Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 ptnrijmi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ný stjórn í Finnlandi Ný stjóm hefur verið mynduð í Finnlandi undir forsæti hægri mannsins Harri Holkeri en Kalevi Sorsa, leiðtogi jafnað- armanna, hefur yfirgefíð forsæt- isráðuneytið og tekið við embætti utanríkisráðherra. Hægri flokk- urinn, Kokoomus, hefur ekki átt aðild að ríkisstjóm í Finnlandi síðan 1966. Á hinn bóginn hafa jafnaðarmenn löngum setið í ríkisstjóm Finnlands, þótt borg- araflokkamir hafi í raun haft meirihluta á finnska þinginu allt frá stríðslokum nema á ámnum 1966 til 1970. í fyrsta sinn hafa hægri og vinstri öflin í Finnlandi sameinast í ríkisstjóm. I fyrsta sinn frá því að núverandi flokka- skipan festi rætur í Finnlandi er Miðflokkurinn utan ríkisstjómar í Finnlandi. Ýmsar ástæður eru fyrir þess- um umskiptum. I fyrsta lagi felldu kjósendur þann dóm í kosningunum fyrir nokkmm vik- um, að ekki var hjá því komist að hægri menn tækju setu í ríkis- stjóm. Flokkur þeirra hefur vaxið jafnt og þétt á undanföm- um ámm. Þegar árið 1970 fékk hann fleiri atkvæði í kosningum en Miðflokkurinn og hefur síðan getað kallað sig stærsta borgara- flokkinn. Þá töpuðu jafnaðar- menn fylgi í síðustu kosningum. Kalevi Sorsa hefur tilkynnt, að hann ætli að hætta sem formað- ur flokksins. Jafnaðarmenn hafa ekki lengur sömu áhyggjur og áður af flokkum vinstra megin við sig, fínnsku kommúnista- flokkamir mega sín lítils. Kommúnistar ógna ekki jafnað- armönnum, þótt þeir taki upp samvinnu við hægri menn. Síðast en ekki síst þá gerðist það á átt- unda áratugnum, að leiðtogar hægrimanna breyttu utanríkis- stefnu flokksins og löguðu hana að svonefndri Paasikivi-Kekkon- en línu. Allir fínnsku stjóm- málaflokkamir taka mið af nálægðinni við Sovétríkin og segja, að landfræðilegar forsend- ur hljóti að setja mark sitt á hlutleysisstefnu Finna, sem gert hafa vináttusamning við Sovét- menn. Það var á formannsárum Harri Holkeri í Kokoomus (1970 til 1978), sem hægrimenn mót- uðu hina nýju utanríkisstefnu sína. Án þess hefðu þeir ekki þótt stjómhæfír og fer vel á því, að einn helsti höfundur hinnar nýju stefnu sé forsætisráðherra í samstjóminni með jafnaðar- mönnum. Miðflokkurinn eða gamli bændaflokkurinn í Finnlandi hef- ur verið að tapa fylgi á undan- fömum árum. í Finnlandi eins I ÍHI'll I I i IIMIWMI I 'IIII I'll '■ I og annars staðar hefur sú breyt- ing orðið á þjóðfélaginu, að fólk flytur úr sveitum til bæja. Borg- aralega sinnaðir lcjósendur hafa yfirgefíð Miðflokkinn, þegar þeir hafa sest að í þéttbýli og hneigst til stuðnings við hægrimenn. Urho Kekkonen er frægasti for- ingi Miðflokksins, fínnsk stjórn- mál snemst í kringum hann um langt árabil. Fyrir utan það var Miðflokkurinn þannig innréttað- ur, að hann gat starfað með flokkum jafnt til hægri og vinstri; hann var hinn dæmigerði ríkis- stjómarflokkur og minnir Framsóknarflokkurinn óneitan- Iega töluvert á hann. Ein af ástæðunum fyrir því að Mið- flokkurinn er ekki í stjóm núna eftir 40 ára aðild að ríkisstjóm- um er staða formanns flokksins, Paavo Vayrynen, fráfarandi ut- anríkisráðherra. Hann virðist ekki sjást fyrir í metnaði sínum hvorki innan eigin flokks né gagnvart öðmm flokkum eða Finnlandsforseta. Fyrir nokkmm ámm var þessi spuming lögð fyrir Svía: Hvort telur þú, að meirihluti á fínnska þinginu hafí í megindráttum ver- ið sósíalískur eða borgaralegur frá stríðslokum? 17% töldu að hann hefði verið borgaralegur, 55% að hann hefði verið sósíal- ískur en 28% sögðust ekki vita svarið. íslendingar hefðu vafa- laust svarað á sama veg. Pólitísk ímynd Finnlands út á við hefur ekki verið þannig, að menn hafí áttað sig á hinum borgaralega meirihluta á þingi landsins. Því síður er okkur ljóst, að í Finn- landi stendur einkarekstur á traustum gmnni og Finnar verða æ umsvifameiri í alþjóðlegum viðskiptum, til dæmis hefur fijálsræði í bankastarfsemi auk- ist hröðum skrefum hjá þeim á undanfömum ámm. Finnskt þjóðfélag hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Hin sögulega stjómarmyndun nú er merkilegt skref á þeirri braut; nýir póiitískir kraftar losna úr læðingi, gömlum kerfisflokkum er gefíð frí frá störfum. Á hinn bóginn er ekki hróflað við fast- mótuðum undirstöðuþáttum, svo sem í utanríkis- og öryggismál- um. í því efni hafa allir flokkar séð, að ekki verður undan því vikist að laga sig að köldum stað- reyndum. Við upphaf tilrauna til stjómarmyndunar fyrir fáeinum vikum töldu allir víst, að hægri- menn og jafnaðarmenn gætu ekki setið saman í stjórn í Finn- landi. Þar eins og hér er pólitíkin óútreiknanleg. Megindrættir kosn- ingaúrslitanna eru túlkaðir á mismun- andi veg. Sumir segja, að kjósendur hafi verið að þoka sér til hægri, aðrir, að þeir séu á leið inn á miðjuna, og hinir þriðju halda fast í þá skoðun, að úrelt sé að tala um hægri og vinstri, þetta sé allt sami grautur í sömu skál og fremur hafi verið kosið um menn en málefni. Ef litið er á þá, sem töpuðu, Sjálfstæðis- flokk og Alþýðubandalag, er að ýmsu leyti auðveldara að útskýra hið mikla fylgistap Sjálfstæðisflokksins en Alþýðubandalags- ins. Albert Guðmundsson yfírgaf D-listann í Reykjavík og stofnaði nýjan flokk, Borg- araflokk, sem bauð fram í öllum kjördæm- um og höfðaði einkum til hefðbundinna kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Er líklegt, að margir þeirra, sem lögðu Borgara- flokknum lið hafi talið sig vera að styðja sjálfstæðisstefnuna. Kvennalistinn er ekki með sama hætti klofningslisti úr Alþýðu- bandalaginu. Kvennalistakonur sögðu það raunar rakalausan þvætting fyrir kosning- ar, a,ð þær væru til vinstri í stjómmálum; lífsýn kvenna brýtur hina hefbundnu múra á milli flokka að þeirra mati. Segja má, að í kosningabaráttunni hafi sjálfstæðismenn og alþýðubandalagsmenn verið einna hefðbundnastir í málflutningi. Sjálfstæðismenn höfðuðu til þess árang- urs, sem hefur náðst í stjóm efnahagsmála síðan þeir komust í ríkisstjóm 1983. Þeir bentu á, að með því að efla einn stóran flokk til ábyrgðar kæmu menn í veg fyrir glundroða og veika stjórn, en veik stjórn væri verðbólgustjórn. Þeir háðu kosninga- baráttuna undir kjörorðinu Á réttri leið, sem var lykilsetningin á einhuga lands- fundi flokksins í byijun mars. í stuttu máli taldi Sjálfstæðisflokkurinn mestu skipta að leggja verk sín á borðið. Þegar við Alþýðubandalaginu blasti, að kjósendur væm að yfirgefa það, fóru forystumenn flokksins í gömlu skotgrafímar; þeir minntu á, að aðeins Alþýðubandalagið væri vinstri flokkur, það vildi minnka hlut íslands í vestrænu vamarsamstarfí og gera landið vamarlaust og Svavar Gests- son vitnaði hvað eftir annað í einhvem sænskan ráðgjafa, sem undraðist fjárráð íslenskra kaupmanna. Alþýðubandalagið rak kosningabaráttuna á neikvæðum for- sendum og vísaði mjög til þess, hve sumir hefðu það gott á kostnað annarra. Aðrir flokkar fóru inn á nýjar brautir. Nýjabrumið í kringum Borgaraflokkinn dugði honum best til að ná athygli kjós- enda. Framsóknarmenn leituðust við að draga alla athyglina að Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra. Þeim tókst það prýðilega, ekki síst með miklum sjón- varpsauglýsingum, sem hljóta að hafa verið í smíðum á sama 'tíma og annarra flokka menn töldu sig vera að semja um það við framsókn, að ekki yrði efnt til auglýsingaherferðar af því tagi, sem fram- sóknarmenn gerðu í Stöð 2. Kvennalistinn lét í raun mjög lítið á sér bera og var undantekningin sem sannaði þá reglu, að unnt er að auka fylgi sitt í kosningum án þess að hafa ítarlega stefnu í öllum helstu málum, auglýsa mikið eða sækjast eftir að vera í fjölmiðlaljósinu. Alþýðuflokkur- inn var næsta hefðbundinn en taldi sig nú vera að uppskera það, sem formaður hans sáði á kjörtímabilinu með 100 fundum um allt land. Er ekki vafí á því að forystu- menn Alþýðuflokksins telja fenginn rýrari en þeir ætluðu. Álþýðubandalagið var stærsti stjómar- andstöðuflokkurinn á síðasta þingi og tapaði. Alþýðuflokkurinn sópaði ekki að sér nýju fylgi með þeim hætti, að unnt sé að tala um fjöldaflótta frá ríkisstjóminni. ^ Lægstu launin Þegar forystumenn stjómmálaflokk- anria töluðu saman í sjónvarpssal kvöldið fyrir kjördag voru viðfangsefni þeirra næsta hefðbundin. Mestum hluta tímans var varið til að ræða um fjármál og efna- hagsmál. Segja má, að þeir hafí ekki farið út á neinar nýjar brautir heldur rætt um mál, sem höfðu verið á dagskrá Alþingis í vikur og mánuði; þeir gjörþekktu viðhorf hver annars til þeirra. Einna mest spenna varð í þessum hluta samtalsins, þegar Guðrún Agnarsdóttir, fulltrúi Kvennalista, beindi því til Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins og fjármála- ráðherra, hvort hann treysti sér til að lifa á lægstu taxtalaunum, 27.000 krónum. Þessi spuming er alls ekki ný í íslensk- um stjórnmálum. Menn hafa löngum velt því fyrir sér, hve há fjárhæð sé sanngjöm fyrir þá, sem lægst hafa launin. Spurning- in er þó ósanngjamari núna en oft áður í umræðum stjómmálamannanna, því að sjaldan eða aldrei hefur verið meiri sam- staða milli þeirra um að verkalýðshreyfíng- in og vinnuveitendur hafí stigið markverð skref í því skyni að auka hlut hinna lægst launuðu án þess að hinir nytu þess sem hærri hafa launin. Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri Tímans og rithöfundur, komst þannig að orði í útvarpsþætti um kosnin- gaúrslitin, að nú hefði Kvennalistinn tekið við því hlutverki Alþýðubandalagsins í kosningaáróðri að ganga upp að kjósend- um og hvísla að þeim spumingunni: Viltu ekki hærri laun? Framsóknarmenn hafa ekki hikað við að nota umræðumar um sanngjörn lægstu laun i stjómmálabaráttunni ef þeir hafa talið sig geta hagnast á því í pólitíkinni. Fræg eru ummæli Ólafs Jóhannessonar, dómsmálaráðherra og formanns Fram- sóknarflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í lok apríl 1977, þegar kjaraviðræð- ur voru á viðkvæmu stigi. Þá kastaði hann sprengju inn á samningaborðið, þegar hann lýsti því yfír að hann væri fylgjandi kröfu ASÍ um eitt hundrað þúsund króna (gamlar krónur) lágmarkslaun miðað við verðlag haustið 1976. í bók sinni Hvernig kaupin gerast á eyrinni (útg. Almenna bókafélagið) lýsir Baldur Guðlaugsson hrl. áhrifum þessarar yfirlýsingar með þessum orðum: „Ekki er minnsti vafi á því að þessi ummæli Ólafs Jóhannessonar höfðu afar óheppileg áhrif á framhald samningaum- leitana. Þau stuðluðu að því að binda verkalýðshreyfinguna fasta við sínar ítrustu kröfur, því erfitt var að slá af eft- ir að annar aðalforystumaður ríkisstjórnar- innar hafði tekið svo afdráttarlaust undir kröfurnar. Aftur á móti gekk dæmi Ólafs engan veginn upp eins og fulltrúar VSÍ bentu kurteislega á í minnispunktum sem þeir lögðu fram á fundi með ríkisstjóminni 3. maí.. Ólafur hafði tekið fram að heildar- launahækkun yrði að takmarkast við þau 5% sem spáð var að þjóðartekjur ykjust ums þótt hann lýsti sig fylgjandi kröfu ASI um eitt hundrað þúsund króna lág- markslaun. En það samsvaraði 50-60% hækkun flestra algengustu kauptaxta inn- an ASÍ.“ Samningar tókust 22. júní 1977, sól- stöðusamningamir frægu, og þá hækkuðu kauptaxtar launþega innan ÁSÍ um nær 28%, og frá upphafi til loka árs 1977 um rúmlega 60%. Er það ein mesta hækkun launa á einu ári síðan 1942. Ekki stóð á áhrifunum; böndin brustu á verðbólgunni. Ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar reyndi að hemja hana með nýjum ráðum í febrú- ar 1978, nokkmm mánuðum fyrir kosning- ar, sem háðar voru undir kjörorði Alþýðubandalagsins: Kosningar eru kjara- barátta. Þá unnu stjómarandstöðuflokk- amir Alþýðubandalag og þó einkum Alþýðuflokkur eftirminnilegan sigur. Bar- áttan við verðbólguna var ekki lengur höfuðmarkmiðið og vorið 1983 var hún komin í 130% með hroðalegum afleiðingum fyrir alla. Verða lægstu launin sett á oddinn við stjómarmyndun núna? Ætla stjórnmála- mennimir að grípa fram fyrir hendumar á þeim, sem semja á hinum almenna launa- markaði? Ýmislegt bendir til þess að Kvennalistinn telji sig hafa fengið umboð til þess. Ber að líta á baráttu fóstra, sem sagt hafa upp störfum hjá Reykjavíkur- borg, í þessu ljósi? Er 40.000 króna talan nú sama töfratalan og 100.000 fyrir rétt- um tíu árum? Sömu spurningar — Onnur svör? Þegar spurt er: Treystir þú þér til að lifa á 27.000 krónum? Og síðan vísað til þeirra, sem fá þau laun greidd fyrir vinnu sína, er málið ekki lagt fyrir með sann- gjörnum hætti. Sá sem fær 27.000 krónur greiddar í laun getur jafnvel haft svipað fé til ráðstöfunar fyrir sjálfan sig og sá, sem fær mun hærri laun en þarf til dæm- is að borga háa skatta eða bera þunga verðbólgunnar vegna lána, sem hann hefur tekið. Hvarvetna standa stjórnmálamenn frammi fyrir spumingum af þessu tagi. Alltaf hafa verið til stjórnmálaflokkar, sem lofa upp í ermina á sér og lokka kjósendur til að veita sér brautargengi á hæpnum forsendum. Svarið við spurningunni um það, hvort menn treysti sér til að lifa á 27.000 krónum felst ekki í því að segja nei og síðan hækka launataxtana. Hvar á þá að setja mörkin? Næsta mann má spyrja: Treystir þú þér til að lifa á 40.000 krónum? Eða 50.000 krónum? Spuming- amar eru alltaf þær sömu en svörin þurfa að vera önnur, ef við ætlum ekki að fara inn í sama vítahring og í kjarasamningnum 1977. Með þeim kjarasamningum, sem gerðir hafa verið undanfarin misseri, hefur tekist að skapa hér jafnvægi á vinnumarkaði, sem svipar til þess er ríkir í nágrannalönd- unum, með þeirri gleðilegu undantekningu að hér er ekkert atvinnuleysi. Verðbólga er þó enn of mikil hér og spillir fyrir af- komu okkar og veikir samkeppnisstöðuna út á við. Stöðugleikinn er forsenda þess að unnt sé að jafna bilið á milli launþega. Hvorki of stór stökk upp á við, óraunhæf loforð stjórnmálaflokka í kosningaslag né gylliboð eða yfírboð í stjórnarmyndun bæta varanlega hag okkar eða treysta undirstöður atvinnufyrirtækjanna, sem þurfa að vera öflug til að greiða sæmileg laun. Þessar staðreyndir hljóta að koma til álita hjá stjórnrhálamönnunum, þegar þeir setjast niður núna eftir helgina og halda áfram að kanna leiðir til að mynda starf- hæfan meirihluta á Alþingi. Spumingamar eru hinar sömu og svörin raunar einnig. I kosningaslagnum var þó gefíð til kynna, að þau gætu verið önnur en áður og þá einkum af þeim, sem buðu fram með því fororði, að þeir væm til þjónustu reiðubún- ir fyrir hvem þann, sem til þeirra leitaði, eða skildu, að enginn gæti lifað af 27.000 krónum og hétu að breyta því. Sjálfstæðisflokkurinn sat fremur undir ámæli fyrir það en Framsóknarflokkurinn í kosningabaráttunni að vera talsmaður þess að vilja ekki hækka laun meira en raun ber vitni. Var þó Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, í hinu orðinu gagnrýnd- ur fyrir að hafa gengið of langt til móts við kröfur opinberra starfsmanna í kjara- samningum, sem gerðir voru í miðri kosningabaráttunni. Þá situr vafalaust enn í mörgum óánægja vegna skattbyrðarinn- ar, sem á þá var lögð á síðasta ári og þeir em enn minntir á um hver mánaða- mót. Þessi óánægja hefur einnig lent á Sjálfstæðisflokknum, sem hefur ekki hop- að og lagt áherslu á ábyrgð, traust og festu — orð sem mörgum kjósendum fínnast kannski alltof hörð. Fagna þeir ekki sigri, sem notuðu orð eins og mildi, mannúð, mýkt, góðsemi, fyrirgreiðsla og þjónusta? Það þarf ekki aðeins að huga að efni svaranna við spumingunum í kosn- ingabaráttunni heldur einnig gæta vel að orðunum, sem notuð em. Framsókn í fríi Segja má, að það sé nú orðið að reglu að Sjálfstæðisflokkurinn fái alltaf ívið minna af atkvæðum í kosningum en honum er spáð samkvæmt skoðanakönnunum. 35 15. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 2. maí Morfrunblaðið/Ámi Sæberg Það er full ástæða fyrir þá, sem em í fram- boði fyrir flokkinn og stjóma kosningabar- áttu hans að velta fyrir sér, hvað valdi þessari sveiflu niður á við á síðustu stundu. Á hinn bóginn vinnur Framsóknarflokkur- inn að jafnaði á síðustu dagana ef marka má skoðanakannanir. Af stjómarflokkunum var Sjálfstæðis- flokkurinn mun meira í sviðsljósinu í kosningabaráttunni en Framsóknarflokk- urinn. Olli þar mestu stofnun Borgara- flokksins. Þá snemst kosningarnar fremur um þau málefni, sem sjálfstæðismenn stjóma í ríkisstjóminni en framsóknar- menn. Og var Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, þar í fremstu eldlínu sem fjár- málaráðherra. Á hans herðum hvíldu kjarasamningamir við opinbera starfs- menn og helsti skotspónn stjómarandstæð- inga var hallinn á ríkissjóði. Framsóknarmenn lögðu höfuðkapp á að draga athyglina frá því, hve lengi þeir hafa átt menn í ríkisstjóm eða með hvaða mál þeir hafa farið. Þeir lögðu aðeins áherslu á, að þeir ættu sjálfan Steingrím Hermannsson. í kynningu á Steingrími var annars vegar bent á, að allt væri í lagi heima fyrir, og hins vegar, að Steingrímur væri jafningi manna á borð við Mikhail Gorbachev á alþjóðavettvangi; sæti á rök- stólum með honum um stríð og frið. Framsóknarmenn hafa áður eignað sér erlenda stjómmálamenn og notað nöfn þeirra í baráttu hér, þetta mun þó í fyrsta sinn sem þeir nota leiðtoga í kommúnista- ríki með þessum hætti. Sannaðist það rækilega • í sjónvarpsauglýsingum Steingríms, að hann leit á Moskvuferð sína í byijun mars sem kosningaferðalag. Nýtt- ist það honum jafnvel betur en hundrað fundirnir hans Jóns Baldvins. Staða framsóknarmanna í skoðana- könnunum var ekki með þeim hætti að öðmm þættí beinlínis ástæða til að sækja gegn þeim í kosningabaráttunni eða hafa uppi markvissa gagnrýni á málaflokka, sem þeir hafa farið með í ríkisstjóminni. Þeir þóttu kannski ekki nógu verðugir andstæðingar og vom þess vegna í eins- konar fríi. Þegar þeir náðu sér á skrið með auglýsingaherferðinni var orðið of seint að snúast harkalega gegn þeim. Í Reykjaneskjördæmi var hafður í frammi hræðsluáróður til stuðnings Steingrími. Var jafnvel ráðið fólk á launum til að hringja til þúsunda manna og biðja þá um stuðning með því fororði, að allir hlytu að vera sammála því, að Steingrímur ætti nú annað skilið en lélega útkomu. Framsóknarmenn gerðu sér vel grein fyrir veikleikum flokks síns fyrir kosning- amar eins og fram kemur í þessum setningum frá þeim sjálfum í flokkakynn- ingu í Helgarpóstinum: „Framsóknarflokk- urinn er gamaldags kerfísflokkur, varðhundur fyrir ríkjandi ástand . . . Framsóknarflokkurinn er tækifærissinn- aður og krónískur stjórnarflokkur, fomstu- menn hans taka ráðherrastóla fram yfír hugsjónir." Gekk kynning framsóknar- manna út á að svara þessum fullyrðingum, sem þeir töldu að sjálfsögðu rangar, en flestum öðmm fínnast enn eiga við rök að styðjast. Eftir kosningar fara framsókn- armenn ekki leynt með þá skoðun, að Steingrímur hafi verið endurkjörinn í for- sætisráðherrastólinn. Heildarútkoma Framsóknarflokksins er sæmileg miðað við kosningar undanfarin ár, léleg með hliðsjón af fyrri stöðu flokks- ins en góð sé litið á skoðanakannanir. Steingrími Hermannssyni tekst að styrkja stöðu flokksins að nýju í Reykjaneskjör- dæmi en nær ekki jafn háu hlutfalli atkvæða og Jón Skaptason á sínum tíma. Enginn augljós kostur Forseta íslands er mikill vandi á höndum þegar hún tekur næstu daga ákvörðun um hveijum hún skuli veita umboð til stjómar- myndunar. í krafti embættis síns og úrslitanna gerir Steingrímur Hermannsson vafalaust kröfu til að hann fái fyrstur tækifæri til að reyna. Steingrímur og fram- sóknarmenn hafa farið háðulegum orðum um Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins, og viðræður hans við Þorstein Pálsson og aðra flokksleiðtoga undanfama daga. Sú framsóknar-rök- færsla gengur ekki upp, að það sé brot á einhveijum pólitískum siðareglum að stjómmálamenn ræði saman um stjómar- myndun, þótt fbrseti hafí ekki gefíð neinum umboð. í ástandi eins og nú ríkir hér hvílir. engin skylda frekar á forystu- mönnum flokka en að búa sig undir að mynda ríkisstjórn, hvort heldur með við- ræðum við eigin flokksmenn eða aðra. Slíkar viðræður geta auðveldað frú Vigdísi Finnbogadóttur að taka þær vandasömu ákvarðanir, sem hennar bíða. Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar var mynduð 26. maí 1983 og þá var kosið 23. apríl; sé tekið mið af því er dijúgur tími til stefnu, þótt hann líði hratt í stjóm- málunum eins og annars staðar og nýtist ekki alltaf sem skyldi. Kostimir eru mun óljósari núna en 1983, svo að ástæða er til að búast við því að stjómmálamenn þurfí langan umþóttunartíma og mál kunni að taka aðra stefnu en ætla má á þessu stigi. „Verða lægstu launin sett á odd- inn við stjórnar- myndun núna? Ætla stjórnmála- mennirnir að grípa fram fyrir hendurnar á þeim, sem semja á hinum almenna launamarkaði? Ymislegt bendir til þess að Kvennalistinn telji sig hafa fengið umboð til þess. Ber að líta á baráttu fóstra, sem sagt hafa upp störfum hjá Reykj avíkurborg, í þessu ljósi? Er 40.000 króna tal- an nú sama töfra- talan og 100.000 fyrir réttum tíu árum?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.