Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 + Kjamavetur eða kjamahaust? VfgindS Sverrir Ólafsson A undanfömum mánuðum hefur nokkuð borið á efasemdum um það að hugmyndin um kjarnavetur geti verið á rokum reist. Gagnrýnin hef- ur hvorutveggja í senn verið vísindalegs og stjómmálalegs eðlis og umræðumar hafa stundum verið með þeim hætti sem á lítið skylt við heiðarlega og yfirvegaða athug- un á staðreyndum. Hugmyndin um kjamavetur kom fyrst fram árið 1983 og var form- lega kynnt í grein sem birtist 23. desember það ár í tímaritinu Science. Höfundar greinarinnar vom vísindamennimir Turco, Toon, Ackerman, Pollack og Sagan. Verk þeirra er gjaman einkennt með upphafsstöfum höfundanna og nefnt TTAPS-skýrslan eða einfald- lega TTAPS. Síðan hugmyndin um kjamavet- ur var sett fram hafa margvíslegar líkanrannsóknir verið framkvæmd- ar á hugsanlegum áhrifum kjama- styijaldar á veðurfar jarðarinnar. Á ýmsan hátt er því meira vitað um fyrirbærið í dag, en þó er langt frá því að vísindamenn séu sammála um niðurstöðumar. í fyrstu viku desembermánaðar var haldin í London alþjóðleg ráð- stefna þar sem rædd vom ýmisleg atriði er varða hugmyndina um kjamavetur. Ráðstefnan var skipu- lögð af samtökunum The British Association for the Advancement of Science. Á ráðstefnunni vom nýlegar athuganir ræddar og niður- stöður þeirra bomar saman. Umfangsmesta rannsóknin var framkvæmd af starfshóp 300 vísindamanna frá 30 löndum. Sam- vinna þeirra var skipulögð af SCOPE (Scientific Committee on Problems of the Environment). Nið- urstöður rannsóknarinnar vom birtar fyrir ári en þær sögðu fyrir um hitastigslækkun um allan heim sem gæti orðið allt að því 30 gráð- ur Celsíus og varað í margar vikur. Síðasta umfangsmikla athugun á kjamavetrinum var framkvæmd af Stephen Schneider og Stanley Thompson við National Centre for Atmospheric Research (NCAR) í Bandaríkjunum. Niðurstöður þess- arar athugunar hafa enn ekki verið birtar í vísindatímariti, en fyrir skömmu skrifuðu Schneider og Thomson stutta grein um málið sem var birt í bandaríska tímaritinu Foreign Affairs. Niðurstöður þeirra em að hita- stigslækkun á meginlöndum geti orðið 10—15 gráður Celsíus, en mörgum gráðum minni við strendur og að hún geti varað allt á bilinu frá einum degi til eins mánaðar. Bæði SCOPE og NCAR gera ráð fyrir verulega miklu minni hita- stigslækkun en TTAPS-athugunin. Ástæðumar fyrir þessum mikla mismun á milli einstakra athugana em fyrst og fremst þær að lítið er vitað um magn og Ijósfræðilega -10 -20 -30 FROSTMARK Meðalhitastigslækkun fyrir 30»- 50»N ; NCAR 180 milljón tonn af reyk Meðalhitastigslækkun á norðurhveli; TTAPS. Miðað við 225 milljón tonn af reyk. 10 20 DAGAR EFTIR STRÍÐ 30 eiginleika þess reyks og ryks sem myndast við bmna borga, iðnaðar- svæða og skóglendis. Eins er ekki vitað hversu hátt reykurinn rís upp í andrúmsloftið, en rishæð hans ræður miklu um það hversu lengi hann dvelur í lofthjúpnum. Schneider og Thompson gera ráð fyrir því að 180 milljón tonn af reyk þyrlist upp í andrúmsloftið og að meðal rishæð hans verði ekki nema 3,8 kflómetrar. Þeir gera einnig ráð fyrir því að þremur fjórðu hlutum þessa reyks slái niður sem svörtu regni á fyrstu þijátíu dögum eftir stríð. Þetta dregur mjög úr hörku kjamavetrarins. Ef styijöldin ætti sér stað í júlímánuði gera þeir ráð fyrir 12 gráðu hitastigslækkun um mitt norðurhvel jarðarinnar, viku eftir stríð. Þeir taka hins veg- ar fram að miklar staðbundnar hitasveiflur geti átt sér stað. Andstætt TTAPS taka SCOPE og NCAR tillit til temprandi áhrifa hafsins en slflct eykur hitastigið við strendur all vemlega. TTAPS gerðu ráð fyrir 5,7 kfló- metra meðal rishæð reyks, en SCOPE ætlaði sömu hæð 10 kfló- metra. Sá hluti reyksins sem kemst upp fyrir veðrahvolfíð getur dvalið mánuðum saman í lofthjúpnum og lengt því kjamaveturinn. Bæði höfundum TTAPS- og SCOPE-athugunarinnar hefur verið ljost frá upphafí að mikillar óvissu gætir í öllum athugunum er varða fyrirbærið kjamavetur. Mismun- andi líkön leiða því til mjög mismunandi niðurstaðna. Sir Frede- rick Wamer, forstöðumaður SCOPE, sagði á ráðstefnunni að niðurstöður NCAR væm innan þeirra óvissumarka sem SCOPE gerði ráð fyrir. Langflestir vísindamenn sem við- riðnir em rannsóknir á fyrirbærinu kjamavetur em sannfærðir um að kjamastyijöld mun leiða til kólnun- ar, sem hugsanlega gæti orðið all vemleg. Nær allir telja þó að kóln- unin verði minni en TTAPS-rann- sóknin sagði fyrir um og því hafa sumir freistast til að kalla fyrirbær- ið „kjamahaust". Sú reynsla sem við höfum af umfangsmiklum skógareldum og eldgosum getur veitt mikilvæga aðstoð til að átta sig betur á hugs- anlegum afleiðingum kjamastríðs. Á ráðstefriunni í London var tveggja slíkra fyrirbæra getið. Árið 1915 brann 140.000 ferkfló- metra svæði skóglendis í Síberíu og talið er að við það hafí 20—40 Carl Sagan var meðal þeirra fyrstu sem sögðu að eftirköstin yrðu verri en sprengingin sjálf. milljón tonn af reyk þyrlast upp I lofthjúpinn. Erfítt er að áætla ris- hæð reyksins, en víst má telja að hún hefur ekki verið jafn há og ef um bmna borga hefði verið að ræða. Einnig verður að taka tillit til þess að eiginleikar þess reyks sem mynd- ast við skógarelda em aðrir en reyks sem myndast við bmna borga og iðnaðarsvæða. Sá síðamefndi er langtum sótríkari og gleypir því meiri hita en skógareldurinn. Samtíma heimildir herma að hita- stig á ákveðnum svæðum í Síberíu hafí lækkað um 5—15 gráður á Celsíus í allt að því 10—30 daga. Annað þekkt dæmi er eldgosið í Tambora á Indónesíu árið 1815. Árið eftir lækkaði meðalhitastig á norðurhveli jarðar um tæpa eina gráðu og veður sýndi af sér ýmis sérkennileg frávik, s.s. snjókomu á Nýja-Englandi í júnfmánuði. Árið 1816 hefur því stundum verið kallað sumarlausa árið. Á ýmsan hátt er það ekkert meginmál hvort veðurfar að kjama- stríði loknu líkist vetri eða hausti. Hitastigslækkun um einungis örfá- ar gráður að vori til, gæti auðveld- lega gjöreyðilagt uppskeru ákveðinna landbúnaðarhéraða. í löndum eins og Indlandi og víðar, gæti slíkt leitt til mjög alvarlegrar hungursneyðar. Vegna óvissunnar telja margar þjóðir mikilvægt að halda áfram rannsóknum á áhrifum kjamastríðs á veðurfar jarðarinnar. Nýsjálend- ingar hafa til að mynda eitt hluta af því skaðabótafé sem þeir fengu frá Frökkum fyrir að sökkva Rain- bow Warrior til þessara rannsókna. Aðal áhugamál þeirra er að leita eftir mögulegum leiðum til að gera stöðu þeirra og annarra þjóða í Suður-Kyrrahafí lífvænlega að kjamorkustyrjöld lokinni. Bandaríska vamarmálaráðu- neytið, NASA og fleiri opinberar stoftianir í Bandaríkjunum ásamt 15 háskólum hafa ákveðið að eyða 5,5 milljónum dollara í rannsóknir á kjamavetri. Meginatriði þessara rannsókna er að athuga ýmsa þætti sem á afgerandi hátt hafa áhrif á ónákvæmni þeirra niðurstaðna sem þegar liggja fyrir. Hér er m.a. um Geta athuganir á skógareldum kennt okkur eitthvað um kjamavetur?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.