Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Þorrablót treysta sam- heldni Islendinga erlendis eftirívar Guðmundsson Waahington D.C. Það er nú orðin árleg hefð íslend- ingafélaga víða í Bandaríkjunum að gangast fyrir þorrablótum, sem venjulega eru haldin á tímabilinu febrúar-mars. Til blótanna er aflað_ hefðbund- inna matarfanga frá íslandi, og má nefna slátur, svið, harðfisk og flatkökur, hákarl og brennivín þeg- ar vel gengur. Til ábætis baka íslenskar konur kleinur, vínartertur og jafnvel laufabrauð. Til skamms tíma var talið sjálf- sagt að hafa heila sviðakjamma á borðum, en nú er farið að draga úr því, sem gæti stafað af því að auðveldara er að flytja sviðasult- una, eða ef til vill sökum þess að útlendingar reka oft upp stór augu þegar hausunum er hrúgað upp innanum annað góðgæti og stýfðir úr hnefa. Hrútspungamir virðast hinsvegar ekki hneyksla Banda- ríkjamenn, enda eru þeir ekki óþekkt matvara í þessu landi og ganga þá stundum undir dulnefni eins og t.d. “íjalla-ostrur". Nýlega mátti lesa í blaði hér, að náinn vin- ur Reagans forseta, Laxalt að nafni, sem er fyrverandi öldungadeildar- maður.af Baskaætt frá Spáni, býður forsetanum í hrútspunga- veislu einu sinni á ári. Ekki fara sögur af hvemig forsetanum líkar veislumaturinn. Þorrablótin em ekki eingöngu átveislur. Tækifærið er notað til „að sýna sig og sjá aðra“.Á þorrablót- unum hittast gamlir kunningjar og vinir að heiman eða úr nágrenninu á erlendri grund. Það er ekki óal- gengt að Islendingar komi langt að til að taka þátt í þorrablótum. Á þorrablótinu hér í Washington á dögunum hitti ég fjölskyldu, sem hafði ekið 10 klukkustunda leið til blótsins. Er ég gekk inní salinn, þar sem þorrablótið í Washington var haldið, sá eg tvær konur, sem ég þekkti mjög vel, því báðar em náfrænkur mínar; önnur systurdóttir mín en hin dóttir móðurbróður míns. Ég komst fljótt að því að þær höfðu hist þarna af tilviljun og höfðu ekki hugmynd um hve náskyldar þær vom fýrr en ég sagði þeim það. Báðar höfðu frænkumar komið langt að á þorrablótið, en hvor úr sinni áttinni. Þorrablótin em mikilvæg fyrir samheldni íslendinga sem búsettir em erlendis. Annað tækifæri fyrir Islendinga í útlöndum að koma saman er þjóðhátíðardagurinn, 17.júní, sem í flestum tilfellum er haldinn hátíðlegur undir bemm himni. Þar er lögð áhersla á að safna saman bömum og unglingum, sem er holl og góð aðferð til að minna æskuna, sem erlendis býr, á föðurlandið. Mikilvæg aðstoð Flugleiða Fjölmenn þorrablót erlendis væri erfitt, ef ekki með öllu ómöguiegt, að halda með þeirri reisn sem nú er ætlast til, ef ekki væri fyrir ein- staka greiðasemi Flugleiða, er flytur matvæli, hljómlistarfólk og jafnvel matgreiðslumenn að heiman og heim án endurgjalds. Aðeins á einum stað þar sem þorrblót em haldin er maturinn fluttur með skip- um, en það er til Norfolk í Virginia, þar sem skip frá íslandi koma reglu- lega til hafnar með físk að heiman. Það segir sig sjálft, að fjölmenn- ust em þorrablótin í stórborgunum eins og New York, Washington og í Chicago em blótin fjölmennust. I ár sóttu um 230 manns blótið í New York og rúmlega 300 manns í Washington D.C. Blótið í Norfolk sóttu 130 manns og búist var við að Chicago-blótið yrði íjölmennt, en það hafði ekki verið haldið er þessi grein var rituð. Þorradægrin þykja ei löng Það segir sig sjálft, að hvar sem Islendingar koma saman á manna- mótum eins og þorrablótum er óhjákvæmilegt að tekið sé lagið. Hljómlistarmennimir og söngvarar aðstoða við sönginn. Oft er byijað á „Nú er frost á Fróni", en síðan koma „Dalakofínn“, „Að lfið sé skjálfandi, lítið gras“ og allur vin- sældalistinn, „Seltjamamesið" og „Út við himinbláu sundin". Tekjulind fyrir íslend- ingafélögin Sumstaðar em þorrablótin allgóð tekjulind fyrir Islendingafélögin. Ekki veitir af, því félagsgjöld em venjulega lág í félögunum. Á þorrablótunum færist það nú í vöxt að haldin em uppboð og happdrætti á íslenskri framleiðslu. t.d á físki, ullarvörum og jaftivel listmunum. Verslunarfyrirtækin, sem flytja íslenska framleiðslu til Banda- ríkjanna, Coldwater og Iceland Seafood Corporation (Sambandið) og ullarfatainnflytjendur.Álafoss og fleiri, gefa muni til happdrættis og uppboða. íslenskir listameAP' gefa verk eftir sig. Þannig var það á þorrablótinu í New York á dögunum, að frú Ástríður Andersen sendiherrafrú gaf málverk eftir sjálfa sig, sem var boðið upp og keypt fyrir 500 dollara (20 þús. kr.). Islenskar konur em duglegar við bakstur til blótanna og önnur tæki- færi. Á New York-blótinu var m.a. vínarterta á borðum. Frú Elín Þor- bjamardóttir, kona Othars Hans- sonar, útbýtti 300 velútilátnum vínartertusneiðum, en faðir hennatí,- Þorbjöm Jóhannesson, hefír lengi verið aðalframleiðandi þorrablóts- matar til íslendinga erlendis, þótt fleiri hafí komið þar við sögu uppá síðkastið. Þar sem sendiráð íslands em staðsett eða ræðisskrífstofur er veitt aðstoð við þorrablótin eftir föngum. Það var til hátíðabrigða á Washington-blótinu í ár, að Ingvi S. Ingvarsson, sem nýlega tók við sendiherraembættinu hér, og kona hans, Hólmfríður, sátu samkomuna og sendiherrann hélt ræðu kvölds- ins. Að gefnu tilefni eftir ÓlafÞ. Hallgrímsson „Eitt sinn hippi, ávallt hippi." Þessa fyrirsögn bar fyrir augu undirritaðs í Morgunblaðinu laugar- daginn 21. febrúar sl. í dálkinum Fólk í fréttum. í fréttaklausu þess- ari er greint frá því, að Yoko Ono, ekkja bítilsins heimsfræga Johns Lennon, hafí haldið upp á 54 ára afmæli sitt með því að heimsækja búðir mótmælakvenna við Green- ham-herstöðina í nágrenni Lund- únaborgar, þar sem komið hefur verið fyrir bandarískum stýriflaug- um. Geðhjálp með kaffisölu l.maí GEÐHJÁLP verður með kaffi- sölu föstudaginn 1. maí. Kaffisal- an fer fram í félagsmiðstöð félagsins að Veltisundi 3b og hefst kl. 14.00. Málverka- sýning á Lindargötu 49 REYNIR Sigurðsson opnaði mál- verkasýningu 26. apríl i húsi Samtakanna ’78 á Lindargötu 49 og stendur hún til 24. maí. Reynir sýnir þar 25 pastelmyndir og olíumálverk. Reynir stundaði nám við MHÍ og hefur sl. sex ár haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á landi og er- lendis. Sýningin er opin fímmtu- daga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 17.00-23.00. Konur þessar hafa vakið heims- athygli fyrir hugrekki og mótmæla- stöðu við hlið herstöðvarinnar, þar sem þær hafa reist sér bpðir. í greininni er farið niðrandi orð- um um Yoko Ono, gert lítið úr tónlistarhæfíleikum hennar og hún sögð hafa verið að koma úr „friðar- ferð“ til Moskvu, þar sem „Kremlar- bændur héldu mikið friðarþing í síðustu viku“, eins og komizt er að orði í greininni. Eins og til að kóróna þessa óvenjulegu frétt fylgja greininni stórar myndir af Yoko í hópi „friðar- kvenna" (innan gæsalappa) á Greenham Common. Er Yoko sýnd við hlið herstöðvar- innar gefandi friðarmerki, en undir myndinni klykkir út með þessum orðum: „Hvað kvað Spilverkið ekki til foma: „Eitt sinn hippi, ávallt hippi“.“ Nú er það sosum út af fyrir sig, þótt einhveijum blaðamanni á Morgunblaðinu þyki lítið koma til tónlistarhæfileika Yoko Ono, þá skoðun er honum að sjálfsögðu heimilt að hafa, enda verður sá, sem þessar línur ritar, að viðurkenna, að hann þekkir ekki mikið til afreka frúarinnar á því sviði. Hitt virðist öllu alvarlegra, og það er raunar ekki einkamál ein- hvers blaðamanns á Morgunblað- inu, þegar stærsta og víðlesnasta blað þjóðarinnar, sem auk þess á það til við viss tækifæri að kenna sig við „fijálslyndi", virðist vera að gera því skóna, að það fólk, hvort sem eru konur eða karlar, sem legg- ur á sig að mótmæla vígbúnaðar- bijálæðinu í heiminum og óttast um framtíð afkomanda sinna, sé ekkert annað en ómerkilegur hippalýður. Eða hvemig ætlast sá ágæti blaðamaður (eða kona), sem setti saman fyrmefndan pistil, til að les- endur Morgunblaðsins skilji hina gullvægu setningu Spilverks þjóð- anna undir myndinni af Yoko Ono? Og hver er ástæðan fyrir því, að þessi sami ágæti starfsmaður Morgunblaðsins hefur orðið friðar- kona og friðarferð í báðum tilfellum innan gæsalappa, telur hann e.t.v. að Islendingar skilji ekki þessi orð eins og þau koma fyrir, eða hljóma þau kannski eins og hálfgildings háðsyrði í vitund hans? Nú er hugsanlegt, að frétt þessi eigi bara að vera fyndin og sett upp í svipuðum dúr og slúðursögur og myndir af frægu fólki, sem oft birt- ast í þessum vinsæla dálki: Fólk í fréttum. Það er þó varla nægjanleg skýr- ing, sérstaklega þegar hafður er í huga sá neikvæði tónn, sem iðulega hefur gætt á sfðum Morgunblaðsins gagnvart friðarhreyfíngum hér á Vesturlöndum, sem helzt hefur mátt skilja, að væm mnnar undan rifjum þeirra „Kremlarbænda", svo notað sé orðalag blaðsins. Á þann veg hefur hið „fijálslynda blað“ reynt að gera friðarhreyfíngar tortryggilegar í augum lands- manna. Hins vegar hefur enginn þurft að velkjast í vafa um afstöðu blaðs- ins til hemaðarstefnu þeirrar, sem út hefur gengið frá Hvíta húsinu í Washington á undanfömum misser- um og sumir hafa viljað kenna við hauka, svo sem afstöðu til uppsetn- ingar nýrra meðaldrægra eldflauga í Evrópu, áframhaldandi tilrauna- sprenginga í Bandaríkjunum og nú síðast en ekki sízt geimvamaáætl- unar Reagans forseta. Reagan Bandaríkjaforseti og samstarfs- menn hans í Hvíta húsinu eiga dyggan stuðning þar sem Morgun- blaðið er, um það getur enginn efast, sem les blaðið dags daglega. Telja verður að ritstjóram Morg- LANDSMÓT skólahljómsveita verður að þessu sinni haldið á Akranesi dagana 1.-3. maí nk. Að þessu sinni munu 22 hjjóm- sveitir taka þátt í mótinu, þar af éin frá Færeyjum. í tilefni af mótinu hafa Páll P. Pálsson og Guðmundur Norðdahl samið lög til flutnings á tónleikunum. Flestir þátttakendur mótsins koma til Akraness með Akraborg- inni föstudagskvöldið 1. maí kl. 20.00. Þar tekur Skólahljómsveit Akraness á móti gestum með lúðra- blæstri og fylgir gestum á náttstaði, sem verða skólar bæjarins. Æfíngar og sjálfir tónleikamir fara fram i íþróttahúsinu við Vesturgötu. Tón- unblaðsins eigi að vera kunnugt um, hvaða efni birtist í blaði þeirra og á hvem hátt það er matreitt þar. Þó vil ég vona, að svo hafí ekki verið í því tilfelli, sem hér um ræð- ir, heldur megi títtnefnd frétta- klausa fremur flokkast undir mistök eða slysni, sem alltaf getur hent. A.m.k. leyfi ég mér að vona, að leikar sveitanna heíjast á laugar- degjnum kl. 15.00 og leika sveitimar bæði sjálfstætt og sem stórsveitir. Á laugardagskvöldinu verður síðan haldin skemmtun í íþróttahús- inu sem ætluð er mótsgestum og ungmennum á Akranesi allt að 18 ára aldri. Þar kemur fram hljóm- sveitin „Foringjamir" og Bubbi Morthens. Skemmtunin hefst kl. 10.00. Að morgni sunnudags verður keppt í íþróttum og í tengslum við mótið verða kvikmyndasýningar. í tilefni mótsins hefur Bjarni Þór Bjamason listamaður hannað merki íslenskar friðarhreyfíngar megi' ekki eiga von á svipaðri umfjöllun í Morgunblaðinu í framtíðinni. Und- ir þá frómu ósk veit ég að fjölmargir velunnarar Morgunblaðsins um land allt munu taka. Höfundur er prestur á Mælifelli. og fána mótsins sem afhent verður öllum þátttakendum. Hótel Akranes sér um veitingar á mótinu og félagar úr Lúðrasveit Akraness og úr foreldrafélagi Skólahljómsveitar Akraness að- stoða við undirbúning og skipulag mótsins. Rotaryfélagar á Akranesi hafa ^ gefíð bikar sem veittur verður sem viðurkenning þeirri hljómsveit sem þykir sýna besta umgengni og prúð- mennsku á mótinu. Mótinu lýkur síðan með lúðra- blæstri á Akratorgi síðdegis á sunnudag. )— Akranes: Landsmót skólaliljóm- sveita haldið 1.-3. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.