Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 SLÁTRARINN FRÁ LYON kunni að hafa leynzt í röðum þeirra, en álíta óþarft að leita að þeim. Margir hafi verið lausmálgir og óvarkárir, Gestapo kunni að hafa Jaumað spæjurum inn í samtökin og pyntingar neytt einhveija til að tala. „En leiðtogamir voru hafnir yfír allan grun,“ að sögn eins þeirra, Jacques Chaban-Delmas, síðar for- sætisráðherra. Nýlega lézt René Hardy, um- deildur andspymumaður sem stjómaði spellvirkjum á jámbraut- um, í sárri fátækt. Hann var tvívegis dreginn fyrir rétt eftir stríð, ákærður fyrir að hafa svikið Moulin í hendur Barbies. Barbie handtók Hardy rétt áður en Moulin var grip- inn á leynifundinum, en sleppti honum. Hardy var á fundinum, en komst einn undan. Hardy var sagð- ur hafa svikið Moulin, þar sem iloulin hefði verið laumukommún- isti og unnið að valdatöku kommún- ista. Hardy var sýknaður í bæði skiptin, en vafi hefur alltaf leikið á hlutverki hans. Barbie mun halda því fram að Hardy hafi verið aðeins einn þeirra manna, sem hafí svikið Moulin. „Martröð"? Verges heldur því fram að engin opinber rannsókn hafi farið fram á dauða Moulins, þar sem Frakkar f\?afi átt erfitt með að horfast í augu við sannleikann. Hann segir að Barbie muni skýra frá því að Moul- in hafi svipt sig lífi með því að beija höfðinu utan í vegg þegar hann hafði komizt að því að hann hafi verið umkringdur svikurum. Barbie mun neita því að hafa vitað nokkuð um útrýmingarstefnu Hitlers eða borið nokkra ábyrgð í þeim málum, sem tekin verða fyrir, og nota tækifærið til að setja fram ósannanlegar ásakanir gegn óvin- um sínum úr andspymuhreyfing- unni. Verges virðist vilja gera mál Barbies að martröð fyrir Frakka með óþægilegum uppljóstrunum og segir: „Þeir geta ekki þaggað niður í mér.“ Með því að leiða Barbie fyrir Barbie við gröf fólaga sfns f Bólivíu: „alltaf sami gamli nazistinn". Barbie færeður í fangelsið í La Paz: vildarvinur herforingja , w * SJ ms « > —»- WméuL; s K Jhi' rétt telur Verges að Frakkar bijóti reglur um að lög megi ekki vera afturvirk. Hann heldur því fram að reynt sé vísvitandi að hafa áhrif á almenningsálitið með sýningu tveggja sjónvarpskvikmynda, sem séu fjandsamlegar Barbie. “Hér hefur ekki verið unnið að undirbún- ingi réttarhalda, heldur aftöku án dóms og laga,“ segir hann. Menn eins og Raymond Barre fv. forsætisráðherra hafa látið í í ljós ugg um að réttarhöldin geti orðið til þess eins að ýfa upp gömul sár, einkum vegna umræðna, sem þau hafa komið af stað um það hve margir Frakkar hafi í raun og veru unnið með Þjóðveijum. Blaðið „Le Figaro“ sagði nýlega „Málið gegn Barbie má ekki verða til þess að Frakkar skiptist í öndverðar fylk- ingar.“ Sækjendumir í réttarhöldunum verða í engum vandræðum þrátt fyrir ásakanir Vergesar. Fyrir liggja næg sönnunargögn er gefa til kynna að Barbie hafi verið of- stækisfullur nazisti og miskunnar- laust ofsótt Gyðinga og franska andspymumenn. Til að afmarka málið munu frönsk dómsyfirvöld einbeita sér að §ómm tilteknum „glæpum gegn mannkyninu". Hér er um að ræða handtökur og pyntingar 25 fullorð- inna Gyðinga, nauðungarflutninga 84 Gyðinga til útrýmingabúða í Þýzkalandi, handtökur Gyðinga- bamanna í Izieu og sendingu síðustu fangalestarinnar, með 300 Gyðingum og 300 andspymumönn- um, frá Lyon áður en Þjóðveijar flýðu þaðan 3.sepember 1944. Undirskrift Barbies er að finna á skipunum um handtökur og nauð- ungarflutninga og tilkynningum til yfirmanna hans í SS og Gestapo. „Árásin á Isieu“ er líklega skugga- legasta málið, sem tekið verður fyrir, en einnig verður átakanlegt að hlýða á mál ýmissa einstaklinga. Til dæmis mun 86 ára gömul kona, Lise Lesevre, lýsa því hvemig Barbie og menn hans pyntuðu hana í 19 daga samfleytt og styðjast við dagbók, sem henni tókst að setja saman í fangelsinu, Aðrir munu lýsa því hvemig foreldrar þeirra vom dregnir út af heimilunum og send í útrýmingarbúðir að skipun Barbies. Serge Klarsfeld, sem kemur fram fyrir hönd 70 Gyðinga og samtaka, viðurkennir að sælq'endumir eigi erfítt verk fyrir höndum, þar sem flestir glæpir Barbies em fymdir og hann er aðeins ákærður fyrir „glæpi gegn mannkyninu". En hann segir um þá hótun Vergesar að snúa réttarhöldunum upp í árás á andspymuhreyfínguna: „Aðrir kunna að hafa áhyggjur, en ekki ég.“ Lítill vafi er á því að Barbie fái lífstíðardóm. GH * Islensku barnabókaverðlaunin: Verðlaunabókin kemur út í maí UM ÞESSAR mundir vinnur dómnefnd á vegum Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka að því að velja verðlaunahandrit til útgáfu í kjölfar samkeppni sem sjóðurinn efndi til á síðasta ári. íslensku fyjtrnabókaverðlaunin eru nú veitt í annað sinn, en í fyrra hlaut Guðmundur Ólafsson verðlaunin fyrir bók sína, Emil og Skundi, sem Vaka-Helga gaf út. Búist er við að niðurstaða dómnefndar liggi fljót- lega fyrir og er stefnt að því að verðlaunabókin komi á markað um miðjan maí. Alls bárust um 30 han Verðlaunasjóður íslenskra bama- bóka var stofnaður 1985 í tilefni af 70 ára afmæli bamabókahöfund- arins Ármanns Kr. Einarssonar. Lögðu fjölskyldaÁrmanns og Bóka- útgáfan Vaka fram stofnfé sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir böm og unglinga og stuðla jafnframt að auknu framboði íslensks lesefnis fyrir áðumefnda aldurshópa á öðr- um tíma árs en fyrir jól. Höfundur besta handritsins að mati dómnefndar hlýtur 50.000 króna verðlaun að viðbættum höf- undarlaunum samkvæmt samningi Rithöfundasambands Islands og Félags íslenskra bókaútgefenda. • Stjóm Verðlaunasjóðs íslenskra bamabóka skipa þau Ármann Kr. it í samkeppnina að þessu sinni. Einarsson, rithöfundur, Ólafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-Helga- fells, og dr. Sigrún Klara Hannes- dóttir, lektor. I dómnefnd sjóðsins sitja þau Hildur Hermóðsdóttir, bókmenntafræðingur og gagnrýn- andi, Ragnar Gíslason, útgáfustjóri og Halldóra R. Tryggvadóttir, nem- andi í Grunnskólanum í Þorláks- höfn, sem að þessu sinni er fulltrúi lesenda bama- og unglingabóka, en grunnskólar landsins tilnefna fulltrúa í dómnefndina til skiptis. Islensku bamabókaverðlaunin verða veitt sama dag og bókin kem- ur út um miðjan maí. Vaka-Helga- fell gefur bókina út í kiljuformi með það fyrir augum að hægt verði að stilla verði hennar í hóf. Sljórn Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka og dómnefnd sjóðsins að störfum, talið frá vinstri: dr. Sigr- ún Klara Hannesdóttir, lektor, Ármann Kr. Einarsson, rithöfundur, Hildur Hermóðsdóttir, bókmennta- fræðingur, Halldóra R. Tryggvadóttir, nemandi í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, sem var fulltrúi grunnskólanemenda í dómnefnd sjóðsins, Ragnar Gislason, útgáfustjóri, og Ólafur Ragnarsson, for- stjóri Vöku-Helgafells.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.