Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 48
MORGUNBLADIÐ, FTMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
* 48
Varnir gegn fíkniefnum
Dionneilmur
Til að vera maður með mönnum í heimi fræga fólksins þarf að láta
framleiða ilmvatn er ber nafn viðkomandi og hefur söng- og leikkon-
an Dionne Warwick nú slegist í þennan hóp. Hún kynnti nýlega ilminn
„Dionne" og heldur á þessari mynd á risastóru glasi með ilmvatninu í. Á
markað fara síðan smærri giös er hafa sömu lögun og stóra glasið.
Islensk yfirvöld hafa sýnt veruleg-
an vilja til að efla vamir gegn
fíkniefnum og er nú verið að til-
raunakenna námsefni í nokkrum
grunnskólum þar sem bömum og
unglingum er gerð grein fyrir hætt-
um þeim er af fíkniefnum stafa.
Séra Ingólfur Guðmundsson er
námstjóri í fíkniefnafræðslu hjá
Skólaþróunardeild Menntamála-
ráðuneytisins. Sagði hann við
blaðamann Morgunblaðsins að um
Lögreglumenn í Svíþjóð klæð-
ast sérstökum plastbúningum
er þeir eiga við fólk sem grun-
að er um að vera eyðnisjúkling-
ar og allir bera þeir á sér
handþurrku með sterkum sótt-
hreinsilegi til þess að geta
hreinsað sig ef hætta er talin
á smitun.
væri að ræða bandarískt efni er
kennt væri á ensku við Æfingaskól-
ann, Lækjarskóla og Grunnskólann
á Hellu. Einnig væri verið að at-
huga sænskt efni fyrir yngri
nemendur og hefði þegar fengist
fé til að þýða það og gefa út. Nokkr-
ir leiðbeinendur hefðu verið þjálfað-
ir til að kenna efnið og væri ætiunin
að halda námskeið reglulega fyrir
þá sem leiðbeindu í fíkniefnavöm-
um. Lionshreyfíngin hefði sýnt
þessu máli mikinn áhuga, boðið
aðstoð og fjárstyrk til þessarar bar-
áttu.
Ingólfur sagði að fræðslan mið-
aði að því að rækta jákvæð viðhorf
hjá nemendum, hjálpa þeim að
styrkja sjálfsmynd sína og gera
þeim betur kleift að segja nei við.
því sem þau vissu að væri skaðlegt
s.s. fíkniefnum. Verið væri að und-
irbúa útgáfu leiðbeiningabæklings
um fíkniefnavamir handa skólum í
Skólaþróunardeildinni og samráðs-
hópur sem í væru m.a. fulltrúar
Kennaraháskólans, Námsgagna-
stofnunar, Samtakanna Vímulaus
æska og Lionshreyfíngarinnar væri
að komast á laggimar og vænti
hann góðs af starfí þess hóps.
Ingólfur Guðmundsson sagði að
þegar hann hefði verið að kynna
sér vamir gegn fíkniefnum í Banda-
ríkjunum, Noregi og Svíþjóð hefði
alls staðar komið fram að alvarleg-
um glæpum hefði fjölgað í kjölfar
fíkniefnanna og afbrotamennimir
væru stöðugt að verða erfíðari og
hættulegri viðureignar. Hann sem
gamall lögreglumaður hefði farið
að kynna sér hvemig lögreglan
brygðist við þessu og í ljós hefði
komið að farið væri að leggja aukna
áherslu á sálgæslu lögreglumanna.
Störf þeirra væru orðin hættulegri
en áður og álagið meira. Sums stað-
ar hefði það leitt til aukinnar óreglu
og ofbeldis löggæslumanna. Þess
vegna störfuðu nú prestar og sál-
fræðingar vfða á vegum hins
opinbera og reyndu að sinna and-
legum þörfum lögreglumanna og
fjölskyldna þeirra og sagðist hann
álíta að tímabært væri orðið að
huga að þessum málum hér.
Morgunblaðið/Einar Falur.
Ingólfur Guðmundsson námsstjóri.
Veggspjöld er dreift hefur verið gegn: ólöglegum fíkniefnum (efst),
áfengi (t.hægri) og reykingum.
Reuter.
Stærsti gítar í heimi
Upp á ýmsu finna menn og félagamir á myndinni, þeir Lambert Cas-
as (t.h.) og Pau Vall, er búa í Barcelóna á Spáni, létu sér detta í hug
að smíða stærsta gítar f heimi. Þetta tókst hjá þeim og nú vilja þeir láta
skrá gítarinn, sem er 1,5 m. á hæð og 3,2 m. á breidd, í Heimsmetabók
Guinness.