Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
47
+ , _
Utflutningur á þorskfésum
getur skilað 100 milljónum
TIL skamms tíma hefur lítið ver- vélar hafa hins vegar opnast ónir króna.
ið flutt út af þorskgellum og möguleikar á því selja a.m.k. Mest hafa þorskfés verið flutt
kinnfiski frá íslandi. Með til- 2.000 tonn á ári og yrði útflutn- út til Portúgals, aðallega söltuð.
komu KVIKK 205 hausklofnings- ingsverðmæti vel yfir 100 millj- Það er Kvikk sf. sem fann upp
hausklofningsvélina. í frétt frá fyr-
irtækinu segir að vélin hafi verið í
stöðugum tilraunum og þróun
síðastliðinn 5-6 ár. Þessu verki er
nú lokið og er vélin framleidd hjá
Baader-þjónustunni á íslandi sam-
kvæmt framleiðslusamningi við
Kvikk sf. Einkaleyfi hafa verið gef-
in út víðast hvar í heiminum.
Margar vélar hafa verið seldar til
Kanada, Englands, Færeyja og
Danmerkur, auk þess eru 20 vélar
í notkun hér á landi. Áætlað er að
hafa til sölu allt að 20 vélar á þessu
ári, en þar af eru 10 þegar seldar.
Hausklofningsvélin klýfur þorsk-
hausa, fjarlægir tálknin og haus-
beinið, þannig að eftir verða
samhangandi gella og kinnþr.
Þorskhausinn er um 25% af slægð-
um þorski. Kvikk 205 eykur heildar-
nýtingu um allt að 13%.
Sigurður Skúlason í hlutverki
sínu í „Eru tígrisdýr í Kongó“.
Breyting á
hlutverka-
skipan í
„Eru tígris-
dýr í Kongó“
ÞÆR BREYTINGAR verða á
* hlutverkaskipan í leikritinu „Eru
tígrisdýr í Kongó“, sem Alþýðu-
leikhúsið sýnir í veitingahúsinu
Kvosinni, að Sigurður Skúlason
tekur við hlutverki Viðars
Eggertssonar, en Viðar er á för-
um með Egg-leikhúsið á leiklist-
arhátíð í Brighton i Englandi.
Sýningin á „Eru tígrisdýr í
Kongó" er fyrsta tilraun hér á landi
til að starfrækja hádegisleikhús,
þessi nýjung hefur mælst vel fyrir
og uppselt hefur verið á flestar
sýningar til þessa.
Miðaverð er krónur 750 en inni-
falið í því er léttur hádegisverður
og kaffí.
Sýningar eru í veitingahúsinu
Kvosinni og hefjast kl. 12.00 virka
daga en um helgar kl. 13.00. Leik-
stjóri sýningarinnar er Inga Bjama-
son.
MALLORKA
Royal Playa
dePalma
Gistislaður í sérflokki.
Ferftasknfilola, Hallveigarstfg 1 slmar 28388 og 28580