Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
39
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunniaugur
Guðmundsson
Svar viÖ Getraun
26. mars síðastliðinn birtist
getraun í þættinum. Spurt
var í hvaða merki eigandi
ákveðins veitingastaðar væri.
í dag ætla ég að birta rétt
svar.
Lykilorð
Til upprifjunar má geta þess
að undirritaður fór út að
borða á ákveðið veitingahús
í bænum. Að loknum matnum
vakti eigandi staðarins at-
hygli hins árvökula stjömu-
spekings sem þótti öll
umgjörð staðarins, þjónusta
og framkoma dæmigerð fyrir
ákveðið merki. Hin uppgefnu
lykilorð voru tign, glæsileiki,
gullskeið og leikræn tilþrif.
Einnig var þess sérstaklega
getið að eigandinn hefði verið
öruggur og að hann hafi stol-
ið senunni, eða tekið athygl-
ina til sín, ekki einungis
athygli stjömuspekingsins,
heldur einnig annarra gesta.
LjóniÖ
Það er greinilegt að lesendur
þekkja vel til Ljónsins, því
viðkomandi eigandi veitinga-
staðarins er í Ljónsmerkinu.
Alls bárust þættinum 40 bréf.
Af þeim sögðu 35 að eigand-
inn væri Ljón, tveir töldu
hann vera í Voginni, einn í
Meyjarmerkinu, einn í Bog-
manni og einn í Hrút. Það
verður að teljast vel af sér
vikið að 87,5 prósent skili inn
réttu svari.
Lesendur
Einn lesandi sagði. „Ég tel
að eigandi veitingahússins sé
dæmigert Ljón því fáir eru
eru eins mikið fyrir glæsi-
mennsku og athygli og
Ljónin." Annar sagði: „Mér
finnst þessi lýsing eiga mjög
vel við einn af vinum mínum
sem er Ljón og því læt ég það
flakka.“ Einn annar sagði: „í
getrauninni í dag var á ferð-
inni glæsilegt Ljon, það fór
ekki á milli mála. Þó hafa
ekki öll Ljón Ijónsþáttinn
svona fallegan." Annar sagði:
„Ég giska á að eigandinn sé
í Ljónsmerkinu, þeir vilja oft
vera miðpunktur umhverfis
síns.“ Fjórir lesendur þekktu
síðan viðkomandi og nefndu
hann með nafni og vom meira
að segja svo vinsamleg að
senda íæðingardag hans og
-stund.
Þjónustulund
Að iokum má geta þess að
þættinum bárust tvö bréf þar
sem frekar var fjallað um
málið. í öðru var þess getið
:ið ef maturinn hefði verið
góður væri öruggt að kokkur-
inn væri Krabbi. I hinu sagði:
„En það örlar á þjónustulund
og rómantík í honum og ein-
hvers staðar er líka við-
kvæmni. Þessa þætti hann
ég ekki að meta hvaðan eru.“
Kort eigandans
Eigandinn hefur Sól (grunn-
eðli) og Merkúr (hugsun) í
Ljóni, Tungl og Venus (til-
finningar og samskipti) í
Krabba, Mars (framkvæmda-
orka) í Vog, Rísandi (ytri
persónuleiki) í Sporðdreka og
Miðhimin (starf úti í þjóð-
félaginu) í Meyju. Við getum
því sagt að Ljónið sjái um
stílinn og glæsileikann, það
er Krabbinn sem hefur með
umhyggjuna og matinn að
gera, Meyjan er þjónustulund
og fullkomnunarþörf og Vog-
in tengist inn í fágun og
rómantík. Ljón-Vog er lista-
maður, Krabbi-Meyja er
þjónusta og veitingahúsrekst-
ur og Sporðdrekinn getum við
sagt að notist hér sem kúnna-
sálfræði. Sem sagt glæsilegur
100% veitingamaður. Og að
lokum, hinn stórheppni vinn-
ingshafi: Henný Þórðardóttir,
Háengi, Selfossi. Biðjum við
hana að hafa samband í síma
10377.
GARPUR
LOFVP TITGAFZ þEGAF ELPINGU
UVSTUR. NIÐUR i TÖFEASPEGILINN, EU '
OEJtl Oö KÁFU SLEPPA ... 7
GRETTIR
(WQ QF!) T/\j 7
■W V í7AVf£> ö-í 7_
DYRAGLENS
HELPtie’AFWVlJ <T 1 ÉGÆTLAA&VERA !=~— I * HÉe 9ÁLITLA STUNP ] '&OG LœA &ume>- / hJ
—'~ZýÆ\_ \ ?/9
'■ininnmn.iiiiiiinim;!i;iiii;i.iniiiiiiiiiniiiniinnniH)im.,.,.,T!;iiJt!iiiHiiinn.ii!tTnmt;mnit:!i.,iH»wK!.,ni,.;i{ii!i;!i " ........ ...........................................
FERDINAND
PIB
COflNHACtN
© 1986 Unlted Feature S)
Af hverju geri ég þetta? Af hverju er ég að borða Nú líður mér bölvanlega, Pizza að hætti hússins.
svona nokkuð? ég vitkast ekkert ...
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Spil 88 í Daihatsu-mótimf
reyndist mörgum NS-pörum
þungt viðureignar vegna hindr-
unarandstöðunnar.
Vestur gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ 6
VÁKG10632
♦ K.
♦ ÁK108
Vestur Austur
♦ KD10987
V 987
♦ G
♦ 6
♦ G54
¥4
♦ 10974
♦ G9743
Suður
♦ Á
♦ D5
♦ ÁD86532
♦ D52
Vesturspilaramir opnuðu
ýmist á þremur eða fjórum spöð-
um. Þriggja spaða sögnin er að
mörgu leyti betri hindrun, því
þá lætur norður duga að segja
fjögur hjörtu. Við fjórum spöð-
um segir norður hiklaust fimm
hjörtu, sem sýnir þá betri spil.
Mörg pör náðu sjö hjörtum,
og einstaka AV-spilarar fómuðu
í sjö spaða, sem kosta aðeins
700. En besti tvímenningssamn-
ingurinn er auðvitað sjö grönd.
Þangað komust Valur Sigurðív-
son og Kristján Blöndal. Sagnir
gengu:
Vestur Norður Austur Suður
3spadar 4 hjörtu Pass 4 spaðar
Dobl Pass Pass Redobl
Pass 5 lauf Pa^ss ötíglar
Pass Pass 7 grönd Pass Pass
Það var mjög örlagarík
ákvörðun hjá austri að segja
ekki fjóra spaða við fjórum hjört-
um. Þar með fékk Valur í suður
tækifæri til að bjóða upp í dans
og sýna fyrirstöðu í spaða. DoU.
vesturs gaf þeim félögum einnig1*
mikilvægt tempó; Kristján pass-
aði til að fá nánari upplýsingar
um fyrirstöðu makkers, og re-
doblið sýndi fyrstu fyrirstöðu.
Fimm lauf og fimm tíglar vom
fiekari fyrirstöðusagnir og
Kristján taldi sig þar með sjá
12 slagi ömgga og þann 13. í
hillingum.
Umsjón iVlargeir <.-
Pétursson
Á New York Open-skákmót-
inu sem lauk í síðustu riku kom
þetta athyglisverða endatafl upp
í viðureign v-þýzka stórmeistar-
ans Eric Lobron, sem hafði
hvítt og átti leik, og bandaríska
alþjóðameistarans Jay Bonin.
Ef svartur getur fómað bisk-
upi sínum á hvíta frípeðið heldur
hann vafalaust jafntefli, en
Lobron tókst með snjöllum leikj-
um að hindra það og sigra: 42.
Bc7!! — Bxc7, 43. Bd5 (Kemur
biskupnum úr uppnámi með leik-
vinningi með því að hóta 44.
Bf3 mát) 43. - g5, 44. a7 -
g4+, 45. Kg2 - f4, 46. a8=D
og með drottningu fyrir aðeins
riddara og tvö peð vann Lobron
mjög auðveldlega. Sigurvegarar
á New York Open-mótinu urðu
Ungveijinn Adoijan og Banda-
rikjamaðurinn Seirawan, sem
hlutu 8 v. af 11 mögulegum. Á
mótinu tefldu 45 stórmeistarar,
sem er mesti fjöldi sem náðst
hefur saman á skákmóti, ef
Ólympíumót eru undanskilin.