Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 39 3C A DROTUNS 'Wfil Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Séra Svavar A. Jónsson 'i/hdf4/U_ ií* AMP ►*>/, a vorv froM, cwr vronfrop-1 Sjónvarpskirkja safnaðarkirlga Það, sem hér fer á eftir, er úrdráttur úr grein eftir William F. Fore, aðstoðarframkvæmda- stjóra NCCC í Bandaríkjunum; National Council of the Churc- hes of Christ. Skoðanakannanir hafa sýnt að rúmlega tveir af hverjum hundrað íbúum í Bandaríkjunum horfa á trúarlegt sjónvarpsefni a.m.k. í eina klukkustund á viku. Flest þeirra hafa þegar tekið ákveðna afstöðu til trúarinnar og líta því á boðskap prédikana sem hvatn- ingu til öflugri trúar frekar en boðun um afstöðu. Skoðanakann- anir hafa líka sýnt að sjónvarps- þættimir keppa ekki nema þá að óverulegu leyti við hefðbundnu kirkjudeildimar um athygli og þátttöku fólks „Kirkjusókn" í nýju formi Hvaða reynzlu öðlast fólk við að horfa á sjónvarpsguðsþjón- ustumar? Hvað fínnst því um þetta nýja form á „kirkjusókn"? Þessum spumingum er ekki auð- svarað, en ég fékk nokkra hugmynd um svörin í bréfum, sem mér bárust sem svör við grein, sem ég skrifaði um þetta. Ég fékk miklu fleiri svör en ég hafði vænzt. Tveir þriðju hlutar þeirra, sem svöruðu, vom konur, á aldrinum 15 til 90 ára. Flestar sögðust vera endurfæddar kristn- ar konur. Það var einkum þrennt sem einkenndi flest bréfín. Gleði yfir uppörvun- inni í bréfunum kom fram að áhorf- endur höfðu eignazt persónuleg tengsl við Jesúm Krist með því að horfa á þættina. „Oral Roberts hefur margsinnis gjörbreytt deg- inum til hins betra þegar ég hef verið niðurdregin," skrifar ein konan. „Og hann svarar bréfun- um, sem ég sendi honum." Við brosum kannski í kampinn, sem vitum hvemig hvemig slíkum Biblíulestur vikunnar Fólk hefur óskað eftir því við okkur að við tækjum aftur að birta þiblíulesskrá vikunnar. Það gerum. við með gleði og jbjðjum Guð að blessa okkar daglega lestur. Fyrir þessa viku velj- um við ritningarstaði um stjómun og teljum það vel falla að umræðuefni vi- kunnar, sem hæst ber manna á meðal. Sunnudagur Jesaja 32.4-5 Mánudagur Prédikarinn 9.16-17 Þriðjudagur Matt. 5.3-12 Miðvikudagur Matt. 5.13-16 FimmtudagurJes. 65.17-23 Föstudagur Orðskv. 21.1-7 Laugardagur Matt. 22.24-27 bréfum er svarað með fjölrituðum bréfum, sem em send út í stómm stíl. En hvaða rétt höfum við til að efast um að Oral Roberts hafí orðið þessari konu til mikillar hjálpar? Reiði yf ir dómhör- kunni Annað, sem gekk eins og rauð- vissulega óróa, að sjónvarpskirkj- an, sem oft býður fram vafasama og jafnvel skaðlega leiðsögn, sýni þó rækilega fram á þær þarfir, sem bærast í bijósti fólks. Ef bréf- ritarar mfnir hafa rétt fyrir sér vita prédikarar stóm kirkjudeild- anna oft og einatt ekki hvers fólkið, sem sækir guðsþjónustur þeirra, er f rauninni að leita að. ... ekkimeðþvíað 6gna efnahaghennar eða kirkjuaókn, heldur meðþvíaðbvetja tilnýrra vinnu- bragða, sem meta meira þarfir fólksins, sem leitar trúarreynslu. ur þráður gegnum bréfín, vom viðbrögð við þeirri umfjöllun, sem ýmis efni fengu í sjónvarpsþáttun- um, kynhverfa, fóstureyðingar, sóðalegt sjónvarpsefni og kom- múnismi. Umfjöllun þáttanna vakti reiði sjónvarpsáhorfenda, sem sögðu að þau hefðu talið þjóð- ina eiga náð Guðs fram að þessu, en eftir að sértrúarflokkamir urðu öflugri væri eins og náð Guðs væri að hverfa og þjóðin nyti ekki lengur blessunar Guðs. Reiði yfir umtali um safnaðarkirkjurnar En það, sem vakti mesta reiði bréfritaranna, var sú umQöllun, sem safnaðarkirkjumar og préd- ikarar þeirra fengu. í þáttunum var talað um prédikara safnaðar- kirknanna sem þurrlega, óvin- gjamlega, kuldalega og óbiblfu- lega, fólk, sem hefði ekki hlotið blessun andans og væri dautt eða alveg að deyja. „Margir þessara harðflibbapresta leggja ekkert á sig til að hjálpa fólki eftir að hafa flutt því prédikun sína og kvatt það við kirkjudymar." „Þegar ég þarfnaðist Krists fékk ég ekki annað en tal um þjóðfélagsmál og safnaðarmál en ekki orð um Jesúm. Fólk vill sannleika, hjálp- ræði og vissu." Sumir skrifuðu þó að sjónvarpskirkjumar hefðu gert meira gagn en allar hinar andlausu og leiðinlegu kirkjur út um allan heiminn og að sjónvarps- þættimir værtu betri en nokkrar kirkjur. Veikleiki safn- aðarkirknanna Sumir bréfritaranna snemst til vamar safnaðarkirkjum sínum, sem þau sögðust sækja reglulega jafnframt því sem þau horfðu á sjónvarpsguðsþjónustumar. En flest skrifuðu að safnaðarkirkj- umar kæmu einfaldlega ekki til móts við það, sem fólk þarfnað- ist. Þess vegna hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, sem vekur þó Safnaðarkirkjan en ekkisjón- varpskirkjan kemur til móts við þarfir fálks fyrir samfélag, samtal, þátttöku og öryggis- kennd. En það krefst náins og langvarandi samstarfs fólksins sjálfs. Það, sem bærist í brjóstinu Fólkið, sem sækir safnaðar- kirkjuna sína, væntir einfaldlega þess að vera viðurkennt sem kirkjufólk, að finna að þess sé þörf, að það fái að búa í skiljanleg- um heimi, að það séu verðmæt, að það eigi öryggi (umhverfi sínu. Og það, sem veldur því áhyggjum, er einmitt það, sem stóm kirkju- deildimar telja mikilvægt að fjalla um: Stríð og frið, niðurlægingu kynlífsins, óréttlæti í stjómmálum og efnahagsvaldi, hvemig eigi að búa við gagnlegt starf og góðar tómstundir, hvemig þjóðfélagið geti leyft margs konar sjónarmið- um að koma fram og hvemig samskipti fólks geti verið inni- haldsrík. Svör sjónvarps- kirkjunnar í sjónvarpskirkjunni er mikið talað um svör við þessum óskum. En það er annað mál hvemig þau svör em. Sjónvarpsþættimir em yfírfullir af boðskap, sem er hálf- ur sannleikur og hefur ranga stefnu. Það er t.d. mikið talað um „tæknina til þess að ná góðum árangri ( lífínu". Næstum allir vinsælustu þættimir flytja viðtöl við fólk, sem hefur komizt langt, söngvara og fólk úr viðskiptalíf- inu, sem lýsir því hvað allt gekk illa þangað til það opnaði líf sitt fyrir Guði. „En nú er allt svo yndislegt. Lof sé Guði.“ Boðskap- urinn er einfaldur Trúðu á Guð og þá verður allt líka yndislegt hjá þér, heilsan, efnahagurinn og allt, sem þú þráir. En þegar þau, sem hafa tekið á móti þessari trú, verða að horfast í augu við það að heilsan er nú ekki góð, þau em ekki rík eða heppin, þýðir ekki að ásaka Guð. Þá fara þau að ásaka sjálf sig og svo sökkva þau enn dýpra ofan í vantrúna á sjálfum sér. Onnur tækni, sem allir helztu prédikaramir í sjónvarpsþáttun- um nota, er: „Gefðu til að fá aftur." Boðskapurinn er þessi: Ef þú gefur Guði, gefur honum raun- vemlega, þá gefur guð þér það aftur og það ríflega. Og svo er sagt: Þú segist ekki hafa fengið endurgoldið. Þá er það vegna þess að þú hefur ekki gefíð nóg. Og svo verður úr þessu „himneskt happdrætti", sem fólk fær meira að segja lánaða peninga til að taka þátt í. Það styður prédikar- ana með fjárframlögum í von um að hreppa vinning, en auðvitað verða þau sem tapa fleiri en þau sem vinna, eins og ( öllu happ- drætti. Allir geta tapað nema prédikaramir, sem aldrei tapa. Skyldi sjónvarpskirkja tnka við af safnaðarkirkjunni? Skoðanakannanir i Banda- ríkjunum hafa sýnt að svo muni ekki verða. En sjón- varpskirkjan ögrarsafnað- arkirkjunni... Svör hefðbundnu kirkjudeildanna En hvemig geta hefðbundnu kirkjudeildimar mætt vonum fólksins og boðið fram lausnir, sem endast lengur? Sem betur fer eiga þær aðra möguleika en sjón- varpskirkjumar. Það em einstakir möguleikar, sem ná út um allt land og em byggðir á traustum biblíulegum gmnni. Það em safn- aðarkirkjumar. Ef safnaðarkirkj- umar í Ameríku fæm að taka þarfir bandarísku þjóðarinnar jafn alvarlega og sjónvarpskirkjan og mæta þessum þörfum með biblíu- legum ráðum gætum við fengið að sjá endurlífgun, sem væri ein- stök í sögunni. Til þess þurfum við að tileinka okkur ný guðsþjónustuform, nýj- an stíl ( safnaðarlífinu, nýjar aðferðir í samskiptum. En safnað- arkirkjan sjálf á lykilinn að þessum breytingum. Þetta krefst aðeins náins og langvarandi sam- starfs fólksins sjálfs. Fagnaðarer- indið getur ekki komið til móts við þarfir fólksins fyrir viðurkenn- ingu, þátttöku, öryggiskennd, vöxt og hjálpræði nema fólkið vilji sjálft starfa saman ( nánum per- sónulegum tengslum í langan tíma. Þýðing safnaðarins Það er þetta sem söfnuðurinn þýðir. Þótt við verðum kannski að gera okkur nýja grein fyrir því hvemig söfnuðurinn starfar ( fló- knu sambandi hans við þjóðfélagið þá eru grundvallarsjónarmiðin í samskiptum og sameiningu þau sömu og fyrr. Það samfélag, sem við fáum í einveru í stofunni heima hjá okkur með því að horfa á sjón- ; varpsþættina, kemur ekki í stað þessa samfélags. Þótt safnaðar- kirkjan hafí kannski látið litast um of af ýmsum menningar- straumum, þótt hún sé stundum þurrleg og lítið spennandi, er hún samt staðurinn, þar sem fólk get- ur hitzt og unnið saman að hjálpræði sínu. Sjónvarpskirkjan ögrar safnaðarkirkjunni. Ekki með því að ógna efnahag hennar eða þátttöku í guðsþjónustunum, heldur með því að hvetja safnað- arkirkjuna til að mynda sér nýjar skoðanir á þörfum fólksins ( söfn- uðinum. Þörfum fólksins, sem leitar að trúarreynzlu, sem gefur lífí þess fyllin gu. Þörfum fólks- ins, sem ella myndi leita leiðsagn- ar hjá yfirborðslegri og innihalds- lausri sjónvarpskirkju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.