Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 17 DÁNSINN STIGINN! - Stundum varð steinmningin svo góð á klbb- utztónleikunum að kórinn gekk dansandi af sviðinu og dró áheyrend- ur inn í dansinn. Þessi mynd er tekin á slíkri stundu á Kibbutz Yakum. afar smátt. Með því að hjón þurfa ekki að ætla bömum sínum svefn- pláss komast þau af með eitt herbergi og stofu og er hvorugt af þeirri stærð sem íslensk meðalfjöl- skylda telur hæfílega. Við heyrðum aldrei annað en heimamenn væm fyllilega ánægðir með þetta pláss. Okkur virtist þeim ekki heldur verða kalt á nóttunni í kyndingarlausum húsunum þó svo við tækjum að skjálfa og prísaði hver sigi sælan sem hafði með föðurland að heiman. Gistingunni á fyrsta kibbutznum var þannig háttað að flestir vom hýstir af fjölskyldum og hafði greinilega verið vel undirbúið. Þó kom strax í ljós að fyrir söngfólk á erfíðu ferðalagi varð hvfldin ekki eins og best yrði á kosið og auk þess að vonum að samstæður hópur eins og Hamrahlíðarkórinn vildi geta unað lífínu meira saman en sundur. Það er mikil líkamleg áreynsla í því fólgin að skipta um loftslag eins og frá íslandi til ísra- el. Þegar þar við bætast ferðalögin og stöðug kynni við nýtt og nýtt fólk þar sem öll samskipti verða að fara fram á eriendu máli fer þreytan fljótt að segja til sín. Hins vegar vom góð ráð dýr og ljóst að við gætum ekki breytt ferðaáætlun okkar til neinna muna. Hvorki höfð- um við efni á að búa allan tímann á hótelum né heldur kærðum við okkur um að móðga gestgjafa okk- ar sem lagt höfðu mikla vinnu í að útvega kómum sem útgjalda- minnsta gistingu og gefa kórfélög- um kost á að kynnast við sem flesta. Áttu þessi mál eftir að valda farar- stjóranum nokkmm áhyggjum næstu daga þótt ekki ræði frekar um framkvæmdaatriði á þessum blöðum. Af kibbutz-tónleikum Ifyrstu tónleikar kórsins í Landinu helga vom á Kibbutz Givat Brenner strax á mánudagskvöld. Á hveijum kibbutzi sem við sóttum heim er stór samkomusalur, stund- um hluti borðsalarins en oftar þó samkomuhús, sem tók allt að 500 manns í sæti. Á Givat Brenner er salurinn orðinn of gamall og lítill, segja formælendur, og á næsta ári verður nýr salur vígður. Okkur er að sjálfsögðu boðið til vígslunnar! í gamla salnum er saman kominn svosem þriðjungur allra fullorðinna á samyrkjubúinu um kvöldið. Eins og áður sagði fór Hamra- hlíðarkórinn með mjpg fjölbreytta söngskrá til ísrael. Á fyrstu kibb- utz-tónleikunum var markið sett hátt og flutt margt mjög erfíðra tónverka. Margar undarlegar hugs- anir sóttu á mig þar sem ég sat aftarlega í tónleikasalnum. Hvar hafði ég séð þetta vinnulúna fólk áður? Jú, það er ekki bara að hjört- um mannanna svipi saman í Súdan og Grímsnesinu. Vinnusemin eða vinnuþrælkunin fer eins með ísra- elska og íslenska. Ég er að horfa á slitið verkafólk, bændur, sjómenn hvaðan sem er af hnettinum. Vinnu- dagurinn hefur verið langur í dag — hann hefst ekki síðar en kl. 6 að morgni og nú er liðið langt á kvöld. Það eru engin undur þótt norræn nútímatónlist reynist mönn- um tormelt við þær aðstæður. Ekki það að söngfólkið þyrfti að kvarta undan viðtökunum. Þær voru afskaplega hlýjar og einlægar. Þama eins og annars staðar þóttist maður reyndar einmitt fínna til þess að þjóð sem á undir högg að sækja í aimenningsáliti heimsins er hveijum gesti afar þakklát, ekki síst ef hann flytur henni list sína með jafnmiklum ágætum og Hamrahlíðarkórinn gerði. Og þegar kórinn tekur til að syngja á hebr- esku að söngskrárlokum fer fagnaðarkliður og þakklætis um hópinn. Þótt tónlistin sé alþjóðamál gleður það menn alls staðar jafn- mikið að heyra útlendinga syngja á tungu heimamanna, vita að mikil vinna hefur verið lögð í að geta þakkað fyrir sig á móðurmáli gest- gjafanna. Þegar að næstu gestgjafatónleik- um kom vorum við að vísu ekki á kibbutzi heldur dreifð á fjögur þorp kringum Beit Yitzak og þá breyttist form þessara tónleika. Ekki svo að skilja að slakað væri á kröfum um söng-gæði heldur var valin léttari dagskrá og lagt meira en fyrr upp úr persónulegri kynningu og bein- um samskiptum við áheyrendur. Þetta gerðist reyndar sjálfkrafa við það að kór söngstjórans Naomi Faran bauð Hamrahlíðarkórinn vel- kominn og söng hann inn á tónleik- ana. Eftir það kvöld var söngskráin á slíkum tónleikum ekki sama álag fyrir kórinn og skilaði ótrúlegum fagnaðarlátum áheyrenda. Á Kibb- utz Yakum lauk dagskránni meira að segja með dansi tveggja kóra og smám saman áheyrenda allra. Líklega var það á kibbutz-tónleik- unum sem ég dáðist mest að hæfíleikum söngstjórans, Þorgerð- ar Ingólfsdóttur, til að hrífa áheyrendur með. Það var við sjálfa garða að hún fengi menn til að gráta yfír útsetningu Heame á íslenska þjóðlaginu „Fagurt er í Fjörðum" og að tónleikum loknum gengu menn út raulandi „Sofðu unga ástin mín“ — að vísu án texta en með vitund um hljómfagra út- setningu Jóns Ásgeirssonar. Eftir tónleikana í Kibbutz Yakum skrifar gagnrýnandinn Aviva Shelaeh í blaðið Ál-Ha Mishmar um „tónræna og mannlega lífsreynslu" og nefnir sérstaklega til það augna- blik þegar Þorgerður fékk tónsprot- ann í hendur Henry Klauzner svo að hann mætti stjóma ísraelskum söng um vatnið, sjálfa undirstöðu mannlífs í þessum heimshluta eins og öðrum. Áður hafði sami gagn- rýnandi fjallað um tónleikana í Tel Aviv og lýst mikilli hrifningu yfír söng kórsins sem að hans mati jafn- aðist við atvinnumannakóra. Var sama að heyra á því kunnáttufólki sem við hittum: söng Hamrahlíðar- kórins var miklu fremur jafnað til atvinnukóra en áhugamanna. HRÓPAÐ Á VATN - „Þér gef ég það besta sem ég á,“ sagði Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri við starfsbróður sinn Henry Klauzner og „gaf“ honum kórinn. Henry stjómar hér bænarsöng um vatn „Majim, majim“. Þorgerður hefur gengið í kórinn og syngur með. ATU ■ Félagið K.O.N.A.N. hefur það markmið að opna " og reka áningarstað fyrír konur sem hafa verið í meðferð eða fengið hjálp vegna vímuef naneyslu og þurfa húsaskjól og stuðnlng til að takast á vlð lífíð á nýjan leik. Miðaverð Fullorðnir: Kr. 500.- Börn 5-12 ára: Kr. 100.- Börn 1 -5 ára: Frítt, en fá að sjálfsögðu hressingu. 1. maí fjölskylduhátíð í EECAtMSy KQNAN KOMVM Hápunkturyngstukynslóðarinnar. Yngstu nemendurJSBtaka sporið og bjóða síðan öllum yngstu gestunum að gerast þátt- takendurádansgólfinu. Hinn frábæri söngvari, texta- og lagahöfundur Bjarni Tryggvason flytur skemmtileg frumsamin lög. Kristín Snæfells Arnþórsdóttir seg- irnokkurvel valin orð. Kynnir: Þorgeir Astvaldsson. Vinningshafarnir úr „Free Style“ unglinga 1987sýnahinn stórglæsilega vinn- ingsdans. Tökum höndum saman og styðjum félagið K.O.N.A.N — á braut kvenna til betra lífs — og hjálpumst að til að gera drauminn um áningarstað að veruleika. RONAN OMVM Hljómsveitin MAO sér um fjörið milli atriAa. Hinn geysivinsæli rokk- söngvari Eiríkur Hauksson tekur lagið. Grínistarnir: SAMA OG ÞEGIÐ ÞEIR SIGURÐUR SIGURJÓNSSON, KARLÁGÚST ÚLFSSON OG ÖRN ÁRNASON setja allt á ann- an endann það verður nú aldeilis stemning á Broadway á morgun. Skemmtiatriði hefjast stundvíslega kl. 15.00. Húsið opnað kl. 14.00. DDCaVD WAT 1. maí. fjölskylduhátíð DansararfráJSBsýna nokkradansaþ.á.m: frumsamdirdansarvið , tónlist úr söngleikjunum ,Cats" og „PasamaGa- mes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.