Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 Kaupmannahöf n: íslendingafélagið starf- ar af miklum krafti Morgunblaðið/G.L. Að kvöldi sumardagsins fyrsta, frá vinstri: Gunnar Bernburg, Gunn- hildur Halla, Örn Ólafsson, Anna Þrúður, Guðmundur Eiríksson, Helga Bachmann og Helgi Skúlason. Jónshúsi, Kaupmannahöfn. SUMARDAGURINN fyrsti rann upp bjartur og hlýr og virðist hið danska sumar loksins komið. Barnaskemmtun var á sumar- daginn fyrsta, þar sem böm úr íslenzka sunnudagaskólanum og íslenzkuskólanum skemmtu með upplestri og söng og blöktu fánar við hún á Jónshúsi eins og vera ber. Um kvöldið var dagskrá, sem Bergljót Skúladóttir gest- gjafi stóð fyrir. Var hún í tilefni af 85 ára afmæli Halldórs Lax- ness og hlustuðu margir gestir á Helgu Bachmann, Helga Skúla- son og Önnu Þ. Grímsdóttur lesa úr verkum hans, en Öm Ólafs- son, nýskipaður lektor við Stofnun Árna Magnússonar, rakti æviatriði Halldórs og Helga Bachmann flutti kveðju hans og frú Auðar. Á milli atriða vom leikin lög við ljóð Nóbelsskálds- ins og lék Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á selló, Gunnar Bemburg á bassa og Guðmundur Eiríksson á píanó. Var upplesur- um og tónlistarfólki vel fagnað. íslendingafélagið í Kaupmanna- höfn hefur starfað af miklum krafti í vetur og má nefna, að félagið stóð fyrir myndarlegu þorrablóti með ágætum skemmtiatriðum og frá- bærum mat á þorra, bingói í sl. mánuði og hefur stuðlað ásamt námsmannafélaginu að komu stjómmálamanna til fundahalda hér. Þá hefur stjómin_ ákveðið að bjóða öllum rosknum íslendingum ^ til kaffídrykkju eftir guðsþjónustu síðasta sunnudag í maí, en þá er hér dagur eldra fólksins íslenzka að venju. Skógarferð félagsins verð- ur farin 24. maí nk. og er það nýbreytni í félagsstarfínu, a.m.k. hin síðari ár. Kaupmannahafnardeild Norræna félagsins er líka í fullu fjöri og notar sér oft ágæta aðstöðu og prýðilegan mat í félagsheimilinu hér. Má nefna meðal atriða á dag- skrá deildarinnar, að sendiherra Islands í Danmörku, Hörður Helga- son, hélt erindi um hlut Islands og stöðu í vamarmálum á hádegisverð- arfundi deildarinnar í marz. Þá koma oft deildir norræna félagsins úr öðmm sveitarfélögum hingað til funda, nú síðast deildin frá Sölleröd. Safnaðarfundur íslenzka safnað- arins var haldinn nýlega og var þar kosinn nýr formaður safnaðar- nefndar, en Jón Helgason, sem verið hefur formaður hennar um skeið og einnig námsmannafélagsins, flytur nú heim. Vom Jóni þökkuð farsæl störf í kveðjuhófi. Nýr for- maður er Ámi Bjömsson, sem var gjaldkeri nefndarinnar, en í hans stað kom Þórður Kristjánsson og nýr varamaður, Margrét Eggerts- dóttir. Safnaðamefndin er mjög áhugasöm um allt, sem tekur til kirkjulegs starfs íslendinga í Höfn. Frá áramótum og til júníloka er Kristjana Ásgeirsdóttir tónlistar- kennari, organisti og söngstjóri kirkjukórs safnaðarins. íslenzk messa var í Klaustur- kirkjunni í Álaborg í marz og vom 2 böm skírð við þá athöfn. Þar söng eins og áður kór íslenzkra heimamanna, allir úr hópi náms- manna, undir stjóm Sigríðar Á ÍSLANDI í 20 ÁR Við íofum því sem skiptir mestu máli: GÓÐRI ÞJÓNUSTU með MS sam- lokum -hvar og hvenær sem er. I Mjólkursamsalan m Vörumarkaðurinnhf. Eiöistorgi 11 - simi 622200 Og svo gerast þeir vart fallegri og vandaðri PFAFF Borgartúni 20 Sími 2-67-88 Góðar stundir Electrolux Ryksugu- úrvalið D-720 1100 WÖTT. D-740 ELECTRONIK. Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1 .500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Morgunblaðið/G.L. Sendiráðsprestur, organisti og safnaðarnefnd, frá vinstri talið: sr. Ágúst Sigurðsson, Krisljana Asgeirsdóttir, Árni Björnsson, Ragn- hildur Ólafsdóttir, Þórður Kristjánsson og Margrét Eggertsdóttir. Auk þeirra eru í safnaðarnefnd Sesselja Karlsdóttir og Sigríður H. Þorsteinsdóttir. Eyþórsdóttur, sem stundar söng- stjóranám í Álaborg. Tókst það vel og beið myndarlegt kaffíborð kirkjugesta, sem vom um 80 tals- ins. Undirbúning annaðist formaður íslendingafélagsins, Jón Pálsson. Á skírdag var messað í hinni æva- gömlu Hasle-kirkju í Árósum og 3 böm skírð. Þar íék Kristjana Ás- geirsdóttir á orgelið og nokkrir námsmenn leiddu sönginn ásamt þrem félögum úr íslenzka kirkju- kórnum í Kaupmannahöfn. For- maður íslendingafélagsins í Árósum er Ragnar Bjartmarz. Þá var íslensk ferming í Rosengaard- kirkjunni í Malmö á annan páska- dag og vom 4 böm fermd þar. Var að venju sameiginleg fermingar- veizla í boði foreldra bamanna á eftir, með góðri aðstoð Georgs Franklínssonar, formanns ÍMON, og Margrétar Jóhannesdóttur, konu hans. Nýr organisti hóf nú störf fyrir íslenzka safnaðarstarfið í Malmö, en það er Ann-Louise Jóns- son og stóð hún sig með prýði með aðstoð manns síns, Péturs R. Jóns- sonar. Sama dag var fermt á íslenzku í Barsebáck, en þar þjónar íslendingur, séra Gísli Friðriksson, sænsku kalli. Nýlega flutti W. Flensmark, full- trúi nefndar, sem kallast „Danske venner af SOS Börnebyeme", erindi í messukaffinu hér í Jónshúsi og sýndi litskyggnur máli sínu til stuðnings. Vakti hann athygli á því mikla starfí, sem unnið er víða um heim, þar sem um 30.000 foreldra- laus böm búa í rúmlega 200 „bamabæjum" í 4 heimsálfum. Á næstu 2 árum er í ráði að byggja 100 ný slík þorp, en í hverju þorpi eru 15—20 hús og býr ein fjöl- skylda, þ.e. 7—8 börn ásamt for- eldri, í hveiju. Flensmark hvatti mjög til þátttöku Islendinga í þessu máli, en við erum eina Norðurlanda- þjóðin, sem ekki hefur slíka nefnd starfandi. Heimilisfang danskra vina SOS-barnabæjanna er: Osloplads 16, 2100 Köbenhavn Ö, og er öll aðstoð þegin með þökkum, en íjölmargir greiða vissa upphæð mánaðarlega og verða þar með eins konar hjálparforeldri eins eða fleiri bama. Stjómmálin hafa auðvitað verið í sviðsljósinu hér eins og heima og ríkir mikil óánægja meðal þeirra, sem ekki hafa kosningarétt, en þeir eru margir, sem hvorki mega kjósa heima né hér í landi. Hefur fulltrúi ísiendingafélagsins afhent stjóm- málamönnum áskorun um að lagfæra þetta mikilvæga atriði. Þá hafa námslánin verið í brennidepli eins og mönnum er kunnugt. Nokkrir stjórnmálamenn hafa hald- ið hér fundi undanfamar vikur, fyrst Svavar Gestsson, þá Stein- grímur Hermannsson, forsætisráð- herra, Guðrún Halldórsdóttir fyrir Kvennalista og svo var almennur framboðsfundur á pálmasunnudag á Öresund-garðinum. Þar töluðu Þorlákur Helgason fyrir A-lista, Finnur Ingólfsson fyrir B-lista, Sig- urbjörn Magnússon fyrir D-lista, Álfheiður Ingadóttir fyrir G og Kristín Halldórsdóttir fyrir Kvenna- lista. Einnig var leikin myndbands- spóla frá Borgaraflokki. Hafa íslendingar íjölmennt á fundi þessa, ekki sízt þegar forsætisráðherra kom hingað í Jónshús. Félags- heimilisnefnd hefur fest kaup á stuttbylgjuútvarpi, þannig að fréttaútvarp frá íslandi náist og nýlega var einnig keypt myndsegul- band til notkunar í félagsheimilinu og njóta sýningar á íslenzku efni mikilla vinsælda. Þeir, sem búa í fræðimannsíbúð- inni, flytja oft erindi eða skemmta löndum sínum hér með öðmm hætti. Þórður Jónsson, eðlisfræð- ingur, sem dvaldi í íbúðinni frá 1. desember til 1. marz ásamt Sigur- laugu Sveinbjörnsdóttur, lækni, konu sinni, hélt erindi í sinni grein fyrir skömmu. Þórður vinnur að rannsóknum í kennilegri eðlisfræði við Nordisk Institut for teoretisk atomfysik. Sigurlaug læknir flutti nýlega erindi um eyðni-sjúkdóminn. Nú dvelja í fræðimanns- íbúðinni hjónin Helga Bachmann og Helgi Skúlason. Hjónin munu koma fram á síð- asta konukvöldi vetrarins, sem verður 12. maí, en þá fjölmenna íslenzkar konur venjulega og borða góðan íslenzkan mat hjá Bergljótu Skúladóttur gestgjafa. Nýlega komu 8 ungar konur úr málfreyjudeildinni Frigg Fjörgyns- dóttur í Óðinsvéum hingað og héldu kynningarfund á konukvöldi. Höfðu heimakonur ánægju af að sjá, hve duglegar málfreyjumar voru að koma fram og fysir nokkrar að stofna deild hér í borg. Forseti Friggjar Fjörgynsdóttur er Erna Sveinbjamardóttir og er hún mjög áhugasöm um stofnun systurdeildar hér, en málfreyjufélög eru óþekkt í Danmörku. Fyrsta sunnudag í apríl voru tón- leikar í Nikolaj-kirkjunni, þar sem Con Anima, hljómsveit sex kvenna, lék lög eftir norræn kven-tónskáld. Voru flutt verk eftir 3 norsk tón- skáld, 1 sænskt, 1 finnskt og 2 dönsk, en fulltrúi íslands var Karó- lína Eiríksdóttir. maí nk. Má að lokum nefna, að 22. maí verður bókmenntakvöld hér í húsi, þar sem íslenzk skáld og rithöfund- ar lesa úr verkum sínum. — GL. Ásg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.