Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Austurríki: Nú þarf að hreinsa mannorð forsetans ÁKVÖRÐUN Bandaríkjastjómar um að setja Dr. Kurt Waldheim, forseta Austurrikis, á lista yfir stríðsglæpamenn og annan óþjóða- lýð sem fær ekki inngöngu i Bandaríkin mælist illa fyrir í Austurríki og hefur knúið á um aðgerðir til að hreinsa mannorð þjóðarleiðtogans. Waldheim ætlar að kæra ákvörðunina fyrir bandariskum dómstólum og austurriska ríkisstjórnin hyggst setja á fót nefnd sagnfræðinga sem á að rannsaka athæfi Waldheims í heimsstyijöldinni síðari. Franz Vranitzky, kanslari, sagði um helgina, að leitað yrði aðstoðar Breta við að skipa alþjóðlega nefnd sagnfræðinga til að kanna fortíð forsetans. Kanslaranum var fyrir skömmu afhent svokÖlluð „hvít bók“, sem Gerhard Wald- heim, lögfræðingur og sonur forsetans, tók saman um stríðsár föður síns. Vranitzky fór fram á að bókin yrði ekki birt opinber- lega. Óstaðfestar fréttir herma að hann ætli að afhenda Ronald Reag- an, Bandaríkjaforseta, hana þegar hann fer til Bandaríkjanna seinna í þessum mánuði. Waldheim var enn við nám í Ræðismannaskólanum í Vín í byij- un nasistatímabilsins en gekk í austurríska herinn 1936. Gamlir skólafélagar hans fullyrða að hann hafi aldrei verið nasisti og sjálfur segist hann aðeins hafa gert skyldu sína í hemum, en hann féll undir stjóm Þjóðveija þegar þeir tóku Austurríki 1938. „Hvíta bók- in“ þykir ekki veita fiillnægjandi svör við öilum þeim spumingum sem hafa vaknað um Waldheim síðan það kom í ljós að hann gegndi virkri herskyldu víðar og lengur en hann gaf lengi vel til kynna. Hann særðist í Rússlandi 1941 og í ævisögu hans lítur út fyrir að hann hafi unnið að dokt- orsritgerð sinni eftir það og ekki tekið virkan þátt í styijöldinni. En hann var meira og minna með þýska hemum á Balkanskaga frá því í mars 1942 til stríðsloka. Bandaríska stjómarskrifstofan, sem fer með mál Waldheims, Office of Special Investigation (OSI), bað lögfræðinga hans í Washington í fyrrasumar um upp- lýsingar varðandi eftirtalin atriði: - nauðungarflutninga óbreyttra borgara, - hefndaraðgerðir, - hlutverk Waldheims í þýskri herdeild sem starfaði með yfír- stjóm ítalska hersins í Aþenu sumarið 1943, - fjöldaaftökur á leiðinni milli Stip og Kocane í október 1944, - „Svörtu" orustuna (1943), - bardagann um Kozara (1942), - og doktorsritgerð hans um Konstantin von Frantz. Lögfræðingamir höfðu ekki svör á reiðum höndum og þurftu í mörgum tilvikum að leita í dag- blöðum að getsögnum um aðild Waldheims að þessum atriðum. Gerhard Waldheim veitti þeim smátt og smátt ítarlegar upplýs- ingar og vitni voru kölluð til en það tókst ekki að sannfæra OSI um sakleysi Waldheims. OSI-skrifstofan var stofnuð inn- an dómsmálaráðuneytisins árið 1978 eftir að það kom í ljós að fjöldi stríðsglæpamanna, eins og Ivan Demjanuk, Karl Linnas, Fed- or Ferenko og Artur Artukovic, bjó í Bandaríkjunum. Það er í verkahring embættisins að rann- saka hvort um stríðsglæpamenn sé að ræða þegar sá grunur leikur á. Samkvæmt bandarískum lögum eiga þeir sem tengdust Hitler- stjóminni og stríðsglæpum hennar ekki að fá leyfi til að heimsækja landið. OSI nægir sterkur grunur til að mæla með að einstaklingar séu settir á bannlistann og þarf ekki að sanna sekt þeirra fyrir dómsstólum. Dómsmálaráherra er ekki bundinn af niðurstöðu OSI en hann hefur hingað til alltaf far- ið eftir tilmælum embættisins. Waldheim segir að dómsmála- ráðuneytið hafi engar sannanir um að hann hafi brotið af sér á stríðsárunum ogþað byggi ákvörð- un sína að mestu á gögnum sem Heimsráð gyðinga birti í fyrra. En OSI telur sig hafa fundið fleiri gögn sem benda til að Waldheim hafi gegnt mikilvægara hlutverki í þýska hemum en hann vill viður- kenna. OSI telur að hann hafi til dæmis að hluta til átt samstarf við þýsku öryggisþjónustuna og SS og verið viðriðinn nauðungar- flutninga og morð á gíslum. Það hefur ekki komið fram hvort hann var virkur þátttakandi eða óvirkur í þessum aðgerðum. OSI telur einnig að hann hafi tekið þátt í að dreifa áróðri gegn gyðingum árið 1944. Áróðursdeild í herflokki hans var þá falið að útbúa dreifi- miða með óhróðri um gyðinga og fjölrita í 100.000 eintökum. Yfir- maður OSI telur að einkennisstafir Waldheims, Wal, séu á einu upp- kasti en Waldheim þvertekur fyrir það. Rithandarsérfræðingar voru kallaðir til í Washington en OSI var ekki haggað. Á fundi Heimsráðs gyðinga í Búdapest í síðustu viku komst for- seti þess þannig að orði um Waldheim, að hann hafi verið hluti af „drápsvél gyðinga". Hefur Waldheim ákveðið að höfða meið- yrðamál á hendur forseta heims- ráðsins, Edgar Bronfman, sem segist ekki hafa miklar áhyggjur af málshöfðuninni. Ákvörðun Bandaríkjastjómar kom Austurríkismönnum og Evr- ópubúum yfirleitt á óvart. Laga- bókstafur Bandaríkjanna er gagnrýndur og fundið að því að Waldheim sé fundinn sekur án þess að nokkuð hafi verið sannað á hann fyrir dómstólum. Landar hans hafa fylkt sé um hann og vinsældir forsetans í skoðanakönn- unum hafa aukist gífurlega. Meirihluti Austurríkismanna hafði ekki gert sér grein fyrir hversu alvarlegum augum umheimurinn lítur á missagnir Waldheims um fortíð sína. Um 60% þjóðarinnar hélt að kjör Waldheims myndi eng- in áhrif hafa á ímynd Austurríkis erlendis. Vanþóknun Bandaríkjanna á Waldheim hefur komið skýrast í ljós en óbeit annarra þjóða hefur einnig komið fram: Svisslendingar, nágranna- og vinaþjóð Austurríkis, hafa ekki í hyggju að bjóða Wald- heim í opinbera heimsókn; Beatrix Hollandsdrottning lét draga boð til forseta Austurríkis vegna at- hafnar við nýja flóðgarða til baka eftir að Waldheim var kjörinn for- seti og hún ætlar ekki á skíði í Lech í Austurríki á meðan hann er forseti; Baldvin, konungur Belgíu, sagðist ekki vilja setja austurríska hátíð í Brussel í fyrra ef Waldheim yrði viðstaddur svo Waldheim sat heima; og Frakkar ákváðu að senda ekki fyrrverandi ráðgjafa Waldheims hjá Samein- uðu þjóðunum sem sendiherra til Austurríkis þar sem hann gæti talist of handgenginn forsetanum. Waldheim sagði belgískum blaða- manni nýlega að hann hefði fengið heimboð frá nokkrum Evrópuþjóð- um en vildi ekki nefna þær. Fréttir um hugsanleg boð, til dæmis til írlands og Japans, hafa hingað til spillt fyrir þeim. Waldheim er sagð- ur hafa haft gaman af að ferðast þegar hann var aðalframkvæmda- stjóri SÞ en hann ferðast væntan- lega minna næstu fimm árin en gengur og gerist með þjóðhöfð- ingja. Hann hefur þó fengið boð um koma til Egyptalands og Jórd- aníu og nágrannar hans í Ung- veijalandi buðu honum nýlega að koma í opinbera heimsókn á næsta ári. Heimildir: Profil og Interaat- ional Herald Tribune. Eftir að Bandaríkjamenn höfðu sett Kurt Waldheim, Austurríkis- forseta, á svartan lista og neitað honum um vegabréfsáritun um ókomna framtíð, ávarpaði forsetinn austurrísku þjóðina í sjón- varpi. Hér sést hann búa sig undir útsendinguna; Waldheim sagðist saklaus af ákærum Bandaríkjamanna um að hann hefði gerst sekur í síðari heimsstyijöldinni fyrir þjónkun við nasista. Tilefniðer . . . Svar við bréfi Þórðar H. Hilmars- sonar til undirritaðs sem birtist í Morgunblaðinu 25. apríl sl. eftirPálKr. Pálsson Þegar teknar eru ákvarðanir um að veija fjármunum almennings til atvinnuuppbyggingar, með hluta- fjárþátttöku hins opinbera, tel ég það tilefni til opinnar umræðu. Þú verður að eiga það við ríkis- sjónvarpið að það skyldi ekki leita álits fulltrúa Steinullarverksmiðj- unnar við ummælum mínum. Það var ríkissjónvarpið sem fór þess á ieit að ég tjáði mig um málið og geta þeir staðfest að ég var tregur til. Taldi ég hins vegar rétt að koma þessu á framfæri, því eftir fjárfest- ingamistök undanfarinna ára þörfnumst við svo sannarlega var- færni og raunsæis við ákvarðana- töku. Þú telur mig hafa misskilið for- sendur hlutafjáraukningarinnar. Það taldi forveri þinn í starfi einnig og sú stjórn fyrirtækisins sem vann að undirbúningi byggingar steinull- arverksmiðju á Sauðárkróki á sínum tíma. Þá lét ég og reyndar fleiri í ljós þá skoðun opinberlega, að bygging steinullarverksmiðju á Sauðárkróki væri vafasöm fjárfest- ing. Fengum við ætíð ákúrur frá aðstandendum framkvæmda. Því miður var ráðist í framkvæmdir; því miður rættust spár okkar. Þess vegna þarf í dag fé til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Ágreiningurinn nú snýst hins vegar um það hvemig eigi að bjarga. Ég vona svo sannarlega að 72 milljónir reynist nóg, en leyfi mér þó að efast um vissar forsend- ur sem þið gefið ykkur. Ég tel nefnilega skynsamlegra að fara vel búinn til björgunarstarfsins og koma kaðlinum alla leið til manns- ins sem fastur er í sprungunni en að koma á staðinn með of stuttan spotta. Það getur orðið ansi dýrt að sækja lengri spotta þegar mikið liggur við. Að undanförnu hef ég rætt þessi mál við nokkra vel sjóaða einstakl- inga sem hafa áratuga reynslu í atvinnurekstri og spurt þá hvort þeir telji 72 milljónir króna hluta- fjáraukningu vera nóg. Því miður hefur enginn svarað mér játandi. Ég tel rétt að menn meti stöðuna út frá því sem vel gæti gerst, þ.e. að meira fé þurfí en 72 milljónir. í lok greinar þinnar lætur þú í ljós áhuga á frekari skoðanaskipt- Páll Kr. Pálsson „Þá lét ég og reyndar fleiri í ljós þá skoðun opinberlega, að bygg- ing steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki væri vafasöm fjárfest- ing. Fengum við ætíð ákúrur frá aðstandend- um framkvæmda. Því miður var ráðist í fram- kvæmdir; því miður rættust spár okkar. Þess vegna þarf í dag fé til að bjarga fyrir- tækinu frá gjaldþroti.“ um um málið á vettvangi iðnaðar- ráðuneytisins, þar sem ég sé starfsmaður þess. Ég er reiðubúinn til frekari skoðanaskipta hvenær sem er, en bendi þér á að hér erum við heldur ekki alveg sammála, því ég tel mig ekki starfsmann iðnaðar- ráðuneytisins, þó Iðntæknistofnun Islands heyri undir það ráðuneyti. Höfundur er forsijóri Iðntækni- stofnunar íslands. Opið bréf til Hall- dórs Þorsteinssonar Reykjavík 11.5. 1987 í grein þinni, sem birtist í Morg- unblaðinu laugardaginn 9. maí á blaðsíðu 22, setur þú fram eftirfar- andi fullyrðingar: „Ennfremur tel ég framlag skóla- rannsóknamanna okkar til fræðslu- mála hafa lítið sem ekkert gildi, m.a. vegna þess, að framsetning flestra þeirra manna, sem starfa á skólaþróunardeild — (dáfagurt orð það!) menntamálaráðuneytisins, er óskýr og ófullnægjandi, enda eru rit þeirra flest á hráu og torskildu stofnanamáli. Að skaðlausu mættu nokkrar silkihúfur fjúka burt úr þeirri fínu deild.“ (Letur- breyting okkar.) Það hæfír illa svo vel menntuðum manni, að setja fram slíkar æru- meiðandi fullyrðingar og atvinnu- róg. Því teljum við rétt að þú notir þann vettvang sem þú heftir valið þessum skrifum til að afturkalla þennan óhróður eða rökstyðja hann ella. Enginn getur setið undir slíku og áskiljum við okkur allan rétt til að veija okkur. Við, starfsmenn skólaþróunar- deildar, kreíj'umst þess að þú svarir á þessum vettvangi eftirfarandi spumingum: 1. Hvaða rit eru það sem starfs- menn skólaþróunardeildar hafa sent frá sér „á hráu og torskildu stofnanamáli"? 2. Hvar hefur þú hlýtt á erindi eða aðra framsetningu máls hjá starfsmönnum deildarinnar? 3. Hvaða störfum telur þú starfs- menn skólaþróunardeildar gegna svo slælega? 4. Hvaða „silkihúfur" þekkir þú í skólaþróunardeild sem mættu „fjúka burt“? Ennfremur viljum við bjóða þér að koma í skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins í Skip- holti 37, ræða við okkur og kynna þér það starf sem þú fordæmir. F.h. starfsmanna skólaþróunar- deildar menntamálaráðuneytisins. Aðalheiður Auðunsdóttir Ingólfur Guðmundsson Margrét Harðardóttir Sigþór Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.