Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 DiKarmeisiarar oijornunnar • Stjarnan úr Garðabœ varð f vetur bikarmeistari HSÍ í handknattleik og hér birtum við sfðbúna mynd af þeim. Aftari röð frá vinstrí: Sigtryggur Helgason frá Daihatsuum- boðinu, Jón Ásgeir Eyjólfsson formaður handknattleiksdeildar, Gylfi Birgisson, Skúli Gunnsteinsson, Einar Einarsson, Hannes Leifsson fyrirliði, Hilmar Hjaitason, Páll Björgvinsson þjálfari, Bragi Eggertsson og Hilmir Elísson frá Daihatsuumboðinu. Fremri röð frá vinstrí: Sigurjón Guðmundsson, Hafsteinn Bragason, Sigmar Þröstur Óskarsson, Jónas Þorgeirsson, Ragnar Gíslason og Magnús Teitsson. Uppskeruhátíð Stjörnunnar: Fyrirliðinn Hannes Leifsson var bestur STJARNAN f Garðabœ hétt upp- skeruhátfð sfna um sfðurstu helgi og var þar meðal annars tilkynnt um val á bestu leikmönnum meistaraflokka félagsins. Hannes Lerfsson fyrirliði meistaraflokks karla var valinn besti leikmaður flokksins og hjá stúlkunum var Guðný Gunnsteinsdóttir fyrir val- inu. Stjarnan er ekki gamallt félag, aðeins 27 ára, en engu að síður hefur félagið náð undraverðum árangri á undanförnum árum, sérstaklega í handboltanum. Fé- lagið lék fyrst í deildarkeppninni í handbolta nokkrum árum eftir að það var stofnað þannig að þó svo félagið sé 27 ára þá hefur hand- bolti verið stundaður mun skemur. Fjögur ár í röð hefur handknatt- leiksdeildin verið með alla flokka í úrslitum og í ár varð meistaraflokk- urinn bikarmeistari og var það fyrsti stóri titillinn sem félagiö vinn- ur til. Meistaraflokkur karla varð í fjórða sæti í 1. deildinni í vetur, meistaraflokki kvenna í þriöja sæti og þriðji flokkur karla einnig. [ öðr- um flokki karla og þriðja flokki kvenna náði féiagið öðru sæti og 2. flokkur kvenna varð íslands- meistari. í ár var í fyrsta sinn starfræktur 4. flokkur kvenna og komst hann ekki í úrslit að þessu sinni en ef framhald verður á hinu geysiöfluga unglingastarfi þeirra Garðbæinga verður ekki langt þar til ungu stúlkurnar komast í úrslita- keppnina. Á lokahófi handknatt- leiksmanna fékk Stjarnan meðal annars viðurkenningu frá unglinga- nefnd HSÍ fyrir frábært unglinga- starf og kom það engum á óvart. Hannes Leifsson var útnefndur besti leikmaður meistaraflokks karla á uppskeruhátíðinni um helg- ina og Guðný Gunnsteinsdóttir var valin best hjá stúlkunum eins og áður sagði. Fleiri voru heiðraðir. Páll Björgvinsson var valinn besti þjálfari Stjörnunnar í vetur og stór- skyttan Gylfi Birgisson fékk viður- kenningu fyrir mestu framfarirnar. Einar Einarsson og Skúli Gunn- steinsson fengu viðurkenningar fyrir 100 leiki með meistaraflokki, Sigurjón Guömundsson fyrir 200 leiki og Magnús Teitsson fyrir 300 leiki. Þessi fengu ÖM viðurkenningu á lokahátíð Stjörnunnar um helgina. Páll Björgvinsson besti þjálfari Stjörnunnar, Guðný Gunnsteinsdóttir besti leikmaður kvennaflokks, Einar Einarsson 100 leikir, Hannes Leifsson besti leikmaður meistaraflokksins, Gylfi Birgisson tók mest- um framförum, Skúli Gunnsteinsson 100 leikir og Magnús Teitsson 300 leikir. Vandræði hjá IBV 0 Jóhann Georgaaon 0 Tómas I. Tómasaon 0 Hlynur Stefánsson NÚ styttist óðum í það að ís- landsmótið f knattspyrnu hefjist aftur eftir vetrarfrí. Eins og jafnan á veturna eiga sér miklar breyt- ingar stað hjá liðum deildanna. Flest lið fá nýja leikmenn og missa aðra og í ár hefur enginn breyting orðið þar á. Fá lið hafa orðið fyrir eins mikilli blóðtöku fyrir þetta keppnistímabil og ÍBV. ÍBV leikur nú, eins og kunnugt er, í 2. deild eftir að hafa fallið úr þeirri fyrstu í fyrra. Margir leik- menn hafa yfirgefið liðið en aðeins einn nýr komið í staðinn. Meöal þeirra leikmanna sem farið hafa eru Karl Sveinsson og Sighvatur Björgvinsson sem ætla að reyna fyrir sér á fasta landinu í sumar. Þá hafa þeir Viðar Elíasson og Þórður Hallgrímsson lagt skóna á hilluna að ógleymdum hinum efni- lega Viðari Þorsteini Viktorssyni. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Eyjamenn má segja að allir máttarstólpar liðsins séu á sjúkra- lista. Jóhann Georgsson, leik- reyndasti maður liðsins, verður að öllum líkindum ekki með í sumar vegna slæmra bakmeiðsla og er það liðinu mikið áfall. Þá er Hlynur Stefánsson, sem lék í Noregi í fyrra, meiddur á öxl og verður frá í sex vikur. Tómas Ingi Tómasson er sömuleiðis illa meicfdur og þá hafa þeir Bergur Ágústsson og Ómar Jóhannsson verið meiddir en þeir veröa væntanlega klárir í slaginn fyrir helgina. Þjálfarar IBV í ár eru þeir Ár- sæll Sveinsson og Tómas Pálsson sem öllu kunnari eru sem leikmenn ÍBV um árabil. Þeir félagar eru að þjálfa meistaraflokkslið í fyrsa sinn en hafa báðir þjálfaö yngri flokka félgsins með góöum árangri. Þeir vildu sem minnst tjá sig um komandi keppnistímabii í stuttu spjalli við blaðamann Morgun- blaðsins. Þeir sögðu þó að þeim litist sæmilega á sumarið - en ekk- ert meir. Tómas sagðist þó ekkert voða svartsýnn ef strákarnir sem meiddir væru yrðu fljótlega tilbúnir í slaginn. Hann bætti því viö aö það væri hræðilegt áfall fyrir liðið að missa alla sína bestu menn strax í upphafi. Fátt var um svör er þeir voru beðnir um að spá um fyrsta leik mótsins gegn Selfoss. Þeir sögðu að liöið væri ungt og geta þess ætti eftir að koma í Ijós en vissu- lega væri útlitið dökkt. Þaö má með sanni segja að dagar ÍBV sem stórliðs í íslenskri knattspyrnu séu taldir í bili að minnsta kosti. Liðið sem flestir töldu víst að myndi blanda sér í baráttuna um sæti í 1. deild gæti átt það á hættu að þurfa að berj- ast fyrir tilverurétti sínum í 2. deild. Þaö yrði væntanlega hlutskipti sem fáir Eyjamenn myndu sætta sig við. Þó má ekki gleyma að oft, þegar erfiðleikarnir hafa verið hvað mestir hjá liðinu, hefur það staðið sig hvað best. -GMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.