Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 9
tí'Ot 1 tj/ p AQ^TV5V^T2 fWpfeJHVrCTrT5íC5Tf MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 ft 9 HUGVEKJA HIRÐIRINN eftir sr. JON RAGNARSSON „Ég er góði hirðirinn og góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina." Hirðir er starfsheiti, sem líklega er farið langt með að glata merkingu sinni í nútíma- máli. Það hefur ekki lengur jafn beina og almenna skírskotun til daglegs lífs alls þorra fólks og það hafði, þegar Kristur mælti þessi orð — eða sem það hafði í daglegu lífi flestallra íslend- inga fyrir rúmum mannsaldri. Líklega er það orðið innan- tómt orð fyrir stærstan hluta uppvaxandi kynslóðar, þó flestir skilji, ef skýrt er út — þó ekki allir. Nútímaböm alast ekki upp við hirðisstörf, nema mikill minnihluti. Læra ekki þá tegund umhyggju og ábyrgðar, sem fylgir hirðingu búfjár. Hirðir gengur ekki til verka í vinnslu- sölum frystihúsa. Hann situr ekki á skrifstofum. Skúrar ekki sjúkrahúsganga. Kemur ekki í vélasali. Hann er kannski helst að finna í yfirfærðri merkingu þó — á dagheimilum og í skól- um. Þar eru tengslin við uppruna líkingarinnar kannski gleggst í dag. Hirðir er ekki skilgetið af- kvæmi tækniumhverfis. Plast- málaðra þilja. Réttra homa og ryksuguhreinlætis. Hirðir tilheyrir annarri reynsluveröld. Annarri öld. Samt er svo stutt síðan, að hvert mannsbarn, að heita mátti, skildi skýringarlaust. Almenningur átti beina samkennd með Biblíu- fólkinu. Hversdagslíf íslendinga var í veigamiklum greinum sam- eiginlegt með áheyrendum Fjallræðunnar. Jesús sótti líkingamál sitt í nánasta umhverfi fólksins, sem hann mælti við. Hversdags- heiminn. Hann talaði til hvers- dagsfólks um grundvallaratriði í lífi manns á jörð. Þess vegna skiljum við, þegar hann talar til okkar í orði sínu. Hann höfðar til okkar í því sem hann segir, þegar við höfum yfirstigið þröskulda orðanna. Orða og hversdagsmynda, sem forðum lífguðu skilning fólksins, sem heyrði, en eru í dag farin að loka sýn að kjama máls, vegna þess að við höfum borist inn í umskapaðan heim, sem ekki þekkir sinn hirði. Það ber mal- bik í milli. Tækniheimur er ekki hirðisþurfi. Hann er sjálfvirkur. Sjálfsbætandi. Tölvustýrður í sjálfsendumýjun sinni. A malbikuðum völlum emm við dreifðar hjarðir og væntum skjóls, sem engin tækni getur búið til. Væntum þess að heyra kallað heim til húsa, sem engin verkfræði getur smíðað. Vænt- um hirðis, sem við vitum að ekki hleypur frá ábyrgð sinni. Er kristindómur þá það að afsala sér ábyrgð á sjálfum sér og láta rekast til réttar og af- henda sjálfan sig til meðhöndl- unar? Gera sjálfan sig ómyndugan búfénað? Nei — Kristur vill að við fylgj- um honum í trú. Treystum forustu hans og leiðbeiningum í lífinu — á mörkum lífs og dauða — og út yfir gröf og dauða. Hann er sá eini, sem hefur lagt það á sig okkar vegna, að ganga alla þá leið. Hann neyðir engan til fylgd- ar, en hann leitar uppi þann, sem er hrakinn og villtur og í hættu og krefst þess að mega hjálpa. Leiðbeininga til byggða — í öryggi samfélagsins, sem hann skapar. Við getum valið að hafna honum. Við getum þegið umhyggju hans, sem á sér engin takmörk. Iðnaðarhúsnæði á Akureyri til söiu Iðnlánasjóður auglýsir hér með til sölu húseignina á Fjölnisgötu 1B, Akureyri. Eign þessi er ca 582 fm að stærð með 4 m lofthæð, í góðu ástandi og til afhending- ar strax. Getur hentað margskonar starfsemi. Skriflegum tilboðum í ofangreinda eign sé skilað til Iðn- lánasjóðs, Lækjargötu 12, 5. hæð, Reykjavík, fyrir 15. maí 1987, þar sem einnig er frekari upplýsinga að leita. IÐNLÁNASJÓÐUR Lækjargötu 12, 5. hæð, Reykjavík, sími 20580. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! 62-20- 33 Opið kl. 1-4 Vesturbær I smíðum til afh. í haust 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í mjög vel staðsettu fjölbýlishúsi. Allar upplýsingar og teikn. á skrifstofu okkar. Ú FASTEIGNASALAN FJÁRFESTING HF. Tryggvagötu 26 -101 Rvk. - S: 62-20-33 Lögfraðingar: Pétur Þór Sigurðsson hdl., Jónfna Bjartihðrz hdl. „Pér er óhætt að treysta ráðgjöfum Fjárfestingarfélagsins fyrir peningunum þínum.Pað er fólk sem kann sitt fag!" Að undanförnu hefur fjöldinn allur af fólki haft samband við okkur vegna ávöxtunar á sparifé. Flestir hafa vitnað í dæmið um hana Margréti Borgarsdóttur og hvernig Fjárfestingarfélaginu tókst að skapa henni lífeyri, - fastar tekjur af peningaeign sinni. HVAÐ ER BEST? Það hafa allir heyrt um Kjarabréfin, sem hafa sérstaklega góða vexti, færri vita um Tekjubréfin, og ennþá færri gera mun á Bankabréfum, Ríkisskuldabréfum og öðr- um verðbréfum. Spurningin er bara hvert þeirra hæfi þér best. NAUÐSYNLEG AÐSTOÐ Dæmi Margrétar, og í reynd margra annarra, hefur sýnt og sannað, að ráðgjöf Fjárfestingarfélagsins er nauðsynleg fyrir venjulegt launafólk. Fólk eins og Margréti. Fólk eins og þig! FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ —----------------------------------Hafnarstræti 7 101 Reykjavík fií (91) 28566 VERÐMÆT ÞJÓNUSTA Við hjá Fjárfestingarfélaginu bjóðum ennfremur: 1. Fjárvöxtunarreikning: - fyrir þá sem eiga peninga og vilja ávaxta þá með verðbréfaviðskiptum. 2. Sparnaðar- og ávöxtunarreikning: - fyrir þá sem eiga ekki handbæra peninga, en geta lagt fyrir ákveðna upphæð reglulega. Upplýsingar um gengi Kjarabréfa og Tekju- bréfa eru gefnar í símsvara allan sólarhringinn, í síma 28506.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.