Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 106. tbl. 75. árg.__________________________________MIÐVIKUDÁGUR 13. MAÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Malta: Ný ríkisstjóm sest að völdum Valetta, Möltu, Reuter. EDWARD Fenech Adami, leiðtogi Þjóðernisflokksins, sór í gær embættiseið forsætisráðherra Möltu. Flokkur hans vann sigur í þing- kosningum á laugardag og var þar með bundinn endi á 16 ára stjórn Verkamannaflokksins. Þjóðemisflokkurinn sem er hægrisinnaður hlaut 50,57 prósent atkvæða og játaði Carmelo Mifsud Bonnici, leiðtogi Verkamanna- flokksins og fyrrum forsætisráð- herra, ósigur snemma í gær er úrslitin lágu fyrir. „Beitið ekki of- beldi og látið ekki etja ykkur til óhæfuverka," sagði Bonnici í ávarpi til stuðningsmanna sinna en átök og róstur hafa löngum sett svip sinn á kosningar á Möltu. Adami forsætisráðherra hvatti til einingar og þjóðarsáttar í ávarpi sínu og boðaði bætt samskipti við ríki Evr- ópu og Bandaríkin. Mikil gleði ríkti meðal stuðnings- manna Þjóðemisflokksins. Þegar úrslitin lágu fyrir flykktust þeir út á götur og torg. Vom veggspjöld á vegum Verkamannaflokksins rifin niður þar sem til þeirra náðist og réðist lýðurinn að einni skrifstofu Vopnasölumálið: Milljónir dalaá rangan reikning Washington, Reuter. TÍU milljóna dala greiðsla frá soldáninum í Brunei til kontra-skæruliða í Nicaragua var lögð inn á rangan reikn- ing í banka i Sviss. Eigandi reikningsins tók peningana út og hefur bankinn höfðað mál gegn honum, að sögn Daniels Inouye, annars for- manns þingnefndanna sem stjórna vitnaleiðslum í vopna- sölumálinu. í skýrslu Tower-nefndarinn- ar, sem rannsakaði vopnasölu Bandaríkjastjómar til írans, er þess getið að Oliver North ofursti hafi látið soldáninum í Bmnei í té númer á leynilegum bankareikningi í Sviss. í gegn- um þann reikning mnnu leyni- legar greiðslur til skæmliða en nefndinni tókst ekki að gera grein fyrir hvað orðið hefði af greiðslunum frá Brunei. „Við vitum nú að tíu milljónir dala vom lagðar inn á reikning í eigu einstaklings hjá Credit Suisse- bankanum og að eigandinn tók greiðslumar út,“ sagði Inouye. Lát hann þess ennfremur getið að ekki væri enn ljóst hvort North ofursti hefði ruglast á reikningsnúmemm eða hvort mistökin hefðu átt sér stað í bankanum. Sjá cinnig „Viðurkennir fjárútvegun ...“ á bls. 24. Verkamannaflokksins og herma fréttir að 30 manns hafi slasast í þeim átökum. Bflstjórar þeyttu hom sín af krafti og púðurkerlingar spmngu í síbylju. Þúsundir stuðn- ingsmanna Adamis fögnuðu ákaft eftir að hann hafði svarið embætti- seiðinn. Búist er við að hann til- kynni um skipan ríkisstjómar sinnar í dag, miðvikudag. Sjá einnig „Batt enda á . . .“ á bls. 25. Stuðningsmenn Þjóðernisflokksins á Möltu fagna sigri. Reuter Langdrægar kjarnorkuflaugar risaveldanna: Sovétmenn selja geim- vamir á oddinn að nýju Moskvu, Róm. Reuter. SOVÉTSTJORNIN hyggst leggja fram drög að samkomulagi um lang- drægar lgarnorkuflaugar þar sem ennfremur verður kveðið á um bann við því að komið verði fyrir vopnum í geimnum. Að sögn Yulis Vorontsov, helsta samningamanns Sovétstjómarinnar, er gert ráð fyrir helmingsfækkun langdrægra flauga líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar lagt til. Að sögn Gennadys Gerasimov, talsmanns sovéska utanríkisráðuneytisins, er það tilboð ekki aðgengilegt þar sem það tekur ekki til geimvopna. Gennady Gerasimov sagði í gær að samningsdrög þau sem Banda- ríkjamenn lögðu fram í Genf í síðustu viku hefðu verið tekin til rækilegrar skoðunar og að þau væru ekki í samræmi við niðurstöður fund- ar leiðtoga stórveldanna í Reykjavík. Sagði hann leiðtogana hafa orðið ásátta um að fækka langdrægum kjamorkuflaugum um helming á fimm árum en í tillögum Bandaríkja- manna væri gert ráð fyrir að því marki yrði náð á sjö árum. Að auki sagði hann Sovétstjómina ekki geta fallist á að fjöldi kjamaodda í hverri eldflaug yrði takmarkaður. Mestu sagði hann þó skipta að ekki væri gert ráð fyrir takmörkunum varð- andi geimvopn. ítrekaði hann enn á ný það sjónarmið Sovétmanna að geimvamaráætlun Bandaríkja- stjómar bryti í bága við ABM- samkomulagið frá 1972 um takmörkun gagneldflaugakerfa. Yuli Vorontsov, sem staddur er í Róm og hefur átt viðræður við þarlenda ráðamenn, sagði að tillögur Banda- ríkjamanna yrðu skoðaðar nánar og þeir þættir dregnir út sem unnt væri að semja um. Varðandi meðal- drægar kjamorkuflaugar í Evrópu kvaðst Vorontsov telja að samkomu- lag gæti legið fyrir í september á þessu ári. Gagnrýndi hann ríki Vest- ur-Evrópu fyrir að hafa ekki svarað tillögum Sovétmanna um uppræt- ingu skammdrægra flauga. Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, er væntanlegur til Moskvu á morgun, fimmtudag. Hann fékk heldur kaldar kveðjur í gær í dagblaðinu Izvestia sem sak- aði hann um að reyna að spilla fyrir viðleitni Sovétstjómarinnar. Sagði blaðið að franska ríkisstjómin hefði ekki lagt fram neinar tillögur varð- andi Evrópuflaugamar og að fransk- ir ráðamenn gerðu hvað þeir gætu til að telja Bandaríkjastjóm á að vísa tillögum Sovétmanna á bug. Neyðarástand í Sómalíu Reuter Þrjár milljónir Sómalíubúa líða nú hungur sökum langvarandi þurrka sem fellt hafa búfénað þeirra. Eriendir blaðamenn tóku mynd þessa nærri bænum Dusa Mareb í miðju landinu. Blaðamennimir tóku bar- nið sem liggur til vinstri á myndinni með sér og komu því í sjúkrahús. Svíþjóð: Flýja Lappar land vegna geislavirkni? Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKIR Lappar íhuga nú margir hverjir að setjast að í Kanada, að sögn eins talsmanns þeirra. Ástæðan er sú að þeir óttast að eftir- spurn eftir hreindýrakjöti muni dragast verulega saman vegna geislavirkni sem mælst hefur í því og rakin hefur verið til kjarnorku- slyssins í Chernobyl í Sovétríkjunum. Síðasta haust var 90.000 hrein- dýmm í eigu Lappa slátrað en einungis fjórðungur framleiðslunnar fór til manneldis. Þar sem afgangur- inn af kjötinu reyndist geislavirkur umfram hættumörk var hann ýmist grafinn í jörðu eða notaður í dýrafóð- ur. í síðustu viku ákvað sænska ríkisstjómin að hækka verulega mörk leyfilegrar geislavirkni í kjöti og fiski og var það von manna að þannig mætti bæta hag Lappa. Að sögn talsmanns þeirra em Lappar almennt mjög ósáttir við þessa ákvörðun stjórnarinnar þó svo búist sé við að 75 prósent hreindýra- kjötsins verði dæmt hæft til manneldis í ár. „Hættan er sú að neytendur taki að álíta hreindýrakjöt hættulegra en annan mat í kjölfar þessa,“ sagði Jorgen Bohlin, tals- maður samtaka Lappa. Kvaðst hann því telja líklegt að eftirspurn eftir hreindýrakjöti myndi dragast sam- an. Sagði hann stjórina hafa heitið stuðningi sínum en ekki væri ljóst hvort Löppum yrðu greiddar skaða- bætur ef eftirspumin minnkaði. Að sögn Bohlins hafa Lappafjöl- skyldur í Norður-Svíþjóð fengið boð frá landeiganda nokkmm í Bresku Kólombíu í Kanada um að setjast þar að. Gat hann þess að það væri auðveldlega unnt að flytja hjarðir hreindýra til Kanda með flugvélum og að samtök Lappa hefðu þegar farið fram á nánari upplýsingar um land það sem í boði væri. „Hvers vegna skyldum við ekki flytja til Kanada ef ekki er um neitt annað að ræða," sagði hreindýrahirðirinn Leif Larsson. „Menning og lífshætt- ir Lappa em í húfi og frekar fer ég óravegu en að láta af hreindýrabú- skap,“ bætti hann við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.