Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 t GUÐLAUGUR G. PÉTURSSON, BogahlíA 15, lést í Landspítalanum 11. maí. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Katrín ÞorvarAardóttir. t Eiginmaður minn, ÓLAFUR INGIBERSSON bifreiAastjóri, MIAtúni 1, Keflavfk, andaðist á Landspítalanum 11. maí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Marta Eiríksdóttir. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Leifsgötu 23, andaöist að kvöldi 11. maí á Dvalarheimilinu Kumbaravogi. Fyrir hönd aðstandenda. Dóra GuAjónsdóttir, Einar Bjarnason, Lovfsa GuAbjörg Sigurjónsdóttir. t Móðir okkar, amma og langamma, SIGURBJÖRG HELGADÓTTIR frá Þurstööum, Neshaga 13, Reykjavík, lést í Borgarspítala þann 11. maí 1987. Jaröarför auglýst síöar. Gunnar Valdimarsson, Hildur Valdlmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og systir, ÞURÍÐUR TRYGGVADÓTTIR MÖLLER, Austurbergi 38, andaöist í Borgarspítalanum mánudaginn 11. maí. Gunnlaugur Birgir Danfelsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Björn Möller, Kristjana Halldóra Möller, Kristján Ásgeir Möller, AAalsteinn Tryggvason, GeirT ryggvason. t Eiginkona mín, móðir og tengdamóöir, ÁSLAUG SIGURGEIRSDÓTTIR, Safamýri 47, sem andaðist þann 5. maí sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 14. maí kl. 13.30. Helgi Jasonarson, Kristfn Helgadóttir, Hafsteinn Helgason, Sigurbjörg Sœmundsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA EGILSDÓTTIR, Skeljagranda 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum 11. maí sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. maí kl. 16.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hennar láti Krabbameinsfélag [siands njóta þess. GuAni Gestsson, Gestur GuAnason, Hrafnhildur GuAnadóttir, Sturla Bragason, Egill GuAnason, Carol GuAnason og barnabörn. t Móðir okkar, ÞORBJÖRG FRIÐBERTSDÓTTIR, verður jarðsungin fimmtudaginn 14. maí kl. 15.00 frá Fossvogs- kirkju. Sesselja Gfsladóttir, Jóhannes Gfslason. Sr. Gísli Brynjólfs- son - Minning Fæddur 23. júní 1909 Dáinn 4. maí 1987 Gísli Brynjólfsson fæddist 23. júni 1909 í Skildinganesi við Skeijafjörð. Voru foreldrar hans Brynjólfur Gísla- son bóndi Gislasonar, prests á Reynivöllum í Kjós, Jóhannessonar í Hofsstaðaseli í Skagafirði. Kona Brynjólfs og móðir sr. Gísla var Guðný Jónsdóttir prófasts á Auðk- úlu, Þórðarsonar prófasts á Mosfelli í Mosfellssveit. Er margt presta meðal þessara ættmenna. Þau hjón Brynjólfur og Guðný bjuggu um tíma í Litladal, er liggur gegnt Stóradal í Svínavatnshreppi. Þau eignuðust margt barna, þar á meðal sr. Eirík á Útskálum og Teo- dór tannlækni. Gísli gekk í menntaskólann og varð stúdent 1930. Hann las síðan guðfræði og lauk prófi 1934. Hann hlaut utanfararstyrk til að lesa kennimannlega guðfræði í Cam- bridge veturinn 1935—36. Hann reyndist góður námsmaður og var vel undir það búinn að þjóna hinu göfuga starfi sem kennimaður. Það kom fram strax í skóla að hann var hneigður til ritstarfa. Enda var hann blaðamaður um skeið. Gísli var fram- sóknarmaður og skipaði sér í Bændaflokkinn með sr. Þorsteini Briem á Skaganum og Jóni Jónssyni óðalsbónda í Stóradal. Starfaði Gísli við málgagn Bændaflokksins er nefndist „Framsókn". Fór það starf honum vel úr hendi. Nú tók hugur sr. Gísla að hneigj- ast til prestsskapar og tók hann víxlu 1937 til Kirkjubæjarklausturspresta- kalls á Síðu, er hann þjónaði til 1963. Þar af var hann prófastur í Vestur- Skaftafellssýslu í 10 ár. Sr. Gísli var vel látinn og reglusamur í starfi og dagfari. Hann hafði létta lund, var gamansamur, fróður maður og fé- lagslyndur. Sr. Gísli Brynjólfsson kvæntist Ástu Þóru Valdimarsdóttur skip- stjóra Kristmundssonar á Akranesi 30. júlí 1938. Þau eignuðust þessi böm: Brynjólf, prest_ í Stafholti, Borgarfírði, kvæntur Áslaugu Páls- dóttur frá Heiði í Mýrdal; Valdimar, bónda á Felli í Mýrdal,_ kvæntur Sigríði Tómasdóttur frá Álftagróf í t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, sem lést 2. maí á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 15. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á líknar- stofnanir. Ingunn Ósk Sigurðardóttir, Kristján Ársæll Sigurðsson, Margrót S. Jóhannesdóttir, Einar Sigurðsson, Ingibjörg Árnadóttir, Gunnþórunn SigurAardóttir, Sveinn ísleifsson og barnabörn. t Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR ÁGÚSTU SÍMONARDÓTTUR, Framnesvegi 59, Reykjavfk, sem lést 7. maí, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélag íslands. Haraldur Steingrfmsson, Sesselja Steingrímsdóttir, Ásta S. Sanchez, Garðar Steingrfmsson, Magnús Steingrímsson, Ingibjörg Steingrfmsdóttir, Steingrfmur Steingrfmsson, Ásta Hjartardóttir, Jón H. Gunnarsson, Samuel R. Sanchez, Elsa Stefánsdóttir, Jóhanna Óliversdóttir, Björgvin Guðmundsson, Krlstín Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför EINARS INGA JÓNSSONAR prentsmlöjustjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 1A Landakoti. Kristján Ingi Einarsson, Ásdfs Lilja Emilsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Sigmundur Hannesson, Ásdís Hrund Einarsdóttir, Erling K. Nesse, Jón Vilhjálmsson, Erla Jónsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, FRÍÐU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til Rebekkustúku nr. 4 Sigríðar I.O.O.F. Gylfi Baldursson, Þuríður Jónsdóttir, ArngunnurÝr Bryndfs Halla, Gunnhildur Sif, Baldur, Yrsa Þöll, Sigurður örn Benný Ingibjörg Baldursdóttir. + Innilegar þakklr fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og bróður, ÞÓRARINS GfSLA JÓNSSONAR, MosabarAi 9, Hafnarfirði. Elfn Vilhjálmsdóttir, Pétur Þórarinsson, Markús Jónsson, Anna Friðbjarnardóttir og vandamenn. Mýrdal; Sverri, rafvirkjameistara, Reykjavík, kvæntur Sigríði Maríu Guðmundsdóttur. Ásta, kona sr. Gísla, var starfí sínu vel hæf sem prestskona. Hún söng í kirkjukómum og hafði lært á orgel og greip í það þegar á lá, eins og fleiri prestskonur í gegnum tíðina. Þau hjón voru gestrisin og góð heim að sækja. Á prestskaparárum sínum ritaði sr. Gísli oft í blöð og tímarit fræð- andi greinar, einnig vandaði hann ræður sínar á stól. Þá var hann kenn- ari í skóla þeim í Hólmi í Landbroti er halda skyldi á lofti minningu Bjama Runólfssonar, hins mikla völ- undarsmiðs. Skólinn tók unga og efnilega hagleiksmenn til náms. Sr. Gísli kenndi þar íslensku og önnur fræði og reyndist góður kennari. Sr. Gísli kom nokkuð við mál manna austur þar. Var hann fulltrúi Vestur-Skaftafellssýslu á aðalfundi Stéttarsambands bænda 1947—63 Eftir 25 ára þjónustu á Klaustri flutti hann til Reykjavíkur og varð fulltrúi í Landbúnaðarráðuneytinu 1964 og deildarstjóri þar 1974. — Hér undi sr. Gísli vel hag sínum, en hefur án efa saknað margs úr hinum fögm sveitum með stórbrotnu lands- lagi, en því var ekki til að dreifa á nýja vinnustaðnum. Sr. Gísli var þó í sambandi við náttúmna, því hann hafði umsjón með fasteignum ríkisins víða um land. Hann komst í samband við hina stórbrotnu náttúm í Grindavík, er hann og Bergur Bjöms- son fengu til sumardvalar gamla grestshúsið á Stað í Grindavík. — Áhrif þessa komu berlega í ljós í hinni merku bók hans „Mannfólk mikilla sæva“, Staðhverfíngabók, sem út kom 1973, er átthagafélag þeirra hafði forgöngu um, en sr. Gísla má telja aðalhöfund bókarinn- ar. — Formáli hans á bókinni hefst á þessa leið: „Átthagatryggðin blandin söknuði og trega, en eigi að síður vafín ljóma endurminninganna, sem er kveikjan að þessari bók.“ — Bókin er hið merkasta rit af fróðleik frá liðinni tíð allt fram á þessa öld. — Sr. Gísli hefur ritað vel um at- vinnuhætti til sjós og lands, búskap og búalið, kennimenn á Stað og gripi hins helga húss. — Hér er og gnótt mynda; landslagsmyndir, af sjávar- föllum, úr híbýlum manna svo og mannamyndir. — Að sjálfsögðu var sr. Gísli meðlimur í Staðhverfingafé- laginu. Sr. Gísli Brynjólfsson gleymdi ekki söfnuði sínum í Skaftárþingi. Bera því glöggt vitni minningargreinar hans er hann skrifaði um sín gömlu sóknarböm. — Þó sr. Gísli hafí hætt prestskap var hann trúr þjónn heila- grar kirkju og naut þess að grípa í prestskapinn. Þjónaði hann Mosfells- prestakalli í þijá mánuði 1965 og var síðan ráðinn forfallaprestur í Laugamesprestakalli 1969 og þjón- aði um leið sínu veraldlega starfí í stjómarráðinu. Árið 1939 var stofnað Félag fyrr- verandi sóknarpresta, er þá voru einmana, án starfa og safnaða. — Þetta tókst vel, gott samstarf, og kynntust prestar hvaðanæva af land- inu. — Lengst af hefur félagið starfað á Grund og forstjóri Grundar búið vel að því. — Hefur félagið haft eina messu í mánuði og að loknu messu- kaffí hefur verið settur fundur og erindi flutt og menn rætt saman. Sr. Gísli Brynjólfsson var á annan áratug í félaginu, 10 ár í stjóm þess, þar af 5 ár formaður. — Hann var stjómsamur og vann hér gott starf. Er ég minnugur þess að hann flutti erindi blaðalaust um þá biskupa sem hann hafði haft kynni af. Minn- isstæðar verða hér frásagnir hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.