Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 29 Brasilía: Sarney skipar nýjan fjármálaráðherra Breytist stefna stjórnarinnar í skuldamálum? Sao Paulo, Reuter. JOSE Sarney, forseti Brasilíu, staðfesti á þriðjudag að hagfræðingur- inn Luiz Carlos Bresser Pereira, sem nú er yfirmaður vísindamála í Sao Paulo-ríki, yrði skipaður næsti fjármálaráðherra Brasilíu. Bress- er Pereira tekur við af Dilson Funaro, sem sagði af sér á sunnudag. Hann féll úr sessi vegna þess að svokölluð Cruzado-áætlun hans um aðhald í efnahagsmálum og verðstöðvun fór út um þúfur. Banka- menn velta því nú fyrir sér hvort afsögn Funaros hafi í för með sér að Brasilíumenn verði sveigjanlegri í skuldamálum sinum og jafn- framt tiUeiðanlegir tíl að gera samkomulag við lánadrottna sína. Reuter Luiz Carlos Bresser Pereira, fjármálaráðherra BrasUíu, (tU vinstri) ásamt Orestes Quercia, ríkisstjóra í sao Paulo. Samskipti við lánadrottna versnuðu mikið í valdatíð Funaros. Hann réði lögum og lofum í efnahagsmálum og samningum um skuldir. Reitti hann bankamenn til reiði þegar hann stöðv- aði vaxtagreiðslur af 68 milljarða dollara skuldum til viðskiptabanka í febrúar. Sérfræðingar um efnahags- mál sögðu að gagnkvæm óvild milli Funaros og stjóma bandarískra banka hefði komið í veg fyrir að samkomu- lag tækist um að fresta endurgreiðsl- um á skuldum Brasiliumanna. Þegar lántökur stjómvalda og banka eru lagðar saman nema skuldir Brasilíu 111 milljörðum dollara og er Brasilía skuldugasta ríki þriðja heimsins. Erlendur bankamaður í Sao Paulo sagði við fréttamann Reuter nýlega að lánadrottnar hefðu nánast litið á það sem forsendu fyrir raunveruleg- um samningaviðræðum að Funaro færi frá. Bankamenn kváðust litt hrifnir af framkomu Funaros og sök- uðu hann um að vera hrokafullur og ósveigjanlegur. Eins og áður segir varð Cmzado-áætlunin Funaro að falli, en á alþjóðlegum vettvangi mun afsögn hans hafa eftirköst á sviði samskipta við lánadrottna og i skulda- málum. Funaro vildi ekki semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og fyrir þær sakir kom sjóðurinn í veg fyrir að semja mætti um greiðslur skulda. Hann hélt því fram að þau skilyrði, sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn myndi setja fyrir frestun greiðslna ef leitað yrði til hans, myndu hafa kreppu og samdrátt í efnahagsmálum í för með sér. Fyrr í þessum mánuði náði Argentína samkomulagi um greiðslur á 50 milljarða dollara skuld- um í samvinnu við gjaldeyrissjóðinn með ágætum skilmálum. Mexíkanar hafa einnig gert gert samning um breytt fyrirkomulag greiðslna þannig að af þremur skuldugustu ríkjum í rómönsku Ameriku situr Brasilía eftir án slíks samkomulags. Stjómmálaskýrendur segja að ekki megi búast við að Brasilíustjóm vendi skyndilega kvæði sinu í kross og leiti á náðir sjóðsins. Aftur á móti fer þrýstingurinn vaxandi: á fyrsta fjórð- ungi þessa árs var viðskiptajöfnuður Brasilíu aðeins hagstæður um 526 milljónir dollara, en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 2,47 milljarða dollara. Ævintýrið um Lech Walesa Parfs. Robin Smyth — Observer. EINS og állinn, sem hlýðir kaUi náttúrunnar og lætur berast með sjáv- arstraumum, leitaði 27 ára gamall pólskur bóndi að nafni Lech Walesa úr átthögum sinum i stijálbýlinu til skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk. Þetta var fyrir 20 árum. En það, sem síðan gerðist, er sagan af tilurð verkalýðssamtakanna Samstöðu og andófí þeirra gegn kúgun kommúnis- mans. Frá því segir Walesa í sjálfs- ævisögu sinni, sem nýlega hefur verið gefín út í París. Segja má með sanni, að útgefandinn, Fayard, hafí skotið bandarískum og evrópskum keppina- utum sínum ref fyrir rass með því að hreppa útgáfuréttinn á sögu frið- arverðlaunahafans. Það tók heilt ár að undirbúa útkomu bókarinnar, Un Chemin d’Espoir (Á vonarvegi), og allt varð að fara fram í laumi: samn- ingaviðræður, þýðingarstörf og textavinnsla, og það varð að smygla einum og einum kafla fram og aftur milli höfundar og útgefanda — gegn- um jámtjaldið. Þegar snurða hljóp á þráðinn hjá Walesa og bandarískum útgefanda, sem sóttist eftir að gefa út bókina, sendi Claude Durand, for- stjóri Fayard.-Walesa bækur þriggja höfunda, sem forlag hans hafði gefíð út: Alexanders Solzhenitsyns, pólska nóbelsverðlaunaskáldsins Czeslaw Milosz og Jóhannesar Páls páfa II — og samningar tókust. Það var auð- veldasti hluti verksins að fá samþykki Walesa. En leita varð á náðir mennta- manna í Samstöðu til að fá hann til að riíja upp æskuminningar sínar úr sveitinni, safna saman efni um bar- áttu samtakanna við pólsk stjómvöld og setjast svo við skriftir að loknum . vinnudegi í skipasmíðastöðinni. Senda varð hvem kafla fyrir sig með sérstökum sendiboða til Parísar, því að ekki þótti vogandi að senda eftiið með pósti. í París tóku þrír þýðendur til óspilltra málanna undir ritstjóm Claude Durand. Þá var textinn send- ur til Gdansk, á sama hátt og hann kom þaðan, og þýddur á pólsku, svo að Walesa gæti gert lokaathuga- semdir sínar fyrir prentun. Sama leynd varð að hvfla yfír gerð sjón- varpsviðtals við Walesa um páskana í tilefni af útkomu bókarinnar. Wa- lesa kaus, að upptakan færi fram í kirkju, þar sem sívökulir útsendarar stjómvalda gætu ekki fylgst með honum. Bemard Pivot, sem viðtalið tók, sagði, að vinir Walesa hefðu komið fílmuspólunni til Parísar. Sjálfsævisagan, sem er 600 blaðsí- ður að lengd, hefur nú verið seld til 16 landa. „Hvflík bók!“ skrifaði Nic- ole Casanova, ritdómari Le Quotidien Lech Walesa de Paris í fyrstu umsögninni, sem birtist um bókina. „Hvflíkur maður, hvflíkt ævintýri!" 20FS)^n. v*rð Kúmvm á pottaplöfm arsala m Nú um helgina seljum við allar pottaplöntur með 20-50% afslæth. napmi um verð; Polyscias (Sólhlífartré) 296Í- 207.- 392T- 274.- A07T- 285.- Sértilboð á pottahlífum I tilefni týmingarsölunnar bióðum við einnig margar qerðir af fallegum, hvitum keramikpottahlífum a 30-40% afslætti. Fagleg þekking, - tagleg Þiónus* v Drekatré 59CíT- 295-“ "5-“ 495.- Gróðurhúsinu við Sigtún'. Símar36770-686340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.