Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 37 Afmæliskveðja: Gísli Magnússon Leirvogsvatni Gísli Magnússon fyrrverandi bóndi á Leirvogsvatni í Mosfells- sveit er áttræður í dag. Gísli er fæddur á Saurbæ á Kjalamesi þann 13. maí 1907 og þar sleit hann bamsskónum. Foreldrar Gísla voru þau hjónin Guðrún Finnsdóttir og Magnús Bjamason er fluttu suður 1904 og voru ættuð af Norðurlandi. Foreldr- ar Gísla hættu búskap nyrðra vegna heilsuleysis, einkum móður hans, sem þjáðist í mörg ár af liðagigt. í tilefni af afmæli Gísla þykir okkur vinum hans og öðm sam- ferðafólki gaman að því að rifja lítilsháttar upp æviferil hans, en hann ólst upp í Saurbæ hjá þeim sæmdarhjónum Vilhelmínu Eyjólfs- dóttur og Eyjólfi Runólfssyni sem þar bjuggu af myndarskap. Rúmlega tvítugur gerðist hann vinnumaður hjá ýmsum bændum á Kjalamesi og m.a. fór hann til Kol- beins Högnasonar í Kollafirði 1929 og var þar í 3 ár en síðan í Stardal og vann þar um skeið. Hann gerð- ist svo lausamaður, en átti alltaf heimili hjá þeim ágætishjónum Kristrúnu Eyvindsdóttur og Jónasi Magnússyni vegaverkstjóra í Star- dal. Á þessum ámm stundaði Gísli sjómennsku og fór á vertíð á Suður- nesjum og í Vestmannaeyjum en var auk þess í kaupavinnu. í Star- dal ieið Gísla vel og húsbændur þar stuðluðu að því að hann gæti valið um ýmiss konar störf, en síðan greip hann í ýmislegt á milli og þá gjaman heima í Stardal. Árið 1945 ræðst Gísli í að taka til ábúðar litla jörð í heiðarbrúninni við Leirvogsvatn, en jörðin hafði eitthvað verið í eyði og var í eigu Mosfellshrepps. Þar þurfti ýmislegt að lagfæra, bæði hús og girðingar, en það tókst allt vel og naut hann þar vina sinna í Stardal og oddvita Mosfellshrepps, Magnúsar í Leir- vogstungu. Árið 1955 kom konan á heimilið, Sigríður Bjamadóttir, sem ættuð var frá Akranesi og hafði verið við störf á bæjum í ná- grenninu svo sem Þverárkoti, Stardal og Kárastöðum. Gísla bún- aðist allvel og sá sér og sínum vel farborða með sitt fremur litla íjár- bú. Hann var á yngri ámm hinn mesti eljumaður að hveiju sem hann gekk. Til þess var tekið hversu vel honum gekk við heyskap og fén- aður hans var vel haldinn og vel hirtur. Gísli var ötull við aðdrætti svo ekkert skorti, en einnig var hann hin mesta veiðikló og hefir ávallt verið mikill áhugamaður um stangaveiði. Gísli var léttur á fæti og hinn mesti garpur við fjárleitir enda þótt hann væri ekki alltaf létt- klæddur til fótanna. Hann var einn af þeim dugnaðarmönnum sem aldrei gáfust upp fyrir sauðkindinni og hafði ætíð betur í samskiptum sínum við hana á víðum vangi. Fjár- glöggur var hann og átti verðlauna- hrúta á sýningum. 40 siglarar stofna Seglbrettasamband STOFNFUNDUR Seglbretta- sambands íslands var haldinn laugardaginn 9. maí sl. i húsi Slysavarnafélags íslands. Þar voru samankomnir um það bil 40 siglarar, sem stóðu að stofnun sambandsins. Markmið með stofnun Segl- brettasambands íslands er að auka samskipti milli seglbrettasiglinga, auka fræðslu um íþróttina og kynna nýjungar á hveijum tíma. Einnig kemur SBÍ til með að sjá um móta- hald ásamt Siglingasambandi íslands. Á stofnfundinum voru samþykkt drög að lögum og kosin var starfs- stjórn fram að fyrsta aðalfundi, sem verður haldinn í október. í stjórn voru eftirtaldir menn kosnir: Ármann Jóhannesson, Jón Björnsson, Jóhann Guðjónsson, Hrafnkell Sigtryggsson og Böðvar Þórisson. Á fundinum voru kynnt segl- brettamót sem verða haldin í sumar og verður fyrsta mótið haldið 31. maí í Fossvogi. Einnig var kynnt mót, sem verður haldið á Laugar- vatni, en þar hafa verið haldin mót undanfarin þijú ár um verslunar- mannahelgina. Hrunamannahreppur: Ferðamennirnir koma um leið og farfuglarnir Syðra-Langholti. SVO ER að sjá að fyrstu ferða- mennimir fylgi farfuglunum eftir, en þeir em nú þegar fara- ir að streyma í hádegismat á Flúðum í hundraðatali. Em þeir þá á ferð sinni að Gullfossi og Geysi að líta á fleiri fagra staði hér í Ámesþingi. Fleiri bókanir eru á sumarhótel- inu á Flúðum en endranær að sögn Jóhannesar Sigmundssonar hótel- stjóra. Eins og fyrr hefur verið getið í Morgunblaðinu er verið að bæta og auka við þjónustu fyrir ferðamenn á staðnum. Verður gisti- fymi aukið úr 55 rúmum í 85 með viðbyggingu við Skjólborg. Þá verða einnig sett upp smáhýsi á tjaldstæðinu. Sundlaugin var end- urbætt í fyrrahaust og byggð ný sundskýli. Ástand vega hefur ekki verið gott en þeir eru að þoma núna, enda er lítill klaki í jörðu. Sig. Sigm. Carl Henrik Svenstedt í Norræna húsinu SÆN SKI. kvikmyndagerðarmað- urinn Carl Henrik Svenstedt hefur skamma viðdvöl hér á landi miðvikudaginn 13. maí á heimleið frá Bandaríkjunum. Hann mun sýna myndina „Appro- aching ZERO.OOO — De lyckliga ingenjörerna" í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. „Þetta er litmynd í fullri lengd, þar sem tölvugrafík kemur mikið við sögu. Þar segir frá verkfræðing- um þeim sem eru að smíða fyrsta geimfar Svía. Svenstedt og kona hans, Stefania Lopez, sem leikstýr- ir myndinni, fylgjast með þeim í fímm ár og yfir fjórar álfur. Fyrir þeim vakir að veita innsýn í hugar- heim hins tæknimenntaða manns,“ segir í frétt frá Félagi kvikmynda- gerðarmanna. Draumur Gísla frá yngri árum var nú að rætast, að hafa jörð til umráða og vera sjálfstæður bóndi. Leirvogsvatn er við Þingvallaveginn en næstu bæir eru Stardalur norður undir Esju og Seljabrekka sem er 10 km vestar. Leiðin yfir Mosfells- heiði var torsótt, einkum að vetrar- lagi, og þótti það auka á öryggi ferðamanna að búseta var á Leir- vogsvatni og kom sér oft vel, eins og geta má nærri. Þá var það starf Gísla að fara í eftirleitir á Mosfells- heiði seint að haustinu og sýndi hann mikið þrek og dugnað við þetta, því snjóþungt er mjög á þess- um slóðum. Þau Gísli og sambýliskona hans bjuggu á Leirvogsbatni til ársins 1972 að þau fluttu „til byggða" eða niður í Mofellssveit. Samningar voru gerðir milli þáverandi oddvita og Gísla um að hreppurinn keypti eignir Gísla á jörðinni eftir mati og léti honum í té lóð og húsnæði á skólasvæðinu á Varmá. í Varmár- brekku býr Gísli nú og unir hag sínum vel. Hann á marga trausta vini og velunnara, má þar nefna starfsmenn^ hreppsins og skólanna á Varmá. Áður sinnti hann nokkr- um störfum við skólana en nýtur nú samvista við kennara og aðra starfsmenn, því hann kemur þangað daglega. Gísli hefir mikinn metnað, er höfðingi í raun og keppir að því nú sem fyrr að vera sjálfum sér nógur. Gísli hefír nú ákveðið að halda nokkurt afmælishóf í Hlégarði og væntir þess að vinir hans og kunn- ingjar fjölmenni þangað í kvöld kl. 20.00. Við vinir hans og kunningjar sendum honum best.u ámaðaróskir á afmælisdaginn og óskum honum alls hins besta í framtíðinni. J.M.G. Litir: Hvítt, svart, blátt, rautt, grænt. Stærð: 35-45. Póstsendum. 5% stadgreiðsluafsláttur. VELTUSUND11 21212 Blaóburóarfólk óskast! AUSTURBÆR Lindargata 1 -38 o.fl. Hverfisgata 4-62 o.fl. Hverfisgata 63-115 o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.