálann og f göngu við gamla Bláfjallaskálann, en brautin er um kflómeter. 192 fyrirtæki hafa skráð sig til keppninnar og er keppnisfólk og annað skíðafólk hvatt til að mæta og taka þátt, en 12 glæsilegir bikarar eru í verð- laun. ____ Vaxtarrækt: íslands- mótið á sunnudaginn íslandsmótið í vaxtarrækt verður að þessu sinni haldið f Sjallanum á Akureyri og hefst á sunnudaginn klukkan 14, en úrslitakeppnin byrjar klukkan 20.30. Flestir þeir bestu verða á meðal keppenda, þeirra á meðal Sigurður Geirsson og Marta Unnars, íslandsmeist- ararnir f fyrra, og Guðmundur Sigurðsson verður með á ný eftir langt hló. Glíma ISLANDSGLÍMAN 1987 verð- ur haldln f fþróttahúsi Kenn- araskólans kl. 16 á laugardag- Inn. Á sunnudaginn verður Grunnskólamót f glfmu á sama stað. • Þessi mynd er frá úrslltunum f samhliðasvigi á Skfðamóti íslands í Bláfjöllum 1986. Guðmundur Johannsson frá (safirði er í vinstri braut- inni og Örnólfur Valdimarsson í hægri, en hann sigraði. Besta skíðafólk landsins keppir í samhliðasvigi SAMHLIÐASVIG fer fram í Blá- fjöllum á laugardaginn. Allt besta skíðafólk landsins verður á meðal keppenda og eru mjög vegleg verölaun f boði. Samhliðasvig er tiltölulega ný keppnisgrein hér á landi. Tveir keppendur fara samtímis niður eins brautir. Mótið verður með útsláttarfyrirkomulagi og verða keppendur í karlaflokki 16 og 8 í kvennaflokki. Keppendur hafa ver- ið valdir í mótið með það í huga að það verði skemmtilegt á að horfa. Keppendur í karlaflokki verða eftirtaldir: Úr flokki 15—16 ára Ólafur Sigurösson, Jóhannes Baldursson, Vilhelm Þorsteinsson, Krístinn Svan- bergsson og Haukur Arnórsson. Úr karlaflokki Örnólfur Valdimarsson, Daniel Hilmars- son, Guömundur Jóhannsson, Ingólfur Gislason, Valdimar Valdimarsson og Guö- mundur Sigurjónsson. Úr öldungaflokki Hafsteinn Sigurðsson, Árni Óðinsson, Haukur Johannsson og Siguröur Jónsson. Keppendur í kvennaflokki verða: Úr flokki 15—16 ára Ásta Halldórsdóttir. Úr kvennaflokki Ingigerður Júlíusdóttir, Guðrún H. Kristj- ánsdóttir, Anna Maria Malmquist, Snædís Úlriksdóttir og Bryndís Ýr Viggósdóttir. Úr öldungaflokki Nanna Leifsdóttir og Steinunn Sæmunds- dóttir. Ferðaskrifstofan Útsýn géfur mjög vegleg verðlaun fyrir fyrstu sætin í hvorum flokki. Sigurvegar- arnir fá skíðaferð á góðan stað í Alpana næsta vetur. Önnur verð- laun verða skíði frá Sportval og fyrir þirðja sæti er vöruútekt í sömu verlsun. Það er því til mikils að vinna í þessari skemmtilegu keppni sem á vaxandi vinsældum að fagna jafnt hjá keppendum sem áhorfendum. Keppnin hefst kl. 14 á laugar- daginn í Bláfjöllum og verður fyrst keppt í undanrásum í karlaflokki þar sem einn keppandi kemst í aðalkeppnina og bætis við þá 15 sem fyrir eru. Úrslitakeppnin í NBA: Boston áf ram Frá Gunnari Valgeirssyni i Bandarfkjunum. BOSTON Celtics vann Chicago Bulls 3-0 f fyrstu umferð úrslita- keppni NBA-deildarinnar og leikur gegn Milwaukee eða Philadelphia í undanúrslitum austurdeildarinnar. Boston vann 108:104, 105:96 og í fyrrakvöld urðu úrslit 105:94. Milwaukee og Philadelphia hafa unnið sitthvorn leikinn, en í hinum riðli austurdeildarinnar hefur Detroit sigrað í fyrstu tveimur leikj- unum gegn Washington og einnig Atlanta gegn Indiana. í vesturdeildinni er líklegt að Los Angeles Lakers og Utah Jazz leiki saman í undanúrslitum, en bæði eru yfir 2-0, Lakers gegn Denver og Utah gegn Golden State Warri- ors. Houston vann Portland 117:108 í fyrrakvöld og Seattle vann Dallas 117:107 og leiða Ho- uston og Dallas 2-1. í fyrstu umferö þarf að sigra 'í þremur leikjum til að komast áfram, en eftir það í fjórum. 0 Michial Thomason sem La- kers fékk frá San Antonio fyrri vetur þegar Pátur Guðmundsson fór frá liðinu skorar hér í ieik gegn Boston, Larry Bird til varn- ar. Golf: Golfvertíðin hafin hjá GR Á morgun, 1. maí, hefst golf- vertfðin hjá Golfklúbbi Reykjavfk- Öldungamót ÖLDUNGAMÓT f skfðagöngu verður haldið samhliða keppninni í alpagreinum f Bláfjöllum um helgina. Skíðamót þetta er fyrir 35 ára og eldri. Keppt verður bæði laugar- dag og sunnudag. Á laugardaginn verðurkeppt í göngu með frjáslri aðferð og á sunnudaginn með hefðbundinni aðferð. Keppt verður í eftirtöldum flokk- um: 35—44, 45—54 og 55 ára og eldri. í kvennaflokki er aöeins einn flokkur 35 ár aog eldri. Þátttaka tilkynnist í síma 12371. ur, þ.a.s. sumarvertfðin þar sem kylfingar klúbbsins hafa stundað fþrótt sfna að Korpúlfsstöðum f allan vetur. Vertíðin hefst með hefðbundn- um hætti með einnarkylfukeppnffl Ætlunin var að opna völlinn í Graf- arholti fyrir mótið, en þar sem heldur illa hefur viðrað að undanf- örnu, þá er völlurinn þar ekki alveg tilbúinn til leiks. Það verður því leikið að Korpúlfsstöðum að þessu sinni. Ræst verður út frá kl. 13.00 og leiknar 18 holur með fullri for- Qjöf. Reiknað er með að völiurinn í Grafarholti verði opnaður í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.